Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 25 ' ÞRANDUR JAKOBSSON + Þrándur Jak- obsson fæddist í Götu í Færeyjum 21. febrúar 1922. Hann lést í Land- spitalanum 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jacob Andrias Frið- rik Jacobsen sjó- maður og Sunneva Mortina Malin Jacobsen húsmóðir. Systkini Þrándar voru tíu talsins. Þrjú hálfsystkini, Óli, Sörina og Mar- ia, og sjö alsystkini, Edward, Durita, Samuel, Andrias, Katr- ina, Sofia og Anna. Þrándur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Þórðardóttur, 16. júní 1951. Foreldrar hennar voru Þórður Kristjánsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem bjuggu lengst af í Eiðhúsum og Miðhrauni í Miklaholts- hreppi. Þrándur og Steinunn eignuðust saman eina dóttur, Sunnevu, f. 8. apríl 1951. Áður höfðu þau tekið að sér Hansínu Bjarnadóttur, f. 9. desember 1948, sem þau ólu upp. Jafn- framt ólst Rut Kristinsdóttir, f. 12. september 1967, upp hjá þeim hjónum, en hún er dóttir Hansínu. Frá fyrra hjónabandi átti Stein- unn Hrefnu og Sæ- björn Jónsbörn. Þrándur fór ungur til sjós og var þegar kominn til starfa á íslandi árið 1938, því sumurin 1938 og 1939 var hann á skútu sem gerði út frá Bakkafirði. Fyrra sumarið var hann til sjós en hið seinna vann hann sem land- formaður. Árið 1940 var hann alkominn til íslands og vann þá hjá breska hernum við gerð Reykjavíkur- flugvallar. Arið 1942 vann Þrándur með breska hernum á norska skipinu Homfjellet, sem breski herinn þá leigði. Skipið hafði umsjón með kafabáta- girðingum þeim sem strengdar höfðu verið í Hvalfirðinum, til varaar flotastöð Breta þar. Einnig var þetta skip birgða- stöð fyrir tundurdufl og sá um að flytja dufl um borð í herskip- in. Þrándur vann um borð í Homfjellet til stríðsloka 1945. Fyrir störf sín þar fékk hann heiðursviðurkenningu frá breska heraum árið 1981. Árið 1945 fór Þrándur til Stykkis- GEORG VILHJÁLMSSON + Georg Vil- hjálmsson var fæddur á Bíldudal 6. desember 1903. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Gunnarsson, Gunn- arssonar í Hafnar- firði (Gunnars- bæjarætt) og Anna Magnea Egilsdóttir pósts í Arabæ. Systkini hans voru Egill, Dagbjört, Jón, Villa, Gunnar og Svandís og era þau öll látin. Hinn 11. október 1930 kvæntist Georg Guðbjörgu Meyvantsdóttur, f. 12.6. 1910. Dætur þeirra era: Hallfríður, f. 19.6. 1931, gift Magnúsi Lárussyni og eiga þau fjögur böra og sjö bamaböm; Anna, f. 21.9. 1933, gift Stein- dóri Guðmundssyni og eiga þau fjögur böra og sex barnabörn; og Hrafnhildur, f. 18.5. 1942, sem á tvö böm og eitt baraa- barn. Útför Georgs fer fram frá Áskirkju í dag. TENGDAFAÐIR okkar, Georg Vil- hjálmsson, er látinn. Margs er að minnast á þeim rúmlega 40 árum sem við höfum átt samleið. Georg fæddist á Bildudal, en þangað höfðu foreldrar hans flutt frá Hafnarfirði vegna atvinnu. Þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu þá aftur til Hafnarfjarðar. Þar ólst Georg upp í stórum systkinahópi. Leið hans lá til Reykjavíkur, til náms í málara- iðn. Meistari hans var Ágúst Lárus- son, mikill listamaður í sinni iðn eins og gylti salurinn á Hótel Borg sýnir. Að sveinsprófi loknu 1928 hélt Georg til Danmerkur til fram- haldsnáms, þar sem hann lærði skreytingar- og auglýsingateiknun. Georg var einn af stofnendum Málarasveinafélags Reykjavíkur 4. mars 1928 og var sæmdur gull- merki MFR 1978. Georg fór aftur til Danmerkur 1932 og lærði þá bílasprautun, sem varð hans aðal- starf eftir að heim kom og starfaði hann hjá Agli Vilhjálmssyni. Hann var einn af stofnendum Félags bíla- málara og heiðursfé- lagi þar. Reyndar var hann fyrsti bílamálar- inn á landinu. Með bíla- máluninni gerði hann mikið af því að mála auglýsingar og alls- konar skreytingar. Það sem helst bar fyrir augu fólks voru aug- lýsingar á Laugavegi 118 á hominu á Lauga- vegi og Rauðarárstíg. Þeir sem eldri eru muna eftir auglýsing- um á strætisvögnunm. Í frístundum gerði Georg mikið af því að mála mynd- ir, postulín, skrautmála húsgögn, kofort og kistur og margt fleira. Síðustu ár, eftir að hann var komin á Dvalarheimili aldraða í Reykjavík, hélt hann áfram að skrautmála meðan heilsu naut. Á yngri árum lék Georg knatt- spymu með liði í Hafnarfirði. Hann hafði alltaf áhuga á fótbolta og fór oft á völlinn. Akranesliðið var hans lið. Georg hafði gaman af stangveiði hvort heldur það var lax- eða sil- ungsveiðar. Laxá í Kjós var honum mjög kær. í veiðiferð með honum drógum við okkar fyrstu laxa. Georg átti gott heimili og góða konu, Guðbjörgu Meyvantsdóttur. Þau hófu búskap í Grjótagötu 7, húsi sem Gunnar bróðir hans og faðir áttu. Þau bjuggu alltaf í eigin húsnæði. Heimili þeirra stóð síðast í hartnær 40 ár á Hrefnugötunni. Eftir að Guðbjörg dó, tók heilsu Georgs mjög að hraka. Þá fékk hann inni á Dvalarheimili aldraða sjómanna, það ber að þakka. Georg og Guðbjörg eignuðust þrjár dætur, þær eiga allar syni sem heita Georg og sá Qórði er langafabarn. Georg og Guðbjörg áttu fallegt heimili, prýtt góðum myndum - málverkum - og góðu bókasafni. Að lokum þessara minningarorða er okkur efst í huga þakklæti til tengdaforeldra okkar fyrir ómælda hjálpsemi og vináttu í okkar garð frá því tengdumst þessum góðu hjónum til hinstu stundar. Magnús Lárasson, Steinþór Guðmundsson. MINNIIMGAR hólms, þar sem hann var í sjó- mennsku og netagerðarstörf- um, ásamt mörgu öðru. Hann fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni árið 1963 og hóf þá störf í Sandgerði. Þar sá hann um netagerð og veiðar- færi fyrir Miðnes hf. Jafnframt vann hann fyrir Netagerð Þor- geirs á Seyðisfirði og Netagerð Thorbergs Einarssonar. Þránd- ur var einn af stofnendum Nót- ar, félags netagerðarmanna. Árið 1974 veiktist Þrándur af liðagikt og varð hann þá að hætta störfum sem netagerðar- maður. Hann vann sem hús- vörður í KR-heimilinu 1975- 1992. Útför Þrándar fer fram fram Bústaðakirkju í dag. NÚ ER hann afi farinn frá okkur, sem hefur svo lengi verið stór hluti af lífi okkar. Hann Þrándur var alla tíð ungur i anda, það var hægt að ræða við hann um allt milli himins og jarð- ar, eins og um jafnaldra okkar væri að ræða. Þó að aldurinn færð- ist yfir og heilsunni hrakaði, þá var athyglisgáfan og kímnigáfan alltaf til staðar. Frásagnargleði hans var alla tíð mikil og hann sagði oft frá því sem á daga hans hafði drifið. Ein saga sem hann sagði stundum, gerðist í byijun stríðsins og var um það þeg- ar nokkur tundurdufl rak inn í fjörð- inn við bæinn þar sem hann bjó í Færeyjum. Fólkið í bænum var beð- ið um að flytja burt um stundarsak- ir, en forvitnin var afa og bræðrum Nú er ævikvöld á enda, gamall maður kveður þetta líf á 91. aldurs- ári, sáttur við lífið og tilveruna. Þegar hugur reikar til baka, kemur margt upp í hugann og eru þá ýmis smáatriði sterkari í minning- unni en önnur. Upp í hugann koma myndirnar hans afa, en seinni árin voru þær orðnar svo margar að hliðaríbúðin, sem amma og afi áttu, var að mestu undirlögð undir mynd- ir hans. Ferðir barna og barnabarna voru margar þar inn til að skoða sköpunargleði hans og héldum við oftast á mynd undir hendinni sem hann færði okkur og prýða myndir hans nú marga veggi á heimilum barna og barnabarna hans. Eins er mér minnisstætt, þegar við komum í heimsókn á yngri árum, allir þeir smáhlutir og bækur, sem hann hafði safnað gegnum árin og hafði mikið dálæti á. Þar má nefna hina ótrúleg- ustu hluti, svo sem uppstoppaðan krókódíl og mink, sem átti að prýða háls konu, en líktist frekar grimmu dýri, sem iðaði af lífi. Þannig var alltaf eitthvað nýtt að sjá á Hrefnu- götunni hjá afa og ömmu, þegar við komum í heimsókn. Alla þess hluti átti hann síðan til með að nota við listsköpun sína með ýmsum hætti. Að lokum, megir þú hvíla í friði og sameinast þeim ástvinum, sem þegar hafa kvatt þennan heim. En hver sem tekur honum við og hýsir drottin sinn fær náð og sigur, sæmd og frið og síðast himininn. (V. Briem.) Halldór, Steinþór, Georg og Margrét Steinþórsbörn. hans öllu öðru yfirsterkari, svo þeir ákváðu að synda út og draga duflin að landi. Þegar loks komu á staðinn sprengjusérfræðingar frá breska hernum, höfðu bræðurnir dregið flest duflin að landi, með því að binda þau saman og draga þau þannig upp í fjöru. Hann afi hló mikið að því þegar hann reyndi að lýsa fyrir okkur skelfingarsvipnum á þeim bresku, þegar þeir sáu hvað þessir færeysku uppátektasömu strákar höfðu gert við virk tundur- dufl. En hann viðurkenndi að þeim bræðrum var brugðið þegar eitt þeirra sprakk í fjöruborðinu og lagði hálfan bæinn í rúst. Afí var mikill náttúruunnandi og vissi margt um ýmis dýr og plönt- ur. Fátt fór fram hjá honum þegar hann var á sjónum eða umgekkst náttúruna á annan hátt. Mikið af þessari vitneskju er ekki skráð í bækur. Til dæmis kunni hann ráð við því ef maður stingur sig á eitr- uðu karfabeini, en það var að taka augun úr karfanum og setja á sár- ið! Margar góðar minningar eigum við með afa í garðinum á Bauganes- inu, sértaklega á vorin, þegar við sáum fyrstu túlípanana koma upp úr moldinni. Biðum við spennt eftir því að knúpparnir sæjust á gull- regninu og bóndarósinni. En ein- mitt í vor sáum við að nú myndi stefna í metár hvað varðaði blóma- fjölda á þessum plöntum, eins og kom síðan á daginn. Okkar bestu minningar um afa tengjast dóttur okkar, henni Ýri. Frá því hún fæddist, fyrir tæpum tveimur árum og allt til síðasta dags, fylgdist afi minn náið með uppvexti hennar og höfðu þau ómælt gaman hvort af öðru. Minningarnar um góða menn gleymast ekki. Vonandi verður já- kvætt lífviðhorf hans okkur til eftir- breytni í framtíðinni. Rut og Jóhann. í dag er vinur minn, Þrándur frá Götu í Færeyjum, kvaddur hinstu kveðju. Kynni okkar hófust fyrir Scifneðingar i hlóiiiaskrinliiiguiii vió »11 la'kilirri Ol blómaverkstæði WNNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 1909« um 16 árum þegar ég fór að starfa sem húsvörður hjá KR. Þrándur var þar starfandi húsvörður og það var hann sem tók mér vel og kom mér inn í starfíð. Ævisögu Þrándar ætla ég eklSP^ að skrá, en bara við að horfa á Þránd, það sagði mér langa sögu. Liðagigt hefur sótt illa á margan sjómanninn, sem hefur orðið að berjast við rok, kulda og regn. Mér var það lítt skiljanlegt hvemig hann hafði þrek, með stokkbólgna ökla, úlnliði og kné, til að starfa svona lengi. Þrándur tók þessum vítiskvöl- um með æðruleysi, aldrei heyrði ég hann kvarta, hann var sú manngerð sem aldrei gafst upp, þótt á móti blési. Þegar ég hugsa til Þrándar þá .. dettur mér helst í hug gömlu víking- amir sem lögðu land undir fót. Við íslendingar vorum heppnir að fá þennan góða starfskraft til þess að setjast að á íslandi, við eigum aldr- ei of mikið af góðu fólki. Þrándur hafði gott lag á að stjórna krökkum, sem mikið fór fyrir og það kunnu þau að meta, enda urðu þau hans bestu vinir. Það vom settar strangar reglur um að fólk í KR-húsinu færi úr skónum áður en það færi inn í ganga og sali. Það lenti á Þrándi að reka þá líka úr skónum sem settu reglurn- ar, eitt skal yfir alla ganga sagði Þrándur og brosti. Lífið rennur hratt, það minnif'*' mig ekki á lækjarsprænu heldur á beljandi fljót. Við komum og við föram, út í móðuna miklu. Við KR-ingar þökkum Þrándi fyrir góð störf fyrir félagið og um leið óskum við fjölskyldu hans alls þess besta á komandi tímum Guðbjöra Jónsson, húsvörður KR. Ertidrykkjur (ilæsilqí kalii- hlaólKirð iiillegir SíUir og mjög g(K> JíjÓllUSUl. llpplýsiugar ísíma 22322 j* FLUGLEIDIR LOFTLEIIIR t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför SVEU marIu normann, Reynigrund 51, Kópavogi, áður Múla, Vestmannaeyjum. Bergsteinn Jónasson og fjölskylda. ' 'f Elsku afi minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Það era margar minningar sem koma í huga minn, eins og t.d. um sunnu- dagsbíltúrana niður á höfn til að veiða marhnúta og skoða skipin, og Þórmerkurferðir þegar þú labb- aðir með mér úr Langadal yfir í Húsadal þar sem þú skarst út staf handa mér. Ég man allar stundirn- ar heima á Hrefnugötu, þar sem ég sat og horfði á þig mála mynd- ir, sem var mitt annað heimili hjá ömmu og þér. Elsku afi minn, núna ertu farinn, og það var svo margt sem ég ætl- aði að segja þér en gerði ekki. Ég geymi það í minningunni. Þín Kristín. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÝÐS SIGMUNDSSONAR, Vallarbraut 1, Akranesi. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness, systk- inum hins látna, ættingjum og vinum í Bitrufirði. Einnig fær Þráinn Traustason sérstakar þakkir. Vigdís Matthíasdóttir, Ingveldur Sveinsdóttir, Guðni Jónsson, Edda Lýösdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson, Sigmundur Lýðsson, Þorgerður Benonýsdóttir, Ingþór Lýðsson, Kristín Harpa Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.