Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 34

Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS KRISTJÁN HELGASON + Magnús Krist- ján Helgason fæddist 13. 1944 í Reykjavík. Hann lést í flug- slysi 28. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar Magnúsar eru Málfríður Krist- jánsdóttir, f. 20. október 1905, og Helgi Bjarnason, f. 14. september 1905. Systkini Magnúsar sam- mæðra: Svan ■* Magnússon, búsett- ur i Svíþjóð, kvæntur Hlíf Kristinsdóttur, Hafsteinn Magnússon, d. 28. janúar 1987, og Rannveig Magnúsdóttir, d. 28. febrúar 1991. Systkini Magnúsar samfeðra: Bjarni Helgason, f. 23. júní 1928, og Júlíana Helgadóttir, f. 31. júlí 1936. Fyrstu ár sín ólst Magnús upp í Kleppsholtinu, en síðan fluttist hann í Vesturbæinn. Magnús gekk í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Síðan lærði hann rafvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem rafvirki 1966 og vann hjá Rafveri hf. með námi. Árið 1968 gerðist hann starfs- maður Slökkvi- stöðvarinnar í Reykjavík og vann þar til dauðadags. Okukennari varð hann árið 1970 og stofnaði á síðastliðnu ári eigin ökuskóla í félagi við vin sinn. Þann 16. október 1965 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sesselju Gunnarsdóttur, rit- ara, og eignuðust þau tvö börn. Þau eru: Gunnar, f. 11. nóvem- ber 1964, sambýliskona hans er Erla Gísladóttir, og María Málfríður, f. 12. maí 1971, unn- usti hennar er Helgi Jóhannes- son og barn þeirra Heiðar Örn, f. 21. júní 1994. Útför Magnúsar fer fram frá Hall- grímskirkju í dag. alltaf kallaður af okkur systkinun- um, var ekki bara frændi, hann var sem bróðir og besti vinur. Þegar við komum til íslands var það vanalega það fyrsta sem við gerðum að hringja í Magga og Sillu. Minningamar eru margar. Þeg- ar öll fjölskyldan var á Spáni að halda upp á sextugsafmælið hans pabba dönsuðum við til dæmis og sungum langt fram undir morgun. Þú varst hrókur alls fagnaðar enda húmoristi mikill svo ekki sé minnst á stríðnina í þér. Já, Maggi minn. Það verður tómlegt að koma til íslands. Við söknum þín svo mikið, elsku vinur- inn, en við fáum þessu ekki breytt og eigum ávallt þær dýrmætu minningar um þig sem eftir lifa. Nú, á þessari stundu, er það vanmátturinn og sorgin sem ræður ríkjum, vanmáttur vegna fjarlægð- ar, að geta ekki verið hjá fjölskyld- unni. Elsku Silla, Gunnar, María, Heiðar Örn, amma og afi. Við hugsum til ykkar og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þesari stundu. AÐ MINNAST föður í minningar- grein var eitthvað sem ég átti ekki i A'on á að ég þyrfti að gera svo snemma. Þó að ég eigi að teljast fullorðinn, er alltaf erfitt að hugsa til þess að sjá hann pabba ekki aftur hressan og fullan af iífs- þrótti. Enda þótt við feðgar höfum ekki alltaf verið sammála vorum við alltaf vinir og ég gat alltaf leit- að til hans með vandamál mín ef ég þurfti þess með. Svo margt áttum við eftir að gera saman, að fráfall hans og Jóa æskuvinar hans, fínnst okkur sem eftir stönd- -^im mjög erfítt að sætta okkur við, þó að við lærum kannski að lifa með því að þeir eru báðir farnir og koma ekki aftur. Ég minnist margra góðra stunda sem við áttum saman og þeirra áhugamála sem við áttum sameig- inleg en þau voru fjölmörg, bæði stór og smá. Bíla átti hann fjöl- marga og einhvern tíma taldi ég þá saman og voru þeir orðnir á milli 50 og 60 sem hann hafði átt í lengri tíma. Flugið hafði alltaf heillað hann frá því hann var ung- ur og vona ég að honum gangi jafnvel í áframhaldinu og honum gekk í þessu lífi. Ég kveð hann hér í fyrsta og Síðasta sinn á prenti og vona að honum vegni jafn vel þar sem hann dvelur nú,'og honum vegnaði í lif- anda lífí. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt. Þinn sonur, Gunnar. Maður talar um bróður og mað- ur talar um besta vin, en sjaldan í sama manni. Að eiga bróður og besta vin í sama manni er aftur á móti ekki öllum unað. Ég og Maggi bróðir, eins og hann kallaðist í okkar fjölskyldu, ólumst upp í Efstasundi. Það voru 14 ár á milli okkar, við stríddum mest hvor öðrum á þeim árum. Sem unglingar áttum við ekki svo mikið sameiginlegt, enda aldurs- munurinn mikill á þeim aldri. Ég flyt til Svíþjóðr 1969, 39 ára gamall, og þá þegar fjarlægðin var orðin mikil fundum við hversu vin- skapurinn risti djúpt og hvað mik- ið við áttum sameiginlegt. Við viss- um báðir hvað við áttum góðar konur sem náðu vel saman. I dag styðja þær hvor aðra í þeirri sorg sem fjölskyldur okkar hafa orðið fyrir. Er við horfum til baka erum við búin að eiga margar góðar stundir og glaða daga saman, bæði hjá ykkur í Reykjavík, hjá okkur í Finspáng, á Gran Vista og á ferða- •íögum víða um Evrópu. Það rifjast upp margar minning- ar á svona stundu, fímm vikur á ferðalagi með hjólhýsi og aldrei ósammála er mér kær minning. Að hafa átt svona fínan og góð- an vin, að hafa fengið að vera með og sjá alla þína mörgu vini á 50 ára afmælinu þínu 13. júní síðast- liðinn. Ég var hreykinn af þér, bróðir minn! Áhugi þinn á flugi var mikill og þú varðir miklu af þínum frítíma í að fljúga. Þegar ég var heima fórum við margar ferðir yfír okkar fallega land. Þórsmörk varð þá oft fyrir valinu enda eitt af því falleg- asta sem maður sér úr lofti og þá var stundum skotist í kaffí til Eyja á heimleiðinni. Síðasti stóri túrinn okkar var á Vestfjörðum í júní síðastliðnum og í því fallegasta veðri sem ég man eftir. Síðasta ferð þín á vængjum tækninnar var 28. ágúst, daginn fyrir afmælisdag elsta bamabarns míns, þú náðir ekki þangað sem þú ætlaðir. Ferð þinni yfír okkar fagra land var lokið. Nú heldur þú ferð þinni áfram á eigin vængjum, með þínum æskuvini, yfír móðuna miklu. Fyrir innan hana tekur á móti ykkur fall- egur ungur maður með sínu fallega brosi. Hann kom þangað 23. júlí, daginn fyrir afmælisdag ömmu sinnar og tengdasonar míns. Hann var búinn að bíða eftir ykkur í einn mánuð. Kannski var hann sendur héðan til að undirbúa komu ykkar. Ég ætla að vitna í minningar- grein sem skrifuð var um einn vin- sælasta gamanleikara Svíþjóðar, Carl Gustav Linsted: „Nú hafa þeir gaman í himnaríki.“ Þegar þið þrír hittust gerðuð þið að gamni ykkar og sköpuðu gleði í kringum ykkur. Ég vil biðja Guð að blessa fjöl- skyldu okkar allra. Látum blóm sorgarinnar visna, en vináttu og minninguna blómstra. Við skulum minnast þeirra sólskinsdaga þegar sorg og þjáning svo fjarlæg var. Við skulum minnast þeirra gleðidaga, þegar saman safnast var. (Óþekktur höfundur.) Svan bróðir. Þegar okkur bárust þær sorg- legu fréttir til Svíþjóðar að hann Maggi, bróðir hans pabba, hefði farist í flugslysi var fyrsta hugsun- in þessi: „Hvað er að gerast í fyöl- skyldunni?“ Fyrir rúmum mánuði fengum við símhringingu frá íslandi. I því var okkur tjáð að hann Kristinn, bróðir okkar, hefði farist í bílslysi 39 ára gamall. Maggi bróðir, eins og hann var Magga Dis og Heidy. Með þessum fáu línum vil ég kveðja tengdaföður minn, Magnús Helgason. Elsku Maggi, ég vil þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég hefði viljað að kynni okkar hefðu orðið lengri en Guð hefur kallað þig til sín til annarra verka. Elsku Silla, ég bið Guð að styrkja þig í sorg þinni og söknuði. Ó, minning þín er minning hreinna Ijóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Blessuð sé minning þín, elsku Maggi minn. Erla Gísladóttir. Þegar fregnir berast af slysum eru þær okkur alltaf jafn óvæntar. Við sem störfum daglega við björg- unar- og hjálparstörf leggjum lík- lega betur við hlustir en flestir aðrir við slík tíðindi, þar sem mál- in eru okkur alltaf viðkomandi. Á fallegum síðsumardegi bárust mér eins og alþjóð fregnir af því að farist hefði flugvél með tveimur mönnum innanborðs og það sló óhug á. En stuttu síðar kom reiðar- slagið, fregnin um að þessir menn hefðu verið vinir mínir og sam- starfsfélagar, Magnús og Jóhann. Það þyrmdi yfir og á einu augna- bliki var þessi bjarti og fallegi síð- sumardagur orðinn að dimmum haustdegi og harmur fyllti hjartað. Við slökkviliðsmenn höfum átt því láni að fagna að hafa ekki misst mann um áratuga skeið af slysförum. Það er eins og það hafí verið haldið vemdarhendi yfir starfi okkar. Það ríkir því mikil sorg í röðum okkar þegar við sjáum á eftir okkar bestu félögum, það er skarð fyrir skildi. Árla reis sól og sumarið kom um leið. Löndin skiptu litum og loftin urðu heið. Og allra hugir lyftust í leitandi þrá og allir hlutu eitthvað, sem yndi var að fá. (Tómas Guðmundsson) Þeir eru ekki margir dagamir síðan við Magnús áttum ánægju- legt tal saman einu sinni sem oft- ar. Það var létt yfír honum og spjallið barst að tómstundunum, félaginu okkar og lífínu almennt. Framtíðin virtist aldrei hafa blasað bjartari við, en þá var kallið á næsta leiti. Þá eru þeir heldur ekki margir dagarnir síðan mikill fjöldi vina, samstarfsfélaga og skyldmenna samfagnaði Magnúsi og Sillu á fímmtugsafmælinu hans. Það var glatt á hjalla og mikið skrafað, enda góðra vina fundur. En stutt er milli gleði og sorgar, það höfum við nú óþyrmilega verið minnt á. Ég kynntist Magga Helga, eins og hann var oftast kallaður, fyrst sem starfsfélaga eftir að ég hóf störf við Slökkviliðið í Reykjavík vorið 1976. Fljótlega vakti hann athygli mína fyrir sérstaka prúð- mennsku og þá miklu snyrti- mennsku sem einkenndi allt hans far og þá undraðist ég mjög hve áhugasvið hans virtist litlum tak- mörkum háð. Með okkur Magnúsi tókust síðar góð kynni sem þróuðust upp í vin- skap sem síðan bar aldrei skugga á. Ræktarsemi Magnúsar var ein- stök og má segja að allt sem um hendur hans fór hafi vaxið og dafn- að, enda hugað jafnt að því smæsta sem því stærsta. Hann unni sér sjaldan hvíldar og einkenndi ein- drægni og gleði öll hans verk. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ferðafélagi Magga og Sillu m.a. í ferð sem farin var til Þýska- lands sumarið 1982. Þær stundir eru mér ógleymanlegar, því félags- lyndi og gleði jafnhliða ótæmandi fróðleiksþorsta einkenndi ferða- manninn Magnús og þá var engin stund látin ónotuð til margvíslegra uppákoma. Já, lífíð var til að lifa því. Þann tíma sem ég hef verið f trúnaðarstörfum fyrir slökkviliðs- menn, fyrst í Reykjavík, og nú sem formaður Landssambands slökkvi- liðsmanna, duldist mér ekki áhugi Magnúsar á félagsmálum slökkvi- liðsmanna, og að þeim væri komið í betri skikkan. Magnús hafði skoðanir á hlutun- um og sat ekki þar við, heldur fylgdi þeim eftir. Þannig varð hann í almennri umræðu sterkur tals- maður sameiningar allra slökkvil- iðsmanna innan vébanda eins fé- lags eins og nú er raunin orðin á og og vil ég hér með færa honum þakkir fyrir. Það sýnir ágætlega hug Magnúsar til þessara mála þegar hann, á stofnfundi félagsins 1992, færði mér eitt af sínum uppáhalds- beltum með þeim orðum að hann vildi að ég bæri beltið þegar það ætti við í starfi mínu sem formað- ur félagsins. Beltið hafði hann orð- ið sér úti um erlendis, en á beltinu var greipt á málmplötu grunnur að merki Landssambandsins. Magnús átti langan og farsælan starfsferil að baki hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Eitt af megineinkenn- um starfa slökkviliðsmanna er að veita borgurunum aðstoð og að- hlynningu og að þurfa að leysa úr hinum ólíkustu verkefnum fyrir- varalaust á neyðarstund. Við þær kringumstæður er unnið undir gíf- urlegu álagi og reynir þá oft á í raun hvað í hveijum manni býr. Við þessar aðstæður var Magnús í essinu sínu, en yfirvegun, ná- kvæmni, þekking og reynsla ein- kenndu störf hans á neyðarstundu og var þar öryggið fyrir öllu. Þá fór fróðleiksfýsn hans ekki fram hjá neinum, enda hans „mottó“ að taka þátt í öllu því er fært gat honum meiri færni í starfi. Magnús var mikill lánsmaður, enda hafði hann víða sáð vináttu og var því vina- og kunningja- hópurinn stærri en gerist og geng- ur. Hann var traustur sem vinur og allra manna hugljúfi og góður heim að sækja. Þegar ég kveð þig nú, vinur, þá vil ég færa þér þakkir fyrir þær góðu stundir sem ég átti með þér, þó þær hefðu mátt vera fleiri. Við munum sakna þín, samstarfsfélag- ar og vinir, en ég veit að góðar minningar um þig eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur um ókomin ár. Við þig, Silla mín, vil ég segja að Magnús var mikill lánsmaður að fá að ganga veginn með þér. Þó að sorgin sé þér nú þungbær þá veit ég að guð mun gefa þér styrk til að ganga á ný mót hækk- andi sólu með flóru góðra minninga um Magnús í farteskinu og áfram muntu þannig rækta garðinn ykkar. Ég votta þér, Silla mín, og böm- unum mína innilegustu samúð. Guðmundur Vignir Óskarsson. Öll eigum við æskuminningar um nokkmm árum eldri ættingja sem við litum upp til. Oftar en ekki helgaðist virðingin af áranum sem skildu og stundum neytti sá eldri aflsmunar andlegs eða líkamlegs atgjörvis til þess að ráða samskiptunum og haga þeim að vild, án þess að spyija þann yngri. Sennilega hefur það verið merki um þá óvenjulegu mannkosti sem minn kæri frændi átti svo ríkulega af, að þrátt fyrir að hann væri nokkram árum eldri en ég kom hann fram við mig eins og jafn- ingja allt frá því að ég man eftir okkur saman og það er eins lengi og ég man. Það var spennandi að fara með foreldranum í heimsókn til Fríðu frænku og Helga vegna þess að þá var hægt að leika við Magga og skoða leikföngin sem hann hafði fengið frá systur sinni, Rannveigu, og erlendum manni hennar. Ótal margt væri hægt að riija upp um gullasafnið góða, en það sem upp úr stendur er þó minning- in um að alltaf mátti leika sér að öllu, eigingimi var fjarri upplagi þessa góða drengs. Þá var hann kallaður Maggi hennar Fríðu, til aðgreiningar nöfn- um sínum í skyldmennahópnum. Síðar varð það svo ýmist Maggi hennar Fríðu eða Maggi og Silla. Maggi og Silla sem stóðu svo vel saman, þótti svo vænt hvoru um annað, með sömu áhugamál og unnu jafnvel saman að ökukennslunni. Svo komu börnin og nýlega lítið barnabarn sem öll fengu sitt hjartarúm og það er víst að enn var rúm fyrir miklu, miklu fleiri. Þar sem nóg er hjartarúm og hlýja er auðvelt að knýja dyra og ekki þarf alltaf að vera hægt að ræðast við á þeirri tungu sem töm- ust er. Það var ánægjulegt að fylgj- ast með Magga og Sillu eiga sam- skipti við vinafólkið frá Þýska- landi, vinafólkið sem aðeins talaði þýsku, en átti svo margt sameigin- legt með þeim hjónum. Þannig upplifðum við samferðamenn hins góða drengs enn einn kost í fari hans og hvernig innileg vináttu- tengsl verða milli manna, byggð á þeim trausta grunni sem mannko- stirnir einir geta lagt. Aldrei verður meiri söknuðurinn og sorgin, aldrei dýpra tómið og aldrei meiri örvænting sem grípur okkur en þegar þeim er svipt burt sem við áttum alltaf að, á hveiju sem dundi. Þeim sem vildi allra vanda leysa, lagði sig fram um að hjálpa og hugsaði ekki um sjálfan sig ef það gat orðið okkur hinum að liði. En við verðum að sætta okkur við orðinn hlut og enn sannast að enginn fær ráðið sínum næturstað. Elsku Silla, Gunnar og María. Með slíka fyrirmynd sem elsku Magga hlýtur ykkur að takast að sigrast á vanda dagsins í dag jafnt sem framtíðarinnar. Öldraðum for- eldrum, Helga og Fríðu, reynum við svo öll að vera sú stoð og stytta sem þau hafa misst, reynum að vera þeim til aðstoðar um það sem hann hefði annars gert á sinn ljúfa hátt. Það er haust, brátt kemur vetur og yfir okkur grúfir myrkur. Að loknum vetri birtir á ný. Magnús Helgason horfði alltaf björtum augum á lífíð og tilver- una. Minnumst hans eins og hann var, hlustum á rödd hans í huga okkar og þá heyrum við hann hug- hreysta okkur og hjálpa til að tak- ast á við sorgina eins og allan annan vanda sem hann hjálpaði okkur að glíma við. Leó E. Löve. Fleiri minningargreinar um Magnús Helga Kristjánsson bíða birtingar ogmunu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.