Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 8

Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkissljómarfundur um fiáriagageröina í dag: Þið verðið að finna einhveija aðra fjáröflunarleið. Höfðinginn mikli segir nei rétt einu sinni . . . Náekki 1600 löxum VEIÐI er lokið í Þverá, en Kjarrá er opin til 10. september, eins og Norðurá þar sem veitt er með sex stöngum fram á helgi. Veiðin glæddist nokkuð við veðrabreyt- inguna. Þannig veiddust 25 laxar á stangimar sex fímm fyrstu dag- ana í framlengingunni í Norðurá. Topparnir Útlit er fyrir að litlu muni á Norðurá og Þverá. Jón Ólafsson einn leigutaka Þverár og Kjarrár sagði að veiðin væri mjög nærri veiði í fyrra, eða um 1550 fiskar. Áþekk veiði er komin úr Norðurá, en hún hefur haft nauma forystu á Þverá seinni hluta sumars. 1400 úr Rangánum Um 1400 laxar eru komnir á SYSTURNAR Snædís og Ásdís glímdu saman við þennan fallega lax sem tók fluguna Black Brahan nr. 12 í Eyrarhyl í Gljúfurá fyrir skömmu. land úr Rangánum. Þar stendur laxveiðin til loka september. Veiði hefur gengið vel, aðallega þó í Ytri Rangá og fiskur verið að ganga fram á síðustu daga. Vel er hægt að gera sér í hugarlund að þetta svæði endi með mestu heildarveiðina á þessu sumri. Grímsá við toppinn Nærri 1400 laxar eru einnig komnir úr Grímsá í Borgarfirði og þar er veitt til 20. september. Þar hefur verið að veiðast nýrunninn lax á neðstu svæðum að undan- fömu, enda gengur lax að öllu jöfnu mun seinna í Grímsá heldur en nágrannaárnar Þverá og Norð- urá. Hér og þar Vopnafjarðarárnar hafa verið á misjöfnu róli, meðalveiði er nú að nást úr Vesturdalsá, hún er komin yfir 200 laxa. Hofsá er með 800-900 laxa, en Selá nærri 700. Nálægt 800 laxar hafa nú veiðst í Laxá í Leirársveit. Við leitum að frumlegasta myndefninu í lit. Kynntu þér reglurnar hjá okkur og taktu þátt í spennandi samkeppni. Skilafresturertil 20. september nk. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 681665 %m Landsþingi sveitarfélaga lokið Sveitarfélög á tímamótum Landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið var á Akureyri, lauk á föstudag. Á þinginu sátu rúmlega 200 fulltrú- ar frá ölium sveitarfélög- um, en þau eru nú 171 talsins og hefur fækkað um rúmlega 50 á seinustu 12 árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var endur- kjörinn formaður Sam- bands íslenskra sveitar- félaga á þinginu. Kveðst hann sjá þá þróun fyrir sér að sveitarfélögum muni fækka og þau stækka enn frekar á næstu árum, sem gera muni þau hæfari til að takast á við þau verkefni sem þeim er falið. Vil- hjálmur segir sveitarfé- lögin standa nú á miklum tímamótum og kveðst vera afar ánægður með störf landsþingsins að þessu sinni, og hafi öll aðstaða og aðbúnaður á Akureyri verið til fyrirmyndar. „Þingið ályktaði í mjög mörgum mikilvægum málum og þar af rísa þijú einna hæst,“ segir Vilhjálm- ur. „í fyrsta lagi var ályktað um yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grunnskóla og meðal sveitarstjórnarmanna var algjör samstaða um að sveitarfé- lögunum væri falið að fullu rekst- ur grunnskólanna. Landsþingið setti þó skýra fyrirvara um þessa afstöðu, í fyrsta lagi að fullt sam- komulag næðist á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi verkefna- flutninginn og tekjustofnaflutning til sveitarfélaga til að mæta aukn- um verkefnum. í því sambandi var þingjð á þeirri skoðun að glöggva þyrfti sig vel á þeim kostnaði sem ríkið hefur af verkefninu nú og einnig sé mikilvægt að áætla þann kostnað sem felst í því að núgild- andi grunnskólalög komi að fullu til framkvæmda, til þess að grunn- skólanám allra barna í landinu verði tryggt. Hið sama á vitaskuld við ef ný grunnskólalög verða samþykkt. 1 öðru lagi var rætt um nauðsyn þess að fínna lausn á vanda þeirra sveitarfélaga sem yfirtaka hlutfallslega háan grunn- skólakostnað miðað við tekjur þeirra. Við gerum ráð fyrir þvi að vandanum verði mætt með jöfnun- araðgerðum í gegnum Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. í þriðja lagi þá var sá varnagli sleginn að fullt samkomulag næðist milli ríkis, sveitarfélaga og stétt- ___________ arfélaga kennara um kjara- og réttindamái kennara, þar á meðal meðferð lífeyrisrétt- inda. Við leggjum mikla áherslu á að þessi atriði verði komin á hreint fyrir áramót, þannig að yfirtaka sveitarfélag- anna geti átt sér stað á þeim tíma sem að er stefnt. “ Annað mikilvægasta málefni þingsins að sögn Vilhjálms var ályktun um sameiningu sveitarfé- laga. Þingfulltrúar voru sammála um að sú umræða sem fram fór í tengslum við kosningar um sam- einingu sveitarfélaga, hafi varpað nýju ijósi á mikilvægi sveitarfélag- anna, hlutverk þeirra og stöðu. „Þingið var líka sammála um að ljóst væri að stuðningur sveitar- stjórnarmanna og annarra íbúa við að stækka og efla sveitarféiög- in og auka völd þeirra, hefði vax- ið á undanförnum árum. Niður- staða þingsins, án þess að um hana væri nokkur ágreiningur, var sú að leggjast gegn því að samein- ing sveitarfélaga verði fram- kvæmd með því að hækka lág- marks íbúatölu sveitarfélaga með Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ► Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er fæddur 1946 í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1968 og lögfræðiprófi frá HÍ sex árum síðar. Vilhjálmur var framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík 1974 til 1978, framkvæmda- stjóri SUS 1971 til 1973, fram- kvæmdastjóri Samtaka áhuga- fólks um áfengisvarnir 1978 til 1984, borgarfulltrúi frá 1982 og borgarráðsmaður frá 1986, í stjórn Landsvirkjunar frá 1991 og verið formaður Þróun- arfélags Reykjavíkur frá 1990. Sveitarfélög fækki og stækki lagasetningu. Ef löggjafarvaldið reyndi slíkt væri stigið skref aftur á bak og það lýðræðislega ferli ruglað sem málið er í nú. Það ferli kann að vera seinfarnara en skilar meiri árangri tii lengri tíma.“ Jafnframt gerði þingið ályktun um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga varðandi endurskoðun á reglum sjóðsins. Þingið ályktaði ennfrem- ur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og taldi þörf á að komið yrði á fót sérstakri samn- inganefnd ríkis og sveitarfélaga til að vinna að flutningi verkefna. Þingið ályktaði ennfremur að ekki verði framhald á greiðslum sveit- arfélaga til atvinnuleysistrygging- arsjóðs á næsta ári, og er vísað í samkomulag milli ríkis og sveitar- félaga frá desember síðastliðnum þar að lútandi. Einnig var að lokum ályktað um fjárvöntun Inn- heimtustofnunar sveit- arfélaga, en nú stefnir í sama vandamál með innheimtu meðlaga á þessu ári og því sein- asta, að ekki innheimt- ist um 550 milljónir kr. í slíku tilviki kveða lögin á um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé ábyrgur fyrir greiðslum. Áður en meðlagið hækkaði um 36% námu vangoldin meðlög um 250-300 miiljónum kr. Við sömd- um um það í fyrra að Jöfnunar- sjóðurinn greiddi 300 milljónir til að hann gæti áfram rækt sitt lög- bundna hlutverk. Hækkun með- lagsskulda ber það með sér að æ fleiri greiðendur geta ekki borgað, sem er þróun sem stafar fyrst og fremst af hækkun meðlagsins á sama tíma og bamabætur voru lækkaðar. Málið er mjög alvar- legt, og Jöfnunarsjóðurinn getur ekki rækt sitt hlutverk ef honum er ætlað að borga þessar 550 millj- ónir. Við teljum að ríkisstjórnin beri ábyrgð á þessum verknaði, sem var og viðurkennt með sam- komulaginu sem gert var í desem- ber, en ekki er búið að ganga frá málinu vegna þessa árs.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.