Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 32
1
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
OLAVMARTIN
HANSEN
+ 01av Martín Han-
sen fæddist í
Reykjavík 16. apríl
1920. Olav var sonur
hjónanna Guðrúnar
Gísladóttur húsmóð-
ur og Sophusar Han-
sen vélstjóra. Hann
var elstur fimm
bræðra, Geirs Haf-
stein, Gísla Hilmars,
Gunnars Kristins og
Rúnars Sophusar.
Gísli og Gunnar eru
látnir. Eftirlifandi
eiginkona Olavs er
Guðrún H.C. Hansen.
Olav var einn af
fyrstu offsetprenturunum hér á
landi og stofnaði, ásamt Þor-
grími Einarssyni, offsetprent-
smiðjuna Endurprent sf. og rak
Olav þá prentsmiðju allt til
starfsloka. Hann lést á Land-
spítalanum 4. september síðast-
liðinn. Utför hans fer fram frá
Kristskirkju í Landakoti í dag.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja,
og eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhj. Vilhj.)
Hann Úlli er dáinn. Fréttin hljóm-
ar enn í höfðinu á mér, en það er
svo langt frá því að ég sé búin að
gera mér grein fyrir þýðingunni.
Hann Úlli var föðurbróðir minn og
góður vinur. Faðir minn og Úlli
voru samrýndir og frá því ég fyrst
man eftir mér var Úlli tíður gestur
á heimili foreldra minna og fannst
mér hann alltaf hluti af heimilisfólk-
inu mínu. Úlli frændi var svo órjúf-
anlegur hluti af tilveru minni að
það, að hann sé ekki lengur með
mér, er eitthvað sem ég get ekki
meðtekið nema með tímanum.
Þegar sárasti söknuðurinn er lið-
inn hjá verða margar góðar minn-
ingarnar til að orna sér við. Óneit-
anlega finnst mér óréttlátt að hann
Úlli sé dáinn, aðeins 74 ára, en ef
ég læt af eigingirni minni örlitla
stund verð ég þó að viðurkenna að
Úlli fór héðan eins og hann lifði,
með reisn. Heilsu Úlla hafði hrakað
hin síðustu ár og svo vel tel ég mig
hafa þekkt hann frænda minn að
langvarandi heilsuleysi og sjúkra-
húslega hefði ekki verið sá endir á
ævinni sem hann óskaði sér. Því
finn ég í sorginni til örlítillar gleði
yfir því hvemig andlát hans bar að,
því eins og fram kemur í ljóðlínunum
hér að ofan þá verða allir menn að
deyja einhvem tímann, jafnvél þótt
manni finnist það of fljótt.
Úlli var barnlaus en ákaflega
barngóður, enda hændust böm að
honum. Úlli skipaði sérstakan sess
hjá sonum mínum tveim og umbar
hann þeim alltaf gauraganginn,
jafnvel þótt heilsan hafí ekki alltaf
verið upp á það besta.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég kveðja elskulegan frænda minn
og vin í gegnum árin.
Elsku Dósla mín, Guð veri með
þér í sorg þinni. Blessuð sé minning
hans.
Rúna S. Geirsdóttir.
Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta
mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á rnilli.
Þessa bæn fara AA-menn með
fyrir eða eftir fundi. Bæn þessa
þýddi sá maður sem ég ætla að
minnast í dag. Hann hefur líka þýtt
flesta bæklinga sem AA-samtökin
gefa út. Hann sagði mér að hann
hefði sökkt sér svo ofan í þetta
áhugamál sitt að hann hafði ekkert
gert annað í frístundum sínum í
fírnm ár, á milli 1950-1960.
Úlli er sá besti maður sem ég hef
kynnst. Ég gat alltaf fengið góð ráð
hjá honum. Ég vann hjá honum í
litlu prentsmiðjunni hans. Hann
hefði ekki getað verið betri við mig
en besti faðir. Alltaf
bar hann smyrsl á
sárin. Hann var góður
hlustandi og uppör-
vaði mig og sína. Mér
fannst ég oft svo lítil
svo ég þurfti svo
sannarlega á því að
halda. Hann var mik-
ill heimilisvinur okkar
og tók hann manni
mínum vel og börnum.
Alltaf var hann að
gleðja þau með nær-
veru sinni og gjöfum,
þær voru ekki skornar
við nögl frekar en
annað sem hann gerði
fyrir þetta heimili.
Úlli var vel gefínn, gat talað um
heima og geima. Þegar hann var
einhvers staðar í nánd var oft glatt
á hjalla. Hann gat verið meinfyndinn
og gefíð mikið af sér. Úlli var tungu-
málamaður mikill, sjálfmenntaður.
Hann talaði öll Norðurlandamálin
og þýsku. Auk þess talaði hann
mjög gott íslenskt mál sem unun
var að hlusta á, því orðaforðinn var
svo mikill. Enskan var eins og hans
annað tungumál. Úlli átti marga
vini en ekki marga útvalda. Hann
var fastur í trúnni, enda naut kirkj-
an hans þess í ríkum mæli. Hann
tók þátt í guðsþjónustu páfans þeg-
ar hann kom hingað.
Hann kunni að gleðjast með öðr-
um. Þegar hann vissi að ég var sest
á skólabekk, hafði ég nú ekki mikla
trú á sjálfri mér, kona komin á
fimmtugsaldur. Þá sagði hann mér
að hann hefði alltaf haft trú á mér.
Síðan þegar ég fór að kenna sagð-
ist hann alltaf hafa vitað að ég
gæti þetta. Svona var Úlli alltaf,
að gefa öðrum sjálfsálit. Það voru
ekki ófáar ferðimar sem hann bauð
fjölskyldunni út úr bænum og til
útlanda. Við gleymum ekki ferðinni
sem hann bauð okkur á Snæfells-
nesið og út í Flatey. Við gistum í
húsi Ólafs Torfasonar, sé honum
ævinlega þökk fyrir. Fréttin um
andlát Úlla kom okkur öllum á
óvart. Mér fannst heimilið lamast.
Úlli kvæntist Guðrúnu Helgu 5.
október 1982. Ekki versnaði sam-
bandið við það, þau voru oft gestir
okkar. En svo fór heilsunni að
hraka. Þau gátu ekki verið við ferm-
ingu dóttur minnar í vor. Það var
sárt. En síminn var oft notaður þeg-
ar ekki var hægt að hittast.
Dosla mín, sorg þín er mikil. Ég
bið Guð að styrkja þig, þú hefur svo
margt að þakka.
Guð geymi minninguna um elsku-
legan mann.
Við getum sungið, gengið um.
Gleymt okkur hjá blómunum.
Ef rokkvar, ráðið stjömumál,
gengið saman hönd í hönd.
Hæglát farið nið’rá strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
(Vilhj. Viihj.)
Þín vinkona,
María.
Við Úlli kynntumst ungir að árum
í barnaskóla og vorum mikið saman
á unglings- og táningsaldri, m.a. í
skátahreyfíngunni og í ferðalögum
með félögum okkar þar. Attum við
margar skemmtilegar stundir sam-
an þessi ár og mörg sameiginleg
áhugamál eins og hljómlist, ljóða-
lestur, erlend tungumál og margt
fleira, enda var hann vel gefínn,
skemmtilegur og fróður og með
skopskynið í lagi. Hann var einn
af þeim fyrstu hér á landi sem lærði
offsetprent og varð það ævistarf
hans.
Eftir að við vorum komnir á full-
orðinsárin hittumst við sjaldnar eins
og gengur, en nú seinni árin hitt-
umst við öðru hvoru og rifjuðum
upp gömul kynni og skopleg atvik.
Heimsótti ég hann öðru hvoru í off-
setprentsmiðju hans sem hann rak
lengi og eins komu hann og Guðrún
kona hans í heimsókn. En eins og
oft vill verða voru samfundirnir nú
síðustu árin færri en við hefðum
MORGUNBLAÐIÐ
ANDREA HELGA
ING VARSDÓTTIR
OG ÁMUNDI
EYJÓLFSSON
MINNINGAR
kosið. En alltaf var hann sami trúi
og tryggi vinurinn.
Nú við hið skyndilega fráfall hans
vottum við Ingibjörg kona mín Guð-
rúnu eiginkonu hans, bræðrum hans
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Friðþjófur Björnsson.
í dag fer fram frá Kristskirkju í
Landakoti útför Ólavs M. Hansens
offsetprentara sem lést 4. þ.m. Ka-
þólski söfnuðurinn hér kveður þar
góðan vin og traustan félaga í safn-
aðarstarfi kirkjunnar.
Kynni okkar Olavs hófust eftir
að hann og kona hans, Guðrún Helga
Carlsdóttir (Dósla), gengu í kaþólsku
kirkjuna. Það skref steig hann eftir
nána yfírvegun og um það má segja
eins og um annað sem hann aðhyll-
ist, að hann hvikaði ekki frá þeirri
ákvörðun sinni og stóð heill og
óskiptur með kirkjunni upp frá því.
Allt hringl og tvískinningur var hon-
um íjarlægt. Fyrir honum voru stað-
reyndir staðreyndir og sannleikur
sannleikur, hvað sem hver sagði.
Væri rætt um þau mál sem skiptu
hann miklu máli, lét hann álit sitt í
ljós án alls ofstækis og áróðurs,
hann var bara að segja frá stað-
reyndum og ef menn féllust ekki á
hans sjónarmið, var það þeirra mál,
hann reyndi aldrei að troða sínum
skoðunum upp á aðra en hann sagði
oftar en einu sinni að sumir menn
tryðu ekki á tilveru loftsteina fyrr
en þeir féllu á höfuðið á þeim. Á
þann hátt sagði hann að jafnvel
frammi fyrir staðreyndum höfnuðu
menn þeim, þangað til þeir rækju
sig á.
Olav gekk fijótlega í Félag kaþ-
ólskra leikmanna og varð þar virk-
ur. Hann var ekki einn þeirra manna
sem trassaði athafnir félags síns eða
þagði þunnu hljóði á fundum. Hann
féllst á að taka sæti í stjórn félags-
ins þegar við fórum þess á leit við
hann og var lengst af ritari þess.
Auk þess átti hann sæti í stjóm
Þorlákssjóðs frá upphafi hans. Sá
sjóður hefur með höndum útgáfu
bóka á vegum kaþólsku kirkjunnar.
Þessi störf innti hann af hendi af
þeirri óbilandi trúmennsku sem virt-
ist vera honum meðfædd.
Olav var mikið snyrtimenni og
hafði óbeit á öllum sóðaskap. Eitt
sinn þegar við vorum staddir í smá-
borg í Þýskalandi, þar sem götur
voru svo hreinar að ganga hefði
mátt um þær á sokkunum, sagði
hann sposkur: „Hvernig er það, hafa
þeir ekkert gaman af glerbrotum í
þessari borg?“
Honum fannst, eins og fleirum,
að slaknað hefði óskemmtilega á aga
og mannasiðum í íslensku þjóðfélagi
síðastliðna áratugi, margir aðhyllt-
ust nú einhvers konar félagslegan
anarkisma sem meira væri í ætt við
frumskógarlíf en samfélag siðaðra
manna. Taldi hann að þessi hnignun
hefði orðið áberandi um líkt leyti og
menn lögðu niður þéringar. Þéringar
hefðu verið æskilegur virðingarvott-
ur í umgengni við fullorðið fólk sem
maður þekkti ekki og heppilegur
skilveggur til að halda frá sér þeim
mönnum sem mann langaði ekki til
að hafa neitt saman við að sælda. í
flestu þessu ég var honum sammála
þótt mér fyndist hann stundum vera
stefnufastur um of. En kannske er
heilbrigð stefnufesta eitt af því sem
við mættum eiga meira af.
Um þessi mál ræddum við oft,
ýmist í bílnum hans sem ég skemmdi
einu sinni með því að opna á honum
hurðina þegar hann bakkaði aftur
með Ijósastaur, eða yfír tebolla
heima hjá mér eða honum. Okkur
skorti aldrei umræðuefni og í hvert
skipti sem við skildum fundum við
hversu margt við áttum eftir órætt.
Nú er tækifærunum til þeirra um-
ræðna lokið í bili en sé það rétt sem
við höfðum alltaf fyrir satt, bíða
okkar ný tækifæri til að skiptast á
skoðunum, jafnvel deila, handan við
landamærin. Og til þeirra endur-
funda hlakka ég.
Eftirlifandi konu hans, bræðrum
og öðrum ættingjum, votta ég inni-
legustu samúð mína og bræðra okk-
ar og systra í kaþólsku kirkjunni.
Hittumst heilir, Úlli, í hinu nýja
ljósi.
Torfi Ólafsson.
+ Andrea Helga
Ingvarsdóttír
húsmóðir fæddist í
Hafnarfirði 3. sept-
ember 1910. Hún
lést 21. apríl 1986.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ingvar
Guðmundsson, sjó-
maður, og Guðrún
Andrésdóttir, sem
búsett voru í Hafn-
arfirði. Hún átti
þrjú hálfsystkin
samfeðra, Þorgils,
bankafulltrúa í
Reykjavík, Guð-
mund, skipstjóra í Reykjavík
og Rebekku, húsmóður í Hafn-
arfirði. Alsystkini hennar voru
Unnur, húsmóðir í Reykjavík,
Ingunn, húsmóðir í Hafnarfirði
og Ingólfur Halldór, sem lést
ungur. Ámundi Eyjólfsson
húsasmíðameistari fæddist i
Bjólu í Djúpárhreppi, Rangár-
vallasýslu, 29. september 1906.
Hann lést 2. september síðast-
liðinn. Foreldrar hans voru
hjónin Eyjólfur Ámundason og
Ingibjörg Tómasdóttír. Þau
fluttust til Hafnarfjarðar árið
1919. Hann átti tvö systkin sem
upp komust, Jóhönnu Margréti,
sem lést ung og Ingigerði, hús-
móður í Hafnarfirði.
HANN afi okkar er dáinn. Á slíum
tímamótum, þegar hjarta okkar er
fullt af söknuði, rifjast upp minn-
ingar frá þeim tíma þegar hús
ömmu og afa á Hamarsbraut 12
var iðandi af lífí og fjöri. Á Hamrin-
um kom fjölskyldan gjarnan saman.
Þar var alltaf tekið vel á móti öllum
og sóttum við barnabörnin mikið
þangað.
Amma fylgdist vel með öllu sem
var að gerast í lífi okkar. Amma
var einstök kona og hún hafði gott
lag á börnum og talaði alltaf við
okkur sem sína jafningja. Þegar við
komum í heimsókn á Hamarinn,
settumst við hjá ömmu og sögðum
henni hitt og þetta sem á dagana
hafði drifíð og hlustaði hún af at-
hygli og alvöru líkt og verið væri
að segja henni heimsfréttir. Þetta
hafði góð áhrif á lítil kríli sem fengu
það á tilfinninguna að þau væru
kannski örlítið fullorðin.
Síðar komumst við að því að
amma hafði mjög ákveðnar skoðan-
ir á lífínu og tilverunni. Hún hafði
mjög ákveðnar pólitískar skoðanir
og lét ekki kveða sig í kútinn ef
henni var mótmælt. Hún hafði mik-
inn áhuga á skólagöngu okkar son-
ardætranna og hvatti okkur áfram.
Hún hefði sjálf viljað læra þegar
hún var á sínum yngri árum, en
gafst þess ekki kostur. Hún varði
miklum tíma með okkur, enda var
hún mikil og góð vinkona okkar
allra. Við vorum alltaf velkomnar á
Hamarinn.
Árið 1985 veiktist amma okkar
alvarlega og var hún rúmliggjandi
á spítala í níu mánuði, þar til hún
lést 1986. Allan þann tíma sem hún
lá á spítalanum var afí hjá henni.
Afi hætti að vinna til að geta verið
hjá ömmu öllum stundum. Hvort
sem það voru hátíðar eða ekki stóð
afí eins og klettur við hlið ömmu.
Slík var tryggðin við hana. Þegar
hún svo lést var hún mikið syrgð
af fjölskyldu og vinum, en þó mest
af afa. Amma og afí höfðu misst
yngsta soninn, Eyjólf, árið 1985,
þannig að nú var svo komið að afi
var einn eftir í húsinu á Hamars-
braut. Afi komst í gegnum sorgina
með hjálp trúarinnar. Hann var
mjög trúaður maður og efaðist ekki
um að hann myndi hitta Eyva og
ömmu á ný.
Amundi og Helga gengu í
hjónaband hinn 6. janúar 1934.
Þau eignuðust þijá syni. Þeir
eru, Gunnar, verkfræðingur,
fæddur 30. október 1934, Ing-
ólfur Halldór, skipasmíðameist-
ari, fæddur 22. desember 1936
og Eyjólfur Ingi, skipatækni-
fræðingur, fæddur 25. ágúst
1952, lést af slysförum 30. mars
1985. Gunnar er kvæntur Auði
Skúladóttur, læknafulltrúa,
Ingólfur Halldór er kvæntur
Ragnheiði Sigurbjartsdóttur,
starfsmanni í Víðistaðaskóla,
Eyjólfur var ókvæntur. Útför
Ámunda fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag.
Afí varð tíður gestur á heimilum
okkar og foreldra okkar eftir að
amma lést. Við fengum nú dýr-
mætt tækifæri til að kynnast afa
betur. Hann hafði, eins og amma,
ákveðnar skoðanir og lét þær óspart
í ljós og hafði gaman af að ræða
þær. Margar skemmtilegar sam-
ræður spunnust oft í eldhúsinu
heima um hitt og þetta sem var að
gerast í heiminum. Afi var pólitísk-
ur og var virkur í starfí Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði. Árið 1990
var afi gerður að heiðursfélaga í
Þór, félagi sjálfstæðismanna í laun-
þegastétt, en þar hafði hann starfað
frá stofnun félagsins árið 1939.
Afi hafði alltaf haft mjög gaman
af íþróttum og æfði hann til að
mynda glímu sem ungur maður.
Hann var alltaf við góða heilsu og
hélt henni fram á síðasta dag. Afi
var alla tíð duglegur og kraftmikill
maður. Síðustu ævidagana sem
hann dvaldi á spítalanum einkennd-
ust af þessum sama krafti og dugn-
aði. Hann kvartaði aldrei og vildi
ekki að við hefðum áhyggjur af
honum. Hann var sáttur við líf sitt
og hlakkaði til að komast til ömmu
og Eyva, sem hann hafði saknað
svo lengi. Við huggum okkur við
það að nú eru þau saman á ný.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið tækifæri til að njóta sam-
verustunda með ömmu og afa og
minningin um þau eru okkur kær.
Auður, Þuríður, Aldís,
Helga, Eygló og Elísa.
Ég kynntist Ámunda vini mínum
fyrir tæplega fimm árum og urðum
við strax góðir vinir. Þó að það
væru 60 ár á milli okkar gátum við
talað saman um allt milli himins
og jarðar. Við áttum líka margt
sameiginlegt, eins og að vera báðir
miklir íþróttamenn, hafa áhuga á
bæjarmálum, hafa verið á sama bæ
í sveit, fínnast maturinn á Miðvangi
79 alltaf frábær og báðir höfðum
við einstaklega gaman af hundinum
Tinnu.
Ámunda var mjög hugleikið að
ræða bæjarmálin og hafði hann
mjög ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum. Stundum vorum við
ekki sammála, þó það væri nú
sjaldnar en hitt. Það kom fyrir að
mér fannst hann full einstrengings-