Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Mecklenburgrer Hochseefischerei Akvarðana um rekstur að vænta um mánaðamót STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa vinnur að því að kanna hvort og þá hverjir möguleikar verða á að halda áfram aðild að þýska útgerðarfyrirtækinu Meckl- enburger Hochseefischerei og rekstri þess. Stefnt er að því að ákvarðanir í þessum málum verði teknar um komandi mánaðamót. Erlingur Sigurðarson, stjórnar- maður í Útgerðarfélagi Akur- eyringa, sagði að frá því að aðal- fundi hefði verið frestað 21. júní hefði verið unnið að því að kanna alla möguleika á því að breyta og iagfæra rekstarumhverfi þýska Mikið verk og tíma- frekt og flókið starf er framundan fyrirtækisins og áfram yrði unnið að þeim málum fram til loka þessa mánaðar. Hann sagði að ákvarðanir yrðu teknar að þessum athugunum loknum, um komandi mánaðamót. Þá yrði ákveðið hvort Útgerðarfélag Akureyringa héldi rekstrinum áfram, og þá með hveiju móti, ellegar horfið frá þessari starfsemi. Erlingur kvað þetta mikið verk og tímafrekt og hvernig sem mál- in þróuðust væri flókið starf fram- undan. Ef sá kostur yrði til dæm- is tekinn að slíta starfseminni yrði ekki stokkið frá á svipstundu, slíkt tæki töluverðan tíma. Hins vegar væri enn alls ekki ákveðið að Út- gerðarfélag Akureyringa hætti rekstri Mecklenburger Hochseef- ischerei. Það væri undir því komið hvort breyta mætti rekstrinum og haga honum á hagkvæmari hátt. Rekstrarforsendur væru á hinn bóginn ekki fyrir hendi eins og mál hefðu gengið hingað til. mmw ' 11 1 1 Jgkv Morgunblaðið/Björn Gíslason MORGUNSTEMMNINGIN í gær á Ijaldstæðinu á Akureyri. Líflegt á tjaldstæðum í sumarblíðunni Listasumar ’94 Gítartónleikar í kvöld Á gítartónleikum Gítarhátíðar á Akureyri og Listasumars ’94 í Akureyrarkirkju klukkan 20.30 í kvöld leika Einar Krist- ján Einarsson á gítar og Martial Nard- £ au á flautu, íjölbreytta dagskrá tónverka. Myndlist á Listasumri ’94 Á Listasumri ’94 standa yfir allmargar myndlistarsýn- ingar. Sýnt er í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni, Mynd- listaskólanum og vinnustofu- ganginum í Samlagshúsinu. Þá er og sýning í Glugganum í göngugötunni, en þessa viku sýnir þar Birgir Snæbjöm Birgisson myndlistarmaður. Slysalaus umferð ÞUNG umferð hefur verið í ná- grenni Akureyrar síðustu daga. Lögreglan segir þetta talsverða breytingu frá því sem verið hafi. Svo sé að sjá sem að ferða- mannastraumur til bæjarins hafi tekið kipp. Þrátt fyrir mikla umferð hefur allt gegnið óhappalaust fyrir sig. Lögreglan á Húsavík sagði hins vegar að umferð í þeirra lögsagnarum- dæmi væri frekar róleg og með öllu óhappalaus. MIKIL aðsókn hefur verið að tjaldstæðum á Akureyri og við Húsabrekku, handan við Pollinn, frá því veður batnaði um mán- aðamótin. Tjaldverðir telja sig ekki verða teljandi vara við að ferðalöngum hafi fjölgað vegna átaksins „ísland, sækjum það heim“, hins vegar séu íslenskir Ijaldgestir ævinlega margir þeg- ar vel viðri. Á tjaldstæðinu á Akureyri var Iíflegt um að litast í gærmorgun, börn að leik, fólk í makindum að njóta morgunverðar í glaða- sólskini og hlýju. Sumir voru á leið í sund, en Ijaldstæðið stendur við Sundlaug Akureyrar, aðrir að þvo framan úr sér stírurnar eða að þvo þvott sinn í tjaldmið- stöðinni við Þórunnarstræti. Allt fór í gang um mánaðamótin Samkvæmt upplýsingum tjald- varðar á Akureyri hófst sum- arösin þar um mánaðamótin júní- júlí, en þá batnaði veður til muna, varð hlýtt og sólríkt eftir dum- bunginn í júní. Mikil öitröð var á tjaldstæðinu þegar knatt- spyrnumót ungra og aldinna polla voru hjá báðum knatt- spyrnufélögunum. Talið var að þá hefðu tjaldgestir verið um 600 þegar flestir voru. Síðan hefur aðsókn verið ágæt og aðfaranótt þriðjudags voru gestir nokkuð á fjórða hundrað. Að Húsabrekku kvað við svip- aðan tón. Þar hófst umferð tjald- gesta verulega með góðu veðri um mánaðamót. Að sögn tjald- varðar eru gestir þar flestir fjöl- skyldufólk sem kýs að njóta kyrrðar og fagurs umhverfis. Islendingar ferðast eftir veðri Samkvæmt upplýsingum 1jald- varða á Akureyri og í Húsa- brekku eru Ijaldgestir flestir ís- lendingar þegar vel viðrar og þeir telja fjölda íslenskra ferða- manna þessar vikurnar álíka mikinn og vænta mátti veðurs vegna. Ekki sé sýnileg nein fjölg- un sem rekja mætti til ferða- átaksins „ísland, sækjum það heim“. Á Akureyri var tjaldvörð- um fjölgað úr fjórum í fimm vegna þess að búist var við að átaksins yrði verulega vart, en sú virðist ekki raunin, að minnsta kosti ekki enn. Á Akureyri dvelja erlendir tjaldferðalangar jafnan 1-2 næt- ur í senn en að sögn tjaldvarðar er algengast að Islendingar komi og segist ætla að vera eina nótt til að byrja með og sjá svo til. Það fari þó í aukana — ef veður gefi tilefni til — að þeir standi við í 3-4 nætur og jafnvel leng- ur. Hins vegar séu þeir oftast snarir í snúningum að pakka saman og fara ef veður versnar. Að Húsabrekku er að sögn tjaldvarðar algengast að Islend- ingar stansi í 2 nætur en margir dvelji þó lengur. Áberandi sé að fólk hópist að þegar veðurspáin sé góð. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson FRÁ ATHÖFN í Sauðárkrókskirkjugarði er aska Stefáns ís- landi var jarðsungin. Stefán Islandi jarð- settur á Sauðárkróki Sauðárkróki - Fáir íslendingar hafa hlaðið sér jafn óbrotgjarnan minnisvarða með list sinni, jafnt hér heima sem erlendis, og skagfirski óperusöngvarinn Stefán Islandi, sem lést í Reykjavík 1. janúar á þessu ári. Sl. laugardag fór fram í Sauðár- krókskirkju stutt kveðja og minning- arathöfn um Stefán Islandi, en nán- ustu ástvinir hans komu þá með ösku hins ástsæla söngvara, sem jarð- sungin var að athöfn lokinni í Sauð- árkrókskirkjugarði að ósk hins látna. Karlakórinn Heimir ásamt ein- söngvurum og Kirkjukór Sauðár- króks sungu við athöfnina, þar sem sr. Hjálmar Jónsson prófastur flutti bæn, en í kirkjugarði söng Karlakór- inn Heimir og Guðbrandur Guð- brandsson lék á trompet lagið Mín heimabyggð eftir Eyþór Stefánsson, tónskáld og frænda Stefáns, en það lag hafði Stefán íslandi óskað eftir að yrði leikið yfir moldum sínum. Áð athöfn lokinni sátu gestir kaff- isamsæti í Félagsheimilinu Bifröst í boði Héraðsnefndar Skagaijarðar. Búnaðarbankinn á Sauðárkróki 30 ára Sauðárkróki - Mikill íjöldi við- skiptavina Búnað- arbankans á Sauðárkróki lagði leið sína í bank- ann föstudaginn 1. júlí en þann dag voru 30 ár liðin síðan útibú var opnað á staðnum og þáðu menn góðar veitingar í boði bankans. Það var 1. júlí 1964 sem Búnaðar- bankinn yfirtók rekstur Sparisjóðs Sauðárkróks sem þá var eina pen- ingastofnunin á Sauðárkróki, stofn- aður 1886, og opnaði útibú sem nú er orðið hið stærsta og öflugasta í iandinu. Ragnar Pálsson sem verið hafði sparisjóðsstjóri varð fyrsti útibús- stjóri Búnaðarbankans og gegndi því starfi til þess er hann lést árið 1987, en þá tók við starfinu núverandi úti- bústsstjóri, Gestur Þorsteinsson. Gestur sagði að þetta væri ánægjulegur dagur, ekki síst vegna þess hve margir og góðir viðskipta- vinir bankans sæju sér fært að líta inn og þiggja veitingar, enda hefði samstarf Skagfírðinga og Búnaðar- bankans frá upphafi verið með mikl- um ágætum, svo sem best sæist á því að þetta útibú væri orðið hið stærsta á landinu með innistæðufé um 2.4 milljarðar. Það setti einnig svip á daginn að skólahljómsveit frá Kongsberg í Nor- egi sem er vinabær Sauðárkróks og er í heimsókn um þessar mundir, marseraði um götur bæjarins, lék nokkur lög við hús afmælisbarnsins í tilefni dagsins og sat síðan ijóma- tertuveislu í boði bankans. Gestur Þor- steinsson, úti- bússtíóri. Morgunblaðið/Árni Helgason Viltu signa grásleppu? ÞESSI hópur var að ganga í hús í Stykkishólmi og bjóða signa grá- sleppu. Ágóðinn af sölunni fer í ferðasjóð nemenda Tónlistarskólans í Stykkishólmi en þeir og foreldrar þeirra eru á leið til vinabæjar Stykkishólms í Kolding í Danmörku. Það er yfir 100 manna hópur sem fer Iiéðan og því dugar ekkert annað er dugnaður í fjársöfnun. Foreldrar barnanna tóku að sér að skera og hengja upp gráslepp- una en nemendur sáu um söluna. Sölumönnum var vel tekið og birgð- ir fóru fljótt og vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.