Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
„Sjakalinn Carlos“ í Frakklandi
Fleiri hermdar-
verk rannsökuð
París. Reuter.
FRANSKA dómsmálaráðuneytið
fyrirskipaði í gær rannsókn á tveim-
ur sprengjutilræðum til viðbótar
sem grunur leikur á að „Sjakalinn
Carlos“ beri ábyrgð á.
Fimm manns biðu bana í
sprengjutilræðunum, sem áttu sér
stað á árunum 1982-83. Samkvæmt
franska tímaritinu Le Point var
ætlunin með öðru tilræðinu að ráða
Jacques Chirac, borgarstjóra París-
ar, af dögum samkvæmt gögnum
Mannfall
íjarð-
skjálfta
Túnis. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 149 manns
létust í öflugum jarðskjálfta í vest-
urhluta Alsír í fyrrinótt og 289 slös-
uðust. Jarðskjálftinn er talinn hafa
verið 5,6 á Richter-kvarða og reið
yfir Maskara-héraðið kl. 1.13 að
staðartíma. Fjöldi minni eftir-
skjálfta fylgdi í kjölfarið.
Yfirvöld í Maskara telja að 8.000
til 10.000 manns hafí misst heimili
sín í skjálftanum. Stjórnvöld sendu
þegar hjálparsveitir á vettvang.
Talið er að flestir hafi látist í borg-
inni Sig, 53 talsins. Maskara-borg
varð einnig illa úti, en hún er um
300 km frá Algeirsborg.
Þetta er öflugasti jarðskjálftinn
sem orðið hefur í Alsír frá árinu
1980 en þá varð jarðskjálfti 4.000
manns að bana í borginni E1 As-
nam, sem er 135 km frá Maskara.
Borgin jafnaðist við jörðu og var
endurbyggð undir nýju nafni,.Chlef,
þar sem heittrúarmenn töldu jarð-
skjálftann vera refsingu Guðs
vegna nafns borgarinnar en það
þýðir „styttur" eða „líkneski". Sam-
kvæmt islam er óleyfilegt að gera
styttur eða málverk í mannsmynd.
JARÐSKJALFT! I ALSIR
Jarðskjálfti, 5,6 stig á Rlchter-kvarða,
reið yfir vesturhluta Alslrs aöfararnótt
fimmtudagsins og varð 149 manns að
bana, en 289 særðust
;Staðirnirsem
T verst urðu úti
vorunálægt
skjálftamiðjunni
frá Stasi, öryggislögreglu kommún-
istastjórnarinnar fyrrverandi í
Austur-Þýskalandi sem var.
Carlos hefur þegar verið ákærður
fyrir sprengjuárás árið 1982 sem
varð einum manni að bana og í
réttarhöldum, sem fóru fram að
honum fjarstöddum, var hann
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir dráp
á tveimur frönskum leyniþjónustu-
mönnum.
Franska dagblaðið Le Monde
skýrði frá því í gær að gögn frá
Stasí bentu til þess að verjandi
Carlosar, Jacques Verges, hefði
verið milligöngumaður hermdar-
verkamannsins og frönsku stjómar-
innar árið 1982. Blaðið sagði að
fundist hefði bréf frá Johannes
Weinrich, samverkamanni Carlosar,
þar sem fram kæmi að Verges hefði
lagt til að franskir embættismenn
ræddu við Carlos til að binda enda
á hermdarverk hans. Á þessum tíma
var Verges vetjandi Magdalenu
Kopp, sem var þá ástkona Carlosar.
Aður hafði Verges vísað á bug
fregnum Le Monde, sem eir.nig
voru byggðar á gögnum frá Stasí,
um að hann hefði verið félagi í
hryðjuverkahreyfingu Carlosar.
Fjárkúgari tekinn
föstum tökum
Reuter
FÉLAGI í sérsveitum rússneska
innanríkisráðuneytisins sparkar
í mann sem handtekinn hefur
verið fyrir fjárkúgun, en annar
sérsveitarliði heldur hinum
handtekna uppi á hárinu. Hand-
takan var hluti af aðgerð sér-
sveitanna gegn svartamarkaðs-
braski I Moskvu í gær. Frá því
að Borís Jeltsín Rússlandsforseti
gaf út tilskipun sína gegn glæpa-
starfsemi fyrr í sumar, hefur
lögregluaðgerðum í höfuðborg-
inni fjölgað mjög.
Clinton sáttur við
afsögn Altmans
Búist við frekari hrókeringum vegna Whitewater-málsins
Skjáiflar
fundust
f
Washington. Keuter.
BILL Clinton, Banda-
ríkjaforseti, tók á mið-
vikudag við afsögn
Rogers Altmans, að-
stoðarfjármálaráð-
herra, sem gagnrýn-
endur segja hafa glat-
að öllu trausti þegar
hann bar vitni við
rannsókn þingsins á
Whitewater-málinu.
Clinton sagðist í bréfí
til Altmans harma af-
sögnina, en sagði:
„Eg tel, að miðað við
aðstæður hafí ákvörð-
un þín verið rétt.“ Llo-
yd Bentsen, fjármála-
ráðherra, hefur mælt með Frank
Newman, aðstoðarmanni í ráðu-
neytinu, sem arftaka Altmans.
Newman hefur verið aðstoðar-
maður í ráðuneytinu síðan í maí í
fyrra. Starf hans hefur snúist um
þjóðarskuldir, reglugerðir um
bankamál og önnur fjármál innan-
lands. Öldungadeild þingsins þarf
að staðfesta tilnefningu hans.
Reyndu að verja forsetann
Það hefur vakið athygli frétta-
skýrenda, að enginn þeirra emb-
ættismanna, sem hafa látið af
Roger Altman
störfum vegna
Whitewatermálsins,
tengist beinlínis
Whitewater-fyrir-
tækinu sem Clinton-
hjónin ráku, ásamt
fleirum, í Arkansas
og varð gjaldþrota
fyrir 17 árum. Hins
vegar er um að ræða
embættismenn í
Washington, sem
hafa reynt að veija
forsetann pólitískum
áföllum vegna máls-
ins.
„Blóraböggull“
Altman var hæst settur þeirra
sem hafa vikið úr embætti og í
innsta hring stjórnmálanna í
Washington hefur hann verið
kallaður „blóraböggulT'. Hann var
harölega gagnrýndur fyrir að láta
undir höfuð leggjast að greina
bankanefnd öldungadeildar
þingsins einungis frá einum fundi
sem starfsmenn Hvíta hússins og
embættismenn í
fjármálaráðuneytinu áttu um opin-
beru rannsóknina á gjaldþroti
Madison-sparisjóðsins, sem sam-
starfsmaður Clintonhjónanna í
Whitewater-fyrirtækinu átti og
rak. Síðar kom á daginn að alls
höfðu verið haldnir um 40 fundir
þessara aðila. Einn fundurinn var
haldinn til þess að láta
aðstoðarmenn forsetans vita að
Clintonhjónin yrðu ef til vill kölluð
til vitnis í rannsókninni á spari-
sjóðnum.
Frekari fórnir og
hrókeringar?
Aðrir embættismenn sem þykja
hafa beðið álitshnekki fyrir að
reyna að vernda forsetann eru
Jean Hanson, ráðgjafi í fjármála-
ráðuneytinu, sem er talin munu
segja af sér innan tíðar, og Joshua
Steiner, starfsmannastjóri ráðu-
neytisins, sem mun að öllum lík-
indum verða færður í annað starf.
Þá er búist við breytingum á
starfsmannahaldi í Hvíta húsinu,
talið að Clinton þyki sem almenn-
ingur hafí ekki fengið rétta mynd
af stjórn sinni.
Að sögpi heimildamanna verður
Mark Gearan, boðskiptastjóra, lík-
lega fengið annað starf, sem og
Dee Dee Myers, fréttafulltrúa for-
setans.
FJÖLBREYTT SKEMMTUN FYRIR BÖRNIN
REIÐTÚRAR. HESTVAGNAR. ÍÞRÓTTIR.
SKEMMTIGARÐUR. GQTUKÖRFUBOLTI.
FLUGELDAR 0G VARÐELDUR.
3ja daga ævintýri 19.-21. ágúst á Gaddstaðaflötum við Hellu.
Athugið að frítt er inn á svæðið.
Skotvopn-
um beitt í
túnfisk-
stríði
FRANSKUR sjómaður
slasaðist er spænskir sjómenn
gripu til vopna í túnfískdeil-
unni á Biscayaflóa í gær. Var
hann fluttur í sjúkrahús með
þyrlu og gekkst undir skurð-
aðgerð. Skotárásin átti sér
stað 45 mílur undan Breton-
höfða í suðvesturhluta Frakk-
lands. Talsmaður sjávarút-
vegsráðuneytisins í París
sagði að frönsku sjómennirnir
hefðu verið að veiðum með
lögleg net og hefði kröftugum
mótmælum verið komið á
framfæri við spænsk yfírvöld.
Hertaka
griðasvæði
HER nýju stjórnarinnar í
Rúanda verður sendur inn á
verndar- og griðasvæði
Frakka í suðurhluta landsins
um leið og franskar hersveit-
ir hverfa þaðan, að sögn
Faustins Twagiramungu for-
sætisráðherra. „Við ætlum
að taka svæðið en ekki fara
með hernaði gegn fólkinu
sem þar er,“ sagði hann og
bætti við að út af fyrir sig
gæti hann hugsað sér að taka
svæðið í samvinnu við afrísk-
ar sveitir Sameinuðu þjóð-
anna sem tækju við af
frönsku sveitunum.
Ný stjórn í
Hollandi
WIM Kok leiðtogi Verka-
mannaflokksins myndaði í
gær nýja ríkisstjóm í Hol-
landi, fyrstu samsteypustjórn
hægri- og vinstriflokka í
landinu. Auk Verkamanna-
flokksins eiga Frjálslyndi
flokkurinn og Demókrata-
flokkurinn 66 aðild að stjórn-
inni. Stjómin tekur við völd-
um eftir helgi en þá lýkur
jafnframt nær átta áratuga
forystuhlutverki Kristilegra
demókrata sem setið hafa í
stjóm frá 1918 og oftast ráð-
ið þar ferðinni.
Albanir neita
ofsóknum
ALBANSKA stjórnin vísaði
ásökunum um aðför gegn
gríska minnihlutanum á bug
í gær. Grísk stjórnvöld sök-
uðu Albani um að hafa pynt-
að fjóra menn úr minnihlut-
anum sem sakaðir hafa verið
um njósnir og ólöglegan
vopnaburð. Mikil spenna hef-
ur ríkt milli landanna undan-
farna daga vegna réttarhalda
yfir mönnunum.
Vilja stofna
Stór-Serbíu
BOSNÍU-Serbar og Serbar í
Krajina-héraðinu í Króatíu
hafa ákveðið að skora á yfír-
völd í Serbíu og Svartfjalla-
landi að fallast á stofnun eins
sameiginlegs ríkis, Stór-
Serbíu. Momcilo Krajisnik,
forseti sjálfskipaðs þings
Bosníu-Serba í Pale, skýrði
frá þessu í gær.