Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 17
M0RGUN3LAÐIÐ
ERLEIMT
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 17
KJARNA-
KLOFNUN
Frjáls nevtróna
Nevtróna á
miklum hraöa
rekst á atómkjama
Kjarni plúton 239
Þungur kjarni með
mörgum prótónum
og nevtronum.
...tekur ekki
við viðbótar-
nevtrónum,
brotnari tvo
smærri kjarna og
nokkrar nevtrónur losna
HÆTTAN VIÐ PLUTON
Þýska lögreglan gerði (vikunni upptæk milii 100 og 300 grömm af auðguðu plútoni
sem smyglað hafði verið til landsins og er þetta í þriðja sinn sem þetta gerist
síðustu fjóra mánuði.
Þýskir embættismenn segja aö vitað sé að
123 sinnum hafi plútoni verið smyglað til landsins
síðustu 12 mánuðina
Nevtrónurnar sem
losnuðu Irá rekast
á annan plúton-
kjarna, klofnun
margfaldast nú hratt
PLUTON: MIKILVÆGASTI HLUTISPRENGJUNNAR
Fyrsta nev-
trónan kemur
af stað keðjuklofnun
og við þetta verður
til griðarlegur hiti
á sekúndubroti
AFLIÐ í
PLÚTONI
REUTER
Kveikibúnaður
Skýtur nevtrónum inn i miðju
plutonhluta sprengjunnar
®) Efnið sem gefur frá
sér nevtrónur
Keðjuverkun fer afstað og
sprengjan spríngur með afli
sem jafnast á við mörg joús.
tonn af TNT-sprengieh.
Geislavirkni verður griðarleg
@ Sprengiefni
Sundrar svæðinu umhverfis
efnið sem getur frá
sér nevtrónur
Orlftil
plútonarða
Andi maður að sér
slíkri örðu getur hún
valdið krabbameini
Hættulegt magn
Til þess að búa til atómsprengju þarf
a.m.k. fimm kg
(hnullung á stærð
við greipaldin).
Plútonhluti
sprengjunnar
Sprenpjurnar geta verið frá
einu kilótonni upp 120 mega-
tonn (frá 1000 kg upp I
20 milljónir tonna af TNT)
Flórída fal-
ast eftir al-
ríkisaðstoð
Washington. Miami. Reuter.
BANDARÍKJASTJÓRN lýsti því
yfir í gær að ekki yrði tekið við
samskonar straumi flóttafólks frá
Kúbu nú og varð árið 1980, þegar
125 þúsund Kúbveijar flúðu heima-
land sitt og héldu til Bandaríkj-
anna. Lewton Chiles, ríkisstjóri í
Flórída, segir nauðsynlegt að alrík-
isstjórnin veiti sambandsríkinu að-
stoð við að bregðast við vandanum.
Dee Dee Myers, fréttafulltrúi
Hvíta hússins, sagði á blaðamanna-
fundi að Bandaríkjastjórn ynni að
gerð áætlunar um hvernig tekið
skyldi á málinu. „Við munum ekki
taka við gífurlegum flóttamanna-
straumi aftur,“ sagði hún. „Við
munum heldur ekki leyfa Fídel
Kastró að stjórna innflytjenda-
stefnu okkar.“
Varasamar fleytur
Undanfarna daga hefur strand-
gæslan komið til bjargar tæplega
fimmtán hundruð Kúbveijum við
strendur Flórída, mörgum af vara-
sömum fleytum gerðum úr hjól-
barðaslöngum. „Það sem þarf til á
hveijum degi við að flytja, skrá og
flokka allt þetta fólk kallar augljós-
lega á beina og virkari aðstoð frá
alríkisstjórninni,“ sagði Chiles. Á
þriðjudag hækkaði þingið þá upp-
hæð sem veija á til neyðaraðstoðar
vegna innflytjenda úr 35 milljónum
dollara í 75 milljónir, en þeir pen-
ingar hafa enn ekki verið afgreidd-
ir, og Chiles hvatti stjórnina til þess
að reiða fram féð hið snarasta.
Birgðir á þrotum
Kúbverskir Bandaríkjamenn
hafa hópast til eyjarinnar Key West
í von um að hitta ættingja og vini,
en þar er stofnun sem gefur kúb-
versku bátafólki mat og fatnað, og
kemur þvi í hendur ættingja eða
innflytjendafulltrúa. Umsjónar-
menn stofnunarinnar segja allar
birgðir á þrotum og hafa leitað eft-
ir framlögum.
Enn sem komið er hefur strand-
gæslan ráðið við vandann, enda
tókst hún á við enn stærri björgun-
araðgerð við Haítí fyrr á árinu. „Úr
því við gátum séð um 3.000 manns
frá Haítí á einum degi þá held ég
að við ættum að ráða við þessa
Kúbveija," sagði starfsmaður gæsl-
Kaupendur
í þriðja
heiminum?
Bonn. Reuter.
EVRÓPSKIR vísindamenn og
þýskir embættismenn sögðu í
gær að ef til vill hefði verið
ætlunin að selja plúton, sem
reynt var að smygla um Þýska-
land, til ríkja i þriðja heiminum
er reyna að búa til kjarnorku-
vopn.
Plúton er efni sem m.a. fellur
til við framleiðslu orku í kjarnorku-
verum og er baneitrað. Hægt er
að nota það til að framleiða atóm-
sprengjur er byggjast á kjarna-
klofnun (fission), í öðrum kjarna-
vopnum verður kjarnasamruni
(fusion).
Ný kenning- um kjarna kristninnar
Powell segir Krist
hafa verið grýtt-
an til dauða
London. Daily Telegraph.
ENOCH Powell, fyrrverandi stjórnmálamaður og grískukennari, heldur
því fram í nýrri bók um Matteusarguðspjallið að Jesús hafi ekki verið
krossfestur heldur grýttur til dauða fýrir guðlast.
Powell er 82 ára, fyrrverandi „Kenningin er smánarleg,“ sagði
þingmaður íhaldsflokksins og hann um kenningar Powells. „Písl-
grískuprófessor. Eftir að stjórn- arsagan er elsti hluti samstofna
málaferlinum lauk, tók hann upp
þráðinn að nýju við rannsóknir á
forngrísku skýringarskjali við Matt-
eusarguðspjallið sem hann kallar
fyrsta guðspjallið þrátt fyrir þá við-
teknu skoðun að Markúsarguð-
spjallið sé eldra.
Powell heldur því fram í bók um
rannsóknirnar sem gefin verður út
í næsta mánuði, að draga megi þá
ályktun af skýringarskjalinu að í
frumriti Matteusarguðspjallsins
hafi komið fram að gyðingar hafi
grýtt Jesú til dauða. Þeir hafi talið
hann hafa gerst sekan um guðlast
með því að kalla sig son Guðs.
Krossfestingin er kjarni kristn-
innar og krossinn trúartákn krist-
inna manna. Niðurstöður Powells
hafa því mætt litlum skilningi hjá
guðfræðingum og sérfræðingum í
kristnum fræðum. „Ég kæri mig
kollóttan,“ sagði Powell er hann var
spurður um harkalegar viðtökur
sem kenning hans hefur hlotið.
„Þeir hafa ekki kynnt sér rökin sem
ég hef fram að færa. Bókin kemur
ekki út fyrr en í næsta rnánuði,"
sagði hann.
John Wijngaards, einn helsti
kennimaður í röðum kaþólikka,
sagði gersamlega útilokað að kross-
festingin hefði ekki átt sér stað.
Lagos. Reuter.
LEIÐTOGAR starfsmanna í olíu-
iðnaði Nígeríu hétu því í gær að
halda til streitu sex vikna löngu
verkfalli sínu. Boðað var til þess til
að krefjast þess að Moshood Abiola,
sem talið er að hafi unnið forseta-
kjör í fyrra, taki við embættinu.
Sani Abacha, leiðtogi herfor-
ingjastjórnarinnar, lét í gær inn-
sigla aðsetur leiðtoga verkalýðsfé-
er
guðspjallanna og hægt er að tíma-
setja hana þar til skömmu eftir
dauða Jesú,“ bætti hann við.
Prófessor Geza Vermes, gyðing-
'ur sem er sérfræðingur í fyrstu ald-
■ar sögu Palestínu, sagði að kross-
festingin væri hið eina sem gæti
staðist í allri óvissunni sem ríkti
um píslarsöguna.
Sir Henry Chadwick, einn helsti
sérfræðingur Breta í frumkristni,
kom Powell til varnar og sagði, að
þó svo fræðimenn myndu fyrtast
við kenningum hans um krossfest-
inguna, hefði hann ýmislegt fram
að færa. Mikilvægar væru til dæm-
is útskýringar hans á því hvernig
textar guðspjallanna hefðu mótast
af tilbeiðslu í árdaga kristninnar.
Stuðningsmenn Abiola í Nígeríu vígreifir
Heita að halda verk-
falli til streitu
laga starfsmannanna og kvaðst
hafa rekið þá úr embætti.
Olíuútflutningur Nígeríu hefur
dregist saman um 20% vegna verk-
fallsins en Nígeríumenn flytja olíu
aðallega út til Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu. Hefur ekki orðið
vart við að verkfallið hafi breiðst
frekar út í kjölfar aðgerða Abacha
gegn verkalýðsleiðtogunum.
Þýski seðlabankinn
Obreyttir
vextir
Frankfurt. Reuter.
ÞÝZKI seðlabankinn kom fjár-
málamörkuðum á óvart þegar
hann ákvað á fundi sínum í
gær að halda vöxtum sínum
óbreyttum í að minnsta kosti
hálfan mánuð þótt peninga-
magn í umferð hafí greinilega
minnkað.
Samkvæmt tölum bankans
fyrir þennan fyrsta fund sinn
eftir sumarleyfi hafði aukning
peningamagns minnkað í 9.9%
í júlí úr 11.4% í júní, sem er
betri útkoma en búizt hafði
verið við. Því hafði verið vonað
á fjármálamörkuðum að mikil-
vægir vextir yrðu lækkaðir.
Hagfræðingar telja að Bun-
desbank hafi aðeins frestað
ákvörðun um að slaka á stefn-
unni í peningamálum, en
margir segja að svigrúm til
meiri vaxtalækkana sé að
verða mjög takmarkað og
næsta lækkun kunni að verða
hin síðasta um sinn.
VILTU VERSLA ÓDÝRT?
MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM
HAUSTVÖRUM Á MARKAÐSVERÐI
FAXAFENI 10 ^689666