Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 48

Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGLBNGAR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR • BORGARSTJORI Erfítt en ögrandi HÚN ER fyrsta konan sem gegnir embætti borgarstjóra í Reykjavík og að hennar mati er skemmti- legt, spennandi og ögrandi að ganga í gegnum tímabil eins og unglingsárin, þar sem reynir verulega á mann. En það er auðvitað erfitt. Ég var svolítið seinþroska og var því ekk- ert þjökuð af unglinga- veikinni snemma, tók hana út þegar ég var orðin eldri og þroskaðri og átti kannski þar af leiðandi auðveldara með að takast á við hana. Þó að mér hafí ekki fundist það þá, þá var það efalaust ákveðin , blessun fyrir mig sem unglingsstelpu að ég var ekki ein af skvísun- um ef svo má segja. Útlitið stóð ekki undir því. Þess vegna lagði ég meiri rækt við að þroska aðra þætti en útlitið og var ekki jafn upptekin „ af því og ella hefði orð- ið. Ég held að það geti verið unglingsstelpum ákveðin áþján, ef þær / .eru mjög eftirsóttar fyr- ir útlit sitt og allt snýst í kring um það. Ég held að ég hafi líka verið nokkuð ábyrgðarfull sem kannski stafar af því að ég er yngst af mínum systkynum, sú fimmta í röðinni og pabbi og mamma komin í nokk- uð góða þjálfun í að fást við unglinga. Þau treystu mér alltaf alveg fullkonlega. Ég held þeim hafi aldrei dottið annað í hug og þar af leiðandi datt mér ekki annað í hug en að reyna að standa undir því trausti. En engu að síður var ég auðvitað í minni klíku og hékk í Teitssjoppu við Vogaskóla sem var helsti og eini samkomustaður unglinga í hverfinu. Þegar ég var í landsprófi var ég ansi iðin við það og það mátti ekki miklu muna að ég næði ekki landsprófinu fyrir JXvikið. En það hafðist nú allt saman og mér gekk svona almennt vel í skóla. Auðvitað var maður fullur af komplexum á þessum árum. Þó að það sé ákveðin lausn að þurfa ekki að gera út á útlit sitt, eða að allt snúist um útlit manns, þá er það auðvit- að talsvert vandamál fyrir stelpu að vera seinþroska og ekkert yfírmáta sæt, eins og sagt er. Það er gerð svo sterk krafa til stelpna um að vera sætar. Svo var ég líka með skakk- ar tennur sem gerði málið ekki einfaldara. En ég lagði þá bara meiri rækt við aðra hluti og gekkst kannski svolítið upp í því að standast strákum snún- ing á ýmsum sviðum. Þetta setti mann í ákveðna sam- keppni við þá í stað þess að . vera alltaf að þóknast þeim. Ég hafði líka nokkuð gott sjálfstraust. Svona ungl- ingakomplexar geta auðveldlega leitt mann í það að vilja ekki láta á sér bera af því maður sé svo ófullkominn og ómögulegur en ég var alltaf svolítið dugleg við að sparka í rassinn á sjálfri mér og ýta mér áfram frekar en að draga mig inn í skel. Þar hjálp- aði eðlislæg frekja mér. Ég var aldrei neitt sérstaklega ákveðin í því hvað ég ætlaði að læra, eða verða þegar ég yrði stór. En ég var samt alltaf ákveðin í því að „verða eitthvað", að ná mér í ein- hvetja framhaldsmenntun. Lengi vel var ég 'með þá hugmynd að verða leikari, en ég hafði líka alltaf mikinn áhuga á pólitík og hafði alltaf bak við eyrað þá hugmynd að kannski færi ég í pólitík síðar meir. Ég hafði mjög gaman af að tala um póli- tík, enda var mikið talað um pólitík heima hjá mér og þar vandist ég því líka að það þótti alveg eðlilegt að ég hefði skoðanir og gæti sett þær fram. Þó þær væru kannski ekki alltaf taldar nógu skynsamlegar, þá voru þær jafn gildar og hvetjar aðrar. Þann- ig að ég minnist þess ekki að það hafi verið talað niður til mín, að ég væri of ung og hefði ekkert vit á þessu. Svo var maður auðvitað líka uppfullur af réttlætiskennd. Mér fannst óréttlætið í heiminum svo mikið að það raunverulega snart mig tilfinningalega og mig langaði að breyta því, langaði að hafa áhrif. Sumir kunningjar mínir og vinir höfðu áhuga á þessu líka, en aðrir höfðu engan áhuga og það átti ég voðalega erfitt með að skilja. Mér fannst blasa við hvað óréttlætið væri mikið og hvað við yrðum að láta það til okkar taka. Ég hafði því ekki mikla þolinmæði gagnvart þeim sem var alveg sama um pólitík og það sem var að gerast. Mér fannst þetta mjög erfiður tími. Það er svo óskaplega margt að ger- ast með mann á unglings- árunum. Maður er að breytast svo mikið líkam- lega, taka út vöxt og þroska. Unglingar eru oft ekki annað en hormóna- búnt og verða þar af leiðandi svo óútreiknan- legir. Ég held að það hljóti að hafa áhrif á sálarlífið, þessar miklu breytingar sem maður gengur í gegnum. Al- veg eins og maður sér hjá eldra fólki sem gengur í gegnum breyt- ingarskeiðið. Það hefur veruleg áhrif á sálarlíf og andlega líðan fólks og þetta gerist auðvit- að líka með unglingana. Það er bara eðlilegt og það þarf að horfast í augu við það. Þetta getur maður séð núna en sá auðvitað ekki þá. Það var líka svo margt sem manni fannst maður ekki getað talað um við l/" neinn og var bara einn með sjálfum sér. Manni fannst þetta svo vitlausar o sérkennilegar hugmyndir sem maður haf um sjálfan sig, lífið og tilveruna að þs væri ekki hægt að bera þær á borð fyr neinn. Þó ég geri góðlátlegt grín að því e ég hafi tekið út þroska seint, þá er auðvitað erfitt að vera sein- þroska unglingur. Það er erfitt að vera minnstur af öllum og líkamlega óþroskað- ur þegar allar hinar stelpurnar eru að fá brjóst og verða þroskaðar konur. Og þó maður beini þvi í aðra farvegi og leggi meiri rækt við að taka út tilfinningalegan og vits- munalegan þroska, þá er þetta samt erfitt. En það er sjálfsagt alveg jafn erfitt að þrosk- ast of fljót eins og of seint. Það er svo sterk krafa í unglingaheiminum um að þú sér meðalmanneskja. Að þú sért hvorki of stór né of lítil, hvorki of feit né of mjó, hvorki með of stór bijóst né of lítil ... Þú þarf að falla inn í einhvert meðalgildi sem enginn getur uppfyllt. Þannig að mér fannst þetta mjög erfiður tími og ég vildi ekki þurfa að ganga í gegn um hann aftur. En um leið auðvitað mjög skemmtilegur, spennandi og ögrandi eins og kannski allir tímar eru sem reyna á mann. Þegar maður tekst á við sjálf- an sig þá er það auðvitað eftir á að hyggja mjög spennandi og umfram allt lærdóms- ríkt, hvort sem maður er unglingur eða full- orðin manneskja. Hvernig eru strákar? Inga María Forvitnir, uppáþrengjandi, tískufyrirbæri, töffarar, leiðinlegir (sumir), pirrandi en samt sætir og skemmtilegir. Hvernig eru stelpur? Jón Ólafur Furðulegar, ágætar, erfitt að eiga við þær, en þær geta líka verið skemmtilegar, alveg meiriháttar. ALGJORSTEYPA STJÖRHUR <5 ST ÚE FISÍCAR Dularfullur vírus lit- ar hálft andlitið svart JOSHUA Braxton er sýktur af mjög ein- kennilegum vírus sem veldur því að hann lít- ur út eins og trúður, með annan helming andlitsins svartan og hinn helminginn hvít- an ... Það er að gera hann bijálaðan! „Það er miklu frekar skömmin en að það sé sársakafullt," segir Joshua sem hefur ferðast land úr landi í leit að lækningu. Eins og trúður „Læknar hafa ekki hug- mynd um hvernig ég get fengið minn eðlilega húðlit aftur. Einn notaði klórbakstra til að bleikja þann helming sem er svartur, en þeir brenndu á mér húðina og ég var rauð- ur og hvítur á tímabili. Þegar ég segi hvít- ur er ég ekki að tala um hvítan húðlit heldur eins og hvitur andlitsfarði." Fómarlambið er þrjátíu og níu ára amall maður frá Minneapolis. Hann 'ktist af þessum dularfulla vírus :gar hann var á ferðalagi í Mexíkó. Þótt undarlegt megi virðast nær lit- nn aðeins niður að hálsi. Joshua við- ennir að hafa dmkkið vatnið og ... .nat á veitingastöðum, en læknar geta ekki rakið vímsinn til neinnar fæðuteg- undar. „Ég hef reynt að Iáta mér vaxa skegg til að fela eins mikið af andlitinu og mögu- legt er, en skeggið öðm megin á andlitinu er hvítt og hinum megin er svart,“ segir Joshua sem er byggingaverkamaður. í lagi á veturna „Seinna reyndi ég að nota þykkt lag af LÆKNARNIR eru ráðþrota. Óvíst er að Joshua nái aftur sínum rétta húðlit. leikarafarða en ég dró ekki síður að mér athygli með hann. Þessi fáránlegi víms hefur kostað mig bæði kæmstuna og vinnuna. Jafn- vel hundurinn minn er hættur að láta vel að mér.“ Joshua finnst hann vera algert frík og er eins lítið útivið og hann mögulega getur. Þetta var ekki jafn slæmt í vetur. Þá huldi Joshua andlit sitt með skíðagrímu og sinnti sínum málum. Þar sem hefðbundnar lækningar hafa ekki getað hjálpað Joshua hefur hann leitað á önnur mið. Nú þegar hefur hann leitað til nomar og reikimeistara og á pantaðan tíma nú í september hjá vúdúlækni. Úr vikuritinu The Sun. Það er spurnirtg Hvað hræðistu mest? María, 14 ára: Alla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.