Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 39 ÍDAG skák Umsjön Margcir Pctursson ÞESSI staða kom upp í fyrstu umferð á opna al- þjóðlega mótinu í Gausdal í Noregi um daginn. Mort- en Henriksen (2.165), Noregi, var með hvítt en Davíð Bronstein (2.440), Rússlandi, hafði svart og átti leik. sjá stöðumynd 29. - Bg4! (Bronstein átti annan laglegan leik í fórum sínum, 29. - Hxe4!, en sá sem hann valdi er tvímæla- laust lúmskari. Norðmaður- inn leikur sig nú beint J glæsilegt mát, en staðan ■ b e d • I s h var töpuð.) 30. fxg4 - Dxh2+!, 31. Kxh2 - Hf2++, 32. Kh3 - Hh2 mát! Bronstein stóð sig vel á mótinu, hlaut 6 v. af 9 mögulegum, og var í topp- baráttunni allt mótið. Héð- inn Steingrímsson og Þröst- ur Þórhallsson hlutu einnig 6 v. og Héðinn tryggði sér þar með titil alþjóðlegs meistara. Pennavinir ÁTJÁN ára þýskur piltur með margvísleg áhuga- mál: Thomas Stuckert, Lessingstrasse 13, D-64407, FR-Crumbach, Germany. ÁTJÁN ára Tanzaníupilt- ur með áhuga á tónlist, kvikmyndum, fótbolta og körfubolta: Kilian Kamota, Mawenzi Sec. School, Box 478, Kilimanjaro, Tanzania, LEIÐRÉTT Rangt heimilisfang GEFIÐ var upp rangt heimilisfang Sportleigunn- ar á Neytendasíðu blaðsins í fyrradag. Hið rétta heim- ilisfang Sportleigunnar er Vatnsmýrarvegur 9. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Leiðrétting frá Skatt- stjóranum SKATTSTJÓRINN í Reykjavík óskar eftir að koma eftirfarandi leiðrétt- ingu á framfæri vegna veittra upplýsinga sem unnar voru upp úr álagn- ingarskrá 1994. Eftirtaldir aðilar falli niður úr upp- talningu hæstu greiðenda eignarskatts og sérstaks eignarskatts í Reykjavík: 14. Iðunn L. Ólafsdóttir, Frostafold 36, 15. Einar Þ. Bjamason, Frostafold 36. Um er að ræða misritun við frumvinnslu álagn- ingarinnar og eru viðkom- andi beðnir velvirðingar. Um gjaldtöku banka I frásögn á neytendasíðu í gær um gjaldtöku banka fyrir að skipta 5 punda ávísun og leggja hana inn á bók eða gjaldeyrisreikn- ing var sagt að upphæðin sem Búnaðarbanki tæki fyrir væri 192 kr. en rétt mun upphæðin vera 168 kr. Fyrir þjónustunsa er föst upphæð’ 165 kr. og síðan 0,5% af upphæðinni. Leiðréttist þetta hér með. ÁRA afmæli. í dag, 19. ágúst, er áttatíu og fimm ára Elías Kr. Kristjánsson, fyrrverandi bifvélavirki og vörubílstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði. ÁRA afmæli. í dag, 19. ágúst, er áttræð Iljálmfríður Guðmunds- dóttir, Silfurgötu 8a, Isafirði. Eiginmaður henn- ar, Sigtryggur Jörunds- son, varð 85 ára 5. þ.m. Þau taka á móti gestum í sumarhúsi Orkubús Vest- íjarða í Engidal frá kl. 16-19 í dag. Ljósm.st. Hfj./íris BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. júlí sl. í Víði- staðakirkju af sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur Unnur Jenný Jónsdóttir og Sig- urður Kjartansson. Heim- ili þeirra er í Gnoðarvogi 74, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júlí sl. í Lága- fellskirkju af sr. Jóni Þor- steinssyni Lone Kastberg Rebsdorf og Páll Melsted Ríkharðsson, til heimitis í Árósum, Danmörku. Með morgunkaffinu Ást er . . . að vera rétta mann- eskjan fyrir aðra manneskju. TM Reg. U.S Pal Ofl —all rights rasarved ® 1994 Los Angoles Times Syndicaie HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ cflir Franccs Drakc LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú hef- uráhuga á umbótum ogmann- úðarmálum og vinnur vel fyrir góðan málstað. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Smávegis ágreiningur getur komið upp milli vina snemma dags, en úr rætist og í kvöld átt þú góðar stundir með fjöl- skyldunni. NdUt (20. apríl - 20. maí) Þótt illa gangi að finna lausn á erfiðu verkefni ratar þú réttu leiðina áður en degi lýkur og hefur ástæðu til að fagna í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Sláðu ekki slöku við i vinnunni í dag og varastu misskilning. í kvöld berast þér góðar frétt- ir varðandi fyrirhugað ferða- lag. _____________________ Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þú hefur tilhneigingu til að eyða of miklu við innkaupin í dag. Þú ættir að halda þig heima og ef til vill bjóða heim gestum. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Auðleystur misskilningur get- ur komið upp milli ástvina ár- degis. Þegar kvöldar væri við hæfi að fara út að skemmta sér saman. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú vilt vanda vel það sem þú gerir og sættir þig ekki við hálfkarað verk. I dag getur þú glaðst yfir góðum árangri. Vog (23. sept. - 22. október) Eitthvað gerir þér gramt í geði í vinnunni árdegis, en dagurinn verður engu að sfður góður og kvöldið ánægjulegt í vinahópi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ættir ekki að vanmeta erfið- leikana við lausn verkefnis heima. Leitaðu ráða hjá sér- fræðingum. Ástvinir eiga sam- an gott kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú verður að hafa augun opin í vinnunni í dag og eiga góð samskipti við vinnufélaga. Sumir eignast nýjan ástvin i kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kemur vel fyrir í vinnunni og getur átt von á viðurkenn- ingu. Farðu varlega í útgjöldin, því safnast þegar saman kem- ur. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Gerðu þér ekki of háar hug- myndir varðandi viðskipti, og farðu að engu óðslega. Þér gæti verið boðið í spennandi ferðalag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Á!—- Orðrómur sem þú heyrir á ekki við rök að styðjast. Ást- vinir kjósa frekar að vera útaf fyrir sig í kvöld en að umgang- ast aðra. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalcgra stað- reynda. Á HELGARTILB0Ð í NÓATÚNI NÝTT F0LALDAKJÖT: | Folalda snitzel Folalda gúllash 699 pr.kg. 799 pr.kg. Reykt folaldakjöt 359 pr.kg. Saltað folaldakjöt 339 pr.kg. Hrossabjúgu 398 pr.kg. Lamba Svínabógar grillsneiðar 475r 599.- Lambalifur Lambahjörtu 159r 159 pr.kg. Nýreyktur lax Nýr lundi hamflettur NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456 Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.