Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut. _ J
Kopavogi, sími
S7180n 'U
Suzuki Vitara JLX '90, Ijósblár, 5 g., ek.
58 þ. km., upphækkaöur, 31“ dekk o.fl.
V. 1.150 þús.
M. Benz 200 ’86, grásans., sjálfsk., ek.
162 þ. km. uppt. vél, sóllúga, rafm. í öllu,
hiti í sætum o.fl. V. 1.500 þús.
MMC Lancer GLXi hlaöbakur 91,
ur, sjálfsk., ek. 71 þ. km. Toppeintak. V.
990 þús.
Honda Civic LSi '92, rauður, sjálfsk., ek.
18 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak.
V. 1.180 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '94, 5 g., rk. 3
þ. km., álfelgur, spoiler o.fl.
Playmouth Voyager SE EFI 7 manna '90,
sjálfsk., ek. 107 þ. km. V. 1.580 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '92, 5 g., ek.
61 þ. km. Ýmsir aukahlutir. V. 990 þús.
MMC Galant GLSi hlaðbakur '91, 5 g„
ek. 54 þ. km. V. 1.250 þús.
Toyota Corolla GL Liftback '93, ek. 16
þ. km„ sóllúga, álfelgur, rafm. I öllu o.fl.
V. 1.390 þús.
Subaru Legacy Artic 2000 station '93,
sjálfsk., ek. 20 þ. km„ álfelguro.fl. V. 2.100
þús.
Toyota Corolla Touring XL '91, 5 g„ ek.
86 þ. km. V. 1.080 þús.
Subaru Legacy 1.8 statlon '91, 5 g„ ek.
80 þ. km. V. 1.390 þús. Sk. ód.
Renault Cllo RN '93, rauður, 5 g„ ek. 24
þ. km. V. 820 þús.
Ford Ranger XLT EX Cap 4 x 4 '91, blár,
sjálfsk., ek. 62 þ. km„ 31“ dekk, álfelgur,
rafm. í rúðum o.fl. V. 1.490 þús. Sk. ód.
Cherokee Laredo 4.0 L '90, sjálfsk., ek.
88 þ. km„ álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V.
1.950 þús. Sk. ód.
Suzuki Sidekick JLX '91, 4ra dyra, rauð-
ur, 5 g„ ek. 61 þ. km„ 30" dekk, rafm. f
rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V.1.650 þús.
Cherokee Laredo 4.0 L '88, blár, sjálfsk.,
ek. 113 þ. km„ sóllúga, álfelgur, m/spili
o.fl. V. 1.550 þús.
Daihatsu Charade CS '88, hvítur, 5 dyra,
4 g„ ek. 60 þ. km. Toppeintak. V. 390 þús.
Daihatsu Feroza special EL-II EFi '90, 5
g„ ek. 34 þ. km„ hvítur, toppeintak.
V. 1.150 þús.
Fiat Uno 455 '91, 5 dyra, blár, 5 g„ ek.
33 þ. km. V. 490 þús.
Ford Orion 1600 CL Sedan '87, rauður
sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 370 þús.
Honda Clvic GTi 16v '88, 5 g„ ek. 98 þ.
km„ sóllúga o.fl. V. 690 þús.
Honda Civic GL Sport '90, 5 g„ ek. 76
þ. km. V. 750 þús.
Hyundai Pony LS '92, rauður 3ja dyra, 5
g„ ek. 30 þ. km. V. 660 þús. Sk. ód.
Isuzu Rodeo LS V6, '91, grœnsans.,
sjálfsk., ek. 65 þ„ sóllúga, rafm. í öllu,
álfelgur, útvarp+geislasp. Vandaður jeppi.
V. 2.450 þús. Góð lán.
M. Benz 200 '86, sjálfsk., uppt. vél, sól-
lúga, hiti í sætum, rafm. í öllu. V. 1.500
þús. Sk. ód.
Mazda 323 LX '90, 3ja dyra, 5 g„ ek. 59
þús. km„ álfelgur o.fl. V. 630 þús.
MMC Lancer GLXi '92, rauður, sjálfsk.,
ek. 19 þ. km„ rafm. I rúðum, centralæs-
ing. V. 1.140 þús.
MMC COIt GL '90, 5 g„ ek. 80 þ. km„
V. 65 Mazda 323 F 16v Fastback, 5 dyra,
5 g„ ek. 52 þ. km„ m/öllu. V. 1.150 þús.
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Flýtum okkur hægt
í skólamálum
NEFND sú sem
menntamálaráðherra
skipaði til að endur-
skoða ríkjandi skóla-
stefnu í grunn- og
framhaldsskólum hef-
ur skilað af sér og
sent frá sér frumvörp
til að fylgja tillögum
sínum eftir. Tillögurn-
ar fela í sér veigamikl-
ar breytingar í skóla-
kerfinu og því er mik-
ilvægt að þær fái
rækilega umfjöllun í
samfélaginu öllu. Mér
líst vel á margt í tillög-
um nefndarinnar, en
þar er líka margt sem
orkar tvímælis.
Lengra skólaár?
Þær tillögur sem vakið hafa
hvað hörðust andmæli snúast um
lengingu skólaársins bæði í grunn-
og framhaldsskólum og styttingu
framhaldsskólans úr fjórum árum
í þrjú. Þessar tvær breytingar eru
nátengdar, því til þess að hægt
sé að stytta framhaldsskólanám
þarf að lengja skólaárið og færa
hluta námsefnisins niður í grunn-
skólann, en til að það sé hægt
þarf einnig að lengja skólaárið
þar. Þau rök sem mæla gegn þess-
um hugmyndum eru margvísleg.
í fyrsta lagi hefur verið bent á
tekjuöflun nemenda sem skerðist
um allt að þriðjung verði skólaárið
lengt um einn mánuð, en heimilin
yrðu þá að koma til móts við þá
með auknum styrkjum. Fyrir
heimili úti á landi sem kosta börn
á heimavistarskóla eða í leiguher-
bergi er um verulegar fjárhæðir
að ræða. Tekjuöflun nemenda í
þéttbýli skiptir einnig verulegu
máli. í öðru lagi hefur verið bent
á þau áhrif sem lenging skólaárs-
ins myndi hafa á atvinnulífið, eink-
um ferðaþjónustu og fiskvinnslu.
í þriðja lagi hefur verið spurt hvort
meiningin sé að taka upp vetrarfrí
og lengri frí um páska og jól og
tíðkast víða erlendis (það er ekki
tillaga nefndarinnar). I fjórða lagi
hefur verið bent á það sérkenni
íslensks samfélags að nánast öll
ungmenni kynnast vinnumarkaðn-
um af eigin raun sum-
ar eftir sumar sem
auðvitað hefur mikið
uppeldislegt gildi, sem
að einhverju leyti
myndi glatast við
lenginu skólaársins.
Þá hefur einnig verið
spurt um sálarheill
nemenda sem þreyja
langa dimma vetur og
kæmust mánuði síðar
út í okkar stutta og
bjarta sumar.
Tökum mið af
íslenskum
veruleika
Rök nefndarinnar
eru þau að nýta eigi tímann bet-
ur, bent er á vaxandi atvinnuleysi
o.fl. en sú spurning vaknar hvort
ekki væri nær að byija á því að
lengja skóladaginn í grunnskólun-
um og nýta tímann þannig betur.
Skólatími yngstu barnanna er mun
styttri hér á landi en tíðkast ann-
ars staðar sem leiðir það m.a. af
sér að við erum langt á eftir öðrum
þjóðum í greinum eins og stærð-
fræði og öðrum raungreinum. Það
er mótsögn í því að benda á at-
vinnuleysi í samfélaginu sem rök
fyrir lengingu skólaársins, en að
ætla um leið að senda framhalds-
skólanemendur út á vinnumarkað-
inn eða í framhaldsnám ári fyrr
en nú tíðkast.
Mér er tjáð að í Danmörku sé
í gangi umræða um að lengja
framhaldsskólann þar, m.a. til að
hægja á straumnum út á vinnu-
markaðinn og til þess að gefa
nemendum kost á einu ári enn í
þroska áður en lagt er út í strangt
framhaldsnám. Að mínum dómi
eru rök nefndarinnar fyrir leng-
ingu skólaársins og styttingu
framhaldsskólans lítt sannfærandi
enda held ég að það sé samfélag-
inu hagstæðara að halda ungu
fólki lengur í skóla og skapa því
nýja möguleika, fremur en að
borga því atvinnuleysisbætur.
Þegar við mótum menntastefnu
framtíðarinnar eigum við að taka
fýrst og fremst mið af íslenskum
veruleika og íslenskum þörfum,
ekki að festast í samanburði við
Framtíðarhagsmunir
samfélagsins og velferð
bama og unglinga eiga
að sitja í jyrirrúmi, segir
Kristín Ástgeirsdóttir,
þegar ákvarðanir eru
teknar í skólamálum.
aðrar þjóðir, þótt hann geti bæði
verið gagnlegur og nauðsynlegur.
Grunnskólinn og
sveitarfélögin
Annað stórmál er flutningur
grunnskólans til sveitarfélaganna.
Margir kostir fylgja því að öll
umsjón skólamála sé sem næst
skólunum sjálfum, að því tilskildu
að tryggt sé að börn alls staðar á
landinu fái þá grunnmenntun sem
samfélagið krefst og að þeim sé
ekki mismunað. Sveitarfélögin eru
rétt að hefja umræður um þennan
fyrirhugaða flutning og svo sem
vænta má snýst hún einkum um
peninga. Það er þó margt óljóst
og margar spurningar óræddar
um flutning grunnskólanna. Hvar
og hvernig á mótun skólastefn-
unnar að ganga fram? Hversu
mikið frelsi eiga einstök sveitarfé-
lög að hafa til að þróa sína skóla
í samræmi við umhverfið eða nýjar
hugmyndir sem kunna að vera á
ferð? Hversu mikið vald eiga sveit-
arfélögin að hafa í málefnum skól-
anna og hvert á hlutverk ríkisins
að vera? Samkvæmt tillögum
nefndarinnar á ríkið að setja
rammann utan um skólastarfið,
það á að tryggja námsgögn og
hafa eftirlit með þvi að settar kröf-
ur séu uppfylltar. Hlutverk Náms-
gagnastofnunar og fræðsluskrif-
stofanna þarfnast athugunar og
svo auðvitað það hvort einstök
sveitarfélög geta boðið upp á gott
skólastarf vegna fámennis. Að
mínum dómi kalla þesar hugmynd-
ir á frekari sameiningu sveitarfé-
laga en orðin er, en víða er mikil
andstaða við sameiningu m.a.
Kristín
Ástgeirsdóttir
MÁLASKÓLII
I l Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska, rússneska og íslenska,
I I Innritun daglega frá kl. 13-19.
I l Kennsla hefst 19. september.
□ Starfsmenntunarsjóðír ýmissa starfsmannafélaga greiða skólagjöid félagsmanna
að fullu og Verslunarmannafélag Reykjavikur veitir sínum mönnum námsstyrk.
I I Kennslan fer fram í Miðstræti 7.
26908!
HALLDÓRS
vegna hræðslu við að fólk missi
litlu sveitaskólana og þurfi að
senda böm sín langar leiðir í skóla.
Vöndum vinnubrögðin
Lenging skólaársins þýðir að
stytta verður vinnudag kennara
þar sem vinnuvika þeirra er lengri
en annarra stétta til að mæta
lengra sumarleyfi. Flestir kennar-
ar nota hluta sumarsins til endur-
menntunar og því vaknar sú
spurning hvenær hún eigi að fara
fram verði skólaárið lengt. Endur-
menntun er grundvallaratriði í
kennarastarfinu, enda nýjungar
stöðugt að koma fram og afar
mikilvægt að kennurum gefist
kostur á að bera saman bækur
sínar. Sennilega yrði að koma á
einhvers konar endurmenntunar-
kerfi sem færi fram að vetrinum
þannig að kennarar færu þá í leyfi
á meðan.
Það verður að nota þetta tæki-
færi til að endurskoða launakjör
kennara enda vafasamt að breyt-
ingarnar skili sér í betri skóla ef
smánarleg kjör kennara verða ekki
bætt.
Mikilvægast er þó að við gefum
okkur tíma til að ræða skólamálin
ofan í kjölinn og að ekki verði
knúnar í gegn vanhugsaðar breyt-
ingar eins og svo allt of oft hefur
gerst. Mér er minnisstæð sú breyt-
ing sem gerð var á framhaldsskól-
unum í menntamálaráðherratíð
Svavars Gestssonar þegar fram-
haldsskólamir voru opnaðir öllum
nemendum án tillits til námsgetu,
án þess að skólarnir væru á nokkr-
un hátt undir það búnir. Fram-
haldsskólarnir eru enn að glíma
við þann vanda sem þá skapaðist
og hann á sinn þátt í þeim nýju
tillögum sem nú eru komnar fram.
Slík vinnubrögð eru ekki til fyrir-
myndar.
Eitt skref í einu
íslenskt skólakerfi hefur verið
í fjársvelti um árabil enda þarfn-
ast það útbóta. Til að þær takist
og skili góðum árangri þarf skóla-
kerfið aukið fjármagn um leið og
við þurfum að flýta okkur hægt
og skoða rækilega hvert skref sem
við stígum í stað þess að efna til
menningarbyltinga á nokkurra ára
fresti. Það á að byija á byijun-
inni, leik- og grunnskólum, fyrsta
skrefið á að vera samfelldur skóla-
dagur í einsetnum skólum sem um
leið gefur kost á lengri skóladegi
og þár með meiri og væntanlega
betri menntun.
Höfundur er þingkona
Kvennalistans í Reykjavík.
MORE
fllfllÍlllllllí J < M
BBS
lll disklingar
kr. í.llö
#■'
BGÐEIND
Austurströnd 12
Sími 612061 • Fax 612081
MYNDGÁTUAUGLÝSING