Morgunblaðið - 13.07.1994, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
Smáfólk
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Örfá atriði
til umhugsunar
Frá Árna Helgasyni:
LÍFIÐ er mikils virði og við getum
aldrei þakkað fyrir eins og ber að
fá að njóta þess. Öll viljum við gott
mannlíf, en þá kemur þessi stóra
spuming: Hvað viljum við láta af
mörkum til að bæta lífið, þótt ekki
væri nema í kringum okkur. Við
viljum alltaf meira og meira af
heimsins gæðum, en hvað vinnum
við til að þau verði okkur til hei|la
og blessunar. Við syngjum líka: Ég
vil elska mitt land. En þá kemur
líka sú spuming hvað við gemm til
þess að vinna landi og þjóð gagn og
blessun.
Spyrnum við fótum
Eyðileggjum ekki og setjum
bletti á þjóðlífið með því hvemig
við högum okkur. Aldrei hafa verið
fleiri löggæslumenn starfandi í
þjóðfélaginu til að hafa hemil á hin-
um illu hvötum fólks. Og fjölgar
þeim ekki óhugnanlega sem eyði-
leggja bæði fyrir sjálfum sér og
öðmm, með notkun eiturefna í alls-
konar mynd?
Sú staðreynd fer ekki framhjá
okkur að svo sem við sáum svo
uppskemm við. Höfum við ekki séð
margt glæsilegt líf verða áfenginu
að bráð og um leið áfengismeð-
ferðarstofnunum fjölgað svo að
segja ár frá ári. Og em ekki veit-
ingastaðir og allskonar búllur að
opna víðsvegar um landið og nýta
sér veikleika meðbræðra sinna til
að græða sjálfir þá peninga sem
mölur og ryð fá grandað og oft
hefí ég leitt hugann að því hversu
menn geta þar lagst lágt og hafa
hinir sömu nokkra samvisku af því
þótt þeir séu þátttakendur í því að
leggja snöruna og eyðileggja vax-
andi líf?
Áfengisútsala
á Stykkishólmi
Og nú á að opna hér áfengis-
útsölu í Stykkishólmi. Færa eitrið
nær ungdómnum og þeim sem em
veikir fyrir. Og ferðaþjónustan
heimtar alltaf meira og meira
brennivín. Fordrykk áður en matast
er á hótelum? Og ennþá em gróða-
sjónarmiðin við hún og það er ótrú-
legt hveijir verða fyrir barðinu á
þeim. Drottinn segir mönnum að
varast áfenga drykki sem aðeins
leiði til spillingar að neyta. Þessu
kalli hlýða alltaf færri og færri.
Og þó menmn viti það sem speking-
ar aldanna hafa bent á: í upphafí
skyldi endinn skoða, er því enginn
gaumur gefínn.
Ég tók snemma þá ákvörðun að
treysta Drottni og forðast það sem
hann segir að leiði til spillingar.
Spillingin eitrar út frá sér. Og hið
illa er sterkt í lífínu.
Daglega heyrum við í fjölmiðlum
sagt af allskonar slysum og óhöpp-
um, innbrotum, ránum, misþyrm-
ingum og öðm slíku. Það er svo
komið að þjóðfélagið afsakar ölvun
við akstur með því að sá sem stýri
viti ekki hvað hann gerir og em
ekki viðurlög við ölvunarakstri það
lítil að menn muni ekkert um að
greiða þau? Og nú fækkar þeim
óðum sem vinna að bindindismálum
og betra mannlífí. Afengi inn á
hvert heimili er kjörorðið í dag? Er
ekki kominn tími til að fara að
hugleiða í alvöru á hvaða leið, and-
lega talað, þjóðfélag vort sé á í dag?
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Gagnrýnin
og Tómas R.
Frá Guðjóni Guðmundssyni:
TÓMAS R. Einarsson bassaleik-
ari var ósáttur við umsögn mína
um tónleika hans, Eins konar
hrúgald, á Listahátíð í lok júní-
mánaðar. Viðbrögð Tómasar birt-
ast svo í persónuníði og skítkasti
í grein sem hann hefur skrifað í
töluverðri geðshræringu og birt
var í Morgunblaðinu 6. júlí sl.
Tómasi er mikið niðri fyrir og
telur mig hafa unnið jasstónlist-
inni mikið ógagn með skrifum
mínum, sakar mig um þekking-
arskort en gefur mér þó þann
plús að ég sé áhugasamur um
listgreinina. Hann biðlar óbeint
til ritstjóra blaðsins að taka mig
af launaskrá vegna óverðskuld-
aðrar gagnrýni sem hann varð
fyrir í fyrrnefndri umsögn.
Tómas hefur samið ágæta jass-
tónlist og einkum bar samstarf
hans við bandaríska básúnuleik-
arann Frank Lacy ríkulegan
ávöxt. Á tónleikum Tómasar á
Listahátíð kvað við annan tón
sem mér geðjast ekki alls kostar
að og það fer í taugarnar á Tóm-
asi. Hann fellur í þann fúla pytt
að veitast að þeim sem segir
skoðun sína með persónulegar
svívirðingar að vopni.
Tómas er svo hógvær að setja
á prent fyrir óupplýstan almenn-
ing skilgreiningu á gagnrýni og
segir hana þurfa að byggja á
áhuga [þess sem hana ritar] og
þekkingu. Þrennt nefnir Tómas
ekki sem mér finnst óaðskiljan-
legur þáttur í umfjöllun af þessu
tagi og það er hlustun, sæmilegur
skammtur af tilfínningu fyrir við-
fangsefninu og síðast en ekki síst
þor til að segja meiningu sína í
litla kunningjaþjóðfélaginu ís-
landi. Flestir gagnrýnendur hafa
löngum siglt lygnan sjó og varast
stórar fullyrðingar. Ekki man ég
til þess að nokkur hafí sagt það
á prenti, ég þar með talinn, sem
þó blasir óneitanlega við, að Tóm-
as er ekki mikill bassaleikari þótt
hann hafí ástundað listgrein sína
af mikilli elju í hátt í tuttugu ár.
Það er alltaf jafn neyðarlegt að
verða vitni að því þegar Tómas
biðst undan því að leika sóló með
erlendum gestum sem hingað
koma.
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON,