Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 26

Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 AÐSEIMDAR GREIÍMAR Hvað er ekki að gerast í forvarnarstarfi? 24. JÚNÍ sl. birtist grein í Mbl. eftir Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur starfsmann Landsnefndar um al- • næmisvarnir, undir nafninu: Hvað er að gerast í forvarnarstarfi vegna alnæmis á íslandi? Sú grein sýnir fram á heilmiklar framkvæmdir, en því miður lélegan árangur. Greinin er að miklu leyti byggð á ”kynlífskönnun Jónu Ingibjargar sjálfrar, sem var stórfram- kvæmd og vönduð í alla staði af hennar hálfu. Ég hef kynnt mér nið- urstöðurnar og mitt álit er, að margir gætu hafa skemmt sér vel við að skáida á síður þessarar könnunar, því sum svörin við nokkrum spurningum voru væg- ast sagt ótrúleg. Af þessari könnun dregur Jóna Ingibjörg þá álykt- un, að ísland sé ekki lengur eyland, og að ferðamenn séu 3 hættulegasta fólkið í landinu, því þeir fari utan og sæki þennan ban- væna sjúkdóm, alnæmi, sem búi er- lendis. Þessu er ég algjörlega ósam- mála. Mín skoðun er sú, að hver einasta manneskja sé eyland og sinn eigin samgönguráðherra, hvar í heiminum sem hún er stödd. Og það er sú stjórnun sem allt byggist á, en ekki hversu mikið einstaklingur- inn ferðast. Alnæmissjúklingar vilja vara fólk við Alnæmi er á íslandi, það er því miður staðreynd. Þeir sem eru smit- aðir af alnæmi eru ekki ánægðir með fræðsluna í landinu, og hafa eftir bestu getu reynt að leggja sitt af mörkum til að auka hana. Hver einasti einstaklingur sem hefur smit- ast af alnæmi hefur óskað þess þús- und sinnum að hann gæti ferðast aftur í tímann og breytt örlögum sínum. Og þeir segja: - Sjáðu mig, ekki gera sömu vitleysuna, hugsaðu fyrst og fremst. Það hefur löng- um einkennt íslend- inga, að framkvæma fyrst og hugsa síðan, eins og gjaldþrot ein- staklinga og fyrirtækja sýna. I þeim tilfellum lenda afleiðingarnar að mestu leyti á þjóðarbú- inu. En hver og einn verður að taka ábyrgð á sínum eigin líkama og afleiðingum gjörða sinna varðandi hann. Það getur enginn kast- að ábyrgðinni yfir á næsta mann. Þú sjálfur ert sá eini sem þú getur treyst til að hugsa fyrir sjálfan þig, og ef þú gerir það ekki, getur þú ekki ætlast til að ein- hver annar geri það. Sem betur fer er smithætta við blóðgjöf liðin tíð, en aðrar smitleiðir eru galopnar, en þær eru í líkamsvessa- og blóðblönd- un sem á sér helst stað í kynlífi, og notuðum sprautunálum eiturlyfja- neytenda. Mesta hættan er hérna heima Hugsunarháttur fólks, ásamt skorti á fræðslu er mesta hættan í sambandi við útbreiðslu alnæmis og kynsjúkdóma á íslandi. Eitt frægt Smithættan er á íslandi, beinist að íslendingum sjálfum, frá þeim sjálfum, segir Gréta Adolfsdóttir, o g hún felst í fáfræði, algjöru kæruleysi og fölsku sjálfsöryggi. atriði í myndinni Philadelfia sýnir viðbrögð lögfræðingsins þegar hann veit að hann er með alnæmissjúkling á skrifstofu sinni. Þetta eru viðbrögð sem sýna fáfræði á hæsta stigi. Þetta er viðmót sem ég hef persónu- lega reynslu af sem starfsmaður Alnæmissamtakanna á Islandi. Eins fæ ég stundum skrýtin viðbrögð þegar ég ber rauða borðann, sem er til að sýna samúð og stuðning við alnæmissmitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Þetta er alltof algengt á íslandi í dag, en fáfræðin hefur einnig aðra hlið, miklu verri, sem er algjört kæruleysi gagnvart hættum sem geta verið hvar sem er. Hættan liggur ekki í þessum við- brögðum sem ég hef lýst, heldur hinni hliðinni, kæruleysinu, sjálfsör- ygginu. Þjóð sem telur innan við 300 þús. einstaklinga og hefur mikið álit á sjálfri sér sem menningar- og framfaraþjóð, hugsar ekki um „Or- uggt kynlíf“ og stundar það ekki heldur. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að hugsunarháttur fólksins er sá, að allt það sem slæmt er komi annarsstaðar frá, og komi bara fyrir einhveija aðra. En ég segi eins og einn vinur minn sem er fárveikur af alnæmi og vill ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sama og hann: - Hugsaðu, hugsaðu. Fólk getur smitast á Islandi, ekki síður en í útlöndum. Hættan er á íslandi, beinist að íslendingum, frá þeim sjálfum og hún felst í fáfræði, algjöru kæruleysi og fölsku sjálfsör- yggi- Hvað er ekki að gerast? Tilraunir Landsnefndar um al- næmisvarnir til að sinna fræðslu og forvarnarstarfi eru hetjulegar og minna á Davíð og Golíat, en það þarf fleira að koma til hjálpar ef árangur á að nást. Það er sáralítil fræðsla í skólum landsins, bæði grunnskólum og framhaldsskólum. Sú fræðsla í skólum sem ber ein- hvern árangur, er unnin af nemend- um sjálfum, yfirleitt að þeirra eigin frumkvæði og oft án aðstoðar kenn- ara. Veit ég dæmi þess, að nemandi í 8. bekk grunnskóla sem skrifaði ritgerð um alnæmi, fræddi kennar- ann, eftir að hafa lagt mikið á sig við að afla sér lágmarksvitneskju um alnæmi, sem kennarinn hafði ekki haldbæra. Og ég get nefnt fleiri dæmi. Samt er mér tjáð að fræðslu- efni sé til og kennarar eigi kost á endurmenntunarnámskeiðum, en hvar er fræðslan? Hver ber ábyrgð á því að skólakerfið er ekki nægjan- lega virkt í þessu máli, eru það kenn- ararnir, skólastjórarnir, fræðslu- stjórarnir eða menntamálaráðuneyt- ið?'Hveijum á að kenna um þetta? Hver ber ábyrgð á ÞESSU öngþveiti? Landsnefnd um alnæmisvarnir Landsnefnd um alnæmisvarnir fær fjárstyrk frá ríkinu til að sjá um forvarnarstarf og er með einn starfs- mann. Það sér hver heilvita maður að einn starfsmaður getur ekki breytt hugsunarhætti heillar þjóðar, sem er með eindæmum veruleika- firrt. Hér þurfa allir að leggjast á eitt, og foreldrar þurfa að fara að tala við afkvæmi sín um kynlíf og Gréta Adolfsdóttir forvarnir, því yngri því betra. Því það sem börnin læra snemma, bæði heima og í skólanum, í íjölmiðlum og í framkvæmd, það síast inn og verður eðlilegur hluti af lífinu. Ég bendi á umferðarreglur sem dæmi. En það þarf líka að fræða foreldrana og kennarana. Hvað á einn starfs- maður Landsnefndar að gera ef for- eldrarnir og kennararnir vilja ekki fræðast, og vilja ekki fræða aðra heldur? Hver á að breyta þessum hættulega hugsanagangi þjóðarinn- ar? Það getur enginn nema þjóðin sjálf. Hver og einn einstaklingur fyr- ir sig þarf að gera sér grein fyrir því að hann getur verið sjálfum sér og öðrum hættulegur. Ef hann er sá fáfróði, ef hann er sá kærulausi og ef hann er sá sem heldur að ekkert svona geti komið fyrir hann, bara aðra, þá er hann í áhættuhópi, stund- ar áhættuhegðun, og er þjóðfélags- legt vandamál. Stöðvum útbreiðslu alnæmis á íslandi Ég er líka ósammála Jónu Ingi- björgu þar sem hún segir í grein sinni: „Útbreiðsla_ alnæmis verður ekki stöðvuð á íslandi nema út- breiðslan sé samtímis stöðvuð í heim- inum.“ Þetta finnst mér fullmikil svartsýni, og þera vott um vonleysi og uppgjöf. Ég leyfi mér að vera heldur bjartsýnni, og er alveg hár- viss um að þessi fámenna þjóð, sem lítur svo stórt á sig og býr á þessu litla eylandi úti í hafsauga, þó svo hún ferðist mikið til annarra landa, getur með samstilltu átaki gert það sem hún vill gera. Hún hefur sýnt það á mörgum sviðum og ekki síst í heilbrigðismálum. Og vilji þjóðin stöðva útbreiðslu alnæmis og kyn- sjúkdóma, þá getur hún það. En til þess þarf öll þjóðin, hver einasti ein- staklingur, að opna augun og beina hugsunarhætti sínum og hegðun að þessu takmarki með öllum þeim ráð- um sem til eru, og það ekki seinna en strax. Höfundur er starfsmaður AlnæmissamUikanna á Islandi. Inngangur Stjórnun endurmenntunarmála er þáttur í starfsemi fyrirtækja sem oft vill gleymast. Mörg fyrirtæki stýra þjálfunarmálum sínum á þann ^ veg að einungis er talið að þörf sé 'fyrir fræðslu þegar starfsmennimir sjálfír óska t.d. eftir námskeiði og er þá oft á tíðum litið á þátttöku starfsmanna í námskeiðinu sem hvatningu eða umbun. Með markvissri fræðslustjórn innan fyrirtækja má breyta mörgu í heildarstarfi fyrirtækjanna. Fræðslan tekur þá tillit til þeirra þátta sem henni er ætlað s.s. að viðhalda og bæta núverandi fag- lega- og tæknilega hæfni starfs- manna til samræmis við stefnu og markmið fyrirtækisins. Hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. heíúr allt frá upphafi starfseminnar árið 1989, verið lögð mikil áhersla á endurmenntun starfsmanna. Arið 1992 var ráðinn fræðslustjóri til fyrirtækisins enda var þá ljóst að það ár og það næsta myndi fyrir- tækið takast á við stórt verkefni, sem fólgið var í því að byggja upp faggildingarhæft gæðakerfi og þörf væri á markvissri fræðslustjórn. Gæðasljórnun breytir áherslum Um leið og fyrirtæki ákveða að innleiða gæðastjórnun þá hefst þekkingarleit. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki gæðastjórnun byggir m.a. á því að stjórnendur hafí fullan skilning á aðferðum gæðastjórnunar og þeirri aðferða- fræði sem liggur þar að baki. Einn- ig má ekki gleyma því að uppbygg- ingin kemur til með að verða mark- laus án stefnu, og uppsetningu gæðakerfis kemur ekki til með að „miða neitt áfram án þessa. Við þá kerfisbreyt- ingu sem á sér stað, með tilkomu gæða- stjórnunar, er nauð- synlegt að áherslu- breyting verði á fræðslumálum fyrir- tækisins. Sjá verður til þess að allt starfsfólk fyrirtækisins fái við- hlítandi fræðslu um gæðamál og þekki til þeirra breyttu aðferða sem innleiða á. Hægt er að tengja störf starfsfólksins með setu í gæðahópum þannig að allir fái tækifæri til að fræðast og fylgjast með uppsetningu gæðakerfisins, en einnig að taka þátt í uppsetning- unni með því að koma með tillögur um úrlausn ýmissa verkefna, vinna lýsingar og/eða prufukeyra lýsing- ar sem gerðar hafa verið. Á þessu stigi verður að athuga að stefnumarkandi aðgerða er þörf. Fræðsla um gæðamál auk annarar fræðslu um nýjar eða breyttar verk- lagsreglur, nýja þjónustu, aðra meðhöndlun o.sv.frv. tekur tíma frá öðrum hefðbundnum störfum. En að sjálfsögðu ber að líta á þann tíma sem starfsfólk sinnir fræðsl- unni sem hluta af hefðbundnum starfstíma, því fyrirtækið er i raun að fjárfesta í þekkingu. Ef litið er til gæðastaðla en hvorutveggja hafa vottunarhæfír staðlar í ISO 9000 staðlaröðinni eða faggildingarhæfir staðlar i EN 45000 staðlaröðinni skýr ákvæði um fræðslu og þjálfun. Þar eru viðmið um að fyrirtæki skulu koma upp skjalfestu þjálfun- arkerfi sem tekur mið af getu, hæfni og reynslu viðkomandi starfs- fólks. Starfsfólk sem vinnur að fag- legum, tæknilegum verkefnum eða öðrum sem áhrif hafa á gæði starfseminnar skal hafa alla þá menntun, þjálfun og reynslu sem gerir það hæft tii að sinna starfinu. Samtök fræðslustjóra Starfandi fræðslu- stjórar innan fyrir- tækja og stofnanna hér á landi eru innan við 50 og margir hveij- ir sinna starfinu sem hluta af öðrum störf- um t.d. starfsmannastjórn. Helstu verkefni þeirra eru m.a. að annast skipulagningu og sjá um áætlanir og framkvæmd á fræðslu- og þjálf- unarmálum fyrirtækja. Þeir sjá til þess að fræðslubókhald sé dagrétt og taka þátt í viðamiklu útgáfu- starfi sem viðkemur námsgögnum, leiðbeiningum, verklagsreglum svo og öðrum gæðaskjölum hafi gæða- stjórnun verið tekin upp. Fræðslustjórar hafa óformlega myndað með sér samtök síðustu sjö árin, en formlega síðustu tvö árin því Samtök fræðslustjóra voru formlega stofnuð í september 1992. Starfsemin hefur verið lífleg og haldnir hafa verið fundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, en auk þess námstefna að vori. Fundasókn hefur verið með ágætum og hafa félagsmenn talið að þessi umræðu- og samstarfsgrundvöllur sem skap- aður var sé öllum þeim sem vinna að endurmenntunarmálum fyrir- tækja til góðs. í samtökunum eru einnig skóla- stjórar einkaskóla á Islandi eða annarra sem bjóða þjónustu á sviði Nauðsynlegt er að starfsmenn eigi kost á mismunandi fræðslu- mögnleikum, segir Gunnar Svavarsson, og þá með hliðsjón af reynslu og þekkingu þeirra. endurmenntunar. Með því að hafa samtökin opin þessum aðilum gefst félagsmönnum kostur annarsvegar á því að ræða reglulega um hagnýt- ar og fræðilegar hliðar fræðslu- stjórastarfsins og hinsvegar að fá reglulega nýjustu upplýsingar um það sem endurmenntunarfyrirtæk- in hafa í boði. Stjórn samtakanna á þessu ári skipa Ingibjörg Jónasdóttir frá Búnaðarbanka íslands, Una Ey- þórsdóttir frá Flugleiðum og Gunn- ar Svavarsson frá Bifreiðaskoðun íslands. Vornámstefnan Eins og áður sagði hafa Samtök fræðslustjóra stefnt að því að halda námsstefnu einu sinni á ári og hafa nú þegar þrjár slíkar verið haldnar en sú fyrsta sem haldin var 1991 leiddi m.a. til stofnun samtakanna. í byijun maímánaðar var haldin tveggja daga námstefna í Hvera- gerði. Erindi voru flutt um grein- ingu fræðsluþarfa, námsmat og áhrif þess, leiðir til hvatningar, kennsluaðferðir, aðferðir gæða- stjórnunar og notkun gæðahópa. Fræðslustjórar frá íslandsbanka, Bifreiðaskoðun, Búnaðarbanka og Hans Petersen sáu um erindin auk þess sem Ingvar Sigurgeirsson, dósent við Kennaraháskóla íslands, kom og fjallaði um val á kennslu- aðferðum. Stöðug endurrýni Þegar lokið er uppsetningu á kerfisbundinni fræðslustjórn sem tekur tillit til þeirra þarfa og mark- miða sem fyrirtækið hefur, þá þarf eins og í svo mörgum öðrum starfs- háttum að huga að endurrýni fræðslukerfisins. Taka verður formlega fyrir heildarmat á fræðslustarfinu. Spyija má spurninga eins og; hefur fræðslumarkmiðum verið náð, þarfnast fræðslustefnan endur- skoðunar, er markmið hvers fræðsluþáttar skilgreint, hefur námsmati verið beitt á réttan hátt, þarf að hlúa betur að leiðbeinend- um, er til staðar fjölbreytileiki í kennsluaðferðum, voru kennslu- tæki og kennsluaðbúnaður full- nægjandi, var þar faggreiningu beitt? Þessum og ýmsum öðrum spurningum þarf að svara en hver tíðni er á slíkri endurrýni fer eftir umfangi og eðli fræðslustarfsins. í lokin er rétt að taka fram að ef ætlunin er að innleiða nýjar að- ferðir við fræðslustjórnun sem eru kostnaðarsamar eða stangast á við hefðir eða skoðanir stjórnenda þá gengur betur að innleiða þær ef við getum sýnt fram á að þær sam- ræmist betur markmiðum fyrirtæk- isins og að notaðar verði aðferðir sem gera fræðsluna markvissari og séu betri en þær sem eru til staðar. Þetta á við hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem beita aðferðum gæðastjórnunar eða ein- faldlega þá sem vilja gera fræðslu- stjórn sína markvissari. Höfundur er verkfræðingur og starfar sem fræðslustjóri hjá Bifreiðaskoðun Islands hf. Markviss fræðslustjóm Gunnar Svavarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.