Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Reytingsveiði á loðnumiðunum Mun meira er komið á land en ífyrra ÞRÁTT fyrir frekar trega loðnuveiði síðustu sólarhringa er mun meira komið af loðnu á land en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er ekki síst sú að mun fleiri skip eru við veiðar nú en í fyrra. Reytingsveiði var á miðunum í gær. A.m.k. sjö skip voru á leið í land með yfir 4.000 tonn. Skipin halda sig enn á svæðinu norður af Kolbeinsey. Um 30 skip eru við veiðamar þessa dagana. Hálfdán Hálfdánarson, stýrimaður á Berki frá Neskaupsstað, sagði að menn þyrftu að kasta oft til að fylla skipin. Hann sagði að Börkur hefði náð að fylla sig á tveimur sólarhring- um eftir að hafa kastað 17 sinnum. Börkur er á leið í land með um 1.150 tonn. Þetta er önnur veiðiferð skips- ins á vertíðinni. 40.000 tonn komin á land Það sem af er vertíðar hafa yfir 40.000 tonn af loðnu komið á land. Á sama tíma í fyrra var veiðin orðin um 15.000 tonn. Í fyrra glæddist veiðin um miðjan júlímánuð og veiði í mánuðinum öllum fór upp í 134.000 tonn. Teitur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Félags islenskra fískimjöls- verksmiðja, sagði að verð á loðnu- mjöli sé svipað og í fyrra eða um 320 pund fyrir tonnið af venjulegu mjöli. Hann sagði að verð á lýsi hefði heldur lækkað vegna mikillar veiði Perúmanna, en þeir hafa aukið sölu á lýsi til Evrópu þangað sem íslenska lýsið fer aðallega. Teitur sagði að Islendingar hefðu ekki gengið frá neinum sölusamningum á lýsi og því sé of snemmt að segja ti! um hvert verðið verði. Það skýrist í haust. FRÉTTIR Morgunblaðið/Theódór Þýskur ferðailangur á óvenjulegu farartæki í hestakerru í kringum landið ÞAÐ VAKTI mikla athygli þegar þýskur ferðalangur á hestvagni kom við í Borgar- nesi á leið sinni í kringum landið. Það er ekki á hverýum degi sem að hestvagn sést á ferð- inni í umferðinni þó að hér á árum áður hafi þeir þótt sjálf- sagðir. Þjóðverjinn og tann- læknirinn, Dieter H. Kolb, sannaði það að slíkur vagn á ennþá erindi á vegum landsins. Hann kom við í Borgarnesi á leið sinni í kring um landið. Vakti koma hans mikla athygli og létu börnin ekki standa á sér er þeim var boðið í ökuferð. Tannlæknirinn er mikill ís- landsvinur og á töluvert af ís- lenskum hestum. Aðspurður sagði hann ferðina hafa gengið nyög vel í alla staði og sagði hann íslenska bílsljóra hafa verið mjög tillitssama. Kvaðst hann hafa komið til íslands áður og ferðast í bíl en þá ákveðið að koma aftur og fara hægar yfir til þess að njóta náttúrunnar betur. Hest- vagn hefði orðið fyrir valinu og hann hefði meðal annars viljað sýna íslenskum bændum hvað það væri tilvalið fyrir þá að koma sér upp slíkum vögn- um til að bjóða ferðafólki upp á öðruvísi ökuferðir um við- kvæmt landið. Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli Lækkun á leigu tengist fjárlaga- gerð fyrir 1995 PÉTUR Guðmundsson, flugvall- arstjóri á Keflavíkurflugvelli, segist ekki geta sagt til um hvort svigrúm sé til að lækka leigu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Und- anfarið hafi staðið yfír samninga- viðræður við leigutaka í flugstöð- inni þar sem rætt hafi verið um lækkun sameiginlegs rekstrar- kostnaðar og lækkun á leigu. Hvað varði það síðamefnda verði að koma í ljós hvort hægt verður að lækka leiguna og teng- ist það meðal annars fjárlagagerð fyrir árið 1995. 13 þúsund á fermetra Pétur segir að leiga á verslunar- húsnæði á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári hafi verið 190 dollarar fýrir fyrstu 34 fermetrana, eða rúmlega 13 þúsund krónur. Eftir það greiddu leigutakar 50 dollara á fermetra, 3.500 krónur, nema Fríhöfnin sem greiddi 60 dollara á fermetra, eða rúmlega 4.000 krónur. Leiga á skrifstofuhúsnæði kosti 20 dollara á fermetra, tæpar 1.400 krónur, en 12 dollara, 820 krónur, fyrir geymslur. Pétur segir að alls séu leigðir út um 15 þúsund fermetrar í flug- stöðinni og hafí meðalleiga þar á síðasta ári verið 23,90 dollarar, eða 1.650 krónur. Ef innritunar- salur, komusalur og farangurs- skáli eru dregnir frá séu eftir rúm- lega 7.000 fermetrar undir versl- anir og skrifstofur og hafí meðal- leiga þar verið 36 dollarar, tæpar 2.500 krónur. Flugstöðin arðbær Pétur segir að fullur vilji sé hjá öllum aðilum að reyna að leysa þessi mál. „Það eru allir sammála um að reyna að gera sitt besta til að koma á móts við þessar þarf- ir,“ segir hann Hann bendir á að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé mjög arðbært fyrir- tæki, það hafí skilað um 1,3 millj- örðum króna í hagnað á síðasta ári. Hins vegar séu hendur flug- stöðvarinnar bundnar af því að henni beri að skila 900 milljónum í ríkissjóð. Fjármálaráðherra varar við fljótfærnislegnmályktunum af mati Hagstofu á launaþróun I^Sunum ,fkipulagsbreyt Launavísitala aðeins þáttur í lánskjaravísitölu Friðrik Sophusson fjármálaráðherra fullyrðir að launavísitölu hafí aldrei verið ætlað að standa undir kjarasamanburði heldur einungis að mæla launavísitölu sem þátt í lánskjaravísitölu. FJÁRMÁLARÁÐHERRA leggur áherslu á að kjararannsóknir séu erfíðar í framkvæmd og það sé ýmsum vandkvæðum bundið að túlka niðurstöður. Hann bendir á að Hagstofan hafí í greinargerð sinni með niðurstöðum um launa- vísitölu og launasamanburð bent á nokkra annmarka. í fyrsta lagi telji hún gögn sín „ósamstæð“ sem ekki „gefí færi á nákvæmum samanburði vegna mismunandi aðferða við athuganir“. í annan stað taki hún fram að líklega gæti nokkurs ofmats á launabreyt- ingum opinberra starfsmanna og bankamanna en jafnframt van- mats á breytingum á almennum vinnumarkaði. Óhæf til kj arasamanbu r ðar Friðrik bendir loks á að Hag- stofan hafí gert grein fyrir þeim fyrirvara að launavísitala sé aðeins reiknuð í þeim tilgangi að til yrði Iögformleg vísitala til notkunar við gerð lánskjaravísitölu. „Henni hef- ur því aldrei verið ætlað það hlut- verk að vera mælikvarði á kjara- þróun einstakra hópa,“ sagði Frið- rik í viðtali við Morgunblaðið. „Hún er allsendis óhæf í slíkum samanburði og það sést best á því að 500 manna úrtak liggur til grundvallar mati Hagstofunnar á launaþróun almennra launþega samanborið við að upplýsingar liggi fyrir um rúmlega 15 þúsund opinbera starfsmenn,“ sagði hann. Lög gera ráð fyrir að launavísi- tala sé byggð á mánaðarlegu mati Hagstofunnar á meðaldagvinnu- launum á grundvelli fyrirliggjandi gagna á hveijum tíma að sögn Friðriks. „Oftar en ekki kemur upp sú staða að síðar liggi fyrir betri vitneskja um þróun launa á við- komandi tímabili. Við þær aðstæð- ur þarf að endurskoða fyrra mat. Af þessu má draga þá ályktun að launavísitalan getur aldrei orðið endanlegur mælikvarði á almenna launaþróun, hvað þá fyrir einstaka launahópa,“ sagði hann og bendir á að Hagstofan hafí komist að svipaðri niðurstöðu í greinargerð- inni og talið vísitöluna einungis þokkalegan mælikvarða á þróun launa í heild sinni. Ólík niðurstaða kjararannsóknarnefnda Fjármálaráðherra bendir á að á vinnumarkaðinum séu starfræktar tvær opinberar nefndir sem bein- Iínis hafí það klutverk að fylgjast með kjaraþróun einstakra hópa og launaþróun almennt. Kjararann- sóknamefírá almenna markaðar- ins, þ.e. ASÍ, VSÍ og VMSÍ, geri ársfjórðungslegar kannanir á launaþróun og hlutverk kjararann- sóknamefndar opinberra starfs- manna (KOS) sé svipað. „Það hef- ur áður verið bent á það í fjölmiðl- um að niðurstöður þessara nefnda stangist á við niðurstöður Hag- stofunnar. Laun landverkafólks innan ASÍ hækkuðu um 20,1% á sama tímabili og könnun Hagstof- unnar tók til en laun opinberra starfsmanna hækkuðu á hinn bóg- inn um 18,8% skv. útreikningum nefndanna," sagði Friðrik. Óbreytt launastefna Þó að það komi fram i þessu mati Hagstofunnar að munur í launaþróun opinberra starfs- manna og almennra launþega sé um 3% þá á það sér ekki þær skýringar að mati fjármálaráð- herra að launastefna ríkisstjómar- innar hafí verið önnur en á al- mennum vinnumarkaði. „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að við- haldá þeirri launastefnu sem mörkuð var af hálfu vinnumarkað- arins á sínum tíma,“ fullyrðir Frið- rik. Aðspurður sagði ráðherra ríkis- stjórnina aldrei hafa sett í gang ferli dulinna launahækkana eins og talsmenn ASÍ hafí látið liggja að. „Við höfum ekki dregið dul á það að laun hafa óhjákvæmilega hækkað í nokkrum stéttum á þessu tímabili en bendum jafn- framt á að ástæðurnar séu eðlileg- ar. Laun lögreglumanna og toll- varða hækkuðu t.a.m. á gmnd- velli niðurstöðu gerðardóms, Hæstiréttur felldi nýverið dóm í máli flugumferðarstjóra sem olli nokkurri launahækkun afturvirkt og loks hafa launabreytingar átt sér stað í nokkrum stéttum í kjöl- far sameiningar stéttarfélaga, Enginn afstöðumunur Friðrik vísar á bug þeim fullyrð- ingum að hann og forsætisráð- herra greini á í þessu máli. „Ég kannast ekkert við að neinn af- stöðumunur hafí komið fram, hvorki á þeim fundi sem við héld- um með fulltrúum ASÍ né á öðrum vettvangi," sagði hann. Friðrik vildi taka það fram sem svar við leiðaraskrifum í Morgun- blaðinu í gær að samninganefnd ríkisins semji aðeins fyrir ríkið en ekki fyrir bankana. Það standist því ekki að hið opinbera hafí misst tökin á launakerfí bankamanna eins og fullyrt sé í leiðaranum. Það má heldur ekki rugla saman því hlutverki launavísitölunnar að vera liður í lánskjaravísitölunni og hinu að reyna að gera vísitöluna að fóðri til samanburðar á kjörum einstakra stétta sagði Friðrik og vísar enn í leiðaraskrif blaðsins. „Þannig snýst málið ekki um það hvort niðurstöður Hagstofu séu marktækar eða ekki. Þær geta verið marktækar fyrir launavísi- töluna en algjörlega út í hött sem grundvöllur til samanburðar." Vill slíðra sverðin Fjármálaráðherra telur að fund- ur ríkisstjórnar og fulltrúa ASÍ á þriðjudagskvöld hafí verið ákaf- lega gagnlegur. „Ég vonast eftir því að í framhaldi af honum muni menn einsetja sér að slíðra sverðin í þessari orrahríð um tölur og talnaleik og snúa sér þess í stað að því hvernig veija megi stöðug- leikann í þjóðfélaginu og draga úr atvinnuleysinu," sagði Friðrik að endingu. í t \ \ í \ I i I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.