Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
EKTA SVSITABCLL Á MCLINKI Á HCTEL ÍSLANCI LAUCABDACSKVCLD
iFánar, ein Vinsælastai
kráarhljömsvei* landsins
°9
íhljómsveitin Brimkló
ásamt
, i
BjörgvinHalldórsson
r Húsið öpnaá ítK 22.
; Verð aðeins kr. 500
hótt:i, ^land
Sími 687111.
Smiójuvegi 14 (rauð gata)
í Kópavogi, sími: 87 70 99 *
Hressileg :
danstónlist
Stefán Jökulsson og .
Arna Þorsteinsdóttir
•
halda uppi galastuöifram á •
nótt fóstudag og taugardag. *
Stórt bardamgólf.
Matur fyrir hópa.
Sá stóri á aöeins 350 kr!
*
Enginn aðgangseyrir.
% *
ÍDAG
BRIDS
Umsjón (iuóm. Páll
Arnarson
Eftir þijár lotur í bikar-
leik Tryggingamiðstöðvar-
innar og Hjólbarðahallar-
innar hafði sveit TM náð
32ja IMPa forskoti. Sem er
vænleg staða þegar aðeins
10 spilum er ólokið. En leik-
urinn var ekki búinn. Liðs-
menn Hjólbarðahallarinnar
söxuðu markvisst á forskot-
ið og þegar einu spili var
ólokið átti TM aðeins
4IMPa til góða. Síðasta
spilið leit þannig út:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
, ♦ 107654
¥ DG32
♦ ÁD4
♦ 5
Vestur Austur
♦ 3 ♦ ÁG
¥ 10864 IIIIH ¥ ÁK975
♦ G1053 111111 ♦ K987
♦ G863 4 102
Suður
4 KD982
¥ -
♦ 62
4 ÁKD974
Sex spaðar eru borð-
leggjandi í norður, en tap-
ast í suður með tígli út.
Hjalti Elíasson og Oddur
Hjaltason í sveit HH komu
samningnum í rétta hönd,
en létu geimið duga. Þeir
sögðu þannig á móti Sig-
tryggi Sigurðssyni og
Braga Haukssyni:
Vcstur Norður Austur Suður
B.H. O.H. S.S. H.E.
- Pass 1 hjarta 2 hjörtu*
Pass 4 spaðar Altir pass
* Ajn.k. 5-51 spaða og láglit
Hinum megin var meira
íjör í sögnum. Þar sátu
Hrólfur Hjaltason og Sigurð-
ur Sverrisson í NS gegn Jóni
Hjaltasyni og Jóni Inga
Bjömssyni:
Vestur Norður Austur Suður
J.H. H.H. J.I.B. S.S.
- Pass 1 hjarta 2 lauf
3 hjörtu Pass Pass 4 spaðar
Pass Pass 6 spaðar! Pass Dobl Pass
Dobl á slemmu þjónar iðu-
lega þeim tilgangi að leið-
beina makker í útspilinu, en
líklega hefur viðskiptasjón-
armið ráðið dobli Jóns Inga
í þetta sinn. Hann hreinlega
trúði því ekki að slemman
gæti unnist og vissi jafh-
framt að hann fengi ekki
fleiri tækifæri til að skora.
Án doblsins hefði Jón Hjalta-
son mjög sennilega spilað út
tígli (ekki virðist Hrólfur ótt-
ast að vömin geti tekið
marga hjartaslagi), en eftir
doblið taldi hann víst að
mekker væri með eyðu í laufi
og kom þar út. Sigurður
vann því slemmuna og
Tryggingamiðstöðin leikinn.
Farsi
22/5
UAtíbLA CS/coolthaixt
O 1992 Farcus Cartoons
„AUJr íesrv sam/yktja. eá sk/jotet þessx
'ðnd, rerttö upp hfrtoi."
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Ein fögur eik...
SIGURSTEINN hringdi
frá Selfossi og sagði að
kvæðið „Ein fögur eik hjá
fossi stóð, sem féil af
bergi háu,“ sé eftir Pál
J. Árdal. Hann sjálfur
hefur áhuga á því að fá
upplýsingar um eftirfar-
andi þulu, sem era sam-
antvinnaðar kvenkenn-
ingar og hann heldur að
sé bónorðsbréf:
Hrannar sunna spök
spöng,
spila vil ég þér söng,
svo styttast mætti stund
löng,
stefja, vefja, ...
Ef einhver getur gefið
upplýsingar vinsamlega
hafíð samband við Sigur-
stein í síma 98-22435.
Tapað/fundið
Regnhlífarkerra
og úr töpuðust
BLÁ regnhlífarkerra tap-
aðist á Reykjavíkursvæð-
inu í júní sl. Einnig tapað-
ist gyllt kvenúr á ljós-
brúnni leðuról á Laugar-
vatni í júlílok. Hafi ein-
hver fundið þessa muni
er hann vinsamlega beð-
inn að hringja í síma
658856 eða 43468.
Týnt reiðhjól
DÖKKFJÓLUBLÁTT
reiðhjól af gerðinni
Mongoose IBOC Comp
varf úr Melbænum aðfar-
amótt 17. ágúst sl. Á
hjólinu er fjöldi aukabún-
aðar, s.s. svartur böggla-
beri, svört bretti, tvær
brúsafestingar og hliðar-
stýri. Tjónið er tilfmnan-
legt fyrir eigandann.
Skiivís finnandi vinsam-
lega hafi samband við
Halldór í hs. 76180, vs.
624320, eða Lilju í hs.
37069.
Drengjajakki
tapaðist
GRÆN mittisúlpa með
rennilás, merkt Kristni
Páli og símanúmeri, tap-
aðist úr fatahengi á
Kjarvalsstöðum í sl. viku.
Upplýsingar í síma
10384 eða að honum
verði skilað aftur í fata-
hengið á Kjarvalsstöð-
um.
Jakki tapaðist
ELDRAUÐUR jakki úr
goretexefni tapaðist á
leiðinni frá sjónvarps-
húsinu á Laugavegi og
niður í Laugadal sl.
mánudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
46779.
Myndavél tapaðist
á Siglufirði
SJÁLFVIRK Canon-
myndavél í svartri tösku
tapaðist á Siglufirði um
verslunarmannahelgina.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 94-3436.
Gæludýr
Læða í óskilum
ÞESSI læða er í óskilum.
Upplýsingar í símum
672909 milli kl. 10 og
12, og í símum 658350
eða 76777.
Köttur í óskilum
KÖTTURINN á mynd-
inni fannst á Laugavegi
aðfaramótt 6. maí sl.
Hann er grár og hvítur,
ómerktur og ógeltur,
blíður og góður. Gefi eig-
andi sig ekki fram í síma
10539 eða í Kattholti,
verður kötturinn gefinn
einhveijum dýravinum.
Víkveiji skrifar...
Fátt er jafnpirrandi og þegar
opinberar stofnanir eru stað-
ráðnar í eiga síðasta orðið, hvað
sem tautar og raular, þegar þær
verða fyrir opinberri gagmýni. Fáar
opinberar stofnanir gangajafnlangt
í þeim efnum og Póstur og sími,
sem eru með sérstakan starfsmann
á fullum launum, við að reyna að
bæta heldur lúna ímynd þessa ein-
okunarfyrirtækis og matreiða „sinn
sannleika“ ofan í almenning, með
hverskyns áróðri og innrætingu.
Þannig fóru skrif Víkveija nú fyrir
skömmu svo fyrir bijóstið á blaða-
og upplýsingafulltrúa stofnunarinn-
ar, að hann sá sig knúinn til þess
að rita Víkverja sérstakt bréf, þar
sem hann sennilega taldi sig vera
að leiðrétta rangfærslur Víkveija.
xxx
*
Ihveiju voru svo leiðréttingamar
fólgnar? Jú, Víkveiji hafði leyft
sér að nefna eina gjaldtöku stofnun-
arinnar geymslugjald, sem hvergi
fyrirfinnst í orðaforða þeirra hjá
Pósti og síma. Gjaldið sagði Vík-
veiji vera 5 þúsund krónur fyrir að
leggja símanúmer sitt inn hjá stofn-
uninni og geyma í eitt ár. Blaðafull-
trúinn bregst ókvæða við og segir
ekkert slíkt gjald vera til hjá stofn-
uninni. Hið rétta sé, að þeir sem
ekki þurfi að nota síma sinn um
hríð, eigi þess kost að leggja númer-
ið inn. Fyrir þessa þjónustu greiði
þeir 1.382 krónur ársfjórðungslega!
Hvern telur blaðafulltrúinn að hann
sé að blekkja með þessum fáránlega
talnaleik? Heldur hann virkilega að
lesendur Morgunblaðsins séu svo
skyni skroppnir, að þeir geti ekki
margfaldað 1.382 með flórum og
fengið út 5.528? Víkveiji var því
Pósti og síma heldur hagstæður,
er hann sagði geymslugjaldið, sem
vel að merkja, er ekki til hjá Pósti
og síma, vera 5.000 krónur. Hvort
gjaldtakan, fyrir nákvæmlega ekki
neitt, upp á 5.528 krónur á ári
heitir geymslugjald eða ekki, er
bita munur en ekki fjár.
XXX
Annar samanburður á verði hjá
blaðafulltrúanum var álíka
mikið út í hött og ofangreint dæmi.
Blaðafulltrúinn ætti að kynna sér
verðlagningu á þjónustu símafyrir-
tækja í Bandaríkjunum, áður en
hann slengir fram stæðhæfingu um
það hversu ódýr þjónusta einokun:
arfyrirtækisins Pósts og síma er. í
Bandaríkjunum ríkir raunveruleg
samkeppni símafyrirtækja um við-
skiptavinina. Þar er boðið upp á
umtalsvert meiri þjónustu, fyrir
umtalsvert lægra verð en hér ríkir,
enda hart barist um hvern kúnna.
Að þessu mættu þeir Pósts og síma-
menn fara að huga og undirbúa sig
fyrir raunverulega samkeppni, því
ekki verður betur séð en einokunar-
skjól hins opinbera á þessu sviði
fari að bresta, hvenær sem er úr
þessu. Víkveiji er þeirrar skoðunar
að starfskröftum blaðafulltrúans,
sem er jú á launum hjá Víkveija,
eins og öðrum skattgreiðendum
þessa lands, væri betur varið í slíka
undirbúnings- og kynningarstarf-
semi, en að standa í innihaldslausu
orðaskaki, einungis vegna þess að
einhveijir dirfast að gagnrýna óhóf-
lega gjaldtöku Pósts og síma.