Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 1

Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 1
56 SIÐUR B/C 152. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ÞÝSK óeirðalögregla heldur aftur af þýskum og kínverskum mótmælendum við Brandenborgarhliðin, en þeir báru meðal annars mótmælaspjöld þar sem Li Peng, forsætisráðherra Kína, er sagður „slátrarinn á Torgi hins himneska friðar“. Miklar breytingar á lögþinginu í Færeyjum Úrslitin signr fyrir tvo nýja smáflokka Þórshöfn. Morgunblaðið. LJÓST er að mjög erfítt verður að mynda nýja stjórn eftir kosn- ingarnar í Færeyjum í gær. Átta flokkar fengu sæti á lögþinginu og túlka má kosningarnar sem sigur fyrir tvo nýja smáflokka, Verkamannafylkinguna og Mið- flokkinn. Sambandsflokkurinn er nú stærsti flokkurinn í Færeyjum, fékk átta þingsæti og 23,4%, bætti við sig tveimur þingmönnum og 4,5 pró- sentustigum. Sigurinn er þó ekki eins stór og flokkurinn hafði vænst því hann stefndi að tíu þingsætum. Verkamannafylkingin, sem klofn- aði frá Jafnaðarflokknum, fékk meira fylgi en spáð hafði verið, þrjá þing- menn og 9,5% atkvæða. Jafnaðar- flokkurinn tapaði mestu fylgi, 12,1 prósentustigi, missti helming þing- sæta sinna og fékk fímm. Fólkaflokk- urinn fékk sex þingmenn og missti einn. Þjóðveldisfiokkurinn hélt hins vegar fjórum þingmönnum sínum. Miðflokkurinn, sem klofnaði frá Kristilega fólkaflokknum, fékk tvo þingmenn. Kristilegi fólkaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hlutu einnig tvö þingsæti. Li Peng fyrtist við mótmælum Weimar. Rcutcr. LI PENG, forsætisráðherra Kína, skildi borgarstjóra Berlínar eftir ein- an og yfirgefinn við Brandenborgar- hliðið í gær og batt skyndilega enda á heimsókn sína til Weimar vegna mótmælenda sem höfðu sig í frammi og gagnrýndu ástand mannréttinda- mála í Kína. „Li fjöldamorðingi" Borgarstjórinn í Berlín, Eberhard Diepgen, beið til einskis við Brand- enborgarhliðið eftir því að Li Peng og föruneyti hans léti sjá sig en Di- epgen og Li áttu að ganga saman í gegnum hliðið. Þar höfðu safnast saman um 200 Þjóðveijar og Kínveij- ar, sem báru mótmælaspjöld sem á stóð m.a.: „Li, farðu heim“ og „Li fjöldamorðingi" vegna blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Fyrtust Kínveijar við og héldu rakleiðis til Weimar. Þar komu þeir á heimili Goethes, sem forsætisráð- herrann hugðist skoða. Safnstjórinn hafði vart hafið kynningu á skáldinu, sem hófst á því að mannréttindi og frelsi hefðu verið óijúfanlegur þáttur í verkum hans, þegar Li brást hinn versti við. „Ég er kunnugur verkum Goethes," sagði hann reiðilega. „Ég vil sjá hvernig hann bjó og starfaði." Sveitir N-Jemens ná Aden á sitt vald Sanaa. Reuter. STJÓRNARHER norðanmanna náði Aden, síðasta vígi sunnanmanna í stríðinu í Jemen, algjörlega á sitt vald í gær. Leiðtogar Suður-Jemens hyggjast þó safna liði að nýju og halda áfram að berjast fyrir aðskilnaði frá norðurhlutanum. Embættismaður í Sanaa, höfuðborg Jemens, sagði að „almenn uppreisn" hefði blossað upp í þeim hverf- um í Aden sem voru á valdi stuðningsmanna Alis Salems al-Baidhs, leiðtoga sunnanmanna. „íbúar í Aden réðust inn í herstöðvar, fangelsi og lögreglustöðvar. Þeir neyddu uppreisnarmennina til að láta vopn sín af hendi og afhentu þau síðan lögmæt- um öiyggissveitum,11 sagði embættismaðurinn. Símasambandslaust var við Aden í gær. Vatnslaust hefur verið í borginni og skortur á matvælum og hermt er að flestir borgarbúa hafi einfaldlega fengið sig fullsadda á ástandinu og snúist á sveif með stjórn- inni. Hermenn norðurhlutans færðu íbúunum ferskt vatn og ávexti og lögðu sig fram við að koma vinsam- lega fram við þá til að fullvissa þá um að aðeins leið- togum uppreisnarinnar yrði refsað fyrir hana. „Stríðinu ekki lokið“ Stjórnin í Sanaa hefur veitt sunnanmönnum sakar- uppgjöf, sem nær þó ekki til 16 leiðtoga þeirra. Helstu samstarfsmenn al-Baidhs flúðu frá Aden á miðvikudag og leiðtoginn var sagður hafa flúið til Ómans. „Stríðinu er ekki lokið. Við ætlum að safna liði og gera allt sem við getum til að halda baráttunni áfram,“ sagði Mohsen Farid, einn af leiðtogum Suður-Jemena. Skæðir skógareldar ÞRETTÁN manns hafa beðið bana í skógareldum í norðaustur- héruðum Spánar undanfarna daga og eldar hafa einnig geisað í suðurhlutanum. Tugþúsundir hafa orðið að flýja heimili sín vegna eldanna og talið er að þeir hafi eyðilagt um 100.000 hektara af skóglendi, sem er meiri eyðilegging en í skógareld- um allt síðasta ár á Spáni. A myndinni er þyrla að úða vatni yfir elda í Katalóníu. Skógareld- ar geisa einnig víða í Bandaríkj- unum og að minnsta kosti 13 slökkviliðsmenn létu lifið við slökkvistörf í Klettafjöllunum í Colorado í gær. ■ Skógareldar ogflóð/14 Bandaríkin Herskip- um siglt að Haítí Washington. Reuter. BANDARÍSKIR landgöngulið- ar fóru í gær um borð í her- skip, sem ráðgert var að senda að strönd Haítí, og embættis- menn í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu staðfestu að bandarískir hermenn hefðu æft hugsanlega innrás til að steypa herforingjastjórn Haítí af stóli. 2.000 landgönguliðar fóru um borð í fjögur herskip í Norð- ur-Karólínu og var búist við að þau sigldu til Haítí í nótt. Bandaríkjastjórn hefur ekki viljað útiloka innrás í Haítí til að koma Jean-Bertrand Ar- istide forseta aftur til valda. Embættismenn í Pentagon staðfestu að 1.000 hermenn hið minnsta hefðu æft hernaðará- ætlun um hvernig hertaka ætti hafnir og flugvelli á Haítí. Svíþjóð Mikið pen- ingafals afhjúpað Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA lögreglan fann í gær um 300.000 falsaða peninga- seðla, aðallega eftirlíkingar af 1.000 króna seðlum. „Að rnínu mati er þessi fund- ur einn sá merkasti í sænskri glæpasögu og örugglega í sögu falsana," sagði Roland Stahl, varalögreglustjóri í Stokk- hólmi. Alls fundust 30 kassar og lögreglan áætlar að í hveijum þeirra hafi verið um 10.000 seðlar. Nafnvirði þeirra gæti hugsanlega numið alls 300 milljónum sænskra króna, 2,6 milljörðum íslenskra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.