Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Yfir 26 stiga
hiti við Mývatn
Mývatni. Morgunblaðið.
GLAMPANDI sól og hlýindi hafa
ríkt í Mývatnssveit frá því á
sunnudag, og hefur hitinn farið
yfir 20 stig; á miðvikudag í rúm
26 stig. Að vísu hefur komið
þoka tvær nætur en horfið strax
að morgni. Margir hafa notað sér
hlýindin og bakað sig í sólinni,
ekki síst ferðafólk sem fjölmennt
er í sveitinni.
Sláttur er hafinn og grasspretta
víða orðin ágæt, enda allur gróður
þotið upp síðustu daga. Hey er
hirt í rúllur, sumstaðar sama dag
og slegið er.
Mýflug með áætlunarflug
Flugfélagið Mýflug í Mývatns-
sveit hefur hafið daglegt áætlun-
arflug á milli Reykjavíkur og Mý-
vatnssveitar. Farið er frá Reykja-
vík að morgni og frá flugvellinum
við Reykjahlíð klukkan 19 að
kvöldi. Þoka hefur ekki hamlað
flugi seinustu daga, eins og dæmi
eru um af öðrum flugvöllum.
Síðastliðinn þriðjudag var far-
þega frá Húsavík ekið til Akur-
eyrar og hugðist hann taka kvöld-
vélina til Reykjavíkur, en varð frá
að snúa þar sem því flugi var af-
lýst vegna þoku.
Farþegi þessi komst með Mý-
flugi á miðvikudagskvöld en átti
pantað far til London á miðviku-
dagsmorgun, og er því óskandi að
hann hafi komist þangað á
fimmtudag.
Skógræktin og Skeljungur
Kurlvinnsla og kola-
gerð á „opnum degi“
SKÓGRÆKT ríkisins og Skeljung-
ur á Akureyri efna til „opins dags“
í Vaglaskógi á morgun, laugardag-
inn 9. júlí frá klukkan 14 til 17,
þar sem ýmsir þættir starfsemi
Skógræktar ríkisins á Vöglum
verða kynntir.
Meðal þess sem kynnt verður
er kurlvinnsla, kolagerð, viðar-
vinna, nýhafin lerkifrærækt, gróð-
ursetningar-, grisjunar- og skóg-
Listasumar ’94
Föstudagur 8. júlí
BIRGIR Snæbjörn Birgisson
opnar sýningu á verkum eftir
sig I Glugganum, verslunar-
glugga vöruhúss KEA í göngu-
götunni.
ræktaráhöld, ásamt því sem boðið
verður upp á gönguferðir um trjá-
safnið á klukkutíma fresti og hand-
verksmenn kynna framleiðslu sína,
þ.á.m. leikföng úr tré og skreyt-
ingarefni. Meðal þeirra sem leið-
beina fólki eru dr. Þröstur Ey-
steinsson, fagmálastjóri, Jón
Loftsson, skógræktarstjóri og
Andri Siguijónsson, landslagsarki-
tekt. Einnig verða veitingar.
Síldarminjar
á Siglufirði
Vígsla endurbyggingar síldar-
brakka og opnun Síldarminjasafns
á Siglufirði verður í dag en 8. júlí
fyrir 91 ári hófst síldarævintýrið á
Siglufirði með komu mikils flota
norskra skipa.
Á Siglufirði er einnig kominn
vísir að síldarbræðsluminjasafni og
verður opið þar á sunnudag í tilefni
af þjóðminjadeginum.
62 sjúkraflug frá Akureyri á þessu ári
Útlendingar eru
fluttir heim til
að spara peninga
Slasaður Austurríkismaður sóttur í gær
AUSTURRISKUR maður um sjötugt var í gær sóttur af erlendri
sjúkraflugsþjónustu vegna hálsmeiðsla sem hann hafði hlotið hérlend-
is, og átti að fljúga með manninn til heimalands síns til aðgerðar.
Vélin átti að lenda á Akureyri á miðvikudag en vegna þoku varð hún
að lenda á Egilsstöðum og hafði þar viðdvöl aðfaranótt fimmtudags.
Með vélinni voru tveir flug-
menn, læknir og hjúkrunarkona.
Maðurinn hafði meiðst eftir fall í
Mývatnssveit, og kom brot á háls-
hrygg. Jón Ingvar Ragnarsson,
læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, segir að menn hafi í
fyrstu óttast að um alvarlegan
mænuskaða væri að ræða, en svo
hefði ekki reynst vera.
Maðurinn hafi verið fluttur til
Austurríkis vegna sjúkratrygg-
inga sinna, þar sem tryggingafé-
lag hans taldi minna kostnað því
samfara að láta hann gangast
undir aðgerð í Austurríki og liggja
á sjúkrahúsi þar í landi. Þetta sé
þó ekki í fyrsta skipti sem erlend-
ir sjúklingar séu sóttir af þessum
sökum.
Það þriðja í vikunni
Umrætt sjúkraflug er það þriðja
frá Akureyri i þessari viku, en í
gærmorgun var flogið með mann
til aðgerðar í Reykjavík og á
mánudagskvöld var flogið með ís-
lenskan líffæraþega til Gautaborg-
AKUREYRI
Stórbætt aðstaða fyrir börn í Sundlaug Akureyrar
BÖRNIN trampa á trampólíni við Sundlaugina í góða veðrinu í gær. Við Sundlaugina hefur
nú verið komið upp margvíslegri aðstöðu fyrir ungu kynslóðina.
Samhliða
vatnsbrun
í Sund-
lauginni
TVÆR vatnsrennibrautir við
Sundlaug Akureyrar verða
opnaðar almenningi á morgun,
laugardag, ásamt því sem end-
urnýjuð setlaug verður tekin í
notkun. Stærri rennibrautin er
55 metra löng, lokuð að fuilu
en með gegnsærri yfirbygg-
ingu að hluta til, en hin er 11
metra löng og þriggja metra
breið, ætluð fyrir samhliða
brun.
Sigurður Guðmundsson, for-
stöðumaður Sundlaugarinnar,
segir að stærri rennibrautin
sé næststærsta braut sinnar
tegundar hérlendis, en hún er
hönnuð af Islendingum en
smíðuð í Englandi. Brautirnar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
SÍÐASTA hönd lögð á vatnsrennibrautirnar á Akureyri.
bæti alla þjónustu fyrir börn
og unglinga, sem hafi til þessa
ekki haft aðstöðu sem skyldi.
Með opnun brautanna lýkur
fyrsta áfanga af fjórum í þeim
framkvæmdum sem hafa að
undanförnu staðið yfir við
Sundlaug Akureyrar. Kostnað-
aráætlun framkvæmdanna
hljóðar upp á 55 milljónir, og
þar af nemur kostnaður við
rennibrautirnar 7 til 9 milljón-
um króna, að sögn Sigurðar.
Formleg vígsla nýju aðstöð-
unnar fer fram um næstu mán-
aðamót. Um helgina verður
einnig boðið upp á á fjöl-
breytta afþreyingu fyrir fjöl-
skyldur, þar sem grillað verð-
ur, börn geta leikið sér í míní-
golfi, á hjólabrettum, tram-
pólíni o.fl.
Orgeltón-
leikar á
Húsavík og
Akureyri
ÖNNUR tónleikaröð Sumartón-
leika á Norðurlandi hefst í Húsa-
vikurkirkju í dag, föstudaginn 8.
júlí, klukkan 21 með leik breska
orgelleikarans Davids Tittering-
ton.
David kennir við Kongunglega
tónlistarskólann í Lundúnum, og
hefur aðallega sérhæft sig í róm-
antískri tónlist og samtímatónlist
og hafa ýmis verk verið samin
sérstaklega fyrir hann.
Bach og Vivaldi
Á efnisskrá tónleikanna í Húsa-
víkurkirkju verða verk eftir m.a.
Carles Baguer, John Bull, Petr
Eben, William Walon, Antonio
Soles og Bach. David leikur síðan
í Akureyrarkirkju á sunnudag, 10.
júlíj klukkan 17.
A tónleikunum þar eru verk
eftir m.a. Hortatio Parker, Bach,
Vivaldi, Alexander Guilmant, Di-
önu Burell og Jean Jaques Char-
pentier.
"mMís&Æíiíí;,;
Morgunblaðið/Rúnar
SJÚKRAFLUTNINGAMENN höfðu hraðar hendur við að flytja
sjúkrabörur milli sjúkrabíls og flugvélar Air Med-sjúkraflugs-
þjónustunnar á flugvellinum á Akureyri í gær.
ar. Sextíu og tvö sjúkraflug hafa að sögn Gunnars Odds Sigurðs-
verið á þessu ári frá flugvellinum sonar, umdæmisstjóra Flugmála-
á Akureyri, sem er yfir meðállagi stjórnar ríkisins á Norðurlandi.