Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 29

Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 29 _ MINNINGAR GUÐNY GUÐJÓNSDÓTTIR + GuðnýGuðjóns- dóttir var fædd á Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöll- um 2. ágúst 1914. Hún lést á Borgar- spitalanum í Reykjavík 2. júlí síðastliðinn. For- eldrar Guðnýjar voru Guðjón Vig- fússon og Þorbjörg Jónsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum og bændur á Raufarfelli. Systur Guðnýjar urðu tíu, allar látnar nema Sigurbjörg Guðleif, Sigríður og Bjarný. Eftirlifandi eiginmaður Guðnýjar er Ólafur Daðason, húsgagnabólstrari og börn þeirra Daði, Guðjón Þór, Jón og María. Útför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. MEÐ örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Guðnýjar Guðjónsdóttur sem lést á Borgarspítalanum laugardaginn 2. júlí 'sl. Kynni okkar urðu ekki löng þar sem aðeins eru rúm fjög- ur ár síðan ég kom inn í fjölskyld- una. Það þurfti þó ekki langa kynningu til að sjá að þar fór heil- steypt kona sem hafði ákveðnar skoðanir á bæði mönnum og mál- efnum og lét þær hiklaust í ljós. En hún átti ekki síður til hlýju og elsku sem ég fékk að njóta frá fyrstu tíð. Fyrir það vil ég sérstak- lega þakka, það var okkur hjónum ómetanlegur stuðningur á við- kvæmum tíma. Heimili hennar og Óla á Rauða- læk þar sem þau höfðu búið í nær fjörutíu ár einkenndist einmitt af þessari hlýju og umhyggju ásamt höfðingsskap sem lýsti sér meðal annars í því að frá þeim mátti helst eng- inn fara án þess að njóta einhverra veit- inga. Svo sterk var þessi tilfinning með Guðnýju að þegar við hjónin kvöddum hana síðast, þá fárveika á sjúkrahúsi, spurði hún hvort við værum nú búin að fá kaffisopa. Guðný fluttist ung til Reykjavíkur eins og svo margir af hennar kyn- slóð og hún lifði það að sjá Reykja- vík breytast úr litlum bæ í stór- borg en þó hún væri borgarbúi tengdist hún alltaf sveitinni sinni sterkum böndum og sveitin hennar var undir Austur-Eyjafjöllum. Það leyndist engum sem við hana ræddi. Lífsverk Guðnýjar liggur fyrst og fremst í því að búa eiginmanni og börnum gott heimili og vera vakin og sofin yfir velferð þeirra. Af því verki mátti hún vera stolt. Hún fylgdist með bömum, tengda- bömum og bamabömum og tók þátt í sorg þeirra og gleði og deildi með þeim áhyggjum. Ég fann þeg- ar ég kynntist henni að hana munaði ekkert um að bæta mér og mínum bömum í þann hóp. Fyrir það vil ég þakka. Elsku Óli, þinn er harmurinn mestur við fráfall eiginkonu og lífsförunautar í 60 ár. Þér og fjöl- skyldunni allri sendi ég samúðar- kveðjur. Birna Sigurjónsdóttir. Hún amma á Rauðó er dáin. Það er eins og það vanti svo mik- ið. Elsku amma, Þú varst alltaf svo góð og umhyggjusöm. Þú varst sú sem við vildum líkjast. Það var alltaf jafn gott að koma til afa og ömmu. Þau áttu yndis- legt og fallegt heimili, fullt af hlýju og kærleik. Afi og amma voru einstaklega samhent og hjónaband þeirra var mjög gott. Ömmu var umhugað um að öll- um í kringum hana liði sem best. Hún var afar glaðlynd og ekkert okkar man til þess að hafa séð hana í slæmu skapi. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist og hafði einnig sjálf frá mörgu að segja. Ávallt hafði hún eitthvað til mál- anna að leggja. Áhugi hennar á íþróttum var með ólíkindum. Fátt var skemmti- legra en að fylgjast með henni horfa á góðan landsleik. Féll þá leikurinn oft í skuggann hjá við- stöddum vegna tilþrifa hennar. Hún var góður félagi og það var alltaf jafn gott að vera í kringum hana. Amma sat aldrei auðum höndum og voru ófá vettlinga- og sokkapörin sem við fengum frá henni. Margar yndislegar minningar eigum við um hana frá fjölskyldu- ferðum vestur að Börmum í Reyk- hólasveit. Alltaf var það amma sem útbjó nesti til fararinnar, og það var ekki af verri endanum: Heitt súkkulaði (ekki kakó), ný- bakaðar skonsur, kleinur, og fleira og fleira. Það var ótrúlegt hvað kom upp úr margra hæða nest- isboxinu hennar. Fjölmargar góðar minningar tengdar ömmu koma upp í hug- ann. Við kveðjum hana með sökknuði, en þökkum fyrir allt sem hún gaf okkur. Helga Aðalheiður og Guð- mundur, Tómas Árni og María, Guðný Sif og Halldór og langömmubörn RANNVEIG STEIN- GRÍMSDÓTTIR SAARI + Rannveig Steingríms- dóttir fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1925. Hún lést 2. júlí á heimili sínu í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Vilborg Vigfús- dóttir frá Heiðars- eli á Síðu í V- Skaftafellssýslu og Steingrímur Magnússon, sjó- maður í Reykjavík. Rannveig, sem oft- ast var kölluð Ransý, var þriðja elst af sex systkinum og eru nú fjögur þeirra á lífi. Árið 1948 giftist Rannveig Lee Saari, þá starfs- manni hjá Pan Am á íslandi, f. 1915 í Turku í Finnlandi, d. 1968. Rannveig og Lee bjuggu í Flórída í 14 ár og eignuðust tvö börn: Önnu Be- verlee, f. 1954, og Þór, f. 1960. Börn Önnu eru Eiríkur Þór, f. 1982, og Rannveig Rúna, f. 1987. Rannveig fluttist til ís- lands frá Bandaríkjunum árið 1966 og hóf þá störf hjá Tryggingu hf. þar sem hún vann til dauðadags. Útför Rannveigar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag. Kveðja frá vinnufélögum LÁTIN er í Reykjavík Rannveig Steingrímsdóttir Saari á sextug- asta og níunda aldursári. Hún varð þeirrar náðar aðnjótandi að fá að halda sínu andlega atgjörfi til hinstu stundar og hljóta þá hægt andlát, eins og þegar slokkn- ar á lampa, þegar kveikinn þrýtur. Okkur samstarfsfé- lögum hennar kom það mjög á óvart að lífskveikur hennar væri á enda runninn, því hún fór úr vinn- unni hinn 24. júní, sæl og glöð í sumarleyfi sitt. Örlög sín fær eng- inn umflúið og svo snöggum umskiptum, sem hér hafa á orðið er enginn viðbúinn. Það er þó huggun harmi gegn, að héðan af þarf hún ekki að þola erfiða elli né verða sjálfri sér eða öðrum byrði. Það hefði síst af öllu verið þessari sjálfstæðu konu að skapi. Hún naut þess í ríkum mæli að vera engum háð og halda sjálfstæði sínu. Rannveig giftist ung að árum Bandaríkjamanni, Lee Saari, sem starfaði hér í mörg ár sem stöðvar- stjóri risaflugfélagsins Pan Am á meðan það flugfélag flaug til Evr- ópu um ísland. Þau Rannveig og Lee, sem nú er löngu látinn, bjuggu síðan lengi á Flórída og þeir voru ófáir íslendingarnir, sem nutu gestrisni og hjálpar þessara heiðurshjóna á þeim árum. Þar voru þau einskonar ræðismenn íslands. Mörg voru dæmi þess, að Rannveig sendi eftir íslendingum, sem lent höfðu í erfiðleikum af ýmsum toga í Ameríku, og kæmi þeim til hjálpar á margvíslegan hátt. Þá var ekki spurt um vega- lengdir, tíma eða peninga. Rannveig réðst til Tryggingar hf. fyrir 28 árum, þá nýflutt al- komin til Islands. Hún kom í hópr inn, sem fullmótaður trygginga- maður, enda hafði hún um fjórtán ára skeið unnið hjá bandarísku tryggingafélagi. Hún flutti með sér inn í fyrirtækið ferskan blæ og nýjungar sem við búum að hluta til að enn. Henni var falin brunadeildin til uppbyggingar og endurskipulagningar. Þama nýtt- ust vel góðar gáfur hennar, sjálf- stæði og skipulagshæfileikar. Hún var síðan um árabil deildarstjóri þessarar deildar eða þangað til hún baðst undan því sjálf. Nú hin seinni ár hafði hún með höndum símvörslu fyrirtækisins sem er sál þess út á við og sú fyrsta kynning sem viðskiptavinir fá af fyrirtækinu. Starf þetta rækti hún af stakri alúð, lipurð og kurteisi, svo til var tekið. Efa- laust eru þeir margir, sem munu sakna þess að heyra ei framar hennar ljúfu rödd, þegar þeir hringja í Tryggingu hf. Við samstarfsfólkið, sem bíðum feijunnar enn um hríð, sendum bömum hennar og ástvinum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og eram þess fullviss að hún fær góða heimkomu. Guð blessi minningu Rannveig- ar Steingrímsdóttur Saari. Ágúst Karlsson. Framleiðum áprentaða tau-burð- arpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Bolir, húfur og svuntur. Húfu og tauprent, sími 91-887911 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU REGÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Hlíf, Ísafirði. Geirmundur Júlíusson, Halldór Geirmundsson, Guðný Hermannsdóttir, Gunnar Geirmundsson, Gunnhildur Magnúsdóttir, Geir Geirmundsson, Sigríður Sigfúsdóttir, Helgi Geirmundsson, Erna Magnúsdóttir, Ásta Geirmundsdóttir, Kristófer Edilónsson, Baldur Geirmundsson, Karitas Pálsdóttir, Karl Geirmundsson, Rannveig Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. k t Öllum, sem heiðruðu minningu móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR H. EINARSDÓTTUR, Blönduósi, og sýndu okkur samúð við andlát og útför hennar, færum við innilegar þakkir og kveðjur. Sérstakar þakkir til starfsfólks Héraðssjúkrahússins á Blönduósi fyrir umönnun og hlýhug. Zophonfas Zophonfasson, Greta Arelfusdóttir, Sigríður Zophonfasdóttir, Einar Þór Þorsteinsson, Kolbrún Zophonfasdóttir, Guðjón Ragnarsson og aðrir aðstandendur. í t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HERMANNS JÓNSSONAR, Smáratúni 20, Selfossi, áðurbónda, Norðurhvammi, Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjallatúns, Vík, starfsfólks Sjúkra- húss Suðurlands, Selfossi, og Sveins Sigursveinssonar, Selfossi. Guðný Bergrós Jónasdóttir, Erla Eyþórsdóttir, Brynjólfur Ámundason, Gísli Hermannsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Sjöfn Hermannsdóttir, Egil Andenes, Jónas Hermannsson, Droplaug Erlingsdóttir, Hreiðar Hermannsson, Ágústa Jónsdóttir, Svanhvít Hermannsdóttir, Almar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför MAGNÚSAR BÖÐVARSSONAR bónda, Hrútsstöðum, Dalasýslu. Elfn Júlfana Guðlaugsdóttir, Böðvar Bjarki Magnússon, Bergþóra Jónsdóttir, Elfn Margrét Böðvarsdóttir. t Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, RUTHAR DÓRU GUÐMUNDSSON, fœdd Bónavfde, Njálsgötu 15a. Guðbjartur Guðmundsson. Njálsgötu 15a. Lokað verður frá kl. 12 á hádegi í dag vegna útfarar RANNVEIGAR STEINGRÍMSDÓTTUR SAARI. Trygging hf., Laugavegi 178. Lokað verður í dag, föstudag, frá kl. 10-12 vegna jarðar- farar GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Litaver, Grensásvegi 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.