Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 32

Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐRUN MA TTHIASDOTTIR + Guðrún Matthí- asdóttir fæddist í Reykjavík 13. júní- 1923. Hún lést á Borgarspítalanum 16. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Kortsdótt- ir, ættuð af Vatns- leysuströnd, og lifir hún dóttur sína á nítugasta og fimmta aldursári, og Matthías Stef- ánsson, lengi starfs- maður hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, ættað- ur úr Kjós og af Hvalfjarðar- strönd, hann lést fyrir nokkrum árum í hárri elli. Hjónin eignuð- ust fjögur börn. Þau voru auk Guðrúnar: Matthías, yfirverk- sijóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kona hans er Lín- ey Sigurjónsdóttir. Margrét, hárkollu- og förðunarmeistari Þjóðleikhússins, eiginmaður hennar var Asbjörn Magnússon, sölusljóri, látinn. Hulda, húsmóðir á Egilsstöðum, eigin- maður hennar er Jón Pétursson, héraðs- dýralæknir. Guðrún, giftist Gisla Þ. Stef- ánssyni, hótelsljóra á Siglufirði, 1943, en hann lést af slysför- um ásamt næst yngsta barni þeirra hjóna, Stefáni Frið- rik, í mars 1958. Önn- ur börn þeirra eru Matthias, banka- starfsmaður, kvæntur Erlen Jónsdóttur og eignuðust þau þijá syni; Stella Greta, stöðvarstjóri, gift Ta Lee Thomsen, leikmunasmið, og eru þau búsett í Þýskalandi og eiga eina dóttur; og Gunnar Sturla, vélfræðingur, kvæntur Sunnu Arnadóttur og eiga þau þijú börn. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju í dag, en útför- in fer fram frá Siglufjarðar- kirkju á morgun. ELSKU AMMA Guðrún er dáin. Það er svo erfitt að trúa því, að þú sért farin frá okkur svo skjótt, því aðeins liðu þijár vikur frá því þú lagðist inn á Borgarspítalann, þar til þú varst öll. Engan gat grunað, hversu veik þú varst, amma mín. En það var þér líkt að kvarta ekki og aldrei vildir þú láta hafa mikið fyrir þér. En það er okkur huggun, sem nú kveðjum þig í hinsta sinn, að þú ert búin að hitta afa og Stefán litla, sem þú misstir svo skyndilega og allt of fljótt. Ég veít að ömmu hefur ekki alltaf liðið vel og er það aðdáunarvert hve vel hún bar þann þunga kross, sem henni var gert að bera en ég veit að hinn mikli missir hefur markað allt þitt líf og skilið eftir stórt ör. Elsku amma mín, ég á svo margar góðar minningar er ég hugsa um þig og allar þær góðu stundir, sem ég fékk að njóta með þér, en ég hefði óskað að þær hefðu orðið fleiri. Ég man svo vel, þegar þú varst að koma í heimsókn til okkar í Víkina. Mikið hlakkaði ég alltaf til að fá þig í heim- sókiff'Þú varst alltaf svo blíð og góð, amma, og alltaf var vís einhver glaðningur. Það var með eindæmum hvað þú varst minnug á afmælis- daga, enda brást það aldrei að ég fengi senda afmælisgjöf í sveitina og nú síðast var gjöfín tilbúin þótt þú treystir þér ekki að koma í heim- sókn til mín sökum veikinda þinna. Mér er sérstaklega minnisstætt þeg- ar ég, lítill gutti, fékk að keyra þig í jeppanum hans pabba á Mýrdals- sandi, en það var unun hjá ömmu að fara í bíitúra. Það er víst að aldr- ei, hvorki fyrr né síðar, vandaði ég mig jafn mikið við aksturinn og þá. Eins og áður segir var gott að fá ömmu í heimsókn, ekki var síður gott að heimsækja hana á Maríu- bakkann og fórum við svo í „strætó bíltúr“ og í þijúbíó á þeim árum. Og nú síðari árin er ég, litli gaurinn hennar ömmu, komst til vits og ára, var það alltaf sama hlýja viðmótið, sem mætti mér og þeim, sem fylgdu mér þegar ég kom til þín. Ég veit að við pabbi eigum eftir að sakna þess að geta ekki farið á Maríubakk- ann og fengið góðan bita hjá þér. Þú vildir alltaf vera viss um að karl- arnir þínir fengju nóg að borða hjá þér. Það var ljóst og fór aldrei á milli mála, hve þú vildir okkur öllum vel og því munum við, sem kveðjum þig hinsta sinni, aldrei gleyma. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku amma mín, og þakka þér alla þá ástúð og hlýju, sem þú hefur sýnt mér alla tíð. Far þú í friði til þinna, sem þú elskaðir mest. Þinn Steinar Ingi. Það var síðsumarsól um allan sjó og ég, fjögurra ára pattinn, ríghélt í móður mína hræddur við Fljótið, en við mamma á leið með Baldri út Eyjafjörð til að heimsækja frændfólk okkar á Siglufírði. Mér væri eflaust horfin úr minni hræðsla mín við Eyjafjörð, sem ég þá taldi Fljótið, enda aldrei áður á sjó komið, ef ég hefði ekki oft verið minntur á þetta allt fram á þennan dag. En enginn hefur þurft að minna mig á móttök- urnar á Siglufirði sem ég að vísu man einungis sem sæla minningu bamsins. Mildi og hlýju frænku minnar í minn garð sem ég naut alla daga síðan. Miidi og hlýja áþekk síð- sumarsólinni. Þannig er mín fyrsta minning um Guðrúnu móðursystur mína, Lillu frænku. Hún giftist ung Gísla Stefánssyni og þau stofnuðu til heimilis á Siglu- firði þar sem þau ráku hótelið Hvann- eyri og síðar hótelið Höfn. Það var enn uppgangur á Siglufirði og ærinn starfi ungri konu að ganga til starfa með manni sínum á hótelinu samtím- is að halda heimili manni og fjórum börnum. Gísla og Stefán frænda minn sá ég aldrei. Nóttina eftir fimmta afmælisdag Stefáns kom upp eldur í hótelinu og þeir feðgar fórust báðir. Þessa sumardaga mína á Siglufirði var Lilla ein, með Matta, Stellu Grétu og Gunna. Mikil örlög móta. Hvemig veit ekki sá sem ekki hefur reynt. En þau geta líka bugað og eytt. Lilla reyndi að endurreisa hótelreksturinn, en það vom breyttir tímar. Fjölskyklan reyndi af öllum mætti að styðja við bakið á henni, mest foreldrar hennar Ianga ævi beggja, en amma lifir dótt- ur sína 94 ára gömul. Matti, Stella Gréta og Gunni voru oft hjá okkur austur á Egilsstöðum og ég og syst- ur mínar höfum jafnan litið á þau sem systkini. Lilla flutti síðan til Reykjavíkur, bjó í mörg ár í Garðabæ en síðustu árin að Maríubakka 26 í Reykjavík. Hún var hárgreiðslumeistari og starfaði við þá iðn sína í Þjóðleikhús- inu og á hárgreiðslustofu fyrstu árin, en síðan við verslunarstörf, lengst af í Bókabúð Lárusar Blöndal þar sem hún starfaði óslitið þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir þremur árum. Hún sóttist ekki eftir vegtyllum en vann störf sín af samviskusemi og ósérhlífni. Hún bar höfuðið hátt og gat á stundum virkað framhleyp- in, en þar fór einungis stolt kona með erfðir kjarkaðs alþýðufólks. Hún var skemmtileg, söngelsk og gestris- in. Heima fyrir var hún ætíð dálítil hótelstýra og aldrei ánægð ef hún bauð í mat nema setið væri á öllum stólum. „Serveringin" gekk rösklega og þóttust gestir oft góðir að ná mat sínum öllum áður en diskar voru komnir af borðum. Ég og systur mínar bjuggum hjá henni, mislengi þó, þann tíma sem við gengum í skóla í Reykjavík og hennar hús var alltaf okkar annað heimili. Ég átti Lillu bæði að frænku og vini. Ég átti þar vísa vist að nóttu sem degi og trúnað hennar allan. Sjálf fór hún hljótt með sínar hugsanir. Nú eru börnin hennar öll löngu komin með fjölskyldur og barnabörnin sjö, en næstelsta barnabarnið, Sigurður Steinar Matthíasson, dó ungbarn. Ég heimsótti Lillu frænku á sjúkra- húsið tveimur dögum áður en hún skildi við. Ég bað hana um að lifa, en hún hlaut að deyja. Hún vissi að það var engra úrbóta að leita. Æðru- leysi hennar var mér ekki í huga þegar ég kvaddi hana, það var svo sjálfgefinn hluti af henni. Ólafur Jónsson. í dag verður jarðsungin frá Siglu- fjarðarkirkju mín ástkæra amma Guðrún. Þar sem ég bý erlendis hafði ég ekki séð ömmu Guðrúnu síðan um jól. Var því mikil tilhlökkun hjá okkur hjónum að hitta hana hressa og káta að vanda, enda voru hún og konan mín orðnar sérstakar vinkon- ur. Þegar við komum til landsins fréttum við að amma hefði verið veik í nokkra daga. Eftir að hafa hitt hana var okkur eiginlega létt, þar sem hún bar sig vel og afskaði sig með því að segja að sér þætti verst að hafa ekki valið betri tíma til að fá flensu, en einmitt þegar við kæmum í okkar árlegu sumarheim- sókn frá útlöndum. Ekki hvarflaði það að okkur að veikindi hennar væru það alvarleg að hún mundi kveðja okkur meðan við værum hér í mánaðarfríi. Amma Guðrún var alveg sérstök amma og langar mig til að minnast hér á nokkur atriði það varðandi. Ég er elstur barnabarna ömmu og var því um alllangt skeið „einn í sviðsljósinu" hjá henni. Það var ekki amalegt að hafa hana einn og út af fyrir sig. En er árin liðu, fjölgaði bamabörnunum og ég varð að deila ömmu með þeim. Hélt ég að mér félli það miður, en með ótrúlegri snilld tókst henni að hafa okkur öll í sviðsljósinu í einu svo að áhyggjur mínar voru því óþarfar. Amma sagði mér frá unga aldri alltaf meiningu sína um mig og hegðun mína og fannst mér hún á stundum nokkuð kröfuhörð. Hún sagði mig sem elsta barnabarnið sitt eiga að vera fyrir- mynd. Hún var einnig mjög sann- gjöm, því ef henni fannst hún hafa gengið of langt í uppeldishlutverkinu, gerði hún ávallt gott úr því eins og henni einni var lagið. Amma var í senn bæði köld og ákaflega blíð. Oft gat ég fundið í samtölum við hana að lífið er ekki bara dans á rósum eins og hún hafði fengið að fínna fyrir á Siglufirði fyrir 36 árum, þeg- ar hún missti sína stóru ást og næst- yngsta barnið sitt í húsbruna. Það var ótrúlega mikið á hana lagt, en með miklum dugnaði og þrautseigju tókst henni að læra að lifa með sorg- inni og söknuðinum, þó hún næði sér aldrei að fullu. Þrátt fyrir það var hún lífsglöð kona og var mjög gjarn- an meðal fólks og góður þátttakandi í samkvæmum. Þar var hún oftast hrókur alls fagnaðar. Fyrir hana voru hin ýmsu tungumál eða þjóð- erni engin hindrun fyrir að hafa gam- an af samskiptum við fólk. Mér er t.d. mjög minnisstætt að í brúðkaupi mínu úti í Póllandi, lék hún við hvern sinn fingur og var ófeimin við að umgangast ókunnugt fólk og gerði það að vinum sínum á svipstundu, þrátt fyrir skort á sameiginlegu tungumáli. Fyrir hana sagði viðmót oft meira en mörg orð. Amma var alveg dásamlegur gest- ur vegna þess að hún gerði sig strax mjög heimakomna og átti þá oft til að breyta lítillega uppstillingu ýmissa hluta í íbúðinni eftir eigin smekk. Fannst okkur þetta tiltæki hennar bara vinalegt og létum hlutina standa þannig meðan á dvöl hennar stóð. Það var einnig mjög gaman að sýna henni nýja hluti en þá helst úr bíl. Ég held að ég hafi aldrei kynnst nokkurri menneskju sem hafði jafn gaman af því að sitja í bíl og hún amma Guðrún. Henni fannst það hrein unun að fara í góðan bíltúr og þá var ekki svo mikilvægt hvert. Þetta vissi ég og fór þá bæði hérlend- is og erlendis, ekki endilega stystu leiðina á milli staða. Ekkert hafði hún heldur á móti því að koma við á kaffíhúsi og fá sér kaffí og e.t.v. koníak sér til hressingar. Eins og áður er getið um, var hún mjög gjarn- an meðal fólks og hafði jafnframt ekki síður gaman af því að fá gesti í heimsókn. Fengu t.d. tengdaforeldr- ar mínir heldur betur að kynnast því sl. sumar, er þau dvöldust hér í tvær vikur og voru gestir hennar. Höfðu þau varla kynnst annari eins gest- risni og voru að vonast eftir henni í heimsókn til Póllands til þess að geta endurgoldið henni móttökumar. Að lokum vil ég minnast á gjaf- mildi ömmu, engum afmælisdegi gleymdi hún og það var með ólíkind- um hvað allar gjafír hennar voru úthugsaðar. Við sem nutum þessa vorum oftast orðlaus. Hún tjáði mér það einu sinni að eitt það skemmti- legasta sem hún gerði væri að fara í bæinn að kaupa gjafir til að gleðja aðra. Elsku amma mín, svona gæti ég lengi haldið áfram, því margar ánæg- justundirnar átti ég með þér, sem því miður verða ekki fleiri, en minn- ingin lifir um einstæða ömmu. Bestu kveðjur fyrir alla vinsemd þína frá konu minni, Beötu. Hvíl þú í fiiði. Qjs|; j5„ Matthíasson. + Þökkum innilega hlýhug og samúð við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGVARS AXELSSONAR, Drápuhlfð21. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Ingvarsson, Gunilla Ingvarsson, Kristbjörg Asta Ingvarsdóttir, Bjarnveig Ingvarsdóttir, Magnús V. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR, Eystra-íragerði, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Jón Kristinsson, Ólafía Kristín Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Hafsteinn Jónsson, Erla Karlsdóttir, Gylfi Jónsson, Dagbjört Gísladóttir, Ófeigur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar móður minnar, ERLENDSÍNU HELGADÓTTUR, sem lést 2. ágúst síðastliðinn. Sérstakar þakkir til hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps og kvenfélagsins Fjólu. Lifið heil! Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Lovisa Magnúsdóttir. + Elskulegur faðir minn, BJÖRN INGIMUNDARSON, frá Reykjavöllum í Biskupstungum, lést í sjúkrahúsi í Svíþjóð 18. ágúst. Kristinn Björnsson og fjölskylda. + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR SANDHOLT, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést fimmtudaginn 18. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Sandholt, María I. Aðalsteinsdóttir, Gunnar M. Sandholt, Linda Bogadóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ODDNÝJAR SÖLVADÓTTUR frá Patreksfirði, Móabarði 16, Hafnarfirði. Branddís Guðmundsdóttir, Kristján Þórir Ólafsson, Borghildur S. Ólafsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Stefán Ólafsson, Haraldur Ólafsson, Oddný Ólafsdóttir Petersen, Nils Petersen, Ingólfur Ólafsson, Auður Marísdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Stefán Sverrisson, Sigríður Helga Ólafsdóttir, Hrafn Helgason, Kolbrún Guðjónsdóttir, Valdimar Einarsson. Gróa Ólafsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.