Morgunblaðið - 08.07.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.07.1994, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. LEIÐTOGAFUNDUR G7-RÍKJANNA í NAPÓLÍ * ARLEGIR FUNDIR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, eða G7-hópsins eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa oft verið tilkomumiklar samkomur. Ríkið sem heldur fundinn reyn- ir að flagga öllu því besta, sem það hefur upp á að bjóða. Þessi siður náði hámarki um miðjan síðasta áratug er efnhags- líf á Vesturlöndum stóð í hvað mestum blóma. Töluvert hefur dregið úr ljómanum í kringum fundina síðustu árin enda ekki þótt við hæfi að halda miklar skrautsýningar á tímum kreppu og atvinnuleysis. Þó að flest milli himins og jarðar sé til umræðu á þessum fundum eru það efnahagsmálin sem mestu máli skipta enda var það upphaflegur tilgangur fundanna, er þeir hófust á átt- unda áratugnum, að gefa leiðtogum stærstu iðnríkjanna tæki- færi til að ræða vandamál á óformlegan hátt og reyna að finna á þeim lausnir. Efnahagsmálin verða í brennidepli að þessu sinni. Þegar leið- togarnir hefja fund sinn í Napólí á Ítalíu í kvöld geta þeir þó fagnað því hve mikið aðstæður hafa breyst frá því að þeir hitt- ust í Japan á síðasta ári. Lloyd Bentsen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi áður en hann hélt til Ítalíu að nú gætu G7-ríkin loks horft fram á efnahagsbata. í fyrra nam hagvöxtur í ríkjunum sjö að meðaltali einu prósenti en verður að öllum líkindum 2,5% á þessu ári. Þá er farið að birta til í efnahagslífi Austur-Evrópu og jafnvel í Rússlandi. Bentsen sagði þá stefnu sem mótuð hefði verið á síðasta leiðtogafundi, að Bandaríkjamenn drægju úr fjárlagahalla sín- um en Evrópuríki lækkuðu vexti, vera farna að skila árangri. Hann tók einnig fram að hvergi væri efnahagsbatinn meiri en í Bandaríkjunum. Hagkerfi Bandaríkjanna nemur 40% af sam- anlögðum hagkerfum G7-ríkjanna en 75% hagvaxtarins í ríkj- unum undanfarið ár hafa samt verið þar í landi. Þótt efnahagslíf Bandarikjanna sé í betra ásigkomulagi en hinna ríkjanna, Japans, Þýskalands, Kanada, Bretlands, Frakk- lands og Ítalíu, er það veik staða Bandaríkjadollars, sem fyrst og fremst veldur mönnum áhyggjum þessa stundina. Mikil lækkun á gengi dollars undanfarnar vikur samfara ótta á mörkuðunum um að vextir í Evrópu muni ekki lækka neitt að ráði frá því sem nú er, gerir að mati margra fjármála- sérfræðinga þá kröfu til leiðtöganna að þeir samþykki á Napólí- fundinum samræmdar aðgerðir til að bjarga dollarnum. Ef ekkert verði að gert sé hætta á að markaðurinn knýi fram verulegar vaxtahækkanir. Þar með væri efnahagsbatanum stefnt í voða. Það sem helst yrði til að bæta ástandið væri ein- hver vaxtalækkun í Evrópu en vaxtahækkun í Bandaríkjunum til samræmis auk þess sem seðlabankar myndu kaupa dollar í miklu magni. Þetta er meðal annars tillaga Bretton Woods- nefndarinnar, en það er sjálfstæður hópur efnahagssérfræð- inga, sem Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, er í forsæti fyrir. Það er þó óvíst hvort lausn finnst á vanda dollarsins á fundin- um enda hafa embættismenn og ráðherrar iðnríkjanna sjö lagt mikla áherslu á að gengismál verði ekki eitt af aðalmálum fundarins. Þá er Biil Clinton Bandaríkjaforseti sagður tregur til að hækka vexti svo skömmu fyrir þingkosningarnar í nóvem- bermánuði. Mesta áherslan á fundinum verður á að draga úr atvinnu- leysi á Vesturlöndum tii dæmis með því að einfalda reglur á vinnumarkaði og einnig hafa Bandaríkjamenn boðað að þeir hafi hug á að hrinda nýjum viðskiptaviðræðum af stað í kjöl- far þess að Uruguay-lotu GATT-viðræðnanna er lokið, þar sem meginatriðið yrði að auka frelsi á sviði þjónustuviðskipta enn frekar. Ef ekkert verður að gert í málefnum dollarsins ríkir hins vegar meiri óvissa um framtíðina í efnahagsmálum en ella. Þó að menn horfi nú fram á nokkurn hagvöxt á Vesturlöndum án þess að verðbólga fari að sama skapi vaxandi bendir óstöð- ugleikinn á gjaldeyrismörkuðum til að ekki sé hægt að slaka á. Þótt fundurinn skili engri niðurstöðu hvað þetta varðar yrði það ekki í fyrsta skipti, sem ekki tækist að ná samkomulagi um brýnustu vandamálin á G7-fundi. Er þess skemmst að minn- ast að á fundum leiðtoganna árin 1992 og 1993 tókst ekki að leysa þá erfiðleika, sem uppi voru í GATT-viðræðunum. Vel má vera að það sé einmitt skýringin á því hversu mikið menn leggja á sig til að draga úr vonum um að dollarnum verði komið til hjálpar. Það væri mikill álitshnekkir fyrir leiðtog- ana ef þeir myndu enn einu sinni lofa meiru fyrir fundinn en þeir gætu síðan staðið við. SILFURSJÓÐURINN FRÁ MIÐHÚSUM Ekki næg ástæða til að ætla sjóðinn fölsun Gmnsemdir hafa verið uppi um að silfursjóður- inn sem fannst árið 1980 að Miðhúsum við Egils- staði kunni að vera fals- aður að einhverju leyti. Sindri Freysson ræðir við Adolf Friðriksson, fornleifafræðing, en hann telur ekki nægilega vel að rannsóknum stað- ið sem liggja til gmnd- vallar gmnsemdunum. Adolf Friðriksson er fæddur á Akranesi 1963, Iauk BA-prófi í fornleifafræði með láði frá Fornleifa- fræðistofnun Lundúnaháskóla 1988, og M. phil.-gráðu í greininni frá UCL 1991. Hann stundar nú doktorsnám Morgunblaðið/Rúnar Þór ADOLF Friðriksson, fornleifafræðingur, segir ógerning að meta gildi efnagreininga á silfursjóðinum frá Miðhúsum, þar sem skýrsl- um um þær hafi verið haldið leyndum. við École des Hautes Études í París. Adolf hefur fengið rannsóknarstyrki og viðurkenningar frá virtum sjóðum í íslandi, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, tekið þátt í forn- leifarannsóknum í m.a. á Stóruborg, Bessastöðum, í Englandi og á Ítalíu, auk þess að stjórna slíkum rannsókn- um víða um land ásamt ráðgjafar- störfum á sviði fornieifafræði fyrir ýmsa opinbera aðila. Adolf hefur rit- að ritdóma, erindi og ritgerðir fyrir íslensk og ensk blöð og tímarit, og í haust verður bók hans, Samspil fornleifafræði og íslendingasagna, gefin út hjá Avebury-bókaútgáfunni í Bretlandi. Ýmsir fjölmiðlar hérlendis hafa seinustu vikur fjallað á áberandi hátt um silfursjóðinn sem fannst árið 1980 að Miðhúsum við Egils- staði, en bornar hafa verið upp grun- semdir um að þessi merki fundur kunni að vera falsaður að einhveiju leyti. Adolf Friðriksson, fornleifa- fræðingur, kveðst í fljótu bragði ekki sjá ástæðu til að ætla að silfursjóður- inn sé falsaður, og að vandalítið sé að færa rök fyrir þeirri skoðun. Þó sé rétt að minna á að þeir sem til þekkja, hafi ekki haldið fram að all- ur sjóðurinn sé falsaður, heldur aðeins hluti hans. Adolf segir jafn- framt vert að taka athugasemdir Ja- mes Graham Campbell, sem starfar við Fornieifafræðistofnun Lundúnaháskóla og hefur m.a. rann- sakað silfursjóði frá víkingaöld, til nánari skoðunar, en oftsinnis hefur verið vitnað í skýrslu Graham-Camp- ells í tengslum við fréttaflutning af sjóðinum. „Hugmyndir og kenningar í vísindum þarfnast sífelldrar endur- skoðunar og á það við um silfursjóði eins og annað,“ segir Adolf. „Ég er hins vegar óvanur því að slíkt fari fram með jafn miklum hávaða og látum og verið hefur að undanförnu, þar sem æðstu embættismenn þjóð- minjavörslunnar vara við að þjóðin kunni að hafa lifað í blekkingu um árabil varðandi aldur eins af fom- gripum Þjóðminjasafnsins. Uppruna málsins er ekki hægt að rekja til heiðarlegra átaka fræðimanna á opn- um vettvangi, heldur hefur óljós orð- rómur verið á kreiki í nokkur ár án þess að skýrar röksemdir hafi verið kynntar. Einhveijar efnagreiningar munu hafa verið gerðar á silfrinu en ógerningur er að meta gildi þeirra þar sem skýrslum þar að lútandi er haldið leyndum, fyrir utan skýrslu Karls Grönvolds, en Campbell byggir ekki á henni. Þar að auki var skýrsla Karls opinberuð án leyfis hans og vitundar. Síðan gerist það skyndi- lega, að skömmu fyrir starfslok sin sem þjóðminjavörður, fær Guðmund- ur Magnússon áðurnefndan forn- leifafræðing erlendis frá til að skoða þessa gripi hérlendis. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en einkenni- legt verður að teljast að aðeins skuli hafí verið leitað til eins sérfræðings. Hugmyndir um falsaða forngripi era ekki gamanmál og er venjulega gætt varfærni þegar um slík mál er ijallað. Þar rýrir gildi greinargerðar Graham-Campbells að hafa ekki sjónarmið annarra sérfræðinga til samanburðar. Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, benti í upphafi á að silfurmunirnir virtust hreinir og spegilfagrir þegar þeir komu upp úr jarðveginum og Graham-Campbell hefur stungið upp á þar sé fundin ein röksemd fyrir fölsuninni. Þá verð- ur að hafa í huga að þessi enski fornleifafræðing- ur hefur ekki stundað uppgröft hér og hefur enga sérþekkingu á ís- lenskum jarðvegi eða öðrum að- stæðum. Slík þekking á fundaaðstæðum er þó grundvallarkrafa í fornleifafræði, ætli menn að draga trúverðugar ályktanir. Graham-Campbell fannst jafnframt sumir munanna lítið slitnir eða alls ekki, og að þeir féllu ekki að öllu leyti að þeim víkingagripum sem hann þekkir erlendis frá. Ég fæ ekki séð að túlka megi það sem óyggjandi niðurstöðu um að gripirnir séu frá þessari öld.“ Þú segir að ekki hafi verið unnt að fara í saumana á þeim efnagrein- ingum sem gerðar voru á silfrinu, þar sem rannsóknarskýrslur hafi ekki verið birtar. Er þó einhver ástæða til að rengja þær, óséðar eða ekki? „Fólk hefur áberandi tilhneigingar til að líta á niðurstöður raunvísinda- legra mælinga sem helgan sannleik. í fornleifafræði verður æ algengara að nota aðferðir raunvísinda, en því miður með afar misjöfnum árangri. Fornleifafræðistofnun Lundúnahá- skóla hefur um langt skeið gegnt forystuhlutverki í notkun raunvís- inda á sviði fornleifarannsókna, og ég þekki nokkuð til þar eftir að hafa stundað þar nám og rannsóknir í um sex ár. Við stofnunina er sérstaklega brýnt fyrir mönnum að treysta árangri þessara aðferða varlega, þar sem reynslan hefur verið misjöfn. Ég verð að játa að ég hef alvarlegar efasemdir um þennan þátt silfur- sjóðsmálsins. Eitt er að hafa ein- hverjar niðurstöður af rannsóknum á innihaldi Miðhúsasilfursins, en annað að vita með vissu aldur þess og eiginleika. Enn er óljóst hveijir hafa gert þessar athuganir og með hvaða aðferðum. Þetta vekur grun- semdir, enda er hér um lykilatriði að ræða. í skýrslunni margfrægu er vikið að greiningu á silfrinu, en ég skil ekki af hverju Graham-Camp- bell, fyrrum kennari minn við stofn- unina, fylgir ekki leikreglum og visar í rannsóknarskýrslu þess sem gerði greininguna. Hann getur heldur ekki um hvaða aðferð var notuð við hana, og það sem er öllu alvarlegra, að ekkert er minnst á skekkjumörk. Um James Graham- Campbell hefur verið fjallað í íslenskum fjölmiðlum sem virtan vísindamann og færan Ég skil ekki af hverju Graham-Campbell fylgir ekki leikreglum sérfræðing á þessu sviði, en hvað sem því líður, eru skoðanir hans ekki yfir gagnrýni hafnar. Mér virð- ist sem nokkrir embættismenn þjóð- minjavörslunnar hafi ekki aðeins tek- ið niðurstöður hans of bókstafléga, heldur og haft helst til mörg orð um þessi mál í blöðum og öðrum íjölmiðl- um.“ Telurðu þessa emhættismenn hafa brugðist of harkalega við íljósiþeirra óvissuþátta sem þú nefndir? „Það var kannski ekki ætlun þeirra, en framkoma þeirra í fjölmiðl- um einkennist af skorti á yfirvegun. Til þessa hafa engar upplýsingar komið fram um eðli sjóðsins sem réttlæta harkaleg ummæli um fræði- lega burði Þórs Magnússonar eða annarra starfsmanna Þjóðminja- safnsins. Að mínu viti hefur Svein- björn Rafnsson, formaður fornleifa- nefndar, gengið lengra en aðrir og ekki borið fram trúverðugar rök- semdir_ sem réttlæta slíkar fullyrð- ingar. í viðtali við síðdegisblaðið DV segist hann líta málið alvarlegum augum og viðrar sérstakar áhyggjur af því að Danadrottning kunni að hafa séð sjóðinn hafðan til sýnis á safninu. Hann heldur því fram að vitneskja liggi fyrir um að sjóðurinn sé falsaður, og að þetta varði nú allt við lög og sé í raun lögreglu- mál. Ummæli hans hafa vakið mikla furðu meðal þeirra fræðimanna sem ég hef rætt við, því það er ekki á hveijum degi sem viðurkenndir fræðimenn eru staðnir að jafn hæpn- um fullyrðingum. Ólafur Ásgeirsson, formaður þjóðminjaráðs, kom einnig á óvart með fullyrðingum í sjón- varpsviðtali, þar sem hanni kallaði sjóðinn „nútímasilfur". Þegar við skoðum þær upplýsingar sem liggja til grundvallar, sýnist mér að þessir embættismenn hafi hlaupið á sig.“ Ber að skilja þigsvo, að rík ástæða sé til að rannsaka sjóðinn frekar? „Ég get tekið undir þau ummæli Ólafs Ásgeirssonar í blöðum, um að gagnlegt væri að skoða sjóðinn betur í þeim tilgangi að fá frekari upplýs- ingar. Það er hins vegar hvergi gef- ið að hægt verði að skera úr um uppruna og aldur sjóðsins með óve- fengjanlegum hætti. Á rannsóknar- stofum draga menn ekki slíkar óskaniðurstöður upp úr hatti sínum eins og kanínur eða fugla. í vísindum er óvissuþáttur alltaf til staðar, og sú staða getur komið upp að árang- ur rannsóknarinnar reynist takmark- aður. Þá munum við sitja uppi með illa rökstuddar ásakanir á hendur finnendum sjóðsins og nokkrum starfsmönnum Þjóðminjasafns, án þess að geta hrakið þær afdráttar- laust. Það sýnir, að upphlaup emb- ættismannanna getur valdið um- ræddu fólki stórkostlegum skaða sem það fær seint bættan.“ Hvaða leiðir teiurðu þá heilla- drýgstar við hugsanlega endurskoð- un á gildi silfursjóðsins frá Miðhús- um? „Siðareglur í vísindum koma fyrst- ar upp í hugann; þeim ber að fylgja með þeim hætti að allir hlutaðeigend- ur njóti sannmælis og að vel grund- aðar hugmyndir verði ekki látnar víkja fyrir órökstuddum grunsemd- um og aðdróttunum. Frjáls og opin- ber skoðanaskipti um mismunandi tilgátur eru nauðsynlegar forsendur fyrir eðlilegum framgangi vísind- anna. Kalla þarf til fleiri fræðimenn með ólík sjónarmið en ekki lögregl- una, þótt einhveijir fræðimenn kunni að vera á öndverðum meiði við starfs- bræður sína. Menningarsögu þjóðar- innar verður ekki breytt með hald- lausum fullyrðingum." FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 28 Skýrsla um silfursjóðinn í Miðhúsum James Graham-Camp- bell prófessor við Uni- versity College í London skrifaði nýlega skýrslu um silfursjóðinn sem fannst í Miðhúsum við Egilsstaði fyrir um 14 árum og telur hann vafa leika á að allur sjóðurinn sé frá fornum tíma. Hér birtist skýrsla enska pró- fessorsins í heild. Iboði þjóðminjavarðar heimsótti ég Þjóðminjasafn íslands dag- ana 30. maí til 6. júní, 1994, til þess að athuga silfursjóðinn frá Miðhúsum (1980), í kjölfar grun- semda dr. Vilhjálms Arnar Vil- hjálmssonar um að ekki væri víst að allir hlutirnir í sjóðnum væru frá víkingatímanum, eins og fyrst hafði sýnst. Tveir dagar voru notaðir í ná- kvæma rannsókn (meðal annars með smásjá) á Miðhúsasjóðnum, og öðr- um tveim dögum eytt í rannsókn á sjóði víkingasilfurs frá Sandmúla, til samanburðar. í ljósi þessara rann- sókna er það niðurstaða mín að sum- ir hlutir í Miðhúsasjóðnum hafi verið búnir til nýlega, enda þótt flestir hlutirnir í honum séu frá víkingatím- anum (frá 10. öld). Þessi skýrsla varðar útskýringar á því hvers vegna sumir hlutanna eru sagðir vera gerðir nýlega. Hlut- irnir í sjóðnum eru númeraðir (1-41) í samræmi við skrána í útgáfu Þórs Magnússonar, þótt no. 29 sé glatað- ur (svo sem [Vilhjálmur] Vilhjálms- son nefndi strax árið 1988). Hlutirnir sem fyrst er hugað að eru fjórir hringar úr snúnum teinum (númer 1-3 og 5) og tvö slétt teina- brot (númer 12 og 23). Þó eru færð að því rök hér á eftir, að hvað varð- ar hring númer 3, þá hafi heila (að- skilda) festin ekki verið hluti af hringnum sem hún var upphaflega talin heyra til, heldur sé hluti af vík- ingasilfri. Að þessu undanskildu hef- ur allt silfrið í hlutunum sem um ræðir greinilega slétt yfirborð, sem hefur yfirleitt meiri gljáa en aðrir hlutar sjóðsins. Hringarnir fjórir (númer 1-3 og 5) Þessir fjórir hringar, mismikið unnir og afmyndaðir, eru allir í góðu ástandi á yfirborðinu, og engin merki um tæringu - ekki einu sinni óhrein- indi - á milli snúnu teinanna í þeim, og enginn þeirra er höggvinn (próf- aður með því að skera lítillega í þá) á þann hátt sem algengt er með mikið af víkingasilfri, og getur gefið vísbendingu um notkun þess sem silfurstöng (eins og, til dæmis, brot númer 18). Það er mjög óvenjulegt að í einum litlum sjóði skuli alveg vanta aðra festina á tvo hringi (núm- er 2 og 3), þar sem önnur er með í sjóðnum, og í báðum tilvikum verið brotnar af á sama máta. Þyngsti hringurinn (númer 1) er hins vegar heill og á honum báðar festakrækj- ur, en hann hefur þó áreiðanlega aldrei verið notaður, vegna þess að krækjurnar hefðu ekki passað sam- an. Það eru í rauninni engar sýnileg- ar sannanir fyrir því að nokkur þess- ara fjögurra hringja hafi nokkru sinni verið notaður - eða grafinn. Hringur númer 1 Þessi hringur er gerður úr þrem þykkum teinum sem eru snúnir sam- an, og mjókka í einfaldar festar sem eru með einfalda króka á endum, í stíl við hálshringa frá víkingatíma, en þó merkilega lítill til slíkra nota. Burtséð frá ágætu ástandi þessa afmyndaða, en heillega hrings, vakna óhjákvæmilega alvarlegar efasemdir um að hann sé frá víkinga- tíma vegna smæðar hans í hlutfalli við þykkt teinanna í honum (smærri hálshringar frá víkingatíma eru yfir- leitt grennri) og einnig vegna þess að endarnir á honum eru merkilega stubbóttir af hring, sem gerður úr svo löngum teinum, að vera, og krók- arnir sjálfir eru of litlir til þess að passa saman (svo sem nefnt er að framan). Hringur númer 2 Lögun þessa hrings, tvenn pör snúinna teina sem lagðir eru beint ofan á hvorn annan (fremur en hlið við hlið eða snúnir saman), þekki ég ekki öðru vísi. Ekkert bendir til að notaðir hafi verið aðrir vírar, svo sem mátt hefði vænta, til þess að binda teinapörin saman eins og til þess að koma í veg fyrir að þau sperrist í sundur eins og þau gera nú. Annað óvenjulegt atriði er varðar gerð þessa hrings er að teinarnir (0,3 cm í þver- mál) mjókka aðeins í annan endann, þann sem er án enda (0,2 cm í þver- mál), en ekki báða, eins og slíkir hringar frá víkingatíma venjulega gera. Teinarnir sjálfir hafa verið flattir að hluta, misjafnlega, en tölu- vert, mikið (eins og gert hefur verið við teinana í hring númer 5), sem einnig er óalgengt með hringa frá víkingatíma. Málmurinn í þeirri festi sem varðveist hefur og er alveg slétt- ur, með einfaldan krók á endanum, er með broti sem lítur út fyrir að vera nýtt, og er í ágætu ástandi. Heildarlengdin er óvenjuleg, miðað við svo smáan hring sem virðist hafa verið lítið meiri í þvermál en hringur númer 1; engu að síður er ekkert sem bendir til að hann hafi verið sveigður, svo sem hefði verið nauð- synlegt til þess að nota mætti hring- inn. Hringur númer 3 Það sem er nútímalegast við þenn- an fíngerða hring, sem gerður er úr þrem teinum snúnum saman, er hið einstaka samræmi í gerð hans. Þver- mál hvers teins er hið sama (0,2 cm) alla lengdina, sem bendir þannig til þess að notuð hafi verið tæki við gerð hans, og mjókkar ekki til end- anna, eins og venjulegt er. Festin sem til er, með einfaldan krók á endanum, er með nýlegu broti, á sama hátt og hringur númer 2, og málmurinn sömuleiðis í ágætu, gljá- andi ástandi - sem er mun betra en ástand aðskildu, en heilu festarinnar sem hefur verið sögð hafa tilheyrt þessum hring, bæði vegna þess með hvaða hætti endinn er brotinn og vegna líkinda hans með hinum yfir- leitt. En auk þess sem yfirborð að- skildu festarinnar er augljóslega máðara, þá er hún einnig lengri og krókurinn á henni hefur glæsilegra flúr. Jöfn sveigjan á henni virðist upphafleg, og bendir til stærðar háls- hringsins sem hún hefur verið tekin af, ólíkt óvenjulegri smæð hrings númer 3 sem minnir samt á smæð bæði hrings númer 1 og hrings núm- er 2. Hringur númer 5 Þessi kringlótti armhringur er ein- faldlega gerður úr tveim teinum snúnum saman, og endum þeirra vafið hvorum um annan, og þannig vantar á þá eiginlegar festar. Teinn- inn er sá sami og notaður hefur ver- ið í hring númer 2, og lýst er að framan, þvermálið 0,3 cm og mjókk- ar líka einungis í annan endann, og jafn mikið (þvermál 0,2 cm); er einn- ig flattur að hluta og snúningurinn er hliðstæður. Siifurgreining Þijú silfursýni úr hringjum númer 3 og 5 hafa verið greind (númer 3 = sýni 2 og 3; númer 5 = sýni 6) og sýna sama lága koparinnihaldið, ekkert sink, í samræmi við hreint silfur nú á dögum. Koparinnihaldið í þessum tveim hringjum er greini- lega minna en í hinum hlutunum þrem sem hafa verið tekin úr sjóðn- um (númer 30 = sýni 1; númer 18 = sýni 4; og númer 16 = sýni 5), sem allir virðast vera gerðir á vík- ingatíma. Hringabrot Á meðal hringabrotanna era tveir hlutar sem hafa yfirborð í merkilega góðu ástandi og gljáandi að sjá (númer 12 og 23); að auki má sjá nokkur önnur atriði sem gætu bent til nútímalegs uppruna þeirra. Stærra brotið (númer 12) hefur (bog- inn) enda sem á er brot með skarpri brún sem virðist ekkert slævð, en á hinum endanum eru skarpar brúnir ásamt sléttleika sem bendir til hita- meðferðar, sem sést ekki á nokkrum öðrum hlutum í sjóðnum (og ég hef hvergi séð á silfurmunum frá vík- ingatíma). Á ytra byrði teinsins má í smásjá greina röð af förum sem benda til að honum hafi verið haldið í skrúfstykki eða svipuðu gripi, sem virðist ekki hafa verið notað á silfur frá víkingatíma. Það eru í því tvær skorur, sem leiða í ljós skíra silfur, eins og djúpi skurðurinn á móti, sem hefur skarpar brúnir, óslævðar. Skurðurinn á minna brotinu (númer 23) leiðir einnig í ljós skíra silfur, eins og skornir endarnir gera líka - og er annar mjög sléttur en á hinum eru undarlegar skorur. Ásýnd yfir- borðs þessa brots er merkjanlega frábrugðið yfirborði brots úr fingur- hring (númer 24), sem því að öðru leyti svipar nokkuð til. Aðrir hlutir í sjóðnum Ég tel að aðrir hlutir silfursjóðsins séu dæmi um eiginlegan sjóð vík- ingasilfurs frá 10. öld (þar með tal- inn heili hálshringsfestin sem nefnd er að framan í tengslum við hring númer 3), þótt óhjákvæmilega ríki nokkur óvissa um sum smærri og meira og minna sviplaus brot. Smá- sjárathugun hefur leitt í ljós nokkur athygliverð atriði, áður ónefnd, hvað varðar suma þá hluti sem vel haf3* varðveist, svo sem leifarnar af ígreyptri skreytingu á númer 11, sem líklega tilheyrir skreyttri festi á kringlóttri bijóstnál (eins og númer 9 er), og lítillega útskorið mynstur á leifum hringlaga nálar (númer 10). Þessi, og aðrar hliðar þessa mikilsverða, litla sjóðs, verðskulda frekari umfjöllun síðar. Astand Það besta af hlutunum frá vík- ingatíma er vel gerði hringurinli númer 4, með fullkomlega gerðum festa-hnút; hann er augljóslega máð- ur á innra borði, sem mér virðist fægt. Ég á reyndar erfitt með að trúa því að sjóðurinn hafi komið upp úr jörðinni „beinlínis gljáandi eins og hann hefði aldrei verið grafinn", þar eð ég hef aldrei vitað til að slíkt gerðist í tilvikum annars silfurs frá víkingatíma, sem ég hef rannsakað. Að minnsta kosti hefur einhver hreinsun farið fram, vegna þess að þrátt fyrir ítarlega skoðun í smásjá, greindist rauð mold á einungis einu broti, föst í skoru. Auk þess er eftir- tektarvert að yfirborð silfurhlutanna er í mjög ástandi [sic!], þótt sumir hlutirnir (eins og lýst er að framaií) hafi öllu meiri gljáa en aðrir nú; ein- ungis tvö eða þijú brot sýna dæmi- gerð merki um kopartæringu (sér- staklega númer 16). Þeir hlutir þessa sjóðs sem eru raunverulega frá vík- ingatíma virðast því hafa verið hreinsaðir vandlega þegar þeir fund- ust. Niðurstaða Þessi athugun á sjóðnum frá Mið- húsum leiðir í Ijós réttmætar efa- semdir hvað varðar áreiðanleika sumra hluta hans, jafnvel þótt flest- ir þeirra séu frá víkingatíma, og bendir þannig til þess að Þjóðminja- safnið hafi verið vísvitandi blekkt.. Það er niðurstaða mín að nútíma silfurmunum og brotum í „víkinga- stíl“ hafi verið bætt við það sem fannst árið 1980, að minnsta kosti 306,84 grömmum (sjá lista hér á eftir), af þeim 653,5 grömmum sjóðs alls sem greint hefur verið frá. í ljósi þessarar niðurstöðu er mælt með að frekari silfurgreining fari fram, til nánari skoðunar á þeim hlutum sem hér eru taldir vera nútímafram- leiðsla, ásamt skoðun á að minnsta kosti jafn mörgum sýnum úr öðrum hlutum sjóðsins til samanburðar. Slík greining yrði best gerð í samráði við dr. Susan Kruse (nú í King’s Col- lege, London) sem hefur unnið mikið við greiningu á silfri frá víkinga- tíma, í samvinnu við Rannsóknar- stofu Þjóðminjasafns Skotlands [undirritað] James Graham-Campbell London, 11. júní 1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.