Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 29 MINNINGAR GISLISIG URGEIRSSON + Gísli Sig^ur- geirsson var fæddur í Hömlu- holtum í Eyja- hreppi 18. júní 1915. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli 12. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Jófríðar Jónsdóttur og Sig- urgeirs Þórarins- sonar. Gísli var yngstur sjö systk- ina, en þau voru: Jón, Þórarinn, Kristján, Sólveig, Guðmundur og Gunnar. Af systkinum Gísla er Sólveig ein á lífi. 24. desem- ber 1938 kvæntist hann eigin- konu sinni Auðbjörgu Bjarna- dóttur frá Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi, fædd 27. júlí 1915. Auðbjörg lést 7. júní 1993. Börn þeirra Gísla og Auðbjargar eru fimm: Sigurgeir, giftur Sigríði Daní- elsdóttur, börn þeirra eru fimm. Bjarnheiður, gift Friðgeiri Þorkels- syni, börn þeirra eru þijú. Magnús, kvæntur Birnu Jó- hannsdóttir, börn þeirra eru fjögur. Jóna Fríða, gift Sævari Garðars- syni, þau eiga einn son, auk þess á Jóna einn son frá fyrra hjónabandi. Alda Svan- hildur, hún var gift Þorleifi Jónssyni, sem lést af slysförum 1980. Þau áttu einn son. Nú- verandi eiginmaður hennar er Jóhannes Ingason og eiga þau einn son. Barnabörnin eru sjö. Útför Gísla fer fram frá As- kirkju í dag. í DAG kveðjum við elskulegan afa okkar, Gísla. Sigurgeirsson, frá Hausthúsum. Fyrir rúmu ári kvöddum við elskulega ömmu okk- ar, Auðbjörgu Bjarnadóttur, og langar okkur að minnast þeirra hjóna með fáum orðum. Við systurnar áttum því láni að fagna að eiga ömmu og afa í sveit sem alltaf var gaman að koma til. Nokkrum sumrum af barna- og unglingsárum okkar eyddum við í Hausthúsum. Um leið, og jafnvel áður en skóla lauk, vorum við komnar í sauðburð og eggjat- ínslu. Ýmislegt lærði maður af afa og ömmu, má sem dæmi nefna að í sveitinni tókst manni fyrst að komast í gegnum heila sögubók sjálfur. Amma hélt manni alltaf við efnið og gerði bóklestur áhuga- verðan. Hjá afa snérist lífíð mikið um hesta, hann kenndi okkur að sitja hest og við fórum marga skemmtilega reiðtúra saman á klárunum, Litla-Rauð og Reyk. Oft var glatt á hjalla í gamla bænum, kvöldunum var stundum eytt í spilamennsku, sem gat verið mjög fjörug, eða rólegheit fyrir framan sjónvarpið. Þar dottaði afi hálft kvöldið og amma þuldi þolin- móð upp söguþráðinn þar sem hann hafði misst úr, auk þess sem hún pijónaði. Þegar við hugsum til baka í sveitina, eru ferðirnar út í eyjar mjög eftirminnilegar, og áður en lagt var af stað í þær passaði amma upp á að nóg nesti væri með og allir væru vel klæddir. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa kynnst ömmu og afa svona vel og við kveðjum þau með sökn- uði. Þú komst og fórst með ást til alls, sem grætur, á öllu slíku kunnir nákvæm skil. Þín saga er ljós í lífi einnar nætur eitt ljós, sem þráði bara að vera til. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn gréru blómstur alls þess góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Blessuð sé minning ykkar. Þórunn og Drífa Magnúsdættur. Nú hefur afi hlotið hvíldina, hann er horfinn okkur á vit for- feðra sinna og til ömmu, en hún lést fyrir rétt rúmu ári. Lát ömmu var afa mikill harmur enda hafði hún verið honum stoð og stytta í gegnum súrt og sætt. Nú hafa þau náð saman ,aftur. Þau bjuggu lengst af að Haust- húsum í Eyjahreppi og var gott að sækja þau heim. Heimili afa og ömmu var og hið dæmigerða sveitaheimili þar sem gestum og gangandi var tekið með virktum. Um það vitna fjölmargir sem sóttu þau heim. Eins og nærri má geta hafði afa auðnast að sjá tímana tvenna og tók hann breytingum sem sjálf- sögðum hlut. En bændur hafa þurft að horfa upp á breytingar örar en margur annar. Eitt er það þó sem afa tókst aldrei almenni- lega að átta sig á, en það er breytt verkaskipting kynjanna og var hann ætíð húsbóndi á sínu heim- ili. A mannmörgu sveitaheimilinu réð hann ríkjum. Afi og amma fluttu á mölina fyrir tæpum tíu árum og var það þeim mikil breyt- ing. Fyrst um sinn, meðan heilsa þeirra leyfði, dvöldu þau hluta úr ári í sveitinni og nutu þess vel. Síðustu árin fór ferðum þeirra fækkandi en ljóst var að hugur þeirra leitaði oft vestur. Eftir að amma dó flutti afi að hjúkrunar- heimilinu Skjóli og vil ég þakka starfsfólki heimilisins þeirra hlýja viðmót og þá góðu umönnun sem afa hlotnaðist það tæpa ár sem hann þar dvaldist. Afi var fremur kröfuharður maður en gat þó verið ljúfur og undanlátssamur ef svo bar undir, sér í lagi ef um var að ræða barna- börn og börn þeirra. Dætur mínar fóru ekki varhluta af því enda áttu þær þar á vísan að róa. Heim- ili afa og ömmu var þeim ætíð opið og af þeim lærðu þær svo um munar. Þær nutu og góðs af, við upphaf skólagöngu, að eiga langafa að, því oft og iðulega sótti hann þær svo þær þyrftu ekki að ganga einar um varhugaverðar götur Langholtshverfis. Fyrir þetta ber að þakka — margfalt. Það er því söknuður í hjarta við t Ástkær sambýlismaður minn, SKARPHÉÐINN ÓSKARSSON frá Haukabrekku, til heimilis á Höfðagötu 9, Stykkishólmi, andaðist aðfaranótt 15. ágúst. Jarðsett verður frá Snóksdalskirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Sigríður Sigurðardóttir. fráfall, fyrst ömmu, og nú afa. Að lokum langar mig að vitna í Rómveijabréfið 6.8. en dóttir mín Ásta Heiða laumaði því til mín og sagði það eiga vel við. „Ef vér erurrtmeð Kristni dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa.“ Auðbjörg Friðgeirsdóttir. Afi minn, Gísli Sigurgeirsson, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 12. ágúst sl. Síðasta ár var búið að vera afa erfitt eftir að amma dó í júní 1993. Heilsu hans hrak- aði dag frá degi eftir það og var hann orðinn alveg rúmliggjandi síðustu vikurnar. Mig langar að þakka afa fyrir þann stuðning og þá hvatningu sem hann veitti mér þegar áhugi minn á hestum vaknaði. Afi minn hafði mjög gaman af að ræða um hesta og hestamennsku. Allt fram til þess síðasta kom glampi í aug- un á afa þegar ég var að segja honum frá reiðtúrunum sem ég hafði farið í . Ein af síðustu ferðum afa út fyrir Reykjavík var þegar við fór- um á hestauppboð saman. Kom hann þá vitinu fyrir undirritaðan, bráðlátan hestaáhugamanninn sem vildi kaupa hest strax. Þótt síðar væri sá ég að ráðleggingar afa voru réttar. Blessuð sé minning hans. Jón Þór Þorleifsson. Þegar bjartir og hlýir hásumar- dagar fara mjúkum höndum um menn og dýr, þá leggur hann Gísli Sigurgeirsson upp í ferðina sem allra bíður. Það er gott að kveðja þegar erfiðir sjúkdómar hafa skap- að lífinu annan farveg en óskað er, og það er gott að kveðja aldur- hniginn, hafandi lifað vammlausu lífi, verið góður mönnum og dýr- um, og eiga hlýhug alls samferðar- fólks við brottör. Þessum fáum línum er ekki ætlað að standa undir því að kall- ast minningarorð. Þetta er kveðja eins af þeim sem þótti vænt um Gísla frá Hausthúsum, sem mér er raunar tamara að kennara við Hömluholt, sem var hans fæðing- arstaður og æskuheimili. Þar óx upp litríkur systkinahópur, vandað fólk og vammlaust, skemmtilegt, með persónulega kímnigáfu. Ungur missti Gísli föður sinn en bjó með móður sinni og systkin- um þar til hann kvæntist ágætis- konu, Auðbjörgu Bjarnadóttur, sem látin er fyrir rúmu ári. Lengst af stóð bú þeirra að Hausthúsum í fæðingarsveit Gísla, en síðustu æviárin voru þau heimilisföst í Reykjavík. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru hið besta fólk. Þessi orð verða ekki miklu fleiri. Þau eru rituð vegna þess að höf- undur þeirra stendur í óbættri þakkarskuld við Gísla, sem og við suma bræður hans aðra. Sú þakk- arskuld verður ekki greidd, aðeins munuð. Hann verður mér ætíð minnisstæður sakir drengskapar og glaðværrar ljúfmennsku. Þessa fögru sumardaga er nær- tækt að hugsa sér Gísla á ferð um einstæðar víðáttur Löngufjara á glæsilegum og kópöldum gæðing- um sínum. Og hann fer mikinn. Kristján Benjamínsson. t Eiginkona mínf móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ELÍN GUÐNADÓTTIR, Blöndubakka 7, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 10. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gestur Bergmann Magnússon, Berglind Gestsdóttir, Víðir Pétursson, Arnór Ármann, Gauti Bergmann. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, AUÐUNN ÞÓR GARÐARSSON, Birkiteigi 30, Keflavík, sem lést í Landspítalanum þann 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Agnes Ármannsdóttir, Sverrir Auðunsson, Garðar Auðunsson, Helga Auðunsdóttir, Aníta Auðunsdóttir, Sigurbjörg Auðunsdóttir, Garðar Brynjólfsson, Helga Auðunsdóttir, Anna G. Garðarsdóttir, Kári Guðmundsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLl SIGURGEIRSSON frá Hausthúsum, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, föstudaginn 19. ágúst, kl. 13.30. Sigurgeir Gíslason, Bjarnheiður Gfsladóttir, Magnús Gíslason, Jóna F. Gísladóttir, Alda S. Gísladóttir, Sigríður Daníelsdóttir, Friðgeir Þorkelsson, Birna Jóhannsdóttir, Sævar Garðarsson, Jóhannes Bekk Ingason, KRIPAtUJÓGA Framhaldsnómskeið fró 29. ágúst til 21. september fyrir alla sem vilja dýpka jógaiðkun sina. Leiðbeinandi: Kristin Norland. JÓGASTÖPIN HEIMSUOS Skeifunni 19, 2. hæð, sími, 889181 (kl. 17-19). Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 57180n barnabörn og barnabarnabörn. Opið sunnudag kl. 13-18. Renault Clio RN '93, rauður, 5 g., ek. 24 þ. km. V. 820 þús. M. Benz 280 GE ’87, grár, sjálfsk., ek*. 147 þ. km., (uppt. vél), álfelgur o.fl. V. 1.980 þús. MMC Galant GTi 16v Dynamic 4x4 ’91, hvítur, 5 g., ek. 55 þ. km., álfelgur, ABS, hleðslujöfnun, 4 hjólastýri o.fl. V. 1750 þús. Honda Civic GL Sport ’90, 5 g., ek. 76 þ. km. V. 750 þús. Peugout 205 GTi 1.9 '89, 5 g., ek. 90 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, álfelgur o.fl.. V. 850 þús. Volvo 740 GL '88, sjálfsk., ek. 55 þ. km. V. 980 þús. Toyota Corolla XLi Liftback ’94, 5 g.t ek. 8 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1.270 þús. Toyota Corolla Si '93, 5 g., ek. 37 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur, þjófavörn o.fl. V. 1.240 þús. Toyota Carina II GLi '91, sjálfsk., m/öllu, ek. aðeins 33 þ. km. V. 1.250 þús. Fiat Uno 455 ’91, 5 d., ek. 33 þ. km., 5 gíra. V. 490 þús. Subaru XT Turbo Sport '86, sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 650 þús. MMC Lancer GLXi hiaðbakur ’91, rauð> ur, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu o.f?. V. 990 þús. Isuzu Rodeo LS V6, '91, grænsans., sjálfsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu, álfelgur, útvarp+geislasp. Vandaður jeppi. V. 2.450 þús. Góð lán. Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, hvítur, g., ek. 83 þ. km. V. 750 þús. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 80 þ. km. V. 650 þús. Einnig MMC Colt GLX '89, ek. 94 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 590 þús. Nissan Sunny Station 4 x 4 '91, 5 g., ek 39 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, dráttar- kúla o.fl. V. 1.100 þús. Toyota Hilux EX Cap Turbo m/húsl '87, 5 g., ek. 70 þ. km., 31" dekk, álfelgur. Toppeintak. V. 890 þús. Peugout 106 XR '92, 5 g., ek. 46 þ. km V. 680 þús. Nissan Sunny station 4x4 '91, 5 g., ek 39 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.100 þús. Honda Prelude EXi ’92, sjálfsk. m/öllu, ek. 55 þ. km. V. 1.950 þús. Toyota Corolla XL '91, 3ja dyra, 5 g., ek 59 þ. km., vökvastýri o.fl. V. 690 þús. staðgr. Nissan Sunny 2000 GTI '92, 5 g., ek. 40 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, ABS o.fl. V. 1.200 þús. Toyota Corolla GTl 16 v '88, reyklaus, toppeintak, ek. 97 þ. km. V. 670 þús. Subaru Justy J-10, '88, 5 g., ek. 78 þús km. V. 420 þús. stgr. Peugout 205 Junior '91, dyra, ek. 35 þ. km. V. 490 þús. Chevrolet Blazer S-10 4.3I '88, sjálfsk. ek. 105 þ. Toppeintak. V. 1480 þús. MMC Lancer GLXi hlaðbakur '92, grá sans, sjálfsk., ek. aðeins 13 þ. km., rafm í öllu o.fl. V. 1180 þús. Cherokee Laredo 4.0L '88, 4 dyra, sjálfsk., ek. 115 þ. km., m/spili o.fl. Top peintak. V. 1550 þús. Fjörug bflaviðskipti! Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.