Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 49

Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 49 UNGLINGAR I ! I ; i i ( i ( HVAR ERU ÞAU OG HVAÐ ERU ÞAU AÐ GERA? Hrafnkell Sigríðarson kosti fyrstu tvö beltin. Þegar maður er að klára hvíta og gula beltið er maður að vinna með undirstöðuatriði og það hafa margir gefist upp á þeim. Þá er maður að læra t.d. grunnstöður og undirstöðuhreyfing- ar og þarf að æfa þær aftur og aft- ur þar til maður nær þeim fullkom- lega. í byrjendahópnum sem ég var í voru einhverstaðar á milli tíu og tuttugu krakkar, en það eru ekki nema svona sex eftir, sem nenntu að halda áfram. En eftir því sem gráðunum fjölgar og æfingarnar verða flóknari verður þetta stöðugt skemmtilegra. Er þetta íþrótt fyrir slagsmála- hunda? Nei, þetta er meira sjálfsvamar- list en bardagalist. Stöðumar miðast fyrst og fremst við að veija sig og þeir sem hafa gaman af slagsmálum endast yfirleitt ekki lengi í þessu. Kennaramir ítreka það líka stöðugt að við megum alls ekki nota þetta í því að ráðast á aðra. Hvað finnst þér þú fá út úr því að stunda karate? Skapið verður betra. Maður fær meiri aga og betri sjálfsstjórn út úr þessu og sleppir sér síður. Ertu ákveðinn í að halda áfram? Já, ég er ákveðinn í að halda áfram upp í svarta beltið. Hrafnkell Sigríðarson er 13 ára gamall Reykvíkingur sem er að hefja fjórða árið sitt í karate. Hann er með fjólublátt belti og hefur reynt einu sinni við brúna beltið. Ég féll vegna þess að ég æfði mig ekki nógu mikið undir það. Hvernig er röðin á beltunum? Maður byrjar með hvítt belti, síð- an fær maður guit þá rautt, grænt, blátt og ijólublátt. Þetta kallast fyrsta líf. Þá kemur maður að öðm lífi, þá er beltið fyrst brúnt með einni svartri línu og síðan brúnt með tveimur svörtum línum. Síðan tekur svarta beltið við og þá er maður orðinn meistari. Hvað tekur langan tíma að vinna sig í gegnum beltin? Það getur tekið sex til sjö ár að komast upp í svarta beltið. Ég held að maður megi ekki taka svarta beltið fyrr en maður er orðinn sext- án ára. Ef maður klárar hin beltin fyrir þann aldur þarf maður að taka svartabeltisprófið aftur. Núna, þeg- ar ég er komin svona hátt verð ég að taka belti með sex mánaða fresti og þar sem ég er svona ungur ennþá þá tek ég bara hálft belti i einu. Hvernig er að stunda þessa íþrótt? Það er mjög skemmtilegt að vera í þessu. En fyrstu þijú árin geta verið svolítið erfið, eða að minnsta Meiri sjálfsvarnarlist en bardagalist Eitthvað skemmtilegt og vel launað Nafn: Lilja Erlingsdóttir. Heima: Borgarnesi. Aldur: 15 ára. Skóli: Gmnnskóli Borgamess. Sumarstarf: Ég vinn í Eðalfiski. Helstu áhugamál: Að vera úti með vinum mínum að skemmta mér. Uppáhalds hljómsveit: Ég er eiginlega alæta á tón- list, ég hlusta á flest og á enga uppáhalds hljómsveit. Mér finnst samt danstónlist skemmtilegust. Uppáhalds kvikmynd: Égs. man bara ekki eftir neinni sérstakri í augnablikinu en mér finnast hryllingsmyndir og gamanmynd- ir skemmtilegastar. Uppáhalds sjónvarpsefnið: Ég horfi mjög lítið á sjónvarp- ið, ég er oftast úti á kvöldin. En ég horfi þá helst á bíó- myndir á Stöð 2 hjá vinum mínum. Besta bókin: Hús andanna eftir Isabel Allende. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Á maður að geta svarað þessu? Einhver fræg kvikmynda- stjama. Hvernig er að vera unglingur í dag? Það er erfítt. Maður þarf alltaf að ákveða hvernig maður á að vera gagnvart vinum og kunningjum. Svo vilja fullorðnir alltaf ráða yfir manni og halda að maður geti ekki gert neitt sjálfur. En þetta er líka að mörgu leyti fint, mikið félagslíf og svoleiðis. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Hafa meiri atvinnu og að fólk fái að ráða meira yfir sér sjálft. Að fólk sé sjálfstæðara og þurfi til dæmis ekki að borga svona mikla skatta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara út á lífið með Áslaugu vinkonu minni. Þá fömm við og hittum vini sem við eigum annars staðar en í Borgar- nesi. Förum til dæmis að skemmta okkur á Akranesi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að vakna klukkan tuttugumínútur yfir sjö til að fara í vinnuna. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Eitthvað skemmtilegt og vel launað. Hvað viltu ráðleggja þeim sem umgangast ungl- inga? Að treysta þeim meira og leyfa þeim að vera fijálsari. Hvað viltu segja að lokum? Ég bið bara að heilsa öllum sem ég þekki. Qkuskóli Islands Meirapróf - rútupróf - leigubifreiðapróf Námskeiö hefjast 15. september nk. Námskeiðið kostar 95.000 kr. og er sama verð alls staðar á landinu. Innritun stendur yfir. Upplýsingar í síma 683841. Ökuskóli íslands, Dugguvogi 2, (G.G. húsið), 104 Reykjavík. Sími 91-683841. Fyrir aðeins kr. 3.990,- Á mánuði* Skrifstofutækni er starfsmenntunarnám fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og samkeppnishæfni og búa sig undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Skrifstof utækni!! Ekki fiika lengur- opnaðu þér nýja leið íhjinulll Starfsmenntun - fjárfesting til framtíöar Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sfmi 67 14 66 *Uppftceð er miðuð við jafnar afborganir í 24 mánuði Námsgreinar: Bókfærsla Tölvubókhald Windows Ritvinnsla Töflureiknir Gagnagrunnur I Verslunarreikningur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.