Morgunblaðið - 02.07.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 27
MAGNÚS
BÖÐ VARSSON
+ í dag er til
moldar borinn
Magnús Böðvars-
son, bóndi á Hrúts-
stöðum í Dalasýslu,
hann Maggi frændi,
eins og við systkin-
in kölluðum móður-
bróður okkar.
Magnús Böðvars-
son var fæddur í
Búðardal 3. mars
1919. Hann lést í
Borgarspítalanum
23. júní síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Böðvars
Marteinssonar og Guðbjargar
Jónsdóttur. Þau hjón eignuðust
fjögur börn, Árna, sem dó rúm-
lega tvítugur, Sólveigu, Hall-
fríði Mörtu og Magnús. Auk
þess ólu þau upp fósturson,
Kristin Siguijónsson, síðar
byggingarmeistara. Útför
Magnúsar fer fram frá Hjarð-
arholti í Laxdal í dag.
FJÖLSKYLDAN fluttist að Hrúts-
stöðum 1920, en þá hafði þessi
sögufrægi staður verið í eyði um
alllangt skeið. Þar ólst Magnús upp
og tók þátt í bústörfum frá blautu
barnsbeini eins og þá tíðkaðist í
sveitum. Um tvítugt fór Magnús
svo í verið ásamt fleiri ungum
mönnum úr Dölum. Magnús laðað-
ist þó ekki að sjómennskunni enda
breytti hernámið og Bretavinnan
lífsrás hans sem og fjölmargra ann-
arra á þessum árum. Magnús fékkst
einnig við byggingarvinnu, m.a.
verkstjórn, og lagði fyrir sig pípu-
lagnir og aflaði sér réttinda í þeirri
grein. Fékkst hann við þá iðju í
Reykjavík, Dölum og víðar. Aður
en Magnús tók við búi á Hrútsstöð-
um var hann þó lengst af við akst-
ur, m.a. rútubílaakstur. Magnús var
einn þeirra manna sem höfðu mikið
baráttueðli og baráttuþrek og var
ódeigur að hætta nokkru til í lífsins
ólgusjó. Hann eignaðist snemma
vörubíl og hóf atvinnustarfsemi
með hann og vegnaði ætíð vel. Á
tímabili hafði hann mikið umleikis
og rak eina tvo vörubíla og jarðýtu.
Hann var sérlega farsæll maður í
akstrinum enda með afbrigðum
varkár með allar vélar og gætti
þess ætíð vandlega að tæki og tól
væru í besta lagi og sparaði þá í
engu til.
Arið 1939 hætta foreldrar Magn-
úsar búrekstri en Sólveig, eldri
systkirin, og maður hennar Stefán
A. Hjartarson, foreldrar mínir, taka
við búi á Hrútsstöðum. Þegar for-
eldrar mínir flytja norður í Bæ í
Hrútafirði 1941 tekur yngri systir-
in, Hallfríður Marta, við búi ásamt
manni sínum Svavari 0. Jóhannes-
syni og búa þau þar allt til ársins
1954 þegar þau flytja í Kópavog
ásamt foreldrum þeirra systkina,
Guðbjörgu og Böðvari.
Nokkru eftir 1950 kemur Magn-
ús inn í búreksturinn og leigir m.a.
næstu jörð, Kambsnes, sem hann
keypti svo síðar.
Frá árinu 1954 tekur svo Magn-
ús við búrekstri og heldur fyrst
ráðsmann á vetrum en fæst sjálfur
við önnur störf. Árið 1959 verður
hann þeirrar gæfii aðnjótandi að til
hans flyst sem ráðs-
kona Elín J. Guðlaugs-
dóttir, ásamt börnum
sínum Guðlaugi og
Guðrúnu. Magnúsi
varð brátt ljóst að hér
var komin afbragðs
búkona og ekki hyggi-
legt að láta hana fara
úr garði aftur, enda fór
svo að þau tóku saman
og hafa búi þar síðan
af mikilli rausn.
Magnús var einn
þeirra manna sem ekki
felldu sig við að hlut-
irnir hjökkuðu í sama
farinu og því byggði hann upp sögu-
staðinn Hrútsstaði af mikilli atorku-
semi og áræði og stækkaði lendur
sínar með því að kaupa Kambsnes,
eins og áður sagði, og tryggja sér
upprekstrarland að Hömrum. Hús
öll hefur Magnús byggt upp á
Hrútsstöðum og aflað búinu tækja
svo sem best verður á kosið. Til
þessa alls hefur hann notið góðrar
aðstoðar, fyrst Svavars og Fríðu,
og síðan Elínar, og sonar þeirra,
Böðvars Bjarka, sem hin síðustu
ár hefur haft mestan veg og vanda
af búrekstrinum.
Þeir sem kynntust Magga frænda
vissu að þar fór góður drengur þótt
ekki væri hann ætíð beinlínis ljúfur
í skapi og reyndi því stundum nokk-
uð á þolrif nánustu samferða-
manna. Hann gat því verið ærið
illskeyttur í deilum, en inni fyrir
blundaði viðkvæm sál sem ekkert
aumt mátti sjá. Orðlagður var hann
fyrir greiðasemi og rausnarskap og
var höfðingi heim að sækja og gat
þá verið skrafhreifínn og skemmti-
legur og kunni frá mörgu skondnu
að segja af minnisstæðum sam-
ferðamönnum. Einnig var hann
hagmælur og gat brugðið fyrir sig
lausavísu á góðri stund.
í veikindum föður míns, Stefáns
(d. 1953), reyndist hann okkur mik-
il hjálparhella og mér einnig per-
sónulega þegar ég gegndi herskyldu
okkar Islendinga og stóð í bygging-
arstríði í Kópavogi. Þeir eru nú
margir samferðamenn Magnúsar,
sem minnast greiðasemi hans og
höfðingsskapar.
Það hvarflaði reyndar ekki að
mér þegar Magnús gisti hjá okkur
hjónunum í maímánuði síðastliðn-
um að hann yrði burtkallaður svo
skjótt sem raun varð á. Þá kom
hann glaður og reifur á vörubílnum
sínum að sækja áburð þótt bóndi
væri þá kominn á 76. aldursárið.
Hann hafði að vísu fundið fyrir ein-
hveijum slappleika sl. vetur og vor
og varð svo að fara á sjúkrahús hér
í Reykjavík hinn 27. maí sl. Sjúk-
dómslega hans varð ekki löng og
þegar hann vissi um þann sjúkdóm
sem á hann heijaði og læknavísind-
in fá enn illa við ráðið tók hann
því með æðruleysi og sagði það lífs-
skoðun sína að hveijum manni
væri ætlaður ákveðinn tími hér á
jörðu og því fengi enginn breytt.
Systkinin fjögur eru nú öll horfin
á vit feðra sinn en eftir lifir uppeld-
isbróðirinn Kristinn.
Lífshlaup Magnúsar hefur vissu-
lega skilað góðum ávöxtum, hann
greiddi götu fjölmargra samferða-
manna sinna og breytti, með aðstoð
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minningargreina séu
vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameð-
ferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki
yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu-
lengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
MINNINGAR
samverkamanna, kotbýli í kostajörð
þar sem nú er eitt stærsta bú í
Dölum vestur.
Elínu, syni þeirra, Böðvari Bjarka
og fjölskyldu, sem og öðrum vensla-
mönnum vottum við Ingunn systir
og fjölskyldur innilegustu samúð.
Árni Stefánsson.
í dag, 2. júlí, fer fram frá Hjarð-
arholtskirkju útför Magnúsar Böðv-
arssonar, stórbónda á Hrútsstöðum
í Dalasýslu. Enginn flýr örlög sín,
svo var með Magnús, þennan
hrausta mann sem hafði varla orðið
misdægurt á langri ævi.
Lífslöngun hans var mikil, hann
ætlaði svo sannarlega heim fljót-
lega. Það sagði hann okkur hjónun-
um er við heimsóttum hann á
sjúkrahúsið, hálfum öðrum sólar-
hring áður en kallið kom. Þegar
maður heyrir lát sveitunga og vin-
ar, fljúga minningamar hratt um
hugann. Ég man Magnús fyrst ung-
an mann, er hann kom í Brautar-
holt, bernskuheimili mitt, að taka
bensín á vörubílinn sinn sem hann
hafði atvinnu af, í vegavinnu og
öðm sem til féll. Á vetrum er lítið
var um atvinnu með bílinn vann
hann í Reykjavík við byggingar-
vinnu og pípulagningar. Magnús
fékk sér áhöld tii þeirra starfa og
hafa bæði sveitungar og aðrir notið
góðs af. Einnig starfaði hann meðal
annars á Keflavikurflugvelli.
Dýpstar lágu alltaf rætur að
bernskuheimilinu Hrútsstöðum, þar
sem foreldrar hans bjuggu, og frá
árinu 1943 til 1954 einnig Hallfríð-
ur systir Magnúsar, maður hennar
Svavar Jóhannesson og börn þeirra.
Þá fluttu þau öll í Kópavog og
dvöldu gömlu hjónin í þeirra skjóli
það sem eftir var ævi. Magnús hafði
þá þremur ámm áður byggt stórt
tvílyft íbúðarhús. Þegar hér var
komið vildi Magnús taka við föður-
leifð sinni. Hann var stórhuga og
vildi búa myndarlega. Þess vegna
byggði hann nokkmm ámm síðar
öll útihús, keypti hluta næstu jarð-
ar, Kambsness, og síðar alla jörð-
ina. Þá var tekið til við ræktun,
stórlega stækkuð tún.
Nú var nóg taða í mörg hundruð
fjár. Þá var hann orðinn fjárflesti
bóndi sýslunnar. Áfram var haldið,
teknir á leigu Hamrar í Laxárdal
til upprekstrar. Draumurinn hafði
ræst, Hrútsstaðir voru orðnir að
stórbýli.
Ég var fyrsta ráðskonan hans,
bjó sumarlangt á Hrútsstöðum
ásamt fjölskyldu minni. Það var
gott að halda heimili fyrir Magnús
og hans gesti, ekkert þurfti að
spara. Bömunum mínum var hann
sérlega góður. Bjarnheiður var á
öðm ári og kunni vel við sig á hnjám
Magnúsar og Leifur Steinn þá fjög-
urra ára eignaðist þar sinn fyrsta
fjársjóð frá honum en það var full
krukka af fimmeyringum. Ástæður
leyfðu ekki að ég yrði þar fleiri
sumur en áfram var ég tíður gestur
á Hrútsstöðum, sem jókst til muna
þegar Elín Júlíana Guðlaugsdóttir,
með tvö börn sín, Guðlaug og Guð-
rúnu, gerðist ráðskona þar sumarið
1958. Hún kom aftur næsta vor og
fylgdi síðan Magnúsi til hinstu
stundar. Saman eignuðust þau son-
inn Böðvar Bjarka sem tekið hefur
við búinu. Sambýliskona hans er
Bergþóra Jónsdóttir og eiga þau
dótturina Elínu Margréti á 'fyrsta
ári. Fyrir átti Bergþóra dóttur, Jón-
•ínu Kristínu, 15 ára.
Ég tel að það hafi verið Magnús-
ar mesta gæfa í lífinu að fá þessa
góðu konu Elínu, sem allt leikur í
höndunum á. Samstillt voru þau að
veita öllum vel sem þangað komu.
Hrútsstaðaheimilið er víða rómað
fyrir rausn og myndarskap. Oft
höfum við hjónin setið þar yfir
veisluborði og öll okkar fjölskylda.
Yngsta dóttir okkar, Guðrún Vala,
vildi helst vera á Hrútsstöðum í
pössun þegar hún var lítil og var
alltaf velkomin.
Að leiðarlokum þakka ég Magn-
úsi alla vináttu við mig og mína.
Ég hugsa hlýtt til Elínar vinkonu
minnar. Við Elís sendum henni og
fjölskyldunni samúðarkveðjur.
Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir.
GUÐRUN
EINARSDOTTIR
+ Guðrún Einars-
dóttir var fædd
á Blöndubakka í
Engihlíðarhreppi
27. október árið
1900. Hún lést á
sjúkradeild Héraðs-
sjúkrahússins á
Blönduósi 26. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Einar Jónsson og
Margrét Björns-
dóttir. Einar var
ættaður frá Sand-
nesi við Steingríms-
fjörð, en Margrét
var dóttir Sigríðar Ólafsdóttur,
sem var dóttir Skáld-Rósu.
Guðrún ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst á Blöndubakka,
en síðan Óseyri við Skaga-
strönd. Hún var við nám í
kvennaskólanum á Blönduósi
1923-24. Giftist 23. desember
1928 Zophoníasi Zophoníassyni
bifreiðastjóra, f. 6.7. 1906, d.
10.5. 1987. Fyrstu búskaparár-
in leigðu þau i húsi Lárusar
Ólafssonar, þar sem nú er
Aðalgata 3 á Blönduósi, en
keyptu síðan húseignina og þar
stóð heimili þeirra í nær 60 ár,
uns Zophonías lést. Börn þeirra
á lífi eru: 1) Zophonías, maki
Greta Arelíusdóttir, börn:
Fanney, Sigrún, Sólveig. 2)
Guðrún Sigríður, maki Einar
Þ. Þorsteinssonj börn: Zophon-
ías, Guðrún Áslaug, Hildur
Margrét. 3) Kolbrún, maki
Guðjón Ragnarsson, börn:
Kristín, Ragnar Zophonías.
Auk þess dvaldi Sigurlaug Ás-
grímsdóttir hjá þeim lijónum í
marga vetur frá sjö ára aldri,
þá hún missti móður sína. Út-
för Guðrúnar fer fram frá
Blönduósskirkju í dag.
FYRIR mörgum herrans árum var
sá er þetta ritar á leiðinni frá
Reykjavík norður í land til Blöndu-
óss um þetta leyti árs. Ég var í för
með nokkrum vinum. Við lögðum
af stað frá Reykjavík í sól og heið-
skíru veðri og léttum norðanblæ.
En þegar upp í Borgarfjörð kom
hvarf sólin smám saman og kólgu-
suddi mætti okkur upp á Holta-
vörðuheiðinni. Ég hafði ekki komið
á þessar slóðir áður, en kynntist
þarna í fyrsta skipti hinum ólíka
pilsaþyt íslensku fjallkonunnar. Við
héldum för okkar áfram um hinar
húnvetnsku sveitir til Blönduóss og
í hlað á Aðalgötu 3. Út kom kona
til móts við okkur, ákveðin í fasi
og bar með sér, að hér var komin
til dyra kona, sem ekki lét sveiflast
fyrir veðri og vindum. Hér var kom-
in Guðrún Einarsdóttir, húsfreyjan
í Aðalgötu 3.
Kuldahrollurinn í norðannepj-
unni hvarf brátt þegar komið var
inn á hennar snyrtilega og hlýlega
heimili, þar sem gesturinn fann
strax, að hann var vissulega vel-
kominn. Og átti reyndar eftir að
komast að þvi, að sólskinið er ekk-
ert síður til á Blönduósi en í Reykja-
vík.
Guðrún var fædd inn í nýja öld,
öld mikilla breytinga og framfara
í sögu lands og þjóðar. Ung að
árum hreifst hún af hinum þjóðlegu
vakningarstraumum, sem fylltu
hugi margra íslendinga i byijun
þessarar aldar, fólks sem vildi sjá
drauminn um aukið frelsi, framfar-
ir og þjóðlega menningu vaxa og
dafna í aukinni samvinnu, samhjálp
og félagshyggju. Með slíkum skoð-
unum var Guðrún föst fyrir alveg
eins og fjöllin í kringum Húnaflóa
í algjörri andhverfu við geð lítilla
sanda og sæva eða flöktandi fyrir-
brigði eins og sandkornin við ósa
Blöndu.
Guðrún fór snemma að vinna
fyrir sér, var í vistum t.d. i Sæ-
mundsenhúsi á Blönduósi, hjá Jóni
Pálmasyni og Huldu
Stefánsdóttur á Þing-
eyrum og Jónasi
Kristjánssyni lækni á
Sauðárkróki. Eftir það
fór hún í kvennaskól-
ann á Blönduósi.
Að námi loknu
ákvað hún að kanna
ókunnar slóðir og hélt
austur á Seyðisíjörð
með Oktavíu konu
Sigurðar Baldvinsson-
ar póstmeistara þas-
og vann á pósthúsinu.
Guðrún átti góðar
minningar frá veru
sinni á Seyðisfirði. Hún kynntist
öðruvísi umhverfi en á heimaslóð-
um og einnig hinni norsk-íslensku
menningu, sem einkenndi Seyðis-
fjarðarkaupstað á árunum fyrir og
eftir aldamótin síðustu. En á þeim
árum var Seyðisfjörður einn af fjöl-
mennari þéttbýlisstöðum landsins,
skipasamgöngur við útlönd einna
bestar, verslun mikil, blaðaútgáfa
og margskonar umsvif önnur. Ofar-
lega í huga Guðrúnar var einnig
ferð, sem hún fór frá Seyðisfirði
til Loðmundarfjarðar, en Sigurður^,
póstmeistari, sem var ættaður fra '
Stakkahlíð í Loðmundarfirði bauð
starfsfólkinu á pósthúsinu í báts-
ferð til Loðmundarfjarðar, en þá
var þar enn margt fólk.
Eftir dvölina á Seyðisfirði fór
Guðrún aftur til heimahaganna og
gekk í hjónaband með Zophoníasi
Zophoníassyni eins og áður er fram
komið.
Heimili þeirra Guðrúnar og Zop- .
honíasar var mjög gestkvæmt.
Hann hafði áætlunarferðir í Vatns-
dalinn lengi vel, einnig höfðu þai?-"'"
bensínsölu og litla verslun. Má
segja að heimili þeirra hafí verið
opið öllum þeim, sem þangað leit-
uðu. Jafnframt áætlunarferðunum
stundaði Zophonías ýmsan annan
akstur, var t.d. í vegavinnu og hélt
uppi Reykjavíkurferðum síðar.
Ljóst er því, að umsvifin heima
voru mikil í höndum Guðrúnar og
bamanna þá þau uxu úr grasi.
En þrátt fyrir allt þetta gáfu þau
hjón sér tíma til og þó sérstaklega
eftir að þau hættu bensínsölu, að
ferðast um nágrenni sitt og land.
Þau komu oft austur til okkar og
við fórum með þeim í ýmsar skoð-
unarferðir og fyrir það og allt ann^,..
að er þeim þakkað hér og nú.
Eins og áður er fram komið var
Guðrún félagslynd kona að eðlis-
fari. Hún var einn af stofnendum
leikfélags Blönduóss og lék þar
oft. Hún var stálminnug og kunni
mikið af tækifærisvísum og gat
sett sjálf saman vísu eins og hún
átti kyn til, samanber þá er hún
orti til Halldóru Bjarnadóttur, þeg-
ar Halldóra var 100 ára 14. októ-
ber 1973:
Þú hefur borið bjartan skjöld
bækur margar skrifað.
Hefur svo í heila öld
með heiðri og sóma lifað.
.r r_
Mér finnst að fyrsta og síðasta
hending þessarar vísu geti einnig
átt við Guðrúnu. Hún unni landi
sínu, þjóð og sveit og þjóðlegum
fræðum og mennt. I síðustu
sveitarstjórnarkosningum 28. maí
sl. fylgdist hún tneð umræðum frá
Blönduósi og kaus á kosningadag-
inn. En hún kaus það einnig að
halda nú senn yfir landamærin
stóru til eilífðarlandsins, þar sem
hann er til staðar á árbakka elfunn-
ar miklu, Drottinn allsheijar, sem
forðum sagði: Komið til mín alll^.
þér... Ég trúi því, að þau hjónin
Guðrún og Zophonías aki nú saman
eins og þau gerðu svo oft hérna
megin - aki nú saman á vegi ei-
lífðarlandsins í sól og sumaryl.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Einarsdóttur frá Blönduósi.
Einar Þ. Þorsteinsson.