Morgunblaðið - 13.07.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 7
FRÉTTIR
Gylfi Þ. Gíslason um hátíðarhöld vegna lýðveldisafmælis í Noregi
Afmælishátíð með glæsibrag
Dr. Gylfi Þ. Gíslason GÖMLU Hansahúsin við höfnina i Björgvin.
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í
Björgvin í Noregi fagnaði hálfrar
aldar afmæli lýðveldisins íslands
þann 4. og 5. júní síðastliðinn
með veglegum hætti. Gylfi Þ.
Gíslason fyrrverandi ráðherra,
sem flutti hátíðarræðu af þessu
tilefni, segir að ekki verði annað
sagt en að lýðveldisafmælisins
hafí verið minnst með glæsibrag
í Björgvin og ekki síður í Ósló
þann 10. júní og á þjóðhátíðar-
daginn, 17. júní.
Gylfi Þ. Gíslason telur að
Bergen, eða Björgvin eins og
hún er nefnd í fombókmenntum,
standi í nánustum tengslum við
sameiginlega sögu íslendinga og
Norðmanna. „Þegar á Sturl-
ungaöld höfðu Björgvinjarkaupmenn mikil við-
skipti við ísland. Veturinn 1237-38 var Snorri
Sturluson í Björgvin í boði Skúla jarls, en þá
deildi hann mjög við Hákon konung Hákonarson
um yfírráð í Noregi. Hákon hafði látið reisa
Hákonarhöll í Björgvin, sem er ein elsta og fræg-
asta bygging Norðmanna. Hugsanlega hafa þeir
Snorri, Hákon konungur og Skúli jarl oft setið
þar saman, en einmitt í þessari höll var aðalhá-
tíðin vegna afmælisins haldin,“ segir Gylfí.
Öflugt og fjölmennt félag
íslendingafélagið í Bergen er mjög fjölmennt
og öflugt að mati Gylfa, en formaður þess er
Hrafnhildur Jóhannesdóttir Aarhus. Gylfi segir
skýringu þess að íslendingafélaginu tókst að
halda hátíðina með sérstökum glæsibrag fólgna
í því að í Bergen eigi íslendingar tvo mjög
áhrifamikla og merka vini. Það séu rektor Há-
skólans í Bergen, Ole Didrik Lærum og fylkis-
maðurinn í Hörðafylki, Hákon Randal.
„Ole Didrik Lærum er læknir og víðfrægur
krabbameinssérfræðingur." segir Gylfi. „Hann
er uppalinn á Vesturlandinu í Noregi og veitti
þvi ungur athygli að mállýskan þar er nauðalík
íslensku. Hann kynntist tveimur íslendingum í
menntaskóla og lærði fljótt með sjálfum sér ís-
lensku. Nú er svo komið að hann talar hana og
skrifar lýtalaust. Hákon Randal var stjórnmála-
maður og forseti Stórþingsins. Hann kom hingað
til lands árið 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli
íslandsbyggðar og hefur verið formaður stjórnar
Norræna hússins. Þessir tveir menn eru sannir
Islandsvinir og leggja sig alla fram við að efla
tengsl íslendinga og Norðmanna," segir Gylfí.
Tveggja daga hátíðarhöld
Hátíðarhöld stóðu yfír í tvo daga í Björgvin.
Fyrri daginn voru fluttir fyrirlestrar í sagnfræði-
stofnuninni um fornbókmenntir og þýðingu þeirra
fyrir nútímann. Síðari daginn hófst hátíðin með
íslenskri guðsþjónustu í Maríukirkjunni, en í henni
messaði Skírnir Garðarsson prestur í Þránd-
heimi. Að lokinni messu flutti rektor Björgvinjar-
háskólans ræðu við styttu Snorra Sturlusonar,
sem stendur við kirkjuna. Þaðan var haldið í
skrúðgöngu undir lúðrablæstri í
Hákonarhöllina, þar sem aðalhá-
tíðin fór fram. Tónlist skipaði veg-
legan sess í dagskránni, en Islend-
ingar búsettir i Björgvin sáu um
öll skemmtiatriði.
„Það má einnig geta þess,“
segir Gylfí, „að um þetta leyti var
Magnús Stefánsson sagnfræðing-
ur skipaður prófessor við sagn-
fræðideild Björgvinjarháskóla.
Kona hans, sem er norsk, var
ennfremur um sama leyti sæmd
norskum verðlaunum fyrir skerf
sinn að eflingu menningartengsla
íslands og Noregs. Hún hefur
þýtt margar bækur yfír á norsku,
t.d. bækur Guðrúnar Helgadóttur
alþingiskonu,“ segir Gylfí.
Vegleg hátíð í Ósló
Að sögn Gylfa var lýðveldisafmælisins einnig
minnst veglega í Ósló. Þann 10. júní hafí t.a.m.
verið haldin ráðstefna í Akershus um menningar-
tengsl íslands og Noregs. Í upphafí þessarar
ráðstefnu flutti Gylfi erindi um sögulegar for-
sendur fyrir sameiginlegri menningararfleifð ís-
lendinga og Norðmanna. Þar héldu einnig ræður
ýmsir embættismenn þjóðanna, m.a. mennta-
málaráðherrarnir Ólafur G. Einarsson og Áse
Kleveland.
„Á þjóðhátíðardaginn fóru íslendingar og ís-
landsvinir í fjölmenna skrúðgöngu eftir aðalgötu
Óslóar, Karl Johann. Meðal helstu menningarvið-
burða þann dag má nefna að þeir Matthías Jo-
hannessen og Knut Ddegárd lásu ljóð eftir Matt-
hías sem Knut hefur þýtt og Cappelen-forlagið
gefið út. Þetta var merkur skerfur til allra þess-
ara hátíðarhalda og frétti ég síðar að upplestur-
inn hafi vakið mikla athygli. Þegar á allt er lit-
ið var afmælis lýðveldisins minnst með miklum
glæsibrag í Noregi,“ sagði Gylfi.
Akureyri
Myvatn
3
«0
:0
ííT
-M
o
\ y
COMBhCAMP
LÁGMÚLA 7
SÍMI 814077
>'
£
OQ
0•
Qx
c
m
OQ
TJALDAÐ
Á 15
SEKÚNDUM
Vaglaskógur - Siglufjörður
Kynningardagar í Habitat:
hÚS£Ö
Q-
LAUGAVEGI 13 - SIIVll (91) 625870
OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 - 14.00
KISTUR
Hentugar geymslur fyrir fatnað,
rúmteppi, sængurverasett o.fl.
ÖLL HELSTU GREIÐSLUKJÖR:
E
HABITAT í 30 ÁR Á ALÞJÓÐAVETTVANGI 1964 - 1994 • ÍSLAND • ENGLAND • FRAKKLAND • SPÁNN • HOLLAND • SINGAPORE • MARTINIQUE • BELGIA