Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Golli
UPPSETNING límtrésbitanna tókst vel, en hún er mikið nákvæmnisverk. Hér sést Þorgrímur
Guðmundsson húsasmiður leggja gjörva hönd á verkið.
15 tonn af
límtrésbitum
BÚIÐ er að setja upp limtrésbita í kirkjuskipi
Grensáskirkju til að bera uppi þak byggingarinn-
ar. Voru þeir settir upp í fyrradag að sögn As-
geirs Hallssonar formanns sóknarnefndar. „Það
er okkur mjög mikilvægt að geta lokað húsinu
fyrir veturinn og að því er stefnt. Þetta er síð-
asti stóráfanginn sem verið er ljúka áður en
hægt er að sinna minni og viðráðanlegri fram-
kvæmdum," segir hann. Límtrésbitarnir eru 14
metrar á hæð, tíu talsins og vegur hver þeirra
jim 1V2 tonn. Segir Asgeir það mikla nákvæmnis-
vinnu að koma þeim fyrir og hafi það gengið
frábærlega vel. Framkvæmdir við nýbygginguna
sjálfa hófust snemma í fyrravor en Asgeir segir
of snemmt að áætla hvenær þeim Ijúki.
Ráðherrar undirbúa fjárlög
Sparnaðartillög-
ur eftir mánuð
RÁÐHERRAR skiptu með sér verkum við undirbúning fjárlaga
næsta árs á ríkisstjórnarfundi í gær, en ríkisstjórnin stefnir að
því að halli á fjárlögum 1995 verði innan við 10 milljarða króna.
„Þetta eru mjög hefðbundin
vinnubrögð," sagði Friðrik Soph-
usson fjármálaráðherra við Morg-
unblaðið. Á fundinum voru sam-
þykktir útgjaldarammar fyrir ráðu-
neytin og er stefnt að því að tillögur
ráðuneytanna um spamað og niður-
skurð liggi fyrir eftir rúman mánuð.
Miðað við ítrustu útgjaldaóskir ráðu-
neytanna stefnir í að halli á fjárlög-
unum verði um 20 milljarðar og
þurfa ráðuneytin því að skera þau
útgjaldaáform niður um helming.
Næsta ár er kosningaár og var
Friðrik spurður hvort ekki yrði erf-
itt að hemja ríkisútgjöld við slíkar
aðstæður. Hann sagði að þetta yrði
erfitt og menn horfðu auðvitað til
ársins 1991 þegar fjárlög, og þó
einkum lánsfjárlög, voru notuð til
að búa til ný útgjöld ríkissjóðs alveg
fram undir kosningar. Hann sagði
að nú væri miklu meiri skilningur
á því að slík vinnubrögð væru ótæk.
Lömuð eftir líkamsárás
I samræmd próf
áspítalanum
STÚLKAN, sem varð fyrir fólskulegri árás tveggja jafnaldra
sinna á Lækjartorgi í október sl., liggur á barnadeild Landspít-
ala lömuð frá hálsi. Hún getur ekki talað en tjáir sig með svip-
brigðum og með aðstoð tölvu.
Stúlkan hefur verið í meðferð hjá
sjúkraþjálfara en líða tekur að því
að hún fari á Reykjalund og verði í
áframhaldandi þjálfun þar. Að sögn
læknis hefur hún fengið mikla hjálp
hjúkrunarfólks og hefur staðið sig
mjög vel þrátt fyrir gífurlega fötlun.
Stúlkan, sem nýlega er orðin 16
ára, hefur stundað grunnskólanám
á sjúkrahúsinu og tók tvö samræmd
próf í vor.
Önnur stúlknanna, sem að árás-
inni stóðu, var af héraðsdómi dæmd
til fimm ára óskilorðsbundinnar
fangelsisvistar en hæstiréttur mild-
aði dóminn í fjögur ár. Hún var 16
ára er hún framdi verknaðinn.
Hin stúlkan, sem að árásinni
stóð, 14 ára, var ósakhæf vegna
aldurs. Eftir árásina var henni kom-
ið í vistun á vegum barnarverndar-
yfírvalda.
Morgunblaðið/Golli
Með fullar frystigeymslur
TOGARINN Siglir, stærsti togari
í eigu Islendinga, skráður í
Belize, kom til Hafnarfjarðar í
gærmorgun eftir 37 daga veiði-
■'ícrð með afurðir úr 1.500 tonn-
um af úthafskarfa. Frystigeymsl-
ur skipsins eru fullar og í þeim
500 tonn af hausuðum karfa. Þá
kom skipið inn með 200 tonn af
mjöli sem unnið var úr 1.000
tonnum af karfa en Siglir mun
vera eina skipið í eigu Islendinga
, sem fullvinnur afla um borð í
^ijöl þannig að ekkert fer til
spillis af því sem um borð kem-
ur. Þetta var önnur veiðiferð
Siglis og Ragnar Ólafsson skip-
stjóri og áhöfn hans eru ánægðir
með skipið og sögðu leitun að
betra skipi til úthafsveiða. Ragn-
ar sagði að Jíklega yrði Siglir í
framtíðinni 8-9 mánuði ársins
við úthafskarfaveiðar, en skipið
var nú meðal um 60 skipa við
veiðar suðvestur af Reylyanesi.
■ Afurðirúr 1.500 tonnum/6
■ Úthafskarfaafli tvöfalt/Cl
Atvinnuleysi hefur farið minnkandi á árinu
Aukiii vinna kem-
ur körlum til góða
MINNKANDI atvinnuleysi eftir því sem liðið hefur á árið, hefur einkum
komið körlum til góða. Þannig hefur atvinnulausum körlum fækkað um
rúmlega 2.300 að meðaltali frá janúar til júní en atvinnulausum konum
hefur fækkað um tæplega 1.600. Frá
á atvinnuleysisskrám og var þar að
Samkvæmt tölum um áætlað at-
vinnuleysi, frá Vinnumálaskrifstofu
voru alls 5.586 manns atvinnulausir
að meðaltali í júní eða sem svarar
til 4,2% af mannafla. Þetta eru 710
færri en voru á atvinnuleysisskrá í
maí. 3.416 konur voru að meðaltali
atvinnulausar í júní en 3.466 í maí
og hefur þeim því fækkað um 52.
Atvinnulausir karlar voru 2.170 tals-
ins í júní en 2.828 í maí og hefur
þeim því fækkað um 658.
Sem hlutfall af mannafla var 6,1%
atvinnuleysi meðal kvenna á landinu
í heild í júní en 2,8% atvinnuleysi
meðal karla. Af einstökum svæðum
er munurinn mestur á Suðurnesjum
en þar er atvinnuleysi 6,3% meðal
kvenna en 1,8% meðal karla.
■ Um 5.600 manns/11
maí til júní fækkaði um rúmlega 700
mestu leyti um að ræða karlmenn.
Yerkfræðingar
Laun hækk-
að um 8%
í NIÐURSTÖÐUM kjarakönn-
unar Stéttarfélags verkfræð-
inga á heildarlaunum ársins
1993 kemur fram að þau hafa
hækkað um 8% milli ára. Á
síðasta ári var verðbólgan um
3% þannig að raunhækkun
launa er um 5%.
í fréttabréfi Stéttarfélags
verkfræðinga segir að eftir
samdrátt launa fyrir tveimur
árum og stöðnun á síðasta ári
virðist sem verkfræðingar hafi
náð að rétta úr kútnum. Heild-
arlaunin hjá verkfræðistofum
og þeim sem vinna hjá ríkis-
stofnunum séu svipuð og jafn-
vel ívfð hærri hjá ríkinu.