Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 207. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Sögulegar heræfingar Forstjórar sænskra stórfyrirtækja Hóta að fjárfesta utan Svíþjóðar Stokkhóimi. Reuter. Færeyjar Pólitísk upplausn Morgunbladið. Þórshöfn. ÞEGAR sáttmáli nýrrar stjómar í Færeyjum var undirritaður á sunnu- dag höfðu flokkarnir, sem að henni stóðu, tveggja sæta meirihluta á lög- þinginu. Nú er hann á bak og burt með tveimur þingmönnum Sam- bandsflokksins. Að stjóminni standa eða stóðu fjór- ir flokkar, Sambandsflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn, Verkamanna- fylkingin og Sjálfstýriflokkurinn, en sambandsmennirnir Finnbogi Arge og Björn á Heygum eru ekki sáttir við fjárlög næsta árs. Sambandsflokksfélagið í Þórshöfn heidur fund um þessa deilu í dag og er ekki að vænta neinnar niður- stöðu fyrr en með kvöldinu. „NATO er að opnast Austur-Evr- ópuríkjunum, þessar heræfingar eru til marks um það. Þetta er söguleg stund,“ sagði varnar- málaráðherra Póllands þegar herlið frá sex NATO-ríkjum og sjö Austur-Evrópuríkjum hóf sameiginlegar æfingar við Biedr- usko í Póllandi í gær. Hér er pólskur hermaður að sýna þýsk- um hermanni hvernig setja á saman Kalashnikov-vélbyssu. FORSTJÓRAR fjögurra stærstu útflutningsfyrirtækjanna í Svíþjóð hótuðu í gær að fjárfesta ekki framar innanlands ef ríkisstjórnin, sem tekur við í kjölfar kosninga um næstu helgi, tekur ekki efna- hagsmálin föstum tökum. Þá sögðu þeir, að yrðu beinir skattar hækk- aðir enn myndi það valda alvarleg- um atgervisflótta frá Svíþjóð. Forstjórarnir segja í mjög óvanalegri yfírlýsingu, að fyrir- tækin hyggist fjárfesta fyrir 450 milljarða ísl. kr. á næstu fimm árum og vilji helst,_ að hún verði sem mest í Svíþjóð. Óhjákvæmilegt sé hins vegar að vega og meta þá kosti, sem bjóðist erlendis, enda sé það stöðugleikinn, sem mestu máli skipti. Segja forstjórarnir, Sören Gyll hjá Volvo, Lars Ramqu- ist hjá Ericsson, Bo Berggren hjá Stora og Bert-Ólof Svanholm hjá ABB, að hærri skattar muni tak- marka getu þeirra til að fá vel menntað fólk til starfa og valda atgervisflótta í landinu. Þessi fjögur fyrirtæki, sem standa undir þriðjungi alls útflutn- ings frá Svíþjóð, hafa auk þess hafið baráttu fyrir því, að Svíar segi já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu. Kosið í tveimur fylkjum Þýskalands Sterkir leiðtogar sigruðu Reuter Evrópuríki andvíg afnámi vopnasölubanns á Bosníu Bretar segjast muiiu flytja burt gæsluliðið Sanyevo, Genf. Reuter. BRESK stjórnvöld hafa varað við því, að vopnabanni á Bosníu verði aflétt og segjast munu flytja breska friðargæsluliðið burt verði það gert. Mikil átök voru milli stórskotaliðs- sveita Serba og bosníska stjórnar- hersins í gær og hafði friðarákall Jóhannesar Páls páfa augljóslega engin áhrif. Að sögn foringja í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna áttu múslimar eða stjórnarhermenn upp- tökin og sjálfir segjast þeir hafa veitt Serbum þung högg. Malcolm Rifkind, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði í gær, að breska friðargæsluliðið í Bosníu, 3.000 hermenn, yrði flutt heim ef vopnabanninu yrði aflétt. „Ef Sam- einuðu þjóðirnar ákveða að afnema vopnasölubannið og taka til við að útvega einum stríðsaðilanum vopn, þá er enginn grundvöllur lengur fyrir friðargæslu í landinu," sagði Rifkind og utanríkisráðherrar Evr- ópusambandsins, ESB, lögðust á sunnudag gegn afnámi bannsins, sem þeir sögðu geta haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur hins vegar lýst yfir, að hann ætli að beijast fyrir afnámi þess hafi Serbar í Bosníu ekki fall- ist á alþjóðlega friðaráætlun fyrir 15. október nk. Hefur hann gefið í skyn, að Bandaríkjastjórn muni falla frá banninu ein ef aðrir verða ekki til þess. Eric Chaperon, talsmaður gæslu- liðs SÞ í Sarajevo, sagði í gær, að bosníski stjórnarherinn hefði ögrað Serbum og átt upptökin að miklum sprengjuvörpu- og stórskotaliðs- átökum við bæinn Brcko í Norður- Bosníu en hann stendur við mjög mikilvæga birgðaflutningaleið Serba. I yfirlýsingu frá bosníska stjórnarhernum, sem lesin var upp í útvarpinu í Sarajevo, sagði, að Serbar hefðu orðið fyrir miklum áföllum í átökunum en talsmenn SÞ gátu ekki staðfest það. Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að úrslit kosninga í tveimur sambandslöndum í austur- hluta Þýskalands á sunnudag væru til marks um að Þjóðverjar vildu sterka leiðtoga. Þýskir jafnað- armenn sögðu hins vegar að kosn- ingarnar sýndu að Kohl væri að missa völdin. Flokkur Kohls, Kristilegir demó- kratar, jók meirihlutafylgi sitt í Saxlandi, en jafnaðarmenn unnu svipaðan sigur í Brandenburg. Kohl sagði úrslitin sýna mikið persónu- legt fylgi forsætisráðherranna, Kurts Biedenkopfs í Saxlandi og Manfreds Stolpe í Brandenburg. Kanslarinn sagði að sama þróun ætti sér stað á landsvísu, Þjóðveijar legðu í ríkari mæli traust sitt á ákveðna stjórnmálamenn frekar en flokka. „Það er greinilegt að kjós- endur vilja einstaklinga sem fólk getur treyst," sagði Kohl, sem er sjálfur þungamiðjan í kosningabar- áttu Kristilegra demókrata. ■ Fylgishrun Fijálsra/18 ------♦---------- Alendingar ráði sjálfir Morgunblaðið. Helsinki. MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti tilkynnti í gær, að lögþing Álendinga réði sjálft aðild eyjanna að Evrópu- sambandinu. Álenska landsstjórnin ætlar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðiid eftir að Finnar og Svíar liafa greitt atkvæði og hugsanlegt er, að þeir verði ekki ESB-aðilar þótt Finnar gangi í bandalagið. Óhapp eða sjálfsvígs- tilraun? OPINBER rannsókn hefur verið fyrirskipuð á því hvort maður, sem talinn er hafa átt við geð- ræn vandamál að stríða, hafi ætlað að nauðlenda tveggja sæta kennsluflugvél á suðurflöt Hvíta hússins í fyrrinótt eða hvort um sjálfsvígstilraun hafi verið að ræða. Talið er, að mað- urinn hafi tekið flugvélina ófrjálsri hendi. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að staðfesta hvort atvikið hefði afhjúpað veilur í öryggiskerfi forseta- embættisins en Lloyd Bentsen fjármálaráðherra hefur skipað fyrir um allsherjarendurskoð- un. Myndin er af flugvélarbrak- inu við vegg Hvíta hússins. ■ Brotlenti á lóð/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.