Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ1994 35
BRÉF TIL BLAÐSINS
Biblían úr-
eldist aldrei
OFBELDI er aðferð ómálga barns sem ekki getur tjáð sig með
( öðrum hætti um hvað því finnst að.
Ofbeldi er aldrei
réttlætanlegt
Frá Einari Ingva Magnússyni:
í STEFNUMÓTUN Guðspekifélags-
ins segir eftirfarandi orðrétt: „Engin
trúarbrögð eru sannleikanum æðri.“
Hvað skyldi felast í slíkri fullyrð-
ingu? Er ekki hætta á því, að menn
láti villast af vegi sannleikans og
hafni þeirri leiðsögn sem Guð hefur
látið mannkyni í té á síðum Heilagr-
ar Ritningar? En þar segir að Guð
sé sá sem ekki ljúgi og þar er haft
eftir syni Guðs, Jesú Kristi: „Ég er
vegurinn, sannleikurinn og lífið.“
Margt athyglisvert og fróðlegt hef
ég lesið í ritum Guðspekifélagsins
og fleiri ritum sem fjalla um andleg
málefni og tel ég mig auðugri menn
eftir þá lesningu á mælikvarða þeirri
sem fremur leitast við að safna að
sér fjársjóðum á himnum en í hverf-
ulum og tímanlegum heimi. En nú
orðið gætir þess verulega í málflutn-
ingi manna sem iðka andlega leit,
að hjálpræði Krists Jesú sé að engu
gjört, Þó Biblían segi skírlega að
„ekki sé hjálpræði í neinum öðrum,
því að eigi sé heldur annað nafn
undir himninum er menn kunna að
nefna er oss sé ætlað fyrir hólpnum
að verða." (Post. 4.12)
Auðtrúa sálir
Hópar fólks sem vilja fara nýjar
leiðir og kenna sig við nýja tíma telja
margir hveijir að kristindómurinn í
sinni mynd sem hann er framkvæmd-
ur í verki af kirkjunnar mönnum, sé
löngu orðinn úreldur og hafi reyndar
runnið sitt skeið á enda. Nýtt tíma-
bil sé hafið.
í þessu sambandi átti ég samtal
við mann nýlega úr innsta hring sérs-
taks leynireglufélags hér á landi, sem
stundar sambönd við andlegar verur.
Á ensku eru samskipti þessi við anda-
heiminn betur þekkt undir nafninu:
channeling. Eftir samtal mitt við
þennan mann var mér verulega
brugðið. Ekki þó vegna þess að mér
væri sérlega ógnað. Heldur leiddi ég
hugann að öllu því fólki sem lætur
leiðast af þessum skoðunum og þess-
um annarlegu og hættulegu öflum,
sem sögðu m.a. þessum fyrrnefnda
sannleiksleitandi manni, og einlæga,
að Biblíunni væri ekki lengur treyst-
andi, þar sem henni hefði verið svo
mikið breytt í gegnum aldirnar.
Þessu væru andamir að breyta. Þeir
vildu meina að kirkjan sjálf sem
stofnun væru andkristurinn sjálfur.
Menn þekkja ekki boðskapinn
ur einmitt að vera ástæðan fyrir
þessum róttæka boðskap þessara
andavera, sem eru þar með greini-
lega á vegum Guðs. Hvers vegna
skyldi fólk, sem býr á meðal „krist-
inna“ manna í „kristnu" landi vera
svo ginnkeypt fyrir þessum nýja boð-
skap? Ástæðan er einföld. Menn
þekkja ekki boðskap Heilagrar Ritn-
ingar og hvað Guð hefur þar við
mennina að segja.
Kristur er meðalgangarinn á milli
Guðs og manna, sjálfur Guðs son,
sem varð hinn nýi sáttmáli á milli
Guðs og mannkynsins. Um þetta ber
Heilög Ritning vitni, og um það ef-
ast enginn kristinn maður, sem þekk-
ir fagnaðarerindið á síðum Biblíunn-
ar.
Óvinurinn nýtir sér mögleikana
Kristnum mönnum sem þekkja
Heilagt Guðs orð í gegnum Biblíuna,
koma ekki á óvart þær raddir sem
tala um hina nýju stefnu og úreld-
ingu kristindómsins. Þeir þekkja hinn
veraldlega stofnanabrag, sem er á
kristinni kirkju, og vita að sjálfur
óvinur Guðs notfærir sér þá bitru
staðreynd að kirkjan sem stofnun
hefur útþynnt kristindóminn hættu-
lega mikið. En kristnir menn vita
líka að hin nýja stefna er tákn hinna
síðustu daga, þegar hjálpræði Krists
er dregið í efa og sáluhjálp fyrir trú
á nafn guðs sonar að engu gjörð.
Það er ekki verk engla Guðs, manns-
ins eða góðra anda, heldur andstæð-
ings Guðs, sem hefur leitt mennina
afvega allar götur síðan fyrstu for-
eldrar mannkynsins létu blekkjast á
tímum syndafallsins mikla í Edens-
garði. Biblían segir berlega að „eins
og allir deyja fyrir samfélag sitt við
Adam, svo munu allir lífgaðir verða
fyrir samfélag sitt við Krist.“ (1.
Kor. 15:22.) Þessum orðum vilja
andarnir ekki að fólk trúi, og frelsist
þar með frá syndinni.
Þegar engillinn birtist fjárhirðun-
um á hinum fyrstu jólum, kom hann
með eftirfarandi boðskap: „Yður er
í dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottins." Hinn smurði var Jesús frá
Nasaret, sonur Guðs, getinn af hei-
lögum anda, og sonur Maríu, hinnar
jarðnesku meyjar. Þeim orðum má
mannkynið aldrei gleyma, því líf þess
liggur við. Hið eilífa lífið í samfélagi
við Guð almáttugan.
EINARINGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Frá Dóru Stefánsdóttur:
í MÖRGUM löndum Afríku þykir
sjálfsagt að karlmenn berji konur
sínar og bæði karlmenn og konur
berji börn sín. Hefur þetta á Vestur-
löndum þótt dæmi um hvað fólk hér
í Afríku væri frumstætt. Hafa marg-
ir orðað það svo að fólk á lágu menn-
ingarstigi þekki ekki aðrar aðferðir
en ofbeldi til að leysa vandamál sín.
Nú hefur komið í ljós að íslending-
ar eru um það bil á sama menningar-
stigi. í könnun sem gerð hefur verið
kemur í ljós að 40% karla og 27%
kvenna telja það réttlætanlegt að
karlmenn berji konur sínar þyki þeim
(körlunum væntanlega) ástæða til.
Tæplega helmingur karla og nærri
þriðjungur kvenna á íslandi eru
þannig þeirrar skoðunar að ofbeldi
sé vænlegasta lausn ýmissa vanda-
mála.
Ég verð að játa að ég fékk áfall
þegar ég sá þessar tölur. Ég taldi
að íslendingar væru þjóð sem tryði
á mátt orðsins fremur en hnefans til
að leysa sín vandamál. Kannski hefði
þetta ekki átt að koma mér á óvart.
Þegar ég var heima í vetur sá ég
brot af sjónvarpsviðtali Eiríks Jóns-
sonar við ónafngreinda konu sem
barin hafði verið sundur og saman
af manni sínum. Eiríkúr gekk mjög
hart fram í því að fá konuna til að
játa að það hefði verið henni að kenna
að hún var barin. I annarri af tveim
sjónvarpsstöðvum landsins, á besta
tíma kvöldsins, var fórnarlambinu
þarna óbeint kennt um glæpinn.
Konan reyndi eftir bestu getu að
sannfæra Eirík og landslýð um að
hún hefði ekki gert neitt rangt.
Hún hefði hins vegar ekki átt að
þurfa þess. Ofbeldi er aldrei, aldrei
réttlætanlegt. Ofbeldi er aðferð
ómálga barns sem ekki getur tjáð
sig með öðrum hætti um hvað því
finnst að. Öll ættum við að læra í
æsku að stilla skap okkar og hemja
tilfínningar. Takist það ekki er eitt-
hvað stórlega að uppeldi okkar.
Ofbeldi karla gagnvart konum er
því alvarlegra sem meðalkarlmaður
er mun sterkari en meðalkona. Til
eru dæmi um konur sem barið hafa
karlmenn, sína eða annarra, og eiga
þau auðvitað ekki að hljóta blessun
almennings. Ofbeldi karla gegn kon-
um er hins vegar mun algengara og
mun grófara. Oft fremja menn of-
beldisverk sín í ölæði og skiptir þá
engu máli hvað á undan er gengið.
Konan er jafnvel rifín upp úr rúminu
um miðja nótt til notkunar sem æf-
ingarpúði í boxi. Þetta má ekki og
á ekki að líðast í samfélagi sem
hreykir sér af menningu sinni og
fögrum listum.
DÓRA STEFÁNSDÓTTIR,
verkefnisstjóri ÞSSI,
Grænhöfðaeyjum.
Að kaupa
köttinn í
sekknum
Frá Jóni K. Guðbergssyni:
HELDUR virðist nú ætla að vænk-
ast hugur þeirra sem stunda þá
iðju að selja unglingum og öðru
lítt þroskuðu fólki brugg. Fram-
takssamir, þjóðhollir og frjálshuga
dugnaðarmenn og barnavinir uppi
í Borgarnesi ætla að fara að flytja ‘
inn áfengisgerðarefni í sekkjum
og segjast hafa tilskilin leyfi. Vart
þarf að efa að svo sé. Auðvitað
dettur þeim í hlutaðeigandi ráðu-
neytum ekki í hug annað en ís-
lenskir bruggarar haldi sig við
þann styrkleika bruggsins sem er
innan löglegra marka. Og að sjálf-
sögðu efast þeir ekki um að ef
ölhitunarmenn frmaleiða nú alveg
óvart of sterkan mjöð þá helli þeir
honum niður hið skjótasta en láta
sér ekki til hugar koma að selja
hann börnum. Enda eru íslending-
ar allra þjóða löghlýðnastir. Eða
efast nokkur á þeim slóðum um
heiðarleik og grandvarleika.- -
sjoppugreifanna? Varla dettur
þeim í hug að fara að höndla með
pokabjór í trássi við lög og reglur.
Einu sinni þótti það merki um
afár sérstætt gáfnfar að kaupa
köttinn í sekknum. Nú situr fólk
þannig á sig komið í háum em-
bættum og hamast við að kaupa
slíka ketti. Og allt undir merkjum
svokallaðrar fijálshyggju: Gróða-
vonin í fyrsta sæti, heilsa og lífs-
hamingja aftast á merinni.
JÓN K. GUÐBERGSSON,
Máshólum 6, Reykjavík.
svefnpokapláss
Víst er að kirkjan hefur í gegnum
aldirnar misstigið sig á grýttri braut
og orðið margt á. En mikil hætta
stafar af slíkum boðskap, sérstaklega
ef hann er borinn á borð fyrir óupp-
lýst fólk í Biblíufræðum. En sú hlýt-
Græðandi sólarvörur
Biddu um Banana Boat
SÓLIVIARGFALDARANN
ef þú vilt verða dökksólbrún/n
í sólléttu skýjaveöri.
□ Græðandi Banana Boat varasalvi með eða
án litar, steyptur úr Aloe Vera.
Sólvörn #18 og #21.
□ Um 40 mismunandi gerðir Banana Boat
vatnsheldra (water proof) sólkrema og
sólolía með sólvörn #0, #2, #4, #8, #15,
#18, #21, #23, #25, #29, #30, #34
og #50. Verð frá kr. 295,-.
□ Hárlýsandi Joe Soap Hair Care sjampó.
□ Naturica Sólbrún-lnnan-Frá BK-hylki.
□ 99,7% Aloe Vera gel frá Banana Boat,
40—60% ódýrara en önnur Aloe gel.
6 misstórar túpur og flöskur.
Biddu um Banana Boat f öllum heilsubúðum
utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru-
verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel
fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem-
sjúkllnga.
Heilsuval, Barónsstíg 20, «626275.
ALLTAF GÓÐUR MATUR
ALLTAF GÓÐ KAUP
SUÐURLANDSBRAUT 56