Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 19 ____________LISTIR__________ Glæsilegur fiðluleikur TONLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guð- mundsdóttir. ÞÓTT Sigrún Eðvaldsdóttir hafi ekki unnið til fyrstu verðlauna í tónlistarkeppninni í Moskvu, er hún óumdeilanlega glæsilegur fiðluleik- ari, skaprík með svellandi tónlist- argáfur, mikla tækni, frábært hljóð- færi og hrífandi framkomu. Mis- kunnarlaus undirbúningur fyrir keppnina í Moskvu er kannske nú að koma fram, því henni hefur fleygt fram að undanförnu, tónör- yggið meira og leikur hennar allur agaðri og voru tónleikarnir að þessu sinni þeir bestu sem undirritaður hefur heyrt frá hendi Sigrúnar. Þegar um mikinn efnivið er að ræða verður manni á að ætlast til þeirra afreka sem ekkert fær stað- ist og hrífur mann bjargarlaust upp úr skónum. Hvað vantar á til að svo megi verða? Svarið við því er vandfundið. Japanir eru frægir fyr- ir hárnákvæm vinnubrögð og tækniundur. Um leið og þeir vilja fullkomnun í hvert smáatriði eru þeir farnir að velta því fyrir sér hvort slík gerilsneyðing geti verið hættuleg lífsvon verksins. Þetta er að vísu ekki nein ný speki, en spurn- ingin virðist alltaf vera til staðar, en um leið og þessi hætta er fyrir hendi hlýtur einnig að vera til and- stæða, þ.e. að of mikið frelsi, of mikil ónákvæmni, geti einnig yfir- spilað lífsvonina. Kennari nokkur sagði einu sinni við nemanda sinn, „það sem skemmir fýrir þér er að þú ætlar þér alltaf að vera númer eitt“. Vitanlega er slík afstaða nem- andans hættuleg um leið og hún er ekki forkastanleg. Slíkur er línu- dans listsköpunar og þessu erum við sjálfsagt öll að velta fyrir okkur lífið út. Efnisskráin. Janácek, organist- inn og hljómsveitarstjórinn, er kannske frægastur fyrir óperur sín- ar, utan heimalandsins a.m.k. Fiðlu- sónatan er, að ég held, eina fiðlu- sónata hans og sem hann umskrif- aði nokkrum sinnum. Þótt form sónötunnar styðjist við klassík, er stíllinn nokkuð úr hinum og þessum áttunum og því ekki auðvelt að halda þáttunum saman. Þótt margt væri glæsilega spilað, fannst mér einnig að sumstaðar væri yfirspilað, að látleysi hefði betur hentað heild- inni. Kannske er það þetta sem Sigrún þarf að hafa taumhald á, að yfírspila ekki, þótt stundum minni það kannske á Paganini djöfsa og systur hans. Af slavnesku dönsunum þrem, eftir Dvorak, í úts. Kreislers, var sá þriðji í G-dúr sérlega fallega spilaður, enda hélst þar allt í skefjum. Sónatan eftir Ravel er kannske ekki ennþá full- mótuð. Undirritaður hefði kosið meiri mýkt, meiri ljóðrænu, meira legato í fyrsta þáttinn, meira glizz og meiri blús í annan þáttinn og síðasti þátturinn er slíkt ófyrirgef- anlegt tækniverk að spila þarf án nótnablaða. Aukalag, eftir rúss- neskan höfund, lék Sigrún af brillj- ans, og þá sprakk húsið. Leit lista- mannsins er endalaus sjálfsgagn- rýni, áheyrandinn bíður, þannig heldur það áfram. Selma fylgdi Sig- rúnu vel, en óþarflega hlédræg fannst mér sú ágæta píanistinja. Ragnar Björnsson Seljum í dag með 30-40% afslætti nokkra staka sófa með tauáklæði frá Bandaríkjunum. ■WT 00 f • • • ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275 og 685357 S Fimm lista- konur sýna saman FIMM listakonur efna til samsýn- ingar á Café Mílanó, Faxafeni 11. Þetta eru þær Anna María Harðar- dóttir, Guðrún Norðdahl, María Másdóttir, Ragna Eyjólfsdóttir og Ragnheiður Helga Jónsdóttir. Sýn- ingin hefst sunnudaginn 21. ágúst og er opin á opnunartíma kaffihús- ins. A sýningunni er að finna verk unnin í olíu, akrýl.olíu pastei og vatnslitum. Anna María útskrifaðist með M.A. í Art Therapy frá New York University í Bandaríkjunum árið 1990. Guðrún lauk arkitektanámi frá Danmörku 1983. hún stundar nú myndlistarnám í Bandaríkjun- um. María og Ragna útskrifuðust báðar með BFA gráðu frá Rockford College í Bandaríkjunum árið 1986. Ragnheiður Helga hefur stundað myndlist og listskreytingar í mörg ár. Listakonurnar fimm hafa allar tekið þátt í samsýningum. -----» » ♦----- Kammer- hátíðin á Kirkjubæjar- klaustri HINIR árlegu kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða um helg- ina og hefjast í dagf, föstudaginn 19. ágúst. Á efnisskránni verða verk eftir innlenda og erlenda höf- unda; Bach, Brahms, Hummel, Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Kodaly, Mozart, Poulenc, Schnittke, Schu- bert, Schumann, Hugo Wolf og Þórarinn Guðmundsson. Hljóðfæraleikararnir, sem koma fram eru: Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, sellóleikari, Einar Jóhannes- son, klarinettuleikari, Einar Steen Nökkleberg, píanóleikari, Geir Inge Lotsberg, fiðluleikari, Helga Þórar- insdóttir, víóluleikari og Þóra Ein- arsdóttir, sópran. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.