Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 38
'38 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Harry
Connick
Jr., á
fullu skriði
► HARRY Connick, Jr., mun
senda frá sér nýja geislaplötu
sem nefnist „She“ um miðjan
júlímánuð. í framhaldi af því
,mun hann leggja upp í tón-
leikaferð um Bandaríkin.
Harry Connick hefur öðlast
miklar vinsældir þar í landi.
Hann var aðeins átján ára
gamall þegar hann gaf út sína
fyrstu plötu. Síðan þá hefur
ferill hans verið samfelld sig-
urganga. Hann hefur hlaðið
upp tíu gull- og silfurplötum,
þremur grammy-verðlaunum,
einum Emmy-verðlaunum og
tvisvar hlotið Óskarsverðlaun-
atilnefningu fyrir bestu kvik-
myndalögin við kvikmyndirnar
Guðfaðirinn III og Svefnlaus í
Seattle.
Harry Connick, Jr., hefur
^jafnvel þreifað fyrir sér á leik-
listarbrautinni með góðum
árangri. Hann fór með hlut-
verk í Memphis Belle, Litla
manninum Tate og síðast en
ekki síst í einum sjónvarps-
þætti Staupasteins.
Draumurinn rættist
SVAVA Aldís Ólafsdóttir útskrifaðist 13. júní sem
tískuhönnuður frá Margarethe-Skolen í Kaup-
mannahöfn. Hana hefur lengi langað til þess að
reyna fyrir sér á þessu sviði og lét núna loksins
drauminn rætast. Hún náði mjög góðum árangri
í lokaverkefni sínu sem var að hanna fimm flík-
ur. Þær voru sýndar á þremur sýningum,
þ.á m. fyrir Benediktu krónprinsessu
sem er vemdari skólans. Brúðar-
kjóll hennar vakti sérstaka at-
hygli en hann var úr gulllituðu
Thai-silki með fallegum höfuð-
búnaði og mun birtast í sept-
emberblaði „Brides“ sem sér-
hæfír sig í brúðarfatnaði.
FOLK
Tonya
Harding
í lífs-
tíðarbann
SKAUTADROTTNINGIN fyrrver-
andi Tonya Harding þarf ekki að
hafa áhyggjur af því hvort hún kom-
ist í ólympíulið Bandaríkjanna fyrir
næstu Ólympíuleika og að þessu
sinni getur hún engar ráðstafanir
gert til að sleppa fyrir hom. í síð-
ustu viku fékk hún nefnilega að vita
úrskurð bandaríska skautasam-
bandsins þar sem hún var dæmd í
lífstíðarkeppnisbann. Það er ekkert
ýkja spennandi sem tekur við hjá
Harding á næstunni. Hún mun leika
í þriðja flokks bandarískri kvikmynd
og sitja fyrir hjá tímaritinu „Esqu-
ire“ í gullnum kjól við hliðina á vöra-
bíl. Sögusagnir hafa verið á kreiki
um að hún hafí boðist til að sitja
nakin fyrir hjá Playboy vegna bágr-
ar fjárhagsstöðu sinnar. Þá
er bara spuming hvort
tímaritið getur tekið
boði hennar, sið-
ferðisins vegna.
Freddie
Mercury
enn í sviðs-
SKAUTADROTTNINGIN verður að snúa sér að
einhveiju öðru í framtíðinni.
ljósinu
BÓK UM rokkstjömuna
Freddie Mercury kemur út í
október og fjallar um síðustu
ár hans og baráttuna við
eyðni. Hún er skrifuð af elsk-
huga hans, Jim Hutton, sem
kallar Mercury „eiginmann
sinn“ í bókinni. Ný plata
með hljómsveitinni Queen
kemur út í sumar og hefur
vinnutitilinn „Penultima-
te“. Á henni verða bæði
ný og endurútgefín lög
sem Mercury var að
vinna að skömmu
fyrir andlát
sitt.
ROBIN
GIVENS
varð fræg
á sínum tíma
fyrir hjóna-
band sitt við
hnefaleikarann
Mick Tyson og vakti
skilnaður þeirra mikla
athygli. Hún sagðist hafa
sætt barsmíðum frá hon-
um meðan á því stóð.
Robin Givens er þreytt á
kynbombuhluverkinu
ROBIN Givens segist hafa fengið nóg af því að leika kynbomb-
ur eftir kvikmyndimar Reiði í Harlem og „Boomerang".
Hún hefur alfarið hafnað hlutverkum af því tagi upp á
síðkastið og leikur öðruvísi hlutverk í næstu kvikmyndum
sínum, „Blankman" og „Foreign Student". Þrátt fyrir
velgengni er hún ekkert gagntekin af frama sínum
í Hollywood. Hún segist vera 29 ára gömul og
uppgefín eftir annríki síðastliðinna fímm
ára. Hún sé búin að koma sér vel
fyrir í Suður-Karólínu og sé
sátt við líf sitt eins og það
er. „Ég reyni að lifa eins
friðsælu lífí og ég get.
Mér er alveg sama
þó ég missi af slúð-
ursögunum um
Tom Amold
og öllu því
kjaft-
,... „ ■' æði.“
Wayne og Garth báðu okkur að koma eftirfarandi
skilaboðum á framfæri. Vegna bilunar í
Waynesþýðingarforritinu er textinn einungis á
frummálinu.
Björk: „Strangely-manickered icelandic babe in toy-
land. I'm sorry she's just not human. She's either
an alien or an animatronic puppet created by Jim
Henson's Creature Workshop, No Guffi Garth says
he'd like to Bjork her."
Stone Roses lögsækja fyrrver-
andi framkvæmdastjóra sinn
► HUÓMSVEITIN Stone Roses
mun taka sér smáhvíld frá hljóð-
færaleik til að höfða mál fyrir
dómstólum á hendur fyrrverandi
framkvæmdastjóra sínum, Gar-
eth Evans. Hann leiðbeindi þeim
fram yfir útgáfu á „Campaign",
sem var fyrsta hljómplata þeirra.
Það er líklega ráðlegast að fara
að leggja fyrir því í lögsókninni
felst rúmlega 212 milljóna ísl.
króna skaðabótakrafa.
Cameron Diaz
stigin fram á
sjónarsviðið
FYRIRSÆTAN Cameron Diaz leik-
ur aðalhlutverkið á móti Jim Carrey
í nýrri kvikmynd sem nefnist Grí-
man (The Mask).
Það er frumraun
hennar á hvíta
tjaldinu en hún er
metnaðarfull og
staðráðinn í að
komast þegar að
því hvort hún get-
ur leikið eða ekki.
Hún segist þó
ekki hafa áttað
sig á umfangi
kvikmyndarinnar
í fyrstu: „Ég hafði enga hugmynd
um ábyrgðina sem hvíldi á herðum
mínum. Tökur höfðu staðið yfir í
mánuð þegar ég spurði: „Þetta er
dálítið stór kvikmynd, er það ekki?“
Svarið var jákvætt."
Cameron segist vera ánægð með
fyrirsætustarfið, en það sé fyrir
henni eins og hvert annað starf:
„Það gerir mér kleift að greiða
reikningana".