Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Könnun um ofbeldi á heimilum
Niðurstöðurnar eru
taldar rangfærðar
ÍM GALLUP telur að niðurstöður
könnunar sem fyrirtækið gerði á
viðhorfum fólks til ofbeldis á heimil-
um hafi verið rangfærðar í fjölmiðl-
um. I könnuninni var spurt hvort
fólk gæti hugsað sér einhverjar
ástæður sem réttlæti að kona eða
karl slái maka sinn utan undir. í
umræðum í fjölmiðlum um könnun-
ina hefur verið notað orðalagið „að
beija konu sína“.
I könnun ÍM Gallup var spurt:
„Getur þú ímyndað þér einhverjar
réttlætanlegar ástæður þess að
kona myndi slá mann sinn utan
undir?“ og „Getur þú ímyndað þér
einhverjar réttlætanlegar ástæður
þess að maður myndi slá konu sína
utan undir?“.
Um 28% karla svöruðu fyrri
spurningunni játandi, en 24%
kvenna. Um 43% karla svöruðu
seinni spumingunni játandi, en 27%
kvenna. Meira var um að þeir sem
yngri eru svöruðu spurningunum
játandi.
Að slá eða berja
Sjónvarpið, sem upphaflega birti
frétt um könnunina, túlkaði niður-
stöðu könnunarinnar á þann veg
að um 43% karla teldi réttlætanlegt
að karlar beiji eiginkonur sínar og
um 27% kvenna. Skúli Gunnsteins-
son, framkvæmdastjóri ÍM Gallup,
telur þessa túlkun ranga og vill-
andi. Hann segist ekki vera þeirrar
skoðunar að það að slá manneskju
flokkist ekki undir ofbeldi. Á hinn
bóginn segist hann vera þeirrar
skoðunar að í hugum fólks sé það
að beija manneskju mun grófari
líkamsárás en að slá hana utan
undir. Skúli segir að sumir hafi
gengið svo langt að segja að 40%
karlmanna beiji eiginkonur sínar,
en það sé að sjálfsögðu alrangt.
18% telja réttlætanlegt að slá
börn
í könnunni var einnig spurt hvort
fólk teldi að upp gæti komið réttlæt-
anleg ástæða þess að foreldri myndi
slá barn sitt. Rúmlega 18% svar-
enda svöruðu spurningunni játandi
eða tæplega 22% karla og rösklega
13% kvenna.
Morgunblaðið/Theodór
Eðlið segir til sín
EÐLIÐ sagði til sín hjá þess-
um hálfstálpaða kettlingi
þegar hann sá kanínu sem
var lokuð inni í búri en á
milli þeirra var hænsnanet.
Það merkilega var að kanín-
an virtist ekkert hræðast
kettlinginn að ráði þó að
hann kæmi loppunni öðru
hvoru í gegnum vírnetið.
Hún hljóp undan þegar hann
gerði atlögurnar en kom allt-
af aftur að netinu, eins og
til þess að stríða honum.
Fréttaritari Morgunblaðsins
rakst á þessa „leikfélaga"
nýverið á Varmalandi í Borg-
arfirði.
Hagstætt
veður á
hálendinu
HÁLENDIÐ fær sinn skerf af veð-
urblíðunni þessa dagana og fiýtir
hitinn mikið fyrir því að hægt sé að
opna leiðir. Ólafur H. Torfason vega-
eftirlitsmaður segir að mikið hafi
tekið upp af srrjó síðustu daga. Hit-
inn hafi hins vegar einnig önnur og
verri áhrif á nýlagðar klæðningar.
„Það vill hitna svo í tjörunni að
hún rennur út og þá skapast vand-
ræði og verður að setja möl ofan í
hana aftur. Svo lenda menn í þessum
hremmingum með gijótkastið. Að
öðrum kosti gengur þetta mjög vel,“
sagði Ólafur í samtali við Morgun-
blaðið. „Það er orðið opið t.d. inn í
Landmannalaugar og um Sprengi-
sand og Kjöl, það er opið niður í
Kverkfjöll og upp á Skaftártungu
upp í Eldgjá. Það er mikill snjór í
jökuldalnum milli Landmannalauga
og Eldgjár en það verður skoðað
núna í framhaldi af opnuninni inn í
Landmannalaugar.“
Heimili fyrir aldraða með heilabilun
Hundruð aldraðra
með einhver ein-
kenni heilabilunar
■ M eykjavíkurdeild
Rauðarkross íslands
^ tók í notkun heimili
fyrir aldraða með heilabilun
að Logafold 56, Foldabæ,
24. júní síðastliðinn, en
heimilið er rekið í samvinnu
við Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar sem
leggur til starfsfólk í formi
heimilishjálpar. Þór Hall-
dórsson yfirlæknir, formað-
ur Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins, segir að hér
sé um tilraunaverkefni til
þriggja ára að ræða, en
þetta er fyrsta heimili
sinnar tegundar sem tekið
er í notkun hér á landi.
í húsnæðinu, sem
Reykjavíkurdeild Rauða
krossins lét reisa með sér-
þarfir vistmannanna í huga,
er aðstaða fyrir sólarhringsvistun
sjö einstaklinga. Þegar hafa fimm
einstaklingar flutt inn á heimilið,
en um er að ræða einstæðinga sem
þurfa á aðstoð að halda til að at-
hafna sig í daglega lífinu. Reykja-
víkurdeild Rauða krossins rekur
þegar dagvistunarheimili á Flóka-
götu, Hlíðabæ, fyrir aldraða með
heilabilun, en einnig rekur deildin
dagvistun fyrir aldraða einstæð-
inga sem eiga erfitt með að bjarga
sér.
Þór segir að fólkið sem dvelur
í Foldabæ sé fætt á tímabilinu
1912 til 1918. Það sé sæmilega
vel á sig komið líkamlega en eigi
við heilabilunareinkenni að stríða
af völdum margvíslegra sjúk-
dóma. Alzheimer-sjúkdómsein-
kennið sé algengasta heilabilunar-
einkennið, en um 60% af heilabil-
unareinkennum, sem ekki er vitað
af hverju stafa, séu skrifuð á Alz-
heimer-sjúkdómseinkennið. Um
20% eru síðan með sjúkdóma í
heilaæðum og einnig eru ýmsir
aðrir sjúkdómar sem valdið geta
heilabilunareinkennum.
- Hvernig lýsa heilabilunarein-
kenni sér hjá öldruðum?
„Það sem sameiginlegt er með
þessu fólki er að það á erfitt með
að fóta sig í nútímaþjóðfélagi
vegna þess hve flókið það er. Það
getur hins vegar vel komist af
með stuðningi t.d. frá fjölskyidu
eða heimili. Margir þessara ein-
staklinga eru hins vegar einstæð-
ingar og þess vegna eru þeir svona
illa settir. Nokkuð stór hópur er
með einhver einkenni af þessu
tagi, en talið er að það séu um
6% af þeim sem eru 65
ára eða eldri, en mun
minni hópur hefur hins
vegar mikil slík ein-
kenni. í Reykjavík er
reiknað með að hátt í
300 manns séu með einhver svona
einkenni en á misjafnlega háu
stigi.“
- Hve stór hluti þessa fólks
nýtur þeirra aðstoðar sem hann
þarfnast?
„Það er nokkuð stór hiuti en
þó er ekki hægt að veita nærri
því öllum aðstoð. Það kemur fram
í svokölluðu vistunarmati sem nú
er verið að gera að það er eitt-
hvað á annað hundrað manns sem
er í þörf fyrir aðstoð af völdum
þessa sjúkdóms. Ég gæti vel trúað
að hér í Reykjavík þyrfti að hafa
að minnsta kosti 10-12 heimili
af því tagi sem nú hefur verið
tekið í notkun ef við ættum að
geta gert þetta eins vel eins og
við vildum. Þetta er svipað og
gengur og gerist annars staðar á
Norðurlöndunum, en þar hefur
svona starfsemi verið í þróun, og
►Þór Halldórsson yfirlæknir
er fæddur í Þóreggsstaðagerði
í Hjaltastaðaþinghá 1929. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1952 og
prófi frá læknadeild Háskóla
Islands 1960. Hann stundaði
sérnám í lyflækningum og
nýrnasjúkdómum í Svíþjóð
1963-1969 og setti upp fyrstu
gervinýrun hér á landi 1968.
Að loknu sérnámi stundaði Þór
heimilislækningar og einnig
starfaði hann á lyflækninga-
deild Landspítalans, en 1973
varð liann yfirlæknir á Sól-
vangi. Árið 1975 tók hann við
starfi yfirlæknis öldrunardeild-
ar Landspítalans og hefur hann
gegnt því starfi síðan.
í öðrum nágrannalöndum okkar
hafa rannsóknarverkefni af þessu
tagi einnig verið í gangi, t.d. í
Skotlandi. “
- Er þetta heimili sem nú hef-
ur verið tekið í notkun ekki tals-
verður áfangi í öldrunarþjón-
ustunni?
„Jú, það tel ég vera, því það
hefur í raun og veru alveg vantað
í öldrunarþjónustuna að taka tillit
til þessa hóps. Hingað til hefur
hann verið blandaður innan um
aðra sem þurft hafa á aðstoð að
halda, og það hefur þá gilt það
sama úti í þjóðfélaginu og inni á
stofnunum. Menn eru
alltaf að sjá það betur
og betur bæði hér á
landi og víðar að þetta
fólk þarf sérþjónustu,
sérþjálfað starfslið og
sérhannað húsnæði. Það er ekki
hægt að bjóða þessu fólki upp á
það sama og tíðkast t.d. á stórum
sjúkradeildum, né heldur öðrum
sjúklingum sem eru með því. Það
er því í raun og veru stór áfangi
að það skuli vera farið að líta á
þetta sem sérstaka einingu innan
öldrunarþjónustunnar. Reykjavík-
urdeild Rauða krossins hefur í
hyggju að halda áfram með svona
starfsemi og þá annaðhvort með
fleiri heimili eða í einhveiju öðru
formi. Það er mikið atriði í þessu
að aðstæðurnar séu heimilislegar
og leggjum við mikla áherslu á
að allur húsbúnaður sé frá því
tímabili þegar þetta fólk var upp
á sitt besta. Það er mikið atriði
ásamt því að öryggi fólksins sé
tryggt og það sé þess meðvitað
að engir óvissuþættir séu í lífi
þess.“
Þörf er á
10-12
heimilum