Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 35
FRETTIR
Arnað heilla
Ævintýraferð
til stuðnings
Sólheimum
BÁTAFÓLKIÐ, Hörður Torfason
og umboðsskrifstofan Rita efna
föstudaginn 26. ágúst til ævintýra-
ferðar til stuðnings Sólheimum í
Grímsnesi í samvinnu við Styrktar-
sjóð Sólheima.
Ferðin hefst kl. 18 á siglingu
með bátafólkinu niður Hvítá frá
Brúarhlöðum að Drumboddsstöð-
um. Eftir siglinguna verður haldið
á Sólheima þar sem snæddur verður
léttur kvöldverður. Að því búnu
verða tónleikar með Herði Torfa-
syni og hefjast þeir kl. 21 í íþrótta-
húsi Sólheima. Þátttökukostnaður
er 5.000 kr. fyrir siglingu, mat og
tónleika.
Allir sem að ævintýraferðinni
koma gefa vinnu sína og fer ágóð-
inn óskiptur til uppbyggingar starf-
seminni á Sólheimum.
-----♦ ♦ ♦----
Fjölskyldu-
dagur í Naut-
hólsvík
FJÖLSKYLDUDAGUR verður
haldinn í Nauthólsvík Iaugardaginn
20. ágúst á vegum Siglingaklúbbs-
ins Sigluness.
Kanóar, kajakar, jullur, árabátar
og litlir seglbátar verða fyrir þá sem
vilja sigla sjálfir og rauðglóandi
grillkol verða í gangi, segir í frétta-
tilkynningu.
Stretsbuxur
kr. 2.900
GUÐLAUG EIRIKSDOTTIR
REYÐARFJARÐARKIRKJA og hið nýja safnaðarheimili.
GUÐLAUG Eiríks-
dóttir, fyrrverandi
húsfreyja á Ormsstöð-
um í Breiðdal, er 100
ára í dag. Guðlaug var
yngst sex barna þeirra
Sigríðar Bjarnadóttur
frá Viðfirði og Eiríks
Jónssonar, bónda á
Hlíð í Lóni og síðar í
Papey.
Eiríkur tók sig upp
frá föðurleifð sinni og
stórbúi á Hlíð og flutt-
ist út í Papey að lækn-
isráði. Heilsu hans
hrakaði þó þar og lézt
hann eftir tveggja ára dvöl í Pa-
pey. Papeyjarárin urðu fjölskyld-
unni á ýmsan hátt örðug sökum
heilsuleysis húsbóndans.
Sigríður amma treystist ekki til
þess að halda búskapnum áfram
að manni sínum látnum og fjöl-
skyldan sundraðist. Uppvaxtarár
þeirra systkina urðu því um margt
á annan veg en vænzt hafði verið.
Öll komust þau til
þposka og urðu hinar
nýtustu manneskjur.
Þótt efnunum væri
ekki fyrir að fara,
hlutu þau systkin
góða menntun. Guð-
laug stundaði nám í
Verzlunarskóla Is-
lands, lærði hannyrð-
ir og var í leikfimis-
tímum. Var m.a. val-
in í stúlknaflokk,
sem fyrst mun hafa
sýnt fimleika
(stúlkna) opinber-
lega í höfuðstaðnum.
Síðan forframaðist hún í kóngs-
ins Kaupmannahöfn og minntist
með ánægju áranna þar. Eftir
heimkoinuna gekk hún að eiga
Brynjólf Guðmundsson frá Þver-
hamri í Breiðdal. Lengst af bjuggu
þau á Ormsstöðum, en hófu bú-
skap á Kambsseli í Geithellnadal.
Brynjólfur lézt 1975 eftir 57 ára
farsælt hjónaband.
Þau eignuðust 5 börn. Guð-
mundur, elztur þeirra systkina,
lézt af slysförum á bezta aldri.
Systurnar Sigríður, Guðný, Gyða
og Guðrún vitja móður sinnar á
þessum merkisdegi.
Guðlaug, föðursystir mín, er
einstaklega elskuleg og viðkunn-
anleg kona, sem ég kynntist þó
ekki fyrr en ég var orðinn rígfull-
orðinn. Mér finnst mikill fengur í
þeim kynnum. Það var gott og
gaman að hitta Guðlaugu að máli,
enda konan viðræðugóð í betra
lagi, margvís og langminnug.
Hún er nú farin að heilsu og
dvelzt á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar
þar sem vel er að henni hlúð.
Ég hygg að frænka mín elsku-
leg þurfi ekki að kvíða þeirri stund,
er hún kemur fyrir hinn æðsta dóm
að leiðarlokum.
Ég sendi henni kærar kveðjur
í tilefni dagsins.
Eiríkur Bjarnason.
Bama- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. júlí sl. í Bú-
staðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Ragnheiður
Sveinsdóttir og Gunnar
Jónsson. Heimili þeirra er
í Eyjabakka 15, Reykja-
vík.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. júlí sl. í Ás-
kirkju af sr. Árna Bergi
Sigurbjörnssyni Ragn-
heiður Gunnarsdóttir og
Jón Örn Sigurðsson.
Heimili þeirra er á
Grandavegi 5, Reykjavík.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. júlí sl. í Bú-
staðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Eygló Arn-
þórsdóttir og Dan M.
Graversen. Heimili þeirra
er í Silkeborg, Danmörku.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. júlí sl. í Frí-
kirkjunni í Reykjavík af
sr. Pálma Matthíassyni
Svanlaug Arnarsdóttir
og Pjetur Pétursson.
Heimili þeirra er í Ana-
polis í Bandaríkjunum.
Vígsluhátíð safnaðarheim-
ilis Reyðarfjarðarkirkju
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. júli sl. í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Dóra M.
Gylfadóttir og Steindór
Einarsson. Heimili þeirra
er í Hvammsgerði 1,
Reykjavík.
Bama- og Qölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. júlí sl. í Hall-
grímskirkju af sr. Karli
Sigurbjörnssyni Margrét
Friðriksdóttir og Bjarni
Asmundsson. Heimili
þeirra er í Háengi 4, Sel-
fossi.
Barna- og Qölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 10. júlí sl. í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði af
sr. Einari Eyjólfssoni Jó-
hanna Jónsdóttir og
Guðmundur Bergmann.
Heimili þeirra er í Denver,
Bandaríkjunum.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 11. júní sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Hjalta
Guðmundssyni Berglind
Magnúsdóttir og Ægir
Óskar Hallgrímsson.
Heimili þeirra er á Bú-
staðabraut 3, Vestmanna-
eyjum.
Ijjósm. Myndasmiðjan, Akr.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 9. júli sl. í Akranes-
kirkju af sr. Birni Jónssyni
Guðrún Vignisdóttir og
Jón Hákon Vilbergsson.
Heimili þeirra er á Mána-
braut 5, Akranesi.
SAFNAÐARHEIMILI Reyðarfjarð-
arkirkju verður vígt sunnudaginn
21. ágúst nk.
Hátíðarguðsþjónusta verður í
Reyðarfjarðarkirkju kl. 14 þar sem
biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur
Skúlason, predikar. Kór Reyðar-
fjarðarkirkju syngur við undirleik
Ágústs Ármanns Þorlákssonar,
organista, ásamt þeim Stefáni Hös-
kuldssyni, flautuleikara og Öldu
Ingibergsdóttur, sópransöngkonu.
Sóknarpresturinn, sr. Davíð Bald-
ursson, þjónar fyrir altari ásamt
prófastinum, sr. Þorleifi Kjartani
Kristmundssyni.
Að messu lokinni verður gengið
til safnaðarheimilisins og það helg-
að. Síðan býður sóknarnefndin til
kaffisamsætis. Þar munu m.a.
koma fram Stefán Höskuldsson og
faðir hans, Höskuldur Stefánsson,
sem leika mun á píanó og Alda
Ingibergsdóttir sem syngja mun við
undirleik Ágústs Ármanns Þorláks-
sonar. Einnig verður flutt ágrip af
byggingarsögu heimilisins.
Barna- og Qölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. júlí sl. í Selfoss-
kirkju af sr. Sigurði Sig-
urðssyni Inga Þórunn
Karlsdóttir og Valdimar
Einarsson. Heimili þeirra
er í Kaupmannahöfn.
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
kl. 11 - 16
ATHYGLISVERÐUR
NÝR PEUGEOT 405
Nýbýlavegi 12, sími 44433.
Á STÓRSÝNINGU UM HELGINA.
PEUGEOT