Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________FRÉTTIR______________>
Framkvæmdastj óri hjá Bátafólki gangrýnir ummæli slj órnarmanna SVFÍ
Unnið að reglum um fljóta-
siglingar í atvinnuskyni
„UMMÆLI forseta SVFÍ og
stjórnarmanns félagsins í RÚV í
fyrradag um að nauðsyn sé á regl-
um varðandi bátasiglingar á ám
sýna þekkingarleysi á málinu og
að þeir hafi ekki fylgst með þróun-
inni undarfarin ár,“ segir Björn
Gíslason hjá Bátafólki sem skipu-
lagt hefur bátaferðir um íslenskar
ár í um sjö ár.
„í vor leituðum við að eigin
frumkvæði til Slysavarnarfélags-
ins í Biskupstungum og óskuðum
eftir samvinnu um gerð björgunar-
og neyðaráætlunar um þær sigl-
ingar sem eru á Hvítá, en ekki
hefur orðið af því. Ég tel sjálfur
að setja þurfi reglur um atvinnu-
starfsemi á þessu sviði, og að slíkri
reglusetningu er verið að vinna.
En það verða ekki settar reglur
um siglingar í íþróttaskyni, þar
fara menn eigin leiðir og munu
gera það áfram. Fólki er frjáls
aðgangur að siglingum um ár og
vötn að eigin geðþótta,
lögum samkvæmt,"
segir Björn.
Viðurkenndur
búnaður
Björn segir að á síð-
ustu tíu árum hafi
siglingar á straum-
vötnum verið stundað-
ar hérlendis af mikl-
um krafti. Nú sé lík-
lega búið að fara með
þúsundir manna niður
Hvítá, áfallalaust, og
í samanburði við
slysatíðni í mörgum
öðrum íþróttum, komi
siglingar mjög hagstætt út.
„Við höfum haft frumkvæði að
því að leita til samgönguráðu-
neytisins og embættismanna ríks-
ins hjá Siglingamálastofnun, og
höfum átt samvinnu við þá. Ekki
hefur verið talin brýn þörf á að
setja reglur, því að
íþróttin hefur gengið
mjög vel hérlendis og
raunar betur en víðast
hvar annars staðar.
Það eru ekki til reglur
um þann búnað sem
: við notum, en sjálfir
höfum við eingöngu
leitast við að nota bún-
að sem er viðurkennd-
ur af öðrum þjóðum
eða viðurkennda flot-
galla og annað slíkt,
sem íslensk yfírvöld
hafa viðurkennt," seg-
ir Bjöm.
Hann segir að Sigl-
ingamálastofnun eða aðrir aðilar,
s.s. lögreglan, hafi ekki óskað eft-
ir þeim búnaði sem notaður var í
ferðinni á föstudag, til rannsókn-
ar. Búnaðurinn hafi samt sem áður
verið sendur þangað til rannsókn-
ar. „Við seljum ekki ferðir á þær
slóðir sem eru óöruggar, bjóðum
upp á öruggustu flotgalla og björg-
unarvesti sem eru á markaðinum,
og í öryggisskyni sækja leiðsögu-
menn okkar námskeið á Borgar-
spítala í sérhæfðri skyndihjálp.
Hins vegar hefur hópur manna
ferðast um landið seinustu tvö ár
og stundað fljótasiglingar sem
íþrótt og lent í ýmsu, en vegna
góðs undirbúnings hefur hann
aldrei orðið fýrir óhappi. Á föstu-
dag voru allir í bátnum nema Berg-
ur þjálfaðir í að synda niður flúð-
ir, halda bát, klifra upp á hann á
hvolfi og á annan hátt að bregðast
við aðstæðum sem þessum. Bergi
hafði ekki verið kennt og í því lágu
mistök okkar hjá Bátafólki sem
við höfum þegar viðurkennt. Að
bát hvolfi er hins vegar ekki óhapp,
heldur eðlilegur þáttur ferðarinnar
sem við getum alltaf reiknað með
og búum okkur í samræmi við
það.“
Björn Gíslason
Myndbandaleigur óttast ekki samkeppni úr nýrri átt
Markaðssókn sölu-
myndbanda er hafin
í NÁGRANNALÖNDUM íslands
hefur myndbandamarkaðurinn
smátt og smátt verið að færast frá
útleigu á myndböndum yfir í aukna
sölu á þeim. Aðilar á myndbanda-
markaðnum á íslandi, sem
Morgunblaðið ræddi við, eiga ekki
von á því að þessi þróun muni eiga
sér stað í miklum mæli á íslandi.
Nokkrar líkur eru þó á að á mynd-
bandamarkaðnum fyrir bömin geti
þessi þróun átt sér stað samanber
góða sölu um jólin á nokkrum
Golfvöllur
GOLFVÖLLUR Golfklúbbs
Kópavogs og Garðabæjar norðan
við Vífilsstaði verður stækkaður
úr 9 holum í 18 og er nýlokið
við að sá í nýju brautirnar. Að
sögn Hákons Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra golfklúbbsins hóf-
ust framkvæmdir við nýju braut-
myndböndum með bamaefni. Sam-
bíóin hyggjast á næstunni auka
sölu á myndböndum í hljómplötu-
verslunum og matvörubúðum.
Það er mat Ásgeirs Þormóðsson-
ar í myndbandaleigunni Ríkinu að
söluverð á myndböndum sé of hátt
til að geta veitt leigunum mikla
samkeppni. í Bretlandi t.d. þar sem
þróunin í átt frá leigumyndböndum
yfir í sölumyndbönd hefur verið
mjög ör segir hann að myndböndin
séu seld á tæpar þúsund ísl. kr.
stækkaður
irnar síðastliðið haust, en þær
verða tilbúnar til notkunar vorið
1996. Þá sagði hann fyrirhugað
að gera 9 holu völl til viðbótar í
landi Leirdals sem liggur að
svæði golfklúbbsins og auk þess
verða gerðar í sumar 6 stuttar
brautir.
og allt niður í þijú til Ijögur hundr-
uð þegar þær eldast. Hér á landi
sé verðið hins vegar í kringum
2.000 kr. „Þó var selt mjög vel af
Fríðu og dýrinu en þar erum við
Iíka að tala um einstakt listaverk.
Það sem ætti kannski einhveija
framtíð fyrir sér er barnaefnið því
krakkarnir sem koma inn á jeiguna
hjá mér vilja helst alltaf fá sömu
myndina,“ sagði hann.
HM dregur ekki úr leigu
Ásgeir hefur orðið var við aukn-
ingu í ieigu hjá sér og telur að
leigumarkaðurinn sé að færast yfir
á færri hendur, frá litlu leigunum
til stóru leiganna, sem hafi aðrar
forsendur í rekstri og geti boðið
upp á meira úrval mynda. Engin
róttæk breyting muni þó eiga sér
stað á markaðnum fyrr en farið
verði að senda myndir beint heim
til fólks í gegnum ljósleiðara.
Myndbandaleigumar muni hins
vegar án efa aðlaga sig að því.
Sú þróun sé þegar byijuð erlendis
og muni koma hingað upp úr alda-
mótum.
Bæði Ásgeir og Gestur Snorra-
son rekstrarstjóri hjá myndbanda-
leigunni Vídeóheimum eru sam-
mála um að heimsmeistarmótið í
knattspyrnu hafi ekki dregið úr
eftirspurn eftir myndbandsspólum.
„Ég held að leigan hafi aldrei ver-
ið betri heldur en nákvæmlega
meðan á þessu stendur vegna þess
að þótt við fótboltaunnendurnir
séum mjög margir þá eru hinir líka
mjög margir og sennilega ekki
færri,“ sagði Ásgeir.
Sprengja í sölu um jólin
Sambíóin hyggja á aukna mark-
aðssókn við sölu myndbánda að
sögn Valtýs E. Valtýssonar, sölu-
stjóra sölumyndbanda Sambíóanna.
„Við ætlum með sölumyndbönd og
höfum verið með þau í matvöru-
verslunum og hljómplötuverslun-
Markaðshlutdeild leigðra myndbanda af heildar- myndbandamarkaði í nokkrum ríkjum 1989-1992
% 100
80 ~ IM Mnrannr
Svlþjóð
60 . Finnland
\ Dánmörk
20 0 19 N. "■*— Italla
Frakkland
89 1990 1991 1992
um. Myndbandaleigur hafa haft
efasemdir um þetta en sumar þeirra
hafa verið að taka við sér og tekið
þessu vel,“ sagði hann. Aðspurður
telur Valtýr að sölumyndbönd muni
auka markaðshlutdeild sína á
næstu árum. „Um síðustu jól varð
töluverð sprengja á þessum mark-
aði a.m.k. fyrir bömin. Bamamark-
aðurinn virðist vera opinn, opnari
en hefðbundni kvikmyndamarkað-
urinn,“ sagði hann. „Þróunin virðist
vera sú sama alls staðar í heiminum
að sölumyndbandið sækir mikið á.
Dæmi um það sem er að gerast er
að farið er að selja stóm myndimar
á sama tíma og þær koma á leigu-
.markaðinn. Erlendis virðast sölu-
myndböndin ekki vera að taka frá
leigunum heldur er þetta aukapen-
ingur fyrir leigur, sem selja einnig
myndir," sagði hann og bætti við
að á tímabilinu september til nóv-
ember muni koma út um 15 mynd-
bönd frá Sambíóunum, bæði bama-
myndir og leiknar kvikmyna! *
Salan er að hefjast
Gestur Snorrason í Vídeóheim-
um telur að sala á myndböndum
sé að byija en ekki sé mikið um
hana eins og er. „Ég gæti trúað á
því að vídeóleigur byijuðu á því
að selja. Það gæti svo færst út í
plötubúðir og matvöruverslanir.
Maður sér kannski ekki alveg þró-
unina fyrir,“ sagði hann. Hann
sagði litla hreyfingu hafa verið á
leigumarkaðnum a.m.k. undanfar-
in tvö ár en bætti við að ef útgáf-
urnar færu að koma með sölu-
myndbönd í auknum mæli sæi
hann ekkert því til fyrirstöðu að
setja upp eina hilluröð með þeim.
ATVR
tekur
fljótlega
debetkort
ÁFENGIS-og tóbaksverslun
ríksins og Visa ísland skrifa
í dag undir samning um mót-
töku debetkorta í verslunum
ÁTVR. Einar S. Einarsson,
framkvæmdastjóri Visa Is-
land, segir að með samningn-
um sé stigið stórt skref í þá
átt að ÁTVR taki til við að
nota „plastkort“ að fullu.
Einar segir samninginn
fela í sér að verslanir ÁTVR
verði ekki í háum áhættu-
flokki, auk þess sem viðskipti
fyrirtækjanna verði efld og
þjónusta við sameiginlega við-
skiptavini bætt. Hann kveðst
telja það eingöngu spurningu
um tíma hvenær ÁTVR fari
að taka kreditkort, en það sé
hins vegar háð lagabreýtingu.
Bruni í
Norðurárdal
ÍBÚÐARHÚSIÐ á Háreks-
stöðum í Norðurárdal
skemmdist í eldi í gærmorg-
un. Ekki er búið á jörðinni
og húsið, sem er notað sem
sumarhús, var mannlaust.
Reyk sást leggja frá húsinu
í gærmorgun og var lögreglu
og slökkviliði gert vart um
eldinn um klukan 10. í ljós
kom að eldur hafði kviknað í
herbergi á rishæð hússins en
hann hafði kulnað vegna
súrefnisskorts. Rjúfa varð
þekjuna við slökkvistarfið og
urðu talsverðar skemmdir
innanstokks af völdum reyks,
sóts, vatns og hita.
Eldsupptök eru ókunn en
rafmagn var á húsinu.
Slys við
Borgarnes
ÞRÍR menn slösuðust í hörðum
árekstri um 2 km norðan við
Borgames, skammt frá gatna-
mótunum að Ólafsvíkurvegi
um hádegi í gær.
Slysið er rakið til framúr-
aksturs en bíll í framúrakstri
. rakst á annan sem kom á móti.
Þrír menn vom fluttir á
sjúkrahúsið á Akranesi til að-
hlynningar en samkvæmt upp-
lýsingum lögreglu vom meiðsli
þeirra ekki talin hættuleg.
Fimm tilboð
í fyllingu
vegskála
FIMM tilboð bárust Vegagerð
ríkisins í fyllingu að vegskála
við Djúpveg. Lægst bauð
Kristinn Þ. Siguijónsson,
rúmar 2,4 millj. eða 71,6%
af kostnaðaráætlun.
Aðrir sem buðu voru Fyll-
ing hf., sem bauð 85,4% af
kostnaðaráætlun, Græðir sf.,
bauð 142,2% af kostnaðar-
áætlun, Jón og Magnús hf.,
buðu 143,6% af kostnaðar-
áætlun og Vélaverk hf. bauð
259,2% af kostnaðaráætlun.