Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 17 FERÐLÖG Morgunblaðið/Golli FRAMMI í stafni. Sigurður R. Þórðarson markaðstjóri, Siguijón Siguijónsson skipstjóri, Gunnar Þorbjarnarson, Ágúst Geirsson vélstjóri, Jón Steinar Árnason skipstjóri. Togara breytt 1 fljótandi hótel NYTT íslenskt skemmtiferðaskip var kynnt í síðustu viku. Skipið heit- ir Leifur Eiríksson og er 360 tonn og 33 metra langt. Skipið er upphaf- lega smíðað sem togari 1980 en breytt 1984 í björgunar- og aðstoð- arskip fyrir olíuborpalla í Norðursjó. Nú eru aftur breytingar á skipinu, það á að verða fljótandi hótel fyrir ferðamenn og hugmyndir um að bjóða upp á nokkurra daga siglingu um náttúruperlur landsins eins og Hornstrandir og aðra staði sem erf- itt er að komast að nema af sjó. Gistirými er fyrir um 25 manns í 2ja til 4ra manna klefum. Á dags- siglingum geta verið allt að 200 manns. Sigurður R. Þórðarson markaðsstjóri Leifs Eiríkssonar hf. sem rekur skipið, segir að erlendir ferðaheildsalar hafi mikinn áhuga á valkosti sem þessum og hvatt þá mikið til þess að gera þessa hug- mynd að veruleika. Ymsar áætlanir eru um nýtingu skipsins þess á milli sem farið verð- ur í strandsiglingar um landið. Má nefna hvalaskoðunarferðir, veiði,- og ævintýraferðir til Grænlands og í tilfallandi aðstoðar og dráttarverk- efni, í björgunarstörf og til olíu- mengunarvarna. Við opnun skipsins var siglt um sundin. Málverkasýning eftir Gunn- ar Inga Guðjónsson var undir þiljum í myndarlegum sal. Það stendur til að auka við og bæta gistirými í vet- ur. Sigurður R. Þórðarson segir að markaðssetja þurfí skipið með góð- um fyrirvara og erlendir ferðaheild- salar verði fyrst að vita að skipið sé tilbúið áður en þeir selji ferðir með því. Gestir geta brugðið sér í land í göngutúra og komið um borð og fengið sér að borða og slappað af. Þetta hafi vantað í íslenska ferða- þjónustu og gifurlegur áhugi sé er- lendis á slíkum ævintýraferðum. Vigurferðir daglega ísafjörður - VIGUR í ísafjarðar- djúpi verður sífellt vinsælli áfanga- staður ferðamanna. Farþegabátur- inn Eyjalín fer daglega frá ísafirði í Vigur, þar sem beðið er á meðan eyjan er skoðuð og kaffi drukkið hjá heimafólki í Viktoríuhúsi. Nú er æðarkollan að mestu búin að unga út og komin til sjávar, en þá verður frjálslegra fyrir ferða- menn að ganga um eyjuna og skoða þá fuglaparadís sem þar er. Krían myndar orustuflugsveitir yfir höfðum ferðamanna, en pró- fasturinn grefur sig inn í hóla og börð og teistan kúrir í steinhleðsl- um við bæinn. Síðbúin æðar kolla kúrir á eggjum sínum við gömlu vindmylluna sem áður fyrrum var notuð til kommölunar. í eyjunni búa nú bræðurnir Björn og Salvar Baldurssynir ásamt eiginkonu Salvars og börn- um þeirra. Þá eru hjá þeim foreldr- ar bræðranna Sigríður Salvars- dóttir og Baldur Bjarnason. Bænd- urnir eru fjórða kynslóðin sem eyj- una byggja, en langafi þeirra, séra Sigurður Stefánsson, flutti þangað fyrir rúmum hundrað árum. Viktoríuhús var reist nokkru áður, eða um 1860 af Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið, sem eins- konar ástatjátning til unnustu hans, Mörtu Ragnheiðar Kristjáns- dóttur heimasætu í Vigur. Fyrir fáum árum ákváðu Vigurbændur og húsfriðunarnefnd að taka hönd- um saman um endurbyggingu hús- ins og er henni nú lokið og hefur tekist til með miklum ágætum. í vörinni neðan við húsin í Vigur er Vigurbreiður í nausti. Báturinn er nú að verða 200 ára, en er enn notaður vor og haust til að flytja fé til sumarhaga í landi. Upphaf- lega var þessi áttæringur notaður til hákarlaveiða frá Ströndum. Þegar Vesturferðir hófu dagleg- ar siglingar í eyjuna fyrir fjórum árum var marga daga farið með tvo eða þijá farþega. Nú er aukn- ingin slík að oft er fullt í ferðirn- ar, en báturinn tekur 22 farþega. Jafnframt hefur aukist mjög þátt- taka í ferðum í Jökulfirði, en þang- að er farið nokkrum sinnum í viku, auk þess sem farið er með fólk í Aðalvík að morgni og svo sótt að Hesteyri í Jökulfjörðum að kvöldi. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Eyjalín á siglingu í ísafjarðardjúpi en hún fer daglega í Vigur og víða um Hornstrandir. Um borð er ávallt staðarkunnugur leiðsögumaður sem lýsir staðháttum og mannlífi við Djúp. Morgunblaðið Jón Örn Bergsson FAGURT og heilsusamlegt að hjóla í Skorradal. Fjallahjólamót í Skorradal FJALLAHJÓLAMÓT verður haldið við Skátafell í Skorradal um næstu helgi og hefst dagskrá kl. 20 á föstudagskvöld með við- gerðarnámskeiði. Isl. fjallahjóla- klúbburinn stendur að mótinu með skátafélagi Akraness. Magn- ús Bergsson form. klúbbsins seg- ir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið. Að loknu námskeiði í viðgerðum verður hjóluð kvöldferð á föstudags- kvöld, en árla á laugardagsmorg- un hefst skátafélagakeppni. Eftir hádegi er margs konar hjólreiða- keppni. „Allir sem áhuga hafa geta tekið þátt í mótinu, enda er helsta markmiðið að boða fagnaðaraerindi hjólreiðamenn- ingar. Velja má um misjanflega langar hjólreiðaferðir, keppnir, leiki og námskeið. Við ljúkum öllum ferðum með því að gróður- seija trjáplöntur í landareign skátanna." Námskeið eru m.a. I skyndihjálp og ferðamennsku á hjólum. Magnús gerir ráð fyrir að þátttakendur nýti sér siglingu Akaraborgar til Akranes og hjóli 50 km vegalengd að mótsstað. - ódýr gisting um allt land |fj| Orlando. 19. sept. - 2. okt. Vikusigling meö viökomu á St. Marteen, St. John. St. Thomas og Bahama. Gist í Orlando á hinum glæsilegu Summerfield Suites. 4 nætur fyrir og 1 eftir siglingu. Fararstjóri er Guörún Sigurgeirsdóttir. Verö frá Norður-Ítalíu Mflanó - Gardavatn - Verona - Lignano - Feneyjar eru aðaláfangastaðir þessarar perluferðar. Hún sameinar menningu, fagurt landsiag og dvöi á heillandi baðströnd. Fararstjóri er Svavar Lárusson sem ieitt hefur ferðir um þessar slóðir um árabil. Verðfrá kr. 97.930.-* m.v. gístingu í tvíbýli. Ein vinsæiasta serferö Urvals-Utsýnar undanfarin ár. Einstakir tófrar Svartaskógar auk Lúxemborgar. Trier, Freiborgar og vinsmökkunar! Elsass héraöinu. Fararstjóri er Lilja Hílmarsdottir. Verð aöeins fra m.v. gistingu í tvibýti M- úrval Otsýh trygging fyrir gæðum Lágmúla 4, sími 699300, í Haftiarfirði, sími 652366, i Kejlavtk, sími 11353, á Akureyri, stmi 25050, á Selfossi, sími 21666 - og bjá umboðsmönnum um land allt. * Verð með föstum aukagjöldum og 5% greiðsluafslætti ef greitt er 4 vikum fyrir brottför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.