Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 44

Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 44
Jíewri£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Svarið við stallahring Ný lóð fyrir hæstaréttarhús Borgin skipar viðræðunefnd Jörmundur Ingi Hansen alls- •-“tierjargoði sór embættiseið sinn við stallahring í Öxarárhólma á Þingvöllum í gærkvöldi, þórs- daginn í 12. viku sumars. Að athöfn lokinni hélt þingheimur til blótveislu í Hótel Valhöll. Þar var kveðið undir borðum og glímumenn reyndu krafta sína í fangbrögðum að fornum hætti en það var upphafið að lands- keppni í fangbrögðum sem fara mun fram í miðborg Reykjavík- ur alla laugardaga í sumar. BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur skrifað dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu bréf og tilkynnt að skipuð hafi verið nefnd til þess að ræða við ráðuneytið um að fundin verði ný lóð fyrir fyrirhugað dómhús Hæstaréttar. í nefndinni eru Sigrún Magnús- dóttir og Guðrún Jónsdóttir frá R-lista og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son frá D-lista. í kjölfar bréf§ dómsmálaráðu- neytisins frá í febrúar, þar sem boðið var upp á viðræður um breyt- ingu á staðarvali dómhússins, ákvað borgarráð að skipa viðræðunefnd, en fyrrverandi meirihluti í borgar- stjórn skipaði ekki nefndina fyrir kosningar. Blóðrautt sólariag Þannig sjá Sunnlendingar sólina blóðrauða hvert kvöld á meðan góðviðrið varir. Astæðan er mengun- arloft sem hingað hefur borist frá austanverðri Evrópu og liggur yfir land- inu sem mistur yfir daginn. Þetta er fíngert ryk sem brýtur sólarljósið þannig að sólin sýnist blóðrauð. Sjúkraflug með lifrarþega Morgunblaðið/Golli Aðgerð í Gauta- borg vel heppnuð FYRSTA sjúkraflug utan Reykja- víkur með lifrarþega var farið á mánudagskvöld frá Akureyri, þegar flogið var með unga konu til Gauta- borgar. Nick Cariglia, sérfræðingur í lyf- og meltingarfæralækningum við Fjórðungssjúkrahús Akureyrar, segir að þetta sé þriðja aðgerð sinn- ar tegundar á íslendingi frá því að samningar tókust milli Norður- landaþjóðanna um líffæraskipti. „Á mánudag var okkur tilkynnt að til væri líffæri fyrir aðgerðina, og við vorum svo heppnir að hérna er þota frá Flugfélagi Norðurlands sem gat flutt líffæraþegann til Gautaborgar án fyrirvara og þrátt fyrir mikla þoku,“ segir Nick. Lifraskiptin fóru fram snemma á Halli á borgarsjóði yfir 2 milljarðar Endurskoðun Sigurðar Stefánssonar hf. falið að gera úttekt á stöðu borgarinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að útlit sé fyrir að halli á borgarsjóði Reykjavíkur á þessu ári verði 2,2 millj- arðar króna, en fjárhagsáætlun ársins var lokað með 859 milljóna króna halla. Ársreikningar borgarsjóðs fyrir árið 1993 voru samþykkt- ir á borgarstjórnarfundi í gær. Halli á rekstri borgarsjóðs á árinu varð 2,7 milljarðar. Ákveðið hefur verið að fela Endurskoðun Sigurðar Stefánssonar hf. að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar. Borgarstjóm samþykkti fyrr á þessu ári aukafjárveitingar að upp- hæð 754 milljónir. Sú ákvörðun að hætta við að breyta SVR í hlutafé- lag þýðir að sala eigna skilar um 300 milljónum minna en gert var ráð fyrir. Endurgreiðslur úr At- vinnuleysistryggingarsjóði skila lík- lega 200 milljónum minna í borgar- sjóð en gert var ráð fyrir og af- greiða þarf aukafjárveitingu vegna vegagerðar og fjárhagsaðstoðar upp á 130 milljónir. Samtals gerir þetta um 2,2 milljarða halla. Meira tekið að láni Til að brúa þetta bil hafa verið tekin tvö lán. Ánnað var tekið hjá Norræna fjárfestingarbankanum að upphæð um 600 milljónir. Þá gaf borgin nýlega út skuldabréf fyrir 430 milljónir. Ingibjörg Sólrún segir fyrirsjáanlegt að borgin þurfi að taka meira að láni síðar á árinu. Ingibjörg Sólrún segir að þó að vissulega sé fjárhagsstaða borgar- innar sterk samanborið við önnur minni og veikari sveitarfélög verði ekki horft framhjá því að staða borgarsjóðs hafi versnað mikið á síðustu árum. Hún sagði að á síð- asta ári hefðu skuldir borgarinnar aukist um 2,5 milljarða. og næmu nú 10,6 milljörðum. Hún sagði að yfirdráttur á hlaupareikningi borg- arsjóðs hefði um áramót numið 1,3 milljörðum og skuld borgarsjóðs við borgarfyrirtækii um 1,5 milljörðum. Ami Sigfússon, fyrrverandi borg- arstjóri, sagði að því yrði ekki mót- mælt að staða borgarsjóðs væri sterk samanborið við nágranna- sveitarfélögin. Hann sagði að tekjur borgarinnar hefðu dregist saman á síðustu árum og borgin hefði þurft að auka útgjöld sín vegna atvinnu- leysis í borginni. Árni sagði að aðal- atriðið væri hvað núverandi meiri- hluti borgarstjórnar ætlaði að gera, hvort hann ætlaði að hækka skatta eðá skera niður útgjöld. Ingibjörg Sólrún benti á móti á að þessari sömu spurningu gæti Árni ekki komist hjá að svara, ekki síst þar sem flokkur hans bæri ábyrgð á erfiðri stöðu borgarsjóðs. Skattar eða samdráttur? Á borgarstjórnarfundi í gær var ársreikningur fyrir árið 1993 sam- þykktur. Við afgreiðsluna létu full- trúar Reykjavíkurlistans bóka að þeir lýstu fullri ábyrgð á fjármála- stjórn borgarinnar á árinu 1993 á hendur þáverandi meirihluta. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu á móti að fjárhags- og eignastaða Reykjavíkur væri afar sterk. Með efasemdum Reykjavíkurlistans um hið gagnstæða væri augljóslega ver- ið að boða breytingar sem hljóti að miðast að auknum sköttum eða .verulegum samdrætti í rekstri. þriðjudagsmorgun. Nick segir að eins og mál standi nú sé líðan líf- færaþegans góð, og aðgerðin virðist hafa tekist að óskum. Hins vegar taki nú við erfið meðferð ásamt aðlögun h'kamans að líffærinu, og því sé um töluverða óvissu að ræða í þessu sambandi. Nick segir að lifr- arþeginn hafi verið í mikilli þörf fyrir líffærið, og hefði ekki átt langra lífdaga auðið án þess. Velheppnuð aðgerð „Ég er mjög ánægður með að- gerðina, miðað við þær fregnir sem ég hef fengið frá Gautaborg, og tel læknana þar hafa staðið sig afar vel. Aðgerð sem þessi sýnir að ís- land er ekki svo fjarri öðrum lönd- um, og þeir samningar sem við höfum við nágrannaþjóðir eru mjög góðir, því um dýrar aðgerðir er að ræða sem fólk víða annars staðar í heiminum ætti erfitt með að borga og þar af leiðandi að komast í,“ segir Nick. Hann kveðst telja að aðgerðum af þessum toga fari fjölgandi, ekki síst þar sem þær hafi þróast mjög á undanförnum árum og því verði ótvírætt um framhald þeirra að ræða. Nú þegar bíði nokkrir íslend- ingar eftir lifur erlendis frá. ------------» ♦ ♦------- Silfrið frá Miðhúsum Efast um gildi síðustu rannsóknar „VARLEGT er að treysta á fullyrð- ingar um að silfursjóðurinn frá Miðhúsum sé falsaður fyrr en frek- ari rannsóknir hafa verið gerðar af fleiri fræðimönnum en til þessa hafa tjáð sig,“ segir Adolf Friðriks- son, fornleifafræðingur. Adolf segir ómögulegt að meta gildi efnagrein- ingar á silfrinu þar sem skýrslum þar að lútandi hafi verið haldið leyndum. Sú staðreynd sé einkenni- leg að einungis hafi verið leitað til eins fræðimanns, Bretans James Graham-Campbells, eftir umsögn um sjóðinn og rýri það einnig gildi greinargerðar hans, þar sem sjónar- mið annarra sérfræðinga séu ekki til samanburðar. ■ Ekki næg ástæða/22 Smálax lélegri í sumar Vopnafirði. Morgunblaðið STARFSMENN á vegum Veiði- málastofnunar eru þessa dagana við seiðamerkingar í Vest- urdalsá í N-Múlasýslu. Miklar sveiflur hafa verið í stofnstærð laxins á undanfömum árum og þá einkum í þessum landshluta. Hófust rannsóknimar árið 1989 og hefur árlega verið fylgst með þremur ám í landinu síðan; Vest- urdalsá, Núpsá í Miðfirði og Elliðaám. Orsök sveiflnanna könnuð Verið er að kanna hvort or- sök sveiflnanna sé að leita í ám eða sjó. „Rannsóknir okkar leiða í ljós að orsakanna er fremur að leita til þess sem er að gerast í sjónum en í ánum. Við höfum einnig fundið tengsl milli sjávarhita og sveiflunnar," sögðu fiskifræðingarnir Þórólf- ur Antonsson og Sigurður Guð- jónsson. Laxateljari er í Vesturdalsá sem sýndi að 70 laxar voru gengnir í ána og rúmlega 400 silungar sl. miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.