Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐID
FRÉTTIR
Morgunblaðið Haildór Kolbeinsson
Eyðnismitaður
sýknaður af
nauðgunarkæru
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær 32 ára gamlan mann
af ákæru um að hafa nauðgað tæp-
lega 15 ára pilti fyrir um ári. Þar
sem ákærði er eyðnismitaður var
hann jafnframt ákærður fyrir að
hafa þannig stofnað lífí piltsins í
háska en sýknaður af því eins og
öðru.
í dómi Héraðsdóms er fundið að
ýmsum atriðum sem snerta rann-
sókn RLR á málinu og segir dómar-
inn að ekki hafí verið rannsökuð
jöfnum höndum atriði sem leitt
gætu til sýknudóms og sakfelling-
ar. Sú vanræksla veiki sönnunar-
stöðu ákæruvaldsins í málinu.
I dóminum kemur fram að sann-
að þyki að pilturinn sem kærði at-
burðinn hafi orðið fyrir þeirri
reynslu að vakna af ölvunarsvefni
á heimili mannsins við það að mað-
ur var að reyna að hafa við hann
samfarir en ekki sé sannað að um
húsráðandann hafi verið að ræða.
Atburðurinn átti sér stað í sam-
kvæmi þar sem voru 7-8 manns,
flestir samkynhneigðir. Við rann-
sókn lögreglu var einungis einn
þeirra yfírheyrður, auk kæranda og
ákærða og finnur dómurinn að því
og fleiri atriðum í rannsókninni.
Endurteknar blóðrannsóknir á
kærandanum hafa leitt í ljós að
hann hafí ekki smitast af HlV-veir-
unni, sem veldur eyðni.
■ Dómari gagTirýnir/6
Hár og
friður
Söngleikurinn Hárið var frum-
sýndur í íslensku óperunni í
gærkveldi, en leikurinn er
færður upp með fjölmörgum
leikurum, sem eru með þessari
sýningu að stíga sín fyrstu
skref á sviði. Uppselt var á
sýninguna og voru söngvarar
og leikendur klappaðir fram í
lok sýningar. Það er leikfélag-
ið „Flugfélagið Loftur“, sem
setur upp Hárið í samvinnu við
Þjóðleikhúsið.
Féllu af
vinnupalli
TVEIR glerísetningarmenn
slösuðust nokkuð og skárust
þegar vinnupallur hrundi und-
an þeim og þeir féllu 7 metra
til jarðar þar sem þeir voru
að vinna við hús í Rimahverfi
í Grafarvogi í gærmorgun.
Að sögn lögreglu var vinnu-
pallurinn, sem mennimir voru
á við vinnu, hvorki festur við
húsvegginn né skorðaður á
annan hátt og hrundi hann
undan mönnunum.
Heilbrigðiseftirlit krefur Hringrás um mengunarmælingar
Brennsluofn
innsiglaður
BRENNSLUOFN Hringrásar hf. við
Sundahöfn var innsiglaður að ósk
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 1.
júlí síðastliðinn, en ofninn liefur
verið notaður til að brenna plast-
kapla og jarðkapla til að ná úr þeim
blýi og kopar.
Að sögn Odds Rúnars Hjartarson-
ar, framkvæmdastjóra heilbrigðis-
eftirlitsins, var ofninn innsiglaður
þar sem brennslu var haldið áfram
eftir að heilbrigðisnefnd Reykjavík-
ur bannaði notkun ofnsins frá og
með 27. júní. Þá lá greining á efna-
innihaldi reyks frá ofninum ekki
fyrir.
Oddur sagði Hringrás hafa haft
frest til 1. apríl til að skila inn rann-
sóknarniðurstöðum varðandi inni-
hald reyksins. Því væri ekki vitað
hvaða mengunarefni væri í reyknum
og ákveðið að rekstur ofnsins skyldi
stöðvaður þangað til niðurstöður um
innihaldið liggja fyrir. Einnig sagði
Oddur þurfa að rannsaka betur jarð-
vegsmengun á lóð Hringrásar, en
ákvarðanir í því sambandi hefðu
ekki verið teknar. „Vandamálið
þama er bæði þungmálmar og plast-
ið sem er utan um kaplana, en í því
eru klórsambönd og þegar þau
brenna við ónógan hita getur mynd-
ast PCB og díoxínmengun," sagði
Oddur.
Hann sagði að af hálfu Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur yrði
brennsluofninn ekki gangsettur fyrr
en rannsóknarniðurstöður um efna-
innihald reyksins lægju fyrir. „Ef
það gerist verðum við að ijúfa raf-
magnið og þá liggur alveg ljóst fyr-
ir að þessir menn verða kærðir til
lögregluyfirvalda. Það er engin und-
ankoma," sagði Oddur.
Kaup á kurlara í athugun
Að sögn Einars Ásgeirssonar,
eins forsvarsmanna Hringrásar hf.,
hefur ofninn upp á síðkastið einung-
is verið notaður til vinnslu á
jarðköplum en samkvæmt upplýs-
ingum framleiðanda ofnsins stæðist
hann allar kröfur um brennslu á
þeim. „Við erum að kaupa inn kapla-
kvöm fyrir plastkaplana, sem malar
kapalinn og aðgreinir plast og
málma og þá verður ekki bmni á
PVC-kapli í ofninum. Við höfum
Hluthafar íslenska útvarpsfélagsins hf.
Meiríhlutínn ætlar
ekki að selja bréfin
NYR meirihluti innan stjómar ís-
lenska útvarpsfélagsins hf. ætlar
ekki að selja bréf sín til erlendra
aðila. Stjórnarmenn úr meiri-
hlutanum neita hins vegar ekki að
fram hafi farið viðræður við banda-
rísk fjármálafyrirtæki, svo sem
Oppenheimer.
Samkvæmt upplýsingum stjórn-
armanna úr hinum nýja meirihluta
áttu viðræður við bandarísk fjár-
málafyrirtæki rætur að rekja til
þess, að þegar fulltrúar frá Oppen-
heimer voru hér á landi nýverið til
viðræðna við fráfarandi meirihluta
um hugsanlega sölu á bréfum í
hans fórum, hafi þeir reifað þá
hugmynd hvort til álita kæmi að
hluthafar í hinum nýja meirihluta
seldu einnig bréf sín, því að væru
t.d. 75-80% hlutabréfa í fyrirtæk-
inu til sölu væri það enn álitlegri
kostur.
Þrír stjórnarmanna í hinum nýja
meirihluta, Sigurður G. Guðjóns-
son, Jón Ólafsson og Símon Á.
Gunnarsson, fóru fyrr í vikunni til
New York til fundar við Siguijón
Sighvatsson og var ákveðið að
ræða nánar við fulltrúa fjármála-
fyrirtækja til að kanna hvað þeir
hefðu fram að færa.
Það var hins vegar sameiginleg
niðurstaða hins nýja meirihluta sl.
þriðjudag eftir þessar viðræður að
ekki kæmi til greina að selja félag-
ið og að þeirra sögn voru þar
mótuð áform til stóreflingar starf-
semi fyrirtækisins.
Af hálfu hins nýja meirihluta
er því einnig vísað á bug að fyrir
Siguijóni Sighvatssyni hafi vakað
það eitt að ná meirihluta í fyrirtæk-
inu til að geta selt hann aftur, og
þær viðræður sem hann eigi að
hafa staðið í við hugsanlega er-
lenda kaupendur megi rekja til
þess tíma þegar hann var óánægð-
ur 10% hluthafi í fyrirtækinu og
sjónarmið hans um umbætur í
starfsemi fyrirtækisins áttu ekki
hljómgrunn.
■ Leyll ráðherra þarf/12
Morgunblaðið/Golli
Innsiglaði brennsluofninn hjá
Hringrás sem Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur hefur bann-
að notkun á.
hins vegar eingöngu verið að brenna
jarðstreng í ofninum sem veldur
ekki díoxín-mengun,“ sagði Einar.
Hann sagði að stefnt væri að því
að brennsluofninn yrði eingöngu
notaður til vinnslu á jarðköplum í
framtíðinni og sýni yrðu tekin af
honum miðað við þá vinnslu. Þá
væri væntanleg skýrsla erlendis frá
um sýnatökur sem teknar væru við
vinnslu á samskonar köplum af hlut-
lausum aðilum og erlend heilbrigðis-
yfírvöld hefðu viðurkennt.
Sláttur
er víðast
hafinn
GOTT veðurfar og hlýindi í þessum
mánuði geta haft úrslitaáhrif um
uppskeru á túnum í ár að mati Áma
Snæbjörnssonar jarðræktarráðu-
nautar hjá Búnaðarfélagi íslands.
Hann segir horfur á meðalgóðri upp-
skem þokkalegar einkum eftir gott
tíðarfar og hlýindi síðustu daga.
Spretta hafi víðast hvar tekið við sér
eftir kalt vor og sláttur sé hafinn í
flestum héruðum landsins.
Guðmundur Sigurðsson, búnað-
arráðunautur hjá Búnaðarsambandi
Borgarfjarðar, segir að spretta hafi
verið hægari en í meðalári en mikið
muni um hlýindaskeiðið að undan-
fömu. „Eins og stendur lítur þetta
vel út,“ sagði hann.
í Þingeyjarsýslum eru kúabændur
komnir af stað en sauðijárbændur
eru að hefla slátt að sögn Ara Teits-
sonar, búnaðarráðunautar hjá Bún-
aðarsambandi S-Þingeyjarsýslu.
„Það þarf ekki marga góða daga í
viðbót til að heyfengur verði mjög
góður og mikill," sagði Ari.
Á Austurlandi er sláttur lengst
kominn í Berufirði og Fáskrúðsfirði
að sögn Þorsteins Bergssonar, bún-
aðarráðunautar hjá Búnaðarsam-
bandi Austurlands. „Við emm mjög
bjartsýnir á heyskap í ár,“ sagði
Þorsteinn.
Krónan notuð í Lettlandi
GREINT erfráþví
í frétt í dagblaðinu
Dienas Bizness, sem
gefið er út í Rigu í
Lettlandi, að tekið
hafi að bera á því
að íslenskir krónu-
peningar séu teknir
í misgripum fyrir
lettnesku myntina
lats, sem fyrst var
slegin í mars á síðasta ári.í frétt-
inni er varað við því að íslenska
krónan sé einungis 0,8 santim,
en 100 santim eru í hverri mynt.
Þýðir það að 1 latsjafngildir 125
íslenskum krónum. í blaðinu
segir að á íslensku krónunni sé
mynd af fiski sem líkist laxinum
á lettnesku myntinni. íslenska
krónan sé einum millímetra
minni, hafi svipaðan gljáa og sé
einungis örlítið léttari. Loks seg-
ir að vegna mismunandi verð-
gildis myntanna „biðji starfs-
menn ritstjórnar Db kaupmenn
og viðskiptavini að skoða grannt
hveija mynt svo hægt sé að forð-
ast svindl".
Hjá Seðlabanka íslands feng-
Vinstra inegin er eitt
lats og sé íslensku krón-
unni snúið öfugt virðist
í fljótu bragði vera um
sömu mynt að ræða.
ust þær upplýsingar
hjá Stefáni Þórar-
inssyni forstöðu-
manni rekstrar-
deildar að komið
hefði fyrir að slegin
væri mynt sem svip-
aði til myntar i öðru
landi. Til dæmis hafi
Irar slegið röð
inyntar með sjávar-
dýrum fyrir nokkrum árum, Iíkt
og byijað var á hérlendis árið
1981. Segir Stefán að einungis
sé hægt að slá peninga sem séu
frá um 15 millimetrum í þver-
mál upp í 30 mm. Myntinni sé
raðað niður á þessu bili og reynt
að láta verðgildi haldast svipað
milli landa. „Seðlabankinn á
samstarf við breska myntskrán-
ingarskrifstofu á vegum Kon-
unglegu myntsláttunnar sem
safnar upplýsingum frá ýmsum
löndum. Meðal annars er fylgst
með stærð en öðru gegnir um
útlit myntar. Við gerðum at-
hugasemd við írsku myntina á
sínum tíma en það var ekkert
gert með það,“ segir Stefán.