Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
t
Eiginmaður minn,
OLAV MARTIN HANSEN,
ofsettprentari,
Skipholti 42,
Reykjavík,
lést þann 4. september.
Guðrún H. C. Hansen.
t
Elskuleg móðir okkar,
JÓNBORG SIGURÐARDÓTTIR,
Fellsmúla 2,
Reykjavik,
lést að heimili dóttur sinnar sunnudag-
inn 4. september.
Börn hinnar látnu.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Unufellí 30,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum laugardag-
inn 3. sept. sl.
Magnús H. Gíslason,
Jón Hjörtur Magnússon, ída Atladóttir,
Ingólfur Már Magnússon, Sigrún Agnes Njálsdóttir,
Rúnar Þröstur Magnússon, Herdís Hafsteinsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir, Jóhann Hauksson,
Edda Magnúsdóttir, Arnar Sverrisson,
Magnea Helga Magnúsdóttir, Sigurður Ingvar Hjaltason,
Hrafn Magnússon, Heiða Björk Jónsdóttir,
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
HJÖRDÍS BÖÐVARSDÓTTIR,
Heiðargerði 15,
andaðist í Landspítalanum föstudaginn
2. september sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 9. september kl. 15.00.
Eyþór Magnússon,
Una Eyþórsdóttir, Jón Sigurðsson,
Magnús Böðvar Eyþórsson, Sigrún Bjarnarson,
Högni Böðvarsson, Þórunn Böðvarsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
er andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 1. september, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 9. september kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á slysavarnafélag íslands.
Elín Ingólfsdóttir, Karl Sigurðsson,
Inga Ingólfsdóttir, Haraldur Kristinsson,
Dóra ingólfsdóttir, David Bobrek,
Björn Ingólfsson, Sigriður Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför
ÓLAFS BRIEM
fyrrverandi menntaskólakennara að Laugarvatni,
verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. september
kl. 10.30.
Katrín Briem, Hugi Ármannsson,
Ólöf Briem, Kári Petersen,
Brynhildur Briem,
Hugi Baldvin Hugason,
Elín Briem.
HELGA SIGRÍÐUR
LÁR USDÓTTIR
HELGA Sigríð-
ur Lárusdóttir
fæddist á Gunnars-
stöðum í Hörðudal
31. október 1912.
Hún lést á St. Jós-
epsspítala í Hafnar-
firði 26. ágúst sl.
Foreldrar Helgv
voru Lárus Pálsson,
f. 26. ágúst 1876, d.
20. desember 1957,
og Jakobína An-
netta Ingibjörg
Kjartansdóttir, f.
15. ágúst 1888, d. 31.
mars 1929. Helga
var einkabarn þeirra hjóna. Hún
giftist Lofti Helgasyni, aðalbók-
ara hjá Sjóvá-Tryggingafél. ís-
lands, 30. mars árið 1935 og
bjuggu þau megnið af sínum
hjúskap í Eskihlíð 9 í Reykjavík.
Þau eignuðust fjögur böm; Ingi-
björgu, Ólaf, Helga og Láms
Rúnar. Ingibjörg giftist Hirti
Bjarnasyni og eignuðust þau
þrjú börn: Ólafíu Sigríði, Bjarna
og Margréti Elísabetu. Ölafur
kvæntist Halldóru Hákonardótt-
ur og eignuðust þau þrjá syni:
Loft, Ingvar Hákon og Bergþór.
Helgi er kvæntur Ólöfu Waage
og eiga þau þrjú börn: Ingólf,
Ævar Pál og Guðbjörgu. Lárus
Rúnar er kvæntur Valgerði Ní-
elsdóttur og eiga þau tvö börn:
Níels Val og Helgu Sigríði.
Langömmubörnin eru níu tals-
ins. Utför Helgu fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag.
NÚ ÞEGAR leiðir okkar ömmu skilja
að sinni fyllist hjartað söknuði og
trega. í gegnum hugann fiökta
myndir minninganna, ótal minningar
eins og ljós á minni lífsleið, falleg
skínandi ljós. Birtan mildar söknuð-
inn sem mun að lokum fylla hjartað
gleði og þakklæti til
ömmu sem gaf mér svo
mikið.
Við amma vorum
tengdar einhveijum
óskiljanlegum bönd-
um. Sem lítil stúlka
sótti ég mikið í Eski-
hlíðina til ömmu og
afa. Þar vildi ég helst
vera. Það var eins og
ekkert gæti truflað
þann kærleika og þá
umhyggju sem þar réð
ríkjum. Oftar en ekki
dvaldi ég næturlangt.
Amma sat við rúm-
stokkinn og kenndi litlu stúlkunni
bænirnar sínar og að morgni dró afi
upp gluggatjöldin með sínu glettnis-
lega brosi og gamanyrði á vör. Á
unglingsárunum var Eskihlíðin sem
fyrr fastur punktur í tilverunni.
Vandamál unglingsins hurfu ein-
kennilega skjótt um leið og komið
var til ömmu og afa.
Á fullorðinsárum mínum mynd-
aðist einlæg vinátta með okkur
ömmu. Við ræddum oft fram og til
baka um lífið og tilveruna. Þær urðu
ófáar stundirnar sem við amma sát-
um í stofunni með kaffibollann og
ræddum málin. Þegar ég stofnaði
mitt eigið heimili erlendis var hún
óþreytandi að senda bréf eða pakka
því hún vissi að innihaldið kæmi sér
vel. Það var hennar háttur í lífinu,
að gefa og gleðja aðra. Barnabörnin
og seinna barnabarnabörnin fengu
öll að njóta þess í ríkum mæli. Það
urðu mikil þáttaskil í lífi ömmu þeg-
ar afi lést árið 1983. Hún lét þó
ekki deigan síga fremur en áður því
það var ekki hennar aðferð í glí-
munni við lífið. Hún beindi sínum
kærleika og hlýju til fjölskyldunnar
sem var henni svo kær. Allt það sem
amma kenndi mér á sinn kærleiks-
rika og óeigingjarna hátt mun lifa
t
Ástkær bróðir okkar og fósturfaðir,
TRYGGI GUNNLAUGSSON,
Bjarnhólastíg 22,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum 3. september.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 9. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Gunnlaugsdóttir,
Sigvaldi Gunnlaugsson, Margrét Jóhannesdóttir,
Hákon Steindórsson,
Jóhanna Jónsdóttir, Guðni Guðbergsson.
t
Fósturfaðir minn, frændi okkar,
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
frá Gilsbakka,
Miðdölum,
síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Silfurtún,
Búðardal,
lést laugardaginn 3. september
Jarðarförin auglýst síðar.
Sævar Pétursson,
Guðmundur J. Skúlason,
Hrafnhildur Skúladóttir,
Málfrfður Skúladóttir,
Júlíus Skúlason,
á Sjúkrahúsi Akrar"000
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Herdís Leópálsdóttir,
Jörundur Þórðarson,
Helgi ísaksson,
Sigriður Ó. Jónsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
AXEL JÚLÍUS JÓNSSON
frá Stóru-Hildisey,
Engjavegi 45,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Krosskirkju fimmtudaginn 8. september
kl. 14.00.
Guðjón Axelsson, Ásdís Ágústsdóttir,
Ingigerður Axelsdóttir,
Jón Axelsson,
Erla Axelsdóttir, Birgir Schram,
barnabörn, barnabarnabörn,
Vigdís Jónsdóttir.
í hjarta mínu um ókomna tíð. Ef til
vill ber ég gæfu til að tendra ein-
hver ljósanna í hjörtum barnanna
minna. Ömmu á ég mikið að þakka.
Blessuð sé minning elsku ömmu
minnar.
Olafía Sigríður Hjartardóttir.
Þegar Eskihlíðin er nefnd á nafn,
eða keyrt er framhjá Hlíðahverfinu
í dagsins önn, kemur alltaf upp í
hugann minningin um Helgu Lárus-
dóttur eða ömmu Helgu eins og hún
alltaf var kölluð á mínu heimili. Ég
þekkti ömmu Helgu ekki lengi,
kynntist henni fyrst fyrir u.þ.b. 12
árum, en hún tók mér strax eins og
hún hefði alltaf þekkt mig og hefði
verið hluti af fjölskyldunni frá upp-
hafi. Að koma í Eskihlíð 9 til ömmu
Helgu, setjast á eldhúskollinn, fá
kaffi og meðlæti og ræða helst um
dulspeki og tilgang lífsins var ákaf-
lega gefandi en fyrst og fremst bara
gaman. Nú er amma Helga líklega
komin ennþá nær sannleikanum.
Amma Helga hafði svolítið sér-
stakt göngulag enda þjökuð af liða-
gigt í mörg ár. Mér þótti undraverð
sú orka sem bjó í ömmu Helgu og
sá viljastyrkur er hún hafði að
geyma er hún fór til æfinga og þjálf-
unar vegna gigtarinnar. Hún gafst
aldrei upp og sýndi ótrúlegan dugn-
að sem ég dáðist alltaf að. Hlýju
hennar og góðmennsku, sem hún
sýndi mér og mínum börnum, gleymi
ég aldrei. Yndislega góð og falleg
manneskja hefur kvatt, lokið hlut-
verki sínu og tekst nú á við ný verk-
efni.
Blessuð sé minning þín.
Konráð Konráðsson.
Þegar okkur hjónunum barst til
eyrna andlátsfregn vinkonu okkar,
Helgu Lárusdóttur, fannst okkur
táknrænt að hún skyldi kveðja þetta
líf hér á jörðu, einmitt nú á þessu
ári, ári ijölskyldunnar. Táknrænt
vegna þess að hún fórnaði mestum
hluta ævinnar fyrir mann sinn, börn
og heimili. Ung að árum giftist
Helga eiginmanni sínum, Lofti
Helgasyni, fyrrverandi aðalbókara
Sjóvátryggingafélags íslands. Loft-
ur lést 8. júlí 1983. Svo samrýnd
voru þau hjónin að varla er hægt
að nefna annað þeirra svo ekki sé á
hitt minnst.
Mestan hluta hjúskaparins bjuggu
þau hjónin í Eskihlíð 9 í Reykjavík.
Það hús byggði Loftur í félagi við
annan mann í lok seinni heimsst.yrj-
aldar. Heimilið og fjölskyldan eru
oft nefnd „hornsteinn þjóðfélagsins"
og svo sannarlega mátti segja það
um heimili þeirra Lofts og Helgu.
Og auðvitað var máttarstólpi heimil-
isins sjálf húsmóðirin. Helga var ein
þeirra kvenna sem báru gæfu til að
helga sig heimilisstörfum. Hún var
fullsæmd af því að öðlast starfsheit-
ið „bara húsmóðir". Til hennar máttu
börnin og síðar barnabörnin leita
með sínar óskir og vandamál. Þar
áttu þau gott athvarf.
Loftur og Helga eignuðust fjögur
ERFIDRYKKJUR
P E R L A n sími 620200
Erfidrykkjur
GlæsUeg kaffi-
hlaðborð fiallegir
salirogmjög
góð þjónusta.
lipplýsingíir
ísíma22322
0
FLUGLEIÐIR