Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árásarmálið í Kefiavík
Mikið ber á milli
aðila um atvik
Keflavík Morgunblaðið
Mikið ber á milli aðila um atvik í
árásarmálinu í Keflavík sem átti
sér stað aðfaranótt laugardags þar
sem 35 ára maður kærði tvo tví-
tuga Suðumesjamenn fyrir líkams-
árás. Málið var rannsakað hjá
rannsóknarlögreglunni í Keflavík í
gær og þá voru teknar skýrslur
af aðilum málsins. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar ber pilt-
unum nokkuð saman um upphaf
og endi en maðurinn heldur við
sína frásögn af atvikum um að
piltamir hafi lumbrað á sér án til-
efnis.
Samkvæmt upplýsingum lög-
Morgunblaðið/Þorkell
reglunnar voru mennirnir allir á
skemmtistað ekki fjarri árásar-
staðnum. í lýsingu piltanna kemur
fram að tveir þeirra hafi farið út
saman af skemmtistaðnum og
þriðji pilturinn og maðurinn sam-
an, en hann mun hafa kannast við
skyldfólk mannsins. í frásögn pilt-
anna kemur fram að þeir hafí
geymt vín við bifreiðaplan þar rétt
hjá og hafi þeir haldið þangað. Þar
hafí maðurinn gert sig líklegan til
að taka af þeim vínið og þá hafí
komið til slagsmála milli elsta pilts-
ins, sem er 26 ára, og mannsins.
I fásögn mannsins sem kærði
kemur fram að tveir piltanna hafí
lumbrað á sér með hnefahöggum
og spörkum algjörlega af tilefnis-
lausu þar sem hann var á gangi á
bílaplaninu. Piltunum ber saman
um að einn þeirra hafí slegið mann-
inn nokkrum sinnum í andlitið og
að honum hafí verið í lófa lagið
að komast undan. Þegar lögreglan
kom á vettvang stóðu mennirnir
saman og óskaði maðurinn eftir
að honum yrði ekið heim. Lögregl-
an taldi þó rétt að flytja hann í
sjúkrahúsið til athugunar. Hann
fékk að fara heim daginn eftir en
var með glóðaraugu á báðum aug-
um og marblett á enni. Pilturinn
sem hefur viðurkennt að hafa sleg-
ist við manninn var með áverka á
hné sem var mikið bólgið.
Morgunblaðið/Þorkell
Sóknarprestur á Kolfreyjustað
BISKUP íslands, Ólafur Skúlason, vígði séra Carlos Ferrer til prest-
þjónustu í Kolfreyjustaðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi á
sunnudag. Einn fjögurra vígsluvotta við athöfnina var séra Yrsa
Þórðardóttir, eiginkona hins nýja sóknarprests (efsttil hægri). Aðr-
ir vígsluvottar voru séra Kjartan Kristmundsson, fráfarandi sóknar-
prestur á Kolfreyjustað, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknar-
prestur í Grindavík og séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur.
Fremstir á myndinni eru Ólafur Skúlason og séra Carlos.
Verkfallsboðun FÍH ólögmæt
Eðal-Darri
sigraði
HUNDURINN Eðal-Darri
sigraði á hundasýningu
Hundaræktarfélags Is-
lands sem haldin var á 25
ára afmæli félagsins 4.
september sl. Eðal-Darri,
sem er írskur setter, er
margverðlaunaður hund-
ur. Eigandi hans er Magn-
ús Jónatansson, en rækt-
andi er Hreiðar Karlsson.
Verkfall verður boðað
FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær
að verkfallsboðun Félags íslenskra
hljómlistarmanna vegna þeirra fé-
lagsmanna sem starfa sem laus-
ráðnir hljóðfæraleikarar í Þjóðleik-
húsinu, væri ólögmæt. Verkfallið
átti að hefjast í gær, en fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vísaði
málinu til félagsdóms og krafðist
þess að boðunin væri úrskurðuð
ólögmæt. Bjöm Árnason, formaður
FÍH, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að verkfall yrði boðað að
nýju og verði það gert á næstu
dögum, eða fyrir 10. september.
Undrandi á úrskurði
Bjöm kvaðst vera undrandi á
úrskurði Félagsdóms og telji lög-
menn FÍH að um breytta túlkun á
lögum um stéttarfélög og vinnudeil-
ur sé að ræða. Verkfallsboðunin var
úrskurðuð ólögmæt á þeim forsend-
um að tímabilið frá því að hún var
afhent 29. ágúst síðastliðinn og þar
til verkfallið átti að hefjast, 5. sept-
ember, nái ekki sjö sólarhringum.
I lögunum segir að ákvörðun um
vinnustöðvun beri að tilkynna til
tilskyldra aðila sjö sólarhringum
áður en vinnustöðvun á að hefjast.
Verkfallsboðun FÍH barst ríkis-
sáttasemjara, samninganefnd ríkis-
ins og Þjóðleikhússtjóra milli klukk-
an 15.10 og 15.35 mánudaginn 29.
ágúst og skyldi verkfall hefjast 5.
september án nánari tímasetningar.
„Þegar upphafsdagur verkfalls
er tilgreindur í verkfallsboðun án
þess að getið sé um klukkustund
eða önnur nánari tímamörk, svo
sem hér átti sér stað, verður að líta
svo á að verkfallið eigi að hefíast
þegar viðkomandi almanaksdagur
gengur í garð án tillits til þess hve-
Tilboð í Sauð-
árkróksbraut
Lægsta til-
boð 63,71%
kostnaðar-
áætlunar
SEX fyrirtæki bjóða í lagningu
Sauðárkróksbrautar um
Vesturósa og nemur lægsta til-
boðið 63,71% af 23.180.000 kr.
kostnaðaráætlun. Tilboðið kem-
ur frá Króksverki hf. á Sauðár-
króki og nemur 14.768.500 kr.
Hæst býður Klæðning hf. í
Garðabæ 25.400.000 kr.
Aðrir eru Suðurverk hf.,
Hvolsvelli, 19.044.800 kr.,
Vinnuvélar Jóhanns Bjamason-
ar, Hellu, 17.835.400 kr., Fyll-
ing hf., Hólmavík, 16.366.000
kr. og Fjörður sf., Sauðárkróki
16.591.500 kr.
Tvöfaldur
vinningur
í lóttói
ENGINN miði var með allar töl-
ur réttar í lottói sl. laugardag
og verður fyrsti vinningur því
tvöfaldur um næstu helgi. Vinn-
ingstölur á laugardaginn voru
1, 5, 8, 27 og 37. Bónustalan
var 21. Einn var með fjórar töl-
ur réttar og bónustölu og fékk
viðkomandi tæpar 370 þúsund í
vinning. Vinningsmiðinn var
keyptur í Fitjagrilli í Njarðvík.
aðnýju
nær daglegur vinnutími á að hefj-
ast hjá þeim starfsmönnum sem í
hlut eiga. Tímabilið frá því að verk-
fallsboðun var afhent 29. ágúst uns
mánudagurinn 5. september rann
upp nær ekki 7 sólarhringum og
er verkfallsboðun stefnda því
ógild,“ segir í niðurstöðum Félags-
dóms. Stefnda, Alþýðusambandi
íslands fyrir hönd FIH, var gert
að greiða málskostnað.
í gær var haldinn samningafund-
ur í deilunni en ekki miðaði í sam-
komulagsátt.
Skemmtíborg af bestu sort og verslunarboig í sérflokki
Spennandi stóroorg og
örstutt í náttúmfegurð
skosku hálandanna.
Innborgunarseðill
2.000 kr.
V/SA AMAMIilMN. »JL 4.000 KR. FYRIR IUÓN.
GILDIR TIL 31. OKTÓBER 1094. ADEINS FVRIR KORTHAFA VIRA.
Fjölbreyttar kynnis- og skemmtiferðir:
• Kynnisferð um Glasgow
• Skosku hálöndin
• Dagur í Edinborg
• Pöbbarall
3 nætur frá
á mann í tvíbýli á Hospitality Inn.
Mikið fyrir lítið
* Innifalið: Beint flug, gisting, morgunverður, akstur til og frá flugvelli,
íslensk fararstjórn og flugvallarskattur á íslandi. Flugvallarskattur 1.110 kr.
leggst á 1 Skotlandi 1. nóvember.
Gildistími: 7. okt.'94 til 27. nóv.'94
/N^ÚRVAL ÚTSÝN
trygging fyrir gæðnm
Lágmúla 4: sími 699 300, í Hafnarfirði: sfmi 65 23 66,
Keflavfk: sfmi 11353, Akureyri: sími 2 50 00,
Selfossi: sfmi: 21666 - og bjd umboðsmönnum um land allt.