Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. f lausasölu 125 kr. eintakið.
MARADONA FELL-
UR Á LYFJAPRÓFI
Það má með sanni segja að heimurinn hafi verið sleginn
óhug er sú fregn barst að argentínski knattspyrnumað-
urinn Diego Armando Maradona hefði fallið á lyfjaprófi
eftir leik í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Banda-
ríkjunum. Á einu andartaki breyttist hann úr átrúnaðar-
goði og hetju milljóna manna um allan heim í ómerkilegan
svindlara.
Eftir á að hyggja átti þessi fregn kannski ekki að koma
jafn mikið á óvart og hún gerði. Maradona misnotaði um
langt skeið eiturlyf og var meðal annars dæmdur í fimmt-
án mánaða keppnisbann árið 1991 vegna kókaínneyslu.
Eiturlyf voru líka ástæðan fyrir því að hann varð að hætta
að leika með ítalska liðinu Napolí á sínum tíma.
Maradona var aldrei neinn engill en snilligáfa hans á
knattspyrnuvellinum gerði það að verkum að menn sáu í
gegnum fingur sér með mistök hans og dómgreindarleysi
í einkalífinu. Sá lífstíll, sem hann kaus sér utan vallarins,
varð honum að lokum að falli. Hann treysti sér ekki til
þátttöku í landsliði Argentínu á ný, 33 ára að aldri, nema
með aðstoð lyíja.
Maradona er einhver mesti knattspyrnumaður allra tíma
og nafn hans hefur oft verið nefnt í sömu andrá og brasil-
íska knattspyrnumannsins Pele.
Þetta mál varpar skýru Ijósi á þá miklu ábyrgð, sem
afreksmenn í íþróttum verða að axla. Ef þeir bregðast, þá
bregðast þeir ekki einungis sjálfum sér. Þar til á miðviku-
dag var Diego Maradona þjóðhetja í Argentínu, átrúnaðar-
goð milljóna og fyrirmynd óteljandi ungra knattspyrnuá-
hugamanna. Með lyfjanotkun sinni hefur hann brugðist
þjóð sinni og öllum þeim sem litu á hann sem fyrirmynd.
Stjörnudýrkun er mjög sterkt einkenni nútíma samfélags
og flestir hafa verið sammála um að fyrirmyndir úr íþrótta-
heiminum séu líklegastar til að hvetja ungmenni til heil-
brigðs lífernis og íþróttaiðkunar. Ef fyrirmyndirnar bregð-
ast geta vonbrigðin orðið mikil. Þetta á ekki bara við um
stórstjörnur eins og Maradona heldur ætti það einnig að
verða íslenskum afreksmönnum í íþróttum umhugsunar-
efni. Þó að við og við hafi komið upp dæmi um lyfjanotkun
meðal íslenskra íþróttamanna bendir flest til að þar hafi
verið um algjör undantekningartilvik að ræða. Þannig á
það að vera áfram.
KARL BRETA-
PRINS í KLEMMU
Fátt hefur vakið meiri athygli þessa vikuna heldur en
viðtal það við Karl Bretaprins, sem breska sjónvarps-
stöðin ITV birti á miðvikudagskvöld. Með þessu viðtali tek-
ur prinsinn mikla áhættu og umræða er þegar hafin um
það, hvort að hann sé „hæfur“ til að gegna embætti kon-
ungs. Fyrstu skoðanakannanir benda þó til að almenningur
í Bretlandi hafi verulega samúð með Karli og breska ríkis-
stjórnin hefur lýst því yfir að lögskilnaður myndi engu
breyta um tilkall hans til krúnunnar, þó svo ýmsir kirkjunn-
ar menn séu annarrar skoðunar.
Það er hugsanlegt að konungdæminu sem slíku stafi
hætta af uppákomum sem þessum. Vissulega eru mörg
dæmi um það í sögunni að konungar á Bretiandseyjum
hafi legið undir gagnrýni vegna háttsemi í einkalífi. Það
sem hefur hins vegar breyst er sú mikla athygli sem bein-
ist að einkalífi konungsfjölskyldunnar og óvægni ijölmiðla.
Meðan allt lék í lyndi naut konungsfjölskyldan góðs af
áhuga fjölmiðla. Þegar upp komu vandamál vár henni ekki
sýnd nein miskunn. Með því að veita viðtal af þessu tagi
virðist Karl Bretaprins hafa ákveðið að taka þátt í fjölmiðla-
leiknum og reyna að koma sinni hlið mála á framfæri. Sú
ákvörðun gæti reynzt áhættusöm.
4
LANDSMÓl
KYNBÓTAHROSSIN á Landsmóti hestamanna voru hæfileikadæmd á fimmtudaginn og hér sjást áhoi
MEKKA
ALLRA
HESTA-
MANNA
OTTO og Barbro Beckström frá
fyrir þeim, eins og Mekl
Landsmót hestamanna á
Gaddstaðaflötum við
Hellu hófst í vikunni og
lýkur annað kvöld. Stef-
án Eiríksson brá sér á
staðinn í vikunni og
kannaði stemmninguna.
Földi gesta á Landsmóti
hestamanna á Gadd-
staðaflötum hefur aukist
jafnt og þétt frá móts-
byijun, og er búist við því að hann
fari upp í átta þúsund manns nú
um helgina. Erlendir gestir eru
fjölmargir, jafnvel um helmingur
mótsgesta að mati manna. Flestir
eru hingað komnir til að njóta
mótsins og skemmta sér, en auk
þess eru einhveijir í verslunarhug-
leiðingum. Hver svo sem ástæðan
er fyrir komu erlendu gestanna
hingað til lands þá er ljóst að lands-
mótið skipar ríkan sess í lífi
margra, ekki síður en innlendu
gestanna. Einn erlendu gestanna
orðaði það svo að Landsmót væri
fyrir hann, sem og marga aðra
eigendur íslenskra hesta á megin-
landi Evrópu, líkt og Mekka væri
fyrir múslima.
Góð stemmning hefur myndast
á mótinu, og virðist hún aukast í
réttu hlutfalli við fjölgun móts-
gesta og eftir því sem dagskráin
verður áhugaverðari. Það er mál
manna að hestamir hafa aldrei
verið jafn glæsilegir og knaparnir
aldrei verið betri. Þá er öll skipu-
lagning á mótinu til fyrirmyndar
sem og aðstæður allar. Landsmóts-
útvarp er í gangi á þremur rásum,
einni á íslensku, annarri á ensku
og þeirri þriðju á þýsku, öllum
gestum til óblandinnar ánægju.
Þar eru úrslit tíunduð, dagskrá á
öllum völlum kynnt auk ýmis ann-
ars, og þar með er öllum gestum,
jafnt innlendum sem erlendum
gert kleift að fylgjast með dagskrá
mótsins og úrslitum um leið og
þau berast.
Hápunktar mótsins verða í dag
og á morgun, en í dag er meðal
annars á dagskrá úrvalssýning
kynbótahrossa, og á morgun verð-
ur 400 hesta og knapa hópreið,
auk þess sem kynbótahross verða
verðlaunuð og úrslit í A- og B-
flokki gæðinga fara fram. Margir
bíða einnig spenntir eftir kvöld-
vöku sem verður í kvöld, en hún
hefst með úrslitum í úrvalstölti og
lýkur með dansleik þar sem hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar mun
halda uppi íjörinu.
ÁHORFENDUM fjölgar jafnt og þé