Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
'gefðu /nae þessA\ yntJBTvsvaöes - S/VHLOUJ, B£>fy ée &tö/r r HVEJO-pElb) )
\ AUsY
•: ,(1 . . Vfl }
mv.'.
V/J
Tommi og Jenni
Céq rrxzir^tL. y-
Ferdinand
Smáfólk
Halló? Hæ, Kalli! Mér datt Ég skemmti mér Hver er Ég hef aldrei heyrt þin
bara í hug að láta þig vel ... saknaðir þú þetta? getið heldur, Kalli!
vita, að ég er komin mín, Kalli?
heim úr sumarbúðun-
um...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
FRAMKVÆMDIR við herstöðina á Miðnesheiði árið 1987.
Gamlir sorphaugar
og mengun í her-
stöð Bandaríkjahers
Frá Skarphéðni Hinrik
Einarssyni:
NÚ ER mikil vakning hefur orðið
i umhverfismálum hér á landi hafa
sjáanlega ekki orðið vatnaskil í þeim
málum hjá flotastöðinni sem banda-
ríski sjóherinn rekur hér. Að vísu
hefur verið fluttur til landsins meng-
unarvarnarbíll en ugglaust mun hann
ekki bæta fortíðarvanda í mengunar-
málum.
Fortíðarmengun
Á svokölluðu „nikkel“-svæði hefur
farið geysilegt magn af olíu niður.
Það kerfi sem var notað þar til
geymslu á eldsneyti var byggt 1946
er millibilsástand ríkti hér. Þá var
flugvöllurinn rekinn af flugfélagi
American Overseas Airlines í formi
verktöku fyrir Bandaríkjastjórn.
1987 varð mengunarslys á þessu
svæði sem fyllti mælinn. Vatnsból
Keflavíkur og Njarðvíkur urðu ónýt.
Þar kom til líka fortíðarmengun sem
íslendingum hafði trúlega ekki verið
skýrt frá.
Hið nýja sveitarfélag fær nú vatn
úr vatnsbólum sem eru nærri Grinda-
vík. Hreinsun var hafin á olíusvæðinu
við „nikkel", enda engin þörf fyrir
aðstöðu þar, því að hið mikla mann-
virki NATO-olíustöðin í Helguvík var
komin í gagnið. Fyrri áfangi 1988
og seinni áfangi 1991. En svo var
hreinsun skyndilega hætt enda fólk
trúlega búið að gleyma þessu máli.
Bandaríkjaher hefur í sinni þjón-
ustu menn sem hafa lært sálfræði
og hagar herinn seglum eftir vindi.
Frá „nikkel" liggja leiðslur neðan-
jarðar meðfram Hafnargötu og Vík-
urbraut í Keflavík að höfninni þar.
Þetta eru 2 12 tommu leiðslur. Ég
er ekki viss um að þær hafi verið
tæmdar. Þær þarf að sjálfsögðu að
grafa upp því í framtíðinni stafar
mengun af þeim, er ryð hefúr tært
þær sundur. Enda eru þær bráðum
50 ára gamlar.
Þurr í fjögur ár
Með Helguvíkurframkvæmdum
var geymslugeta hersins þrefölduð,
olía og annað eldsneyti sem ESSO
geymdi í olíustöð sinni í Hvalfirði
fyrir herinn var flutt í Helguvík. Þar
missti ESSO af góðum tekjum.
1968 lét NATO íslenska aðalverk-
taka byggja eldsneytisbirgðastöð í
Hvalfirði með hafnaraðstöðu. Þetta
eru 4 stórir geymar sprengdir inn í
fjallshlíðina. NATO gerði verktaka-
samning við íslenska aðalverktaka
um rekstur þessarar stöðvar og af-
greiðslu. Stöðin þarf (þurfti) viðhald
því að þar eru rafstöðvar, slökkvi-
stöð, verkstæði, dælustöðvar og
fleira, sem olíustöð þarf til reksturs.
En þær dælur, sem eru þar, hafa
ekki þurft að dæla eldsneyti í rúm 4
ár. Stöðin hefur staðið þurr síðan
snemma árs 1990. Þá var allt elds-
neyti flutt til Helguvíkur. Það eru
trúlega kyrrlátir dagar hjá þeim átta
starfsmönnum Aðalverktaka þar nú.
Mér finnst að íslensk yfirvöld ættu
að taka við þessum mannvirkjum og
selja eða leigja olíufélögunum þessa
aðstöðu. Betra er að geyma eldsneyt-
ið þar en í Reykjavík þar sem helm-
ingur þjóðarinnar býr.
Bandaríkjamönnum ber að
bæta skaðann
En aftur suður á völl. Öskuhaugar
voru lengi opnir á Vellinum á hinum
ýmsu stöðum. Síðast voru þeir í landi
Hafna ofan Ósabotna. Á þessum
stöðum var grafið allt sem þurfti að
henda. Jafnvel rafgeymar, olíutunn-
ur og fleira. Mér er kunnugt um að
vinnuvélar hafa lent á spennubreyt-
um við snjómokstur og mikið magn
af PCB-efni farið niður. Fleira hefur
spillt jarðvegi á Vellinum í þau 54
ár sem Bandaríkjamenn hafa haft
aðstöðu hér. Ég legg til að íslenska
ríkið fái erlenda aðila til að gera
heildarúttekt á mengun á öllum
varnarsvæðum á landinu, bæði fyrr-
verandi og núverandi.
Ég sá í þýsku blaði grein 1990
um ótta þýskra yfírvalda varðandi
mengun í og við þær 39 herstöðvar
sem þá stóð til að leggja niður þar
í landi en það var talin mikil mengun
þar. Þar var sagt að Þjóðverjar
myndu krefja Bandaríkjamenn bóta
fyrir þær rannsóknir og hugsanlega
hreinsun. Bandaríkjamenn gengu að
þeim kröfum Þjóðveija. Sama þarf
að gerast hér. Rannsóknir á hugsan-
legri mengun í og við varnarsvæði
og hugsanlegri hreinsun ef hennar
er þörf þarf að greiðast af Banda-
ríkjastjóm. Við getum ekki skilið
þetta eftir handa komandi kynslóð-
um. Þær eiga ekki að uppskera okk-
ar syndagjöld.
SKARPHÉÐINN HINRIK
EINARSSON
fyrrverandi starfsmaður á
Keflavíkurflugvelli.