Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 20

Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þórarinn Eldjárn vekur upp silfurskottu Opið bréf til Þórarins Eldjárns HVAÐA læti eru þetta í þér í Morgunblaðinu 5. júlí? Ég varð alveg steinhissa að sjá þig, gamlan vin frá námsárunum í Lundi, stökkva svona upp á nef þér. Þú uppástendur að ég sé sekur um svívirðileg ummæli og biður yfir- völdin að tyfta mig fyrir. Ég hef, þér að segja, ekki haft þá skoðun hingað til að mikilvæg málefni verði farsællega til lykta leidd í fjölmiðlum. Þótt ég hafi stöku sinnum, tilneyddur, látið í mér heyra á þeim vettvangi hefur mér oftast fund- ist það hálfgerð tíma- sóun. Og satt að segja fannst mér silfur- skottugreinin þín varla svara verð fremur en svo margt annað sem skrifað hefur verið í blöð. Þó er þar eitt atriði sem verður til þess að ég get ekki látið þessum skrifum þínum ósvarað, sem sé það að þú sakar mig um að lítilsvirða föður þinn og fræðimannsheiður hans. Hvemig í ósköpunum þú hefur fengið þá flugu í höfuðið veit ég ekki, en undir þessu get ég ekki setið þegjandi. I. Föður þínum heitnum kynntist ég fyrst 1966 að mig minnir. Hann reyndist mér ætíð hollur. Á fyrri námsárum mínum greiddi hann götu mína til sumarstarfa hjá Þjóð- minjasafninu meðan hann réð þar húsum. Eftir að ég kom heim frá námi árið 1974 og hófst handa við útgáfu fomleifaskýrslna, reyndist faðir þinn mér enn góður vinur og hvatti mig til dáða. Hann var þá orðinn forseti lýðveldisins en hafði eftir sem áður brennandi áhuga á íslenskum menningarminjum og sögu. Á þessum tíma bárast mér þau orð frá föður þínum að vel mætti ég leggja lykkju á leið mína ein- hvem morguninn og ræða við hann í „Múrnum" við Lækjartorg. Mér þótti vænt um það. Þetta varð til þess að ég heimsótti föður þinn stundum, og þá létum við gamminn geisa um áhugamál okkar, íslenska sögu og minjar. Það tal þótti mér gott og ég hef leyft mér að trúa því að faðir þinn hafi verið sama sinnis. Ég var á bólakafi í fornleifa- skýrslunum og hann var enn rit- stjóri Árbókar fomleifafélagsins. Þessar umræður okkar urðu m.a. kveikjan að grein sem ég skrifaði í afmælisrit hans, Minjar og menntir, sem út kom árið 1976. Mér er minnisstæð hlýja og vin- semd föður þíns við mig þegar hann sagðist hafa flýtt sér að skrifa undir skipunar- bréf mitt í prófessors- embætti í sagnfræði árið 1980 þegar menntamálaráðherra heimilaði það. Fæstir muna lengur hvílíkum yfirgangi hafði verið beitt í því máli en þá hafði líka verið geisað heilmikið í fjölmiðlum án þess að ég hirti um að svara. í júlímánuði 1981 gekkst sameiginlegur vinur okkar föður þíns, Sigurður heitinn Þór- arinsson jarðfræðing- ur, fyrir því að við fór- um ásamt fleirum austur í Vestur- Skaftafellssýslu á slóðir Skaftár- elda, en þá var framundan 200 ára afmæli þessara miklu umbrota. Við höfðum skoðað ýmsa náttúra- og minjastaði eystra, m.a. lagt leið okkar þangað sem heitir í Grana- giljum austur í Skaftártungu og fundið þar foma bæjarrúst ekki fjarri. Faðir þinn var ekki heill heilsu og við höfðum gengið tölu- vert langt en hann var kátur þarna í síðdegissólinni. Ný vitneskja hafði komið fram sem varpaði ljósi á heiðnu grafímar í Granagiljum. Þannig vil ég helst muna föður þinn, eftir þessa ferð sá ég hann ekki aftur. Ég vísa því á bug að ég hafi farið „lítilsvirðingarorðum“ um Kristján Eldjám og með einhverju móti gert „árásir“ á fræðimanns- heiður hans eða svert minningu hans á annan hátt. n. Af hveiju ertu annars að blanda föður þínum svo mjög í þetta silfur- sjóðsmál? Mér er það hulin ráð- gáta. Heldurðu að hann sé á ein- hvem hátt ábyrgur fyrir Þjóð- minjasafninu eða embætti þjóð- minjavarðar nú eða hafi yfirleitt Á það var bent 1988, fyrir sex árum, segir Sveinbjöm Rafnsson, að ekki virtist allt með felldu um þennan sjóð. verið það eftir að hann lét af þvi embætti? Hlutur Kristjáns Eldjárns í þessu silfursjóðsmáli er aðeins sá að hann var staddur fyrir aust- an þegar sjóðurinn fannst. Hann var þá ekki þjóðminjavörður leng- ur, hann var forseti lýðveldisins. Hann hélt eins og ég og þú og lík- lega mestöll þjóðin að allt væri með felldu varðandi þennan fund. Hann ijallaði aldrei um hann fræði- lega. Núverandi þjóðminjavörður rannsakaði fundinn og ritaði um hann grein sem styrkti okkur í þeirri trú að allt væri þetta með eðlilegum hætti. Það er ekki háttur vísindamanna að standa á skoðunum sínum eins og hundar á roði. Góður fræðimað- ur varpar því fyrir róða sem honum finnst ekki standast nýjar rann- sóknir, hvort sem það era hans eigin rannsóknir eða annarra, hann er ekki staður í hugsun. Mér finnst það væri að gera föður þínum rangt til að hafa þetta ekki í huga. Það er reyndar eindregin skoðun mín að faðir þinn hefði verið manna ólíklegastur til að leggjast gegn þessari rannsókn á Miðhúsasjóðn- um, að hann hefði viljað hafa það sem sannara reyndist, en auðvitað getur enginn fullyrt hvaða skoðun hann kynni að hafa nú á þessum málum ef hann hefði lifað. Þetta hefði ég allt fúslega bent þér á ef þú hefðir nefnt þessar áhyggjur þínar við mig. Það er fljótlegt og ódýrt að nota símann og ég leyfi mér auk þess enn að minna þig á að við eram gamlir vinir. í framhaldi af þessu hef ég svo verið að velta því fyrir mér hvers vegna þú ert að blanda þér í þetta silfursjóðsmál. Ekki berð þú ábyrgð á því embætti sem faðir þinn gegndi fyrir mörgum árum og ekki hefur minjavarslan í land- inu verið lögð þér sérstaklega á herðar svo ég viti. Þú virðist ekki heldur neitt sérlega fróður um málið, greinin þín er full af óná- kvæmni og missögnum. Þú gast best trúað því í útvarpinu að sjóð- urinn væri rannsakaður til að koma Þór Magnússyni í vandræði. Það fannst mér dálítið undarleg skýr- ing. Ég ætla ekki að giska á það af hvaða rótum þín afskipti af þessu máli kunni að vera. III. Á þjóðminjaráðsfundi 30. júní sl. var samþykkt að óska óvilhallr- ar og óháðrar rannsóknar mennta- málaráðuneytisins á þessu silfur- sjóðsmáli, m.a. vegna þess að Þjóð- minjasafn hefur verið borið nokkr- um sökum og framkvæmdastjóri þess er aðili málsins. Þú virðist hafa töluverðar spurnir af þessum fundi þótt þær séu ekki nákvæmar. Á það var bent 1988, fyrir sex árum, að ekki virtist allt með felldu um þennan sjóð. Mér finnst að nú beri síst að halla á þá menn sem höfðu kjark og dug til að láta loks- ins hefja þá rannsókn á sjóðnum sem eðlileg hlaut að teljast og sjálf- sögð í ljósi þessara ábendinga. Til- gangurinn er ekki sá að koma ein- hverri persónu í vandræði, ekki fremur en annars þegar rannsókn- ir fara fram á meintu falsi eða svikum. Mér sýnist það vera þessi rannsókn sem þú kallar „stórfurðu- legt upphlaup embættismanna" og þá embættismenn vilt þú nú láta rannsaka, víta og draga til ábyrgð- ar. Þú hlýtur að skilja að það nær ekki nokkurri átt að láta sem ekk- ert sé þegar svona mál koma upp. Að hafa sjóðinn til sýnis í safninu eins og ekkert hafi í skorist þegar fyrir liggur vönduð skýrsla um að hann sé falsaður, er heldur ekki í samræmi við vandaða fræði- mennsku. Eigendur sjóðsins, ís- lenska þjóðin, eiga rétt á að vita hið sanna í þessu máli, einnig fræðimenn innanlands og utan. Það getur ekki verið einkamál þeirra sem gegna ábyrgðarstörfum í minjavörslunni hvort þeir þegja um svona alvarlegt mál eða gera viðeigandi ráðstafanir til að kom- ast þar að hinu rétta. En mér vitan- lega hefur enginn farið fram á að þessi þáttur málsins verði tekinn til rannsóknar, taktu eftir því Þór- arinn, hvað þá að beðið hafi verið um tyftun og refsingar. Hins vegar er það mín skoðun að sjóðinn hefði átt að rannsaka í kyrrþey, í friði fyrir misgagnlegum afskiptum í fjölmiðlum. Þetta atriði getum við kannski verið sammála um. Og þó. Þú virðist nefnilega vera jafn hneykslaður á því að blöð- in skuli hafa fjallað um málið þegar rannsóknin er svo skammt á veg komin og á hinu að Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson skuli enn ekki hafa látið neitt frá sér fara um málið — þú hvetur hann eindregið til þess að bæta nú úr því og tjá sig opinber- lega um það sem „hans illi grunur" byggist á. Því meira sem ég rýni í þessa silfurskottusmíð þína því minna botna ég í henni. IV. Dr. James Graham-Campbell prófessor, viðurkenndur sérfræð- ingur á sviði víkingaaldarsilfurs, hefur talið hluta silfursjóðsins frá Miðhúsum nýlega smíð. í fram- haldi af því hefur hann ályktað að sjóðurinn sé vísvitandi blekking (deliberate deception) sem beinist að Þjóðminjasafninu, og mælir í framhaldi af því með því að haldið verði áfram að rannsaka sjóðinn. Um gildi þessara orða verður ekki efast. Ég er hræddur um að ekki sé hægt að bjarga þessu fyrir horn með einhveiju séríslensku áliti á efni skýrslunnar, enda hefur eng- inn mér vitanlega reynt að færa rök gegn niðurstöðu hennar. Menn geta svo trúað því sem þeir vilja, þóst hafa einhveija ótilgreinda vitneskju eða haft ýmis hugboð. Sjóðurinn er víst falsaður samt, því er nú verr, og ekki tjóar að beija höfðinu við steininn. Ekkert veit ég um hver falsið hefur fram- ið eða hvers vegna og hef því aldr- ei látið neitt uppi um það. En fals er sviksamlegt athæfi, hver sem það fremur eða hvers vegna. Svo einfalt er það og þetta þarf að rannsaka og upplýsa að fullu án frekari tafa. Þér er auðvitað fijálst að kalla vísindalegar rannsóknir „fúsk“ eins og mér heyrðist þú kalla skýrslu Grahams-Campbells í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins 5. júlí 1994, eða var það kannski framganga „umræddra embættis- manna“ sem fékk þá einkunn hjá þér? Ég er ekki sammála þér, og þetta minnir mig satt að segja dálítið leiðinlega á þá þjóðlegu fyndni að kalla þann þjóf sem stol- ið var frá. Ég tel skýrsluna vand- aða og frekari rannsókna þörf, bæði af hálfu vísindamanna og rannsóknarlögreglu. Ég tel líka að „umræddir embættismenn“ hafi breytt eftir bestu samvisku og gert það eitt sem þeim bar. Eins og þú segir er hér um alvarlegt mál að ræða. Ég hyggst hins veg- ar ekki leggja fleiri orð í belg um þetta mál fyrr en þar til bærir aðilar hafa rannsakað það frekar. En ef þú veist þetta allt svona miklu betur en við hin, blessaður láttu þá ljós þitt skína enn frekar. Andaðu samt djúpt og teldu upp að hundrað fyrst. Og ef þú vilt hafa mín ráð, fram borin af ein- lægni og vináttu við ykkur feðga báða, þá vertu fyrir alla muni ekki að blanda honum föður þínum heitnum í þessi mál. Lifðu heill. Höfundur er prófessor í sagnfræði við HÍ. Sveinbjörn Rafnsson NÝSTÁRLEG nám- skeið við Háskóla ís- lands era í deiglunni. Gera á tilraun til að stofna hugmynda- smiðju í Háskólanum. Vonir standa til að útkoman verði nýjar lausnir, verkefni og sóknarfæri fyrir at- vinnulíf landsins. Stúdentum er ætlað að kynna sér atvinnu- grein á afmörkuðu sviði, helstu viðfangs- efni hennar og að- stöðu. í kjölfarið fylgi hugmyndavinna sem miði að því að skapa eitthvað nýtt fyrir viðkomandi atvinnugrein. Að sjálfsögðu tæki úrvinnsla hug- myndanna við og loks vinna við að hrinda þeim í fram- kvæmd og verk. Undirbúningur verk- efnisins er unninn í samstarfi Stúdenta- ráðs Háskólans, Sam- menntar og nefndar um Kennsluvarp við HÍ. Þverfagleg námskeið Námskeiðin yrðu tvískipt. Kennsluhluti þar sem stúdentar leit- uðu nýrra lausna fyrir tilteknar atvinnu- greinar. Hugsuðu upp nýjar hugmyndir, markaði, kynn- ingarefni, nýja vöra eða leiðir í vöruþróun. Seinni hluti námskeið- isins væri launuð vinna hugmynda- smiðanna í fyrirtækjum sem starfa á viðkomandi sviði. í haust er stefnt að því að handa verði hafist með námskeiðum í ferðamálum og matvælaiðnaði. Hröð hugtök Ráðgert er að kennsluhluti námsins taki aðeins viku. Sá tími mun skiptast í almenna kynningu, hugmyndasmíð nemendanna, úr- vinnslu og útfærslu hugverkanna. Þama yrðu stúdentar eggjaðir til að hafa hröð hugtök, ef svo má að orði komast. Aðeins vænlegar hugmyndir fengju brautargengi. Það hvetti stúdentana enn til dáða. Og laun erfiðisins væra tækifæri til að vinna að eigin hugmyndum undir væng sérvalins fyrirtækis. Hugmyndasmiðja í Háskólanum á að geta nýst í atvinnulífi til ný- Hugmyndasmiðja í Há- skólanum á að geta nýst atvinnulífí til nýsköpun- ar, segir Dagur B. Eggertsson, og náms- mönnum sem vilja hag- nýta kunnáttu sína. sköpunar og námsmönnum sem vilja hagnýta kunnáttu sína. Undir nýjum sjónarhornum Sérstök áhersla verður lögð á að ólík sjónarmið njóti sín á nám- skeiðunum og í vinnunni sem í kjölfar fylgir. Ekki er ólíklegt að fjöldi hugmynda geti kviknað með stúdentum sem stunda nám í greinum sem í fyrstu virðast koma viðkomandi atvinnugrein lítið við. Hvað getur íslenskunemi til dæmis gert fyrir fiskvinnslufyrirtæki? Eða lögfræðinemi fyrir ferðamanna- iðnaðinn? Getur mannfræðistúdent ef til vill notað innsæi sitt í menn- ingu ólíkra þjóða til að koma auga á óvænta markaði fyrir hrossakjöt og fisk? Hvarvetna liggja óplægðir akrar og nú á að beita stúdentum fyrir. Atvinnulíf og skóli Háskólinn með stúdenta í broddi fylkingar hefur lagt mikla rækt við að efla samband sitt við at- vinnulífið undanfarin misseri. Haldnir hafa verið fundir og ráð- stefnur, stofnsettur Nýsköpunar- sjóður námsmanna og starfrækt atvinnumiðlun þar sem séróskum atvinnulífsins er sinnt. Hugmynda- smiðja í Háskólanum yrði ný leið til að treysta gott samband at- vinnulífs og skóla. Stúdentar yrðu vaktir til umhugsunar um hvernig hugvit þeirra og hugmyndir geta nýst fyrirtækjum og markaði þar sem menntun og dirfska er gulls ígildi. Atvinnulífinu myndi svo ef til vill einnig lærast að hugvísindi og almenn menntun getur borið ríkulegan ávöxt ekki síður en verknám og reynsla. Höfundur er formaður Stúdentaráðs HÍ. Ný hugmynd fyrir at- vinnulíf o g Háskóla Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.