Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 21
AÐSENDAR GREINAR
AÐ FALLA Á TÍMA
Á FUNDI leiðtoga
Evrópusambandsins
sem haldinn var á
grísku eyjunni Korfú á
dögunum var sam-
þykkt að Kýpur og
Malta yrðu í hópi
þeirra þjóða sem næst
yrði samið við um aðild
að Evrópusamband-
inu. Malta og Kýpur
sóttu um aðild að Evr-
ópusambandinu fyrir
allnokkru. Þjóðirnar-
njóta eindregins
stuðnings Miðjarðar-
hafsríkjanna í ESB.
Leiðtogar þeirra lögðu
áherzlu á að vafi væri
tekinn af um að önnur samninga-
lota hæfist um aðild að samband-
inu án þess að þessir skjólstæðing-
ar þeirra væru í hópi þeirra þjóða
sem þá yrði samið við.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
leiðtogafundur ESB ályktar sér-
staklega um samningaviðræður við
einstök ríki. í Lissabon árið 1992
var því lýst yfir að óþarft væri að
breyta stofnunum þess til þess að
hýsa EFTA-þjóðir sem æsktu að-
ildar að sambandinu. Því var jafn-
framt lýst yfir að EES-samningur-
inn hefði rutt brautina hvað varð-
aði þessar þjóðir og því ætti að
vera unnt að ljúka samningum við
þær á tiltölulega skömmum tíma.
Þær fjórar EFTA-þjóðir sem auk
íslendinga eiga aðild að EES-
samningnum sóttust allar eftir
aðild og hafa eins og
alkunna er lokið
samningaviðræðum.
Loks er alkunna að
aðild íslands að ESB
hefur ekki verið á dag-
skrá ríkisstjórnarinnar
né stjórnmálaflokk-
anna. Þess vegna hef-
ur sá kostur aldrei ver-
ið til umræðu á íslandi
— um hann hefur ríkt
grafarþögn.
Sumir vilja halda því
fram að samningsgerð
félaga okkar í EFTA
við ESB hafi í engu
breytt stöðu okkar.
Það er alrangt. Á með-
an á samningsgerðinni stóð var sá
möguleiki fyrir hendi að hún tæk-
ist ekki, sem jafngilti því að við
yrðum ekki ein Norðurlandaþjóð-
anna utan ESB. Við hefðum því
enn sem fyrr skjól og stuðning af
að minnsta kosti einhverri frænd-
þjóð okkar. Nú þegar loku er fyrir
það skotið að samningarnir mis-
takist, hengja sumir sig i þann
möguleika að einhver þjóðanna
hafni þátttöku. Enn aðrir segja að
þar sem ljóst sé að við fáum hvort
eð er ekki inngöngu í ESB fyrr
en eftir ríkjaráðstefnuna 1996 liggi
ekkert á. Við þurfum ekki að taka
afstöðu fyrr en eftir að við sjáum
niðurstöðu þeirrar ráðstefnu.
Þannig reyna menn enn að ýta
málinu frá sér og telja sér trú um
að engin ástæða sé til að taka það
á dagskrá.
Það er rangt mat að nægur tími
sé til stefnu. í yfirlýsingu Korfú-
fundarins, sem nefnd var hér í
upphafi, er þess getið að undirbún-
ingur samningaviðræðna við eyrík-
in í Miðjarðarhafi er vei á veg
kominn. Það þarf ekki að koma á
óvart að samningaviðræður við þau
heijist áður en langt um líður, þó
þau fái ekki inngöngu í ESB fyrr
en að lokinni ríkjaráðstefnunni.
Ef við viljum vera í samfloti þurf-
um við að ákveða það á næstu
mánuðum, eða jafnvel vikum.
En hvort heldur þessir samning-
ar eru á næsta leiti eða ekki þá
eru samningar um hvernig halda
megi EES-samningum áfram yfir-
vofandi. Það verða ekki auðveldir
samningar. Hendur ESB eru að
því leyti bundnar að samning-
sniðurstaðan yrði öðrum þjóðum
fyrirmynd. Ef það lægi fyrir að
við stefnum að aðild yrði Evrópu-
sambandinu auðveldara um vik,
því hægt yrði að réttlæta niður-
stöðuna með því að samningum
væri ekki ætlað að gilda nema í
stuttan tíma. Mér virðist það vera
heiðarlegra og ljósara ekki bara
gagnvart viðsemjendunum í ESB
heldur einnig gagnvart íslenzku
þjóðinni að framtíðarstefnan í
þessum efnum sé ljós áður en út
í nýjar samningaviðræður er farið.
Hvað gerist ef ljóst er að þeir
samningar sem við getum náð í
tvíhliðaviðræðum eru hvorki fugl
né fiskur, ætla menn þá skyndilega
Valgerður
Bjarnadóttir
að kveða upp úr með að eini al-
mennilegi kosturinn sem völ er á
sé að semja um aðild að Evrópu-
sambandinu? Er það ekki virðing-
arleysi við kjósendur að þeir viti
ekki hug stjórnmálamanna í þessu
veigamikla máli? Eða skipta kjós-
endur kannski engu máli nema á
kjördag og næstu vikur á undan?
Það er ekki við því að búast að
eining verði um Evrópusambandið
á Islandi fremur en annars staðar.
Við Islendingar erum ekki óvön
Ef við viljum vera í sam-
floti með Möltu og Kýp-
ur þarf að ákveða það
á næstu mánuðum eða
jafnvel vikum, segir
Valgerður Bjarna-
dóttir, og kveðst
treysta því að enginn
Islendingur semji auð-
lindina af þjóðinni.
því að djúpstæður ágreiningur sé
um stefnuna í utanríkismálum. Hér
áður mátti ekki og átti ekki nema
útvalið fólk að íjalla um utanríkis-
mál af því að þau vörðuðu varnar-
hagsmuni landsins. Nú eru það
sjávarútvegshagsmunir sem banna
að utanríkismálin séu rædd — það
má ekki einu sinni leita eftir samn-
ingum um þau mál. Menn virðast
hafa gleymt því að þeir sem róa
ekki, fiska ekki. Það virðist líka
bannað að benda á miðin án þess
að fullyrða hver aflinn verður.
Ég er þeirrar skoðunar að við
getum náð viðunandi samningum
við ESB um sjávarútvegsmál. Það
yrði auðvitað íslenskir en ekki
norskir samningar. Hagsmunir ís-
lendinga og Norðmanna í sjávarút-
vegsmálum eru einfaldlega ekki
sambærilegir: Sjáv.arútvegur nem-
ur 17% af þjóðarframleiðslu okkar
en ekki nema 2-3% af þjóðarfram-
leiðslu Norðmanna, sala sjávaraf-
urða vegur 80% í vöruútflutningi
okkar en sambærileg norsk tala
er 7% og er þá fiskeldi innifalið
eða sem nemur um 140.000 tonn-
um af laxi sem er nærri þriðjungur
heildarverðmætisins.
Ég treysti því að enginn íslend-
ingur mundi semja auðlindina af
þjóðinni. í mínum augum er þetta
svo sjálfsagður hlutur_ að óþarft
er að ræða það frekar. Ég er þeirr-
ar skoðunar að við höfum látið
gullið tækifæri til að tryggja efna-
hagslega og pólitíska reisn þjóðar-
innar fram hjá okkur fara með því
að vera ekki samferða EFTA-
þjóðunum fjórum í samningum
þeirra við ESB. Ég óttast að með
því að slá enn á frest að gera upp
hug okkar í þessum efnum munum
við falla á tíma og láta fleiri slík
tækifæri renna okkur úr greipum.
Það gæti leitt til þess að ísland
verði ekki bara eftirsóttur staður
fyrir náttúruunnendur heldur líka
fyrir mann- og stjórnmálafræðinga
sem vilja líta þá þjóð augum sem
ein Evrópuþjóða taldi sig standa
betur að vígi ein en í náinni sam-
fylgd vina- og nágrannaþjóða.
Höfundur er viðskiptafræöingur
og starfar hjá EFTA í Brussel.
Hvenær verður hætt að höggva?
Nokkur orð um kjarnann, hismið og mannréttindabrotin Skyldi dómurum o g lög-
i
HINN 17. júní sl.
sat hluti þjóðarinnar
fastur í bílum á Þing-
vallaveginum og hafði
af því nokkurra
klukkustunda óþæg-
indi. í kjölfarið kom
fjöldi manns fram í
fjölmiðlum og sagði
farir sínar ekki sléttar.
Forsætisráðherra brá
undir sig betri fætin-
um og skipaði i hasti
nefnd til að rannsaka
hvað olli stíflunni. Hér
á landi er annar hópur
þjóðfélagsþegna sem
orðið hefur fyrir óþæg-
indum vegna stíflu. Sá hópur eru
börn og ungmenni er hlotið hafa
háa varanlega örorku vegna slysa.
Þeirra óþægindi vara ekki aðeins
í nokkrar klukkustundir, heldur
ævilangt. Eitt af því sem hefur
valdið þessum hópi miklum óþæg-
indum er það virðingarleysi sem
lífi þeirra og baráttu hefur verið
sýnt er til uppgjörs ævitekna þeirra
hefur komið. I áratugi hafa dóm-
stólar setið fastir eins og fólkið á
Þingvallaveginum, í ímyndaðri
dómvenju. Sú dómvenja hefur ekki
aðeins valdið illa slösuðum börnum
nokkurra klukkustunda óþægind-
um heldur ævilöngum. Aldrei hefur
stjórnvöldum dottið í hug að setja
á stofn nefnd til að rannsaka
ástæðu þess að dómstólar hafa
setið fastir í stíflaðri dómvenju og
valdið með því mannréttindabrot-
um á illa slösuðum börnum og
ungmennum í áratugi. Misjöfn eru
morgunverkin.
II
Hinn 1. júlí 1993 tóku fyrstu
íslensku skaðabótalögin gildi.
Setning þeirra lögfesti fleiri millj-
óna króna hækkun, frá því sem
áður var, á skaðabótagreiðslum til
barna og unglinga er háa örorku
Auður
Guðjónsdóttir
hljóta vegna skaða-
bótaskyldra slysa. Sú
mikla hækkun var
ekki hugsuð sem upp-
bót vegna þeirra
launahækkana sem
orðið hafa á almennum
vinnumarkaði síðast-
liðin ár, heldur leið-
rétting á því misrétti
sem illa slösuð börn
hafa mátt þola af
hendi dómstóla um
áratuga skeið. Fyrir
setningu skaðabóta-
laganna höfðu dóm-
stólar í raun bæði
lagasetningarvald og
dómsvald, hvað þess-
um málaflokki viðvíkur. Þeim var
í lófa lagið að breyta staðnaðri
dómvenjunni smám saman í átt til
þess sem eðlilegt mætti teljast, en
gerðu ekki. Allt fram að setningu
skaðabótalaga brutu dómstólar
mannréttindi á börnum með háa
örorku, með því að dæma þau lág-
iaunafólk fyrir lífstíð. Sömu sögu
má segja urn lögmenn sem vegna
eiginhagsmunastefnu sinnar létu
óréttlætið viðgangast og gleymdu
fyrstu grein í „Codex Ethicus“ lög-
manna, þar sem kveðið er á um
að lögmönnum beri að efla rétt og
hindra órétti. I ýmsum tilvikum er
málatilbúnaður lögmanna þannig
að þeir virðast fylla út einhyers
konar staðlað form, þar sem tug-
milljóna króna er krafist til handa
mikið slösuðum börnum. Þeir hafa
hins vegar ekki fylgt kröfunum
eftir með þeirri vinnu og þeim
rökstuðningi sem nauðsynleg eru
til að breytingar á dómvenjunni
nái fram að ganga. Það er ágóða-
meira fyrir lögmenn að sitja í stífl-
unni og hljóta fyrir það laun uppá
fleiri hundruð þúsundir fljóttek-
inna króna, heldur en að vera að
vesenast í því að hindra órétti. Til
að bæta svo gráu ofan á svart
hafa lögmenn í fæstum tilfellum
gert kröfur um að stúlkur hljóti
sömu ævitekjur og drengir. Þó
kveða jafnréttislög á um það að
konur og karlar skuli meðhöndluð
á sama hátt.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér hvort dómarar og lögmenn
viti ekki að uppgjör skaðabóta
vegna hárrar varanlegrar örorku
er lífstíðar kjarasamningur. Skyldi
þeim sjálfum finnast nóg að hafa
5-9 milljónir króna í ævitekjur og
1 milljón króna í miskabætur
vegna fötlunar sem hljóðar jafnvel
uppá líf í hjólastól og missi tilfinn-
ingar í kynfærum, þvagblöðru og
ristli, svo nokkur dæmi séu tekin.
Við uppgjör miskabóta hafa lög-
menn ekki einu sinni haft fyrir því
að fylla út staðlað form. Einni
milljón króna var skellt á nær alla
línuna, burtséð frá mismunandi
miska. Lögmennirnir, sem blá-
eygðu skjólstæðingarnir treystu,
nenntu því miður ekki að kynna
sér hvað hékk á spýtunni þegar
til uppgjörs miskabóta kom.
III
Hér í landi er stjórnkerfið byggt
upp á veldi sérfræðinga og þjóðin
ætlast til þess að þeir sem
menntaðir eru til vissra starfa á
kostnað ríkisins hugsi fyrir hana
í viðkomandi efnum. Sú krafa er
gerð til þeirra sem inenntaðir eru
til heilbrigðisstarfa, að þeir sjái til
þess að heilbrigðisþjónustan þróist
í takt við tímann og að landsmenn
fái bestu þjónustu sem völ er á.
Það sama hlýtur að gilda um dóm-
skerfið. Því miður hefur komið í
mönnum fínnast nóg,
segir Auður Guðjóns-
dóttir, að hafa 5-9
milljónir í ævitekjur eins
og ungmennum er ætl-
að vegna varanlegrar
örorku eftir slys.
ljós að hluti þeirra sem menntaðir
eru til starfa í dómskerfinu hefur
orðið uppvís að því að hafa ekki
haft áhuga fyrir að fylgjast með
þeim þjóðfélagsbreytingum er orð-
ið hafa undanfarna áratugi og
hafa því ekki þrýst á um að ýmis-
legt sem betur mætti fara í dóms-
kerfinu hafi verið aðlagað breyttu
þjóðfélagi. Þetta hefur orðið til
þess að dómstóla hefur dagað uppi
sem nátttröll á meðan þjóðfélagið
streymdi fram. Hugsun dómara og
lögmanna má ekki blindast af laga-
rýni og dómvenjum. Þá getur þjóð-
in ekki sýnt dómskerfinu þá virð-
ingu sem til er ætlast. Fyrir ára-
tugum voru þeir sem veiktust af
lungnaberklum höggnir í bijóst-
kassann í lækningarskyni. Svo var
fundið upp lyf sem læknaði berkla.
íslenskir læknar hugsuðu fyrir
þjóðina og tileinkuðu sér nýjung-
arnar. Með því björguðu þeir ótal
mannslífum og heill og hamingju
margra fjölskyldna. Ymsar fjöl-
skyldur og einstaklingar hafa átt
Hótel- og veitingafólk ath.
íslenskt handverk - einstök gæði
Vaskarnir, vaskborðin
°9 innréttingarnar
fást hjá okkur. Mly lil:UrNAöWlniJAN
Flatahraun 13 sími 52711, Hafnarfirði.
og eiga heill sína og hamingju
undir því að lög og lagaígildi séu
réttlát sem og ákvarðanataka dóm-
stóla og lögmanna. Löglært fólk
verður því að hætta að höggva.
IV
Ég ætla ekki að skora á dóms-
málaráðherra að fara að fordæmi
starfsbróður síns í forsætisráðu-
neytinu og skipa nefnd til að rann-
saka mannréttindabrot dómstóla á
börnum og ungmennum er hlotið
hafa mikla örorku vegna slysa.
Ástæða þess er sú að ég veit að
slíkt er tilgangslaust. Gáfaðasta
og trúaðasta þjóð í heimi vill ekk-
ert rannsaka nema yfirborðsmál.
Rannsaki hún eitthvað annað gæti
komið í ljós heimska hennar,
ábyrgðarleysi og tvískinnungshátt-
ur. Við skulum því bara þegja þetta
í hel.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
á Landspítalanum.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI