Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 9

Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 9 FRÉTTIR Kaflaskipt veiði VEIÐI er nokkuð kaflaskipt eftir landshlutum þessa dagana. Alls staðar gengur á stórlaxaforðann, en smálax hefur ekki alls staðar skilað sér til að halda veiðinni við. Eru ýmsir farnir að hreyfa því, að þau landsvæði sem verst urðu úti í kuldunum síðasta vor og sumar séu hin sömu og smálaxinn sýnir sig nú lítið á enn sem komið er, þ.e.a.s. Norðaustur- og Norðurland- ið, og Vesturland ofan í Dali. Sunn- anvert Snæfellsnes, Borgarfjörður, Suðvesturhornið og Suðurlandið hafa hins vegar komið betur út. Enn er þó ekki útséð um að þetta verði raunin þegar upp er staðið. Mjög líflegt í Ytri-Rangá Þetta er mjög skemmtilegt þessa dagana og það eru að veiðast 15 til 20 laxar á dag, mest vænn smá- lax, 5-6 pund, en alltaf reytingur af boltafiski í bland,“ sagði Þröstur Elliðason leigutaki Ytri-Rangár í samtali við Morgunblaðið. Stærsti laxinn til þessa vóg 18 pund, en hann veiddi Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður við ána á silfraðan Tóbí í Ólastreng. Milli 160 og 170 laxar hafa veiðst í Rangánum, flest- ir i Ytri-Rangá. Brennan sterk „Við gerðum góða ferð, vorum í mesta hitanum og vatnsleysinu, en Björn K. Rúnarsson með 18 punda laxinn og þrjá smærri. fengum samt sjö laxa, allt að 16 punda og meðalvigt rétt undir 10 pundum. Þeir sem voru á eftir okk- ur fengu einnig sjö fiska og þá voru komnir milli 60 og 70 laxar á land. Miðað við það sem gengur hér og gerist þá er þetta mjög góð útkoma og það er mikill fiskur á staðnum, bæði að ganga í gegn fram í Þverá og staðbundinn fiskur sem er lagstur,“ sagði Dagur Garð- arsson sem var að koma af Brenn- unni. Þar fellur Þverá í Hvítá og er veitt með tveimur stöngum. Veiðibækur í vasann Útgáfufélag sem kallar sig „Bröndótti kisi“ hefur nýverið sent á markaðinn handhægar veiðibæk- ur sem smella léttilega í vasa veiði- manna. Um tvenns konar bækur er að ræða, annars vegar „Stanga- veiðin mín“ og hins vegar „Skot- veiðin mín“. í nöfnum þeirra felst því hvaða rit hentar hverjum. í bækur þessar geta stanga- og skot- veiðimenn skráð heildarveiði sína frá degi til dags, frá ári til árs auk þess að geta fyllt inn alls konar upplýsingar sem vert er að geta flett upp síðar meir, annaðhvort til almennrar upprifjunar eða til þess að nýta sér við veiðar síðar. Nefna má veðurfarslýsingar, agn sem not- að var, veiðarfæri, aðstæður, tíma- tökur og margt fleira. Bækur þess- ar eru fáanlegar I flestum veiðibúð- um og á bensínstöðvum Olís og Skeljungs. Besta fluga í heimi Norður-Atlantshafslaxasjóðnr- inn, sem Orri Vigfússon stofnaði og veitir forstöðu, stefnir nú á að birta „einstæða samantekt", eins og Orri orðar það, í nóvember á þessu ári. „Þetta er samantekt sem við köllum „Besta fluga í heirni" og nær yfir þær flugur sem veiði- menn tína til sem eftirlætisflugur sínar. Við erum þessa dagana að leita til stangaveiðimanna hér á landi og beggja vegna Atlantsála og spurningin er einföld: Hver er eftirlætisflugan þín? Þá spyijum við hverjir kostir umræddrar flugu eru og hvort við megum hafa eftir mönnum orð þeirra um einstakar flugur. Síðan viljum við að menn sendi okkur pistil með svörum við þessum spurningum auk nafns, heimilisfangs, póstnúmers og síma. Sendi okkur þetta í símbréfi í 91- 884758 eða til NASF-Salmon 2.000 Skipholti 35 105 Reykjavík í pósti sem allra fyrst,“ bætti Orri við. Sagðist hann jafnframt reikna með því að eyðublöðum yrði dreift í veiði- hús hér og hvar um landið. „Von- andi svara okkur sem flestir,“ sagði Orri. ★ nCROPRINT TIME RECQRDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútíð og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E | v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 671800 ^ Isuzu Rodeo LS V6 '91, grænsans, sjálfsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu, álflegur, útvarp + geislasp. Vandaður jeppi. V. 2450 þús. Góð lán. Til sölu þessi glæsilegi lúxusjeppi Skipuleggtm eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnað heimilisins - Áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISYERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.