Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tilraun og
listsköpun
KOLBEINN Bjarnason, Daníel Þorsteinsson og Guðni Franzson.
TONLIST
Kjarvalsstaðir
KAMMERTÓNLIST
Kammertónlist eftir Leif Þórarins-
son, Hjálmar R. Ragnarsson, Lind-
berg, Femeyhough og Lachen-
mann. Flytjendur Kolbeinn Bjarna-
son, Guðni Franzson, Bryndís Halla
Gylfadóttir og Daníel Þorsteinsson.
Laugardagur 10. sept. 1994.
CAPUT hópurinn hefur staðið fyr-
ir röð tónleika, á Kjarvalsstöðum, þar
sem tekist hefur verið á við flutning
nokkurra tilraunaverka, auk hefð-
bundinna nútímaverka. í vandaðri
efnisskrá, undir fyrirsögninni, „Ég
er loksins farinn að tónlist", sem er
tilvitnun höfð eftir John Cage, eru
greinar um tónlist, er af spunnust
skrif í Morgunblaðinu fyrir skömmu,
þar sem fjallað var um vandamál
nútímatónlistar og ósanngjarna
gagnrýni. Það mun ekki vera á færi
nokkurs manns að staðhæfa hvað
sé list og þaðan af síður hvort um
er að ræða blekkingu. Blekkingin
getur leitt til skarprar niðurstöðu,
eins og „sannaðist" með sögunni um
„Nýju fötin keisarans". Nýju fötin
eru staðreynd og áhrif þeirra voru
meiri en þó keisarinn hefði verið al-
klæddur með mikilli prýði og stóru
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn
LJÓTI STRÁKURINN
BUBBY „BAD BOY
BUBBY“ ★ ★ ★
Leiksljóm og handrit: Rolf de Heer.
Aðalhlutverk: Nicholas Hope, Claire
Benito, Ralph Cotterill, Carmel John-
son og Paul Philpot. IntraFilm. 1993.
ÁSTRALSKAR bíómyndir eru
sjaldséðar orðnar hér í kvikmynda-
húsunum eftir að nýbylgjan ástr-
alska leið undir lok. Grínarinn
Paul Hogan er orðinn helsti full-
trúi ástralskrar kvikmyndagerðar
seinni árin. Ungum áströlskum
leikstjórum hefur þó tekist að
vekja athygli hin seinustu ár eins
og Geoffrey Wright, sem gerði
hina umdeildu og áhrifamiklu nýn-
asistamynd „Romper Stomper",
og Rolf de Heer sem gerði mynd-
ina Ljóti strákurinn Bubby í Regn-
boganum. Hvernig mynd er það?
ímyndið ykkur að Kaurismaki-
bræðumir finnsku hafi gert sam-
bland af „Being There“ og Kaspar
Hauser í Ástralíu og þá hafið þið
einhveija hugmynd út á hvað Ljóti
strákurinn gengur. Hún hefur allt
til að bera í sérstaka og skemmti-
lega „cult“-mynd.
Hún byijar í viðbjóðslegri rottu-
holu þar sem hinn 35 ára gamli
Bubby býr með móður sinni. Hún
hefur aldrei hleypt honum út fyrir
hússins dyr en lemur hann og ber
fyrir minnstu yfirsjónir og sefur
svo hjá honum á kvöldin. Hún
hefur logið því að honum að utan-
dyra sé andrúmsloftið banvænt og
setur á sig gasgrímu í hvert sinn
sem hún fer út. Dag einn knýr
faðir Bubby dyra, sem ekki hefur
látið sjá sig í 35 ár, og verður þá
líf Bubby jafnvel enn ömurlegra.
Lýkur þeim viðskiptum þannig að
Bubby kæfir óafvitandi báða sína
prjáli. Eðli tilrauna og fjarleitar
byggist á könnun ósannaðra fyrir-
bæra og jafnvel þó tilraun heppnist
að því leyti, að eitthvað nýtt hafi
komið í Ijós, sannar hún ef til vill
ekki annað en tilvist hugmyndarinn-
ar og jafnvel að nýviðir hennar séu
í raun og veru vaxnir af gömlum
stofni. Leitin að „frumleikanum“
hefur leitt marga listskapendur út í
„eyðimörkina", er um síðir hafa þó
snúið ti! baka, því í auðninni gengu
þeir í gegnum endurmat hugmynd-
anna, án þess þó að finna nokkra
lausn, enda þýddi slík lausn endalok
listsköpunarinnar. Frumleikaleitin
ber í sér þverstæðu, því lausn hennar
leiðir af sér ófrumlega endurtekn-
ingu en þegar tínd verða saman þau
sprek, sem til hafa fallið, mun verða
ljóst, að leitin var þrátt fyrir all ár-
angursrík. í blaðaskrifum um Caput-
tónleikanna var nokkuð slegið til
gagnrýnenda og er það skiljanlegt
en svo sem allt er leyfílegt í listum,
á allt að vera leyfilegt í afstöðu til
lista og þannig er það, þó mörgum
sjáist yfir það atriði. Ef á að vera
til alrými fyrir listsköpunina, verður
það einnig að gilda fyrir skoðanir
manna en þær eru, eins og allt sem
maðurinn fæst við, reistar á reynslu
og menntun hvers og eins. Einhvers
staðar stendur skrifað að sá sem
segist hafa fundið Sannleikann sé
foreldra með plastfilmu og heldur
út í heim.
Þetta er aðeins grunnurinn að
enn einni sögunni af manninum
sem upplifir alla kosti og galla
nútímans eins og smábarn laus
við þekkingu, gildismat og siðferð-
isþroska. Hann gæti verið frá
Mars. Um leið og Bubby kynnist
ruglingslegu samfélaginu og lagar
sig að því eftir bestu getu með
tilheyrandi árekstrum verður hann
nokkurskonar gúru eða leiðtogi
og hleypir af stað nýrri tísku með
því einu að herma eftir því sem
hann sér og heyrir. Því þrátt fyrir
viðbjóðinn og óeðlið í upphafinu
er hér merkilegt nokk mannvæn-
leg og falleg og stundum spaugileg
saga á ferðinni um þyrnum stráða
braut hins misnotaða einfeldings
til betra lífs. Blótsyrðaflaumur og
mannvonska einkennir mikið það
líf sem hann kynnist utandyra
nema hann kemst ásamt öðru í
samband við ómerkilega hljóm-
sveit og verður vítamínsprautan
sem hún þarfnast með því einu
að apa eftir mannvonskunni sem
á leið hans hefur orðið og túlka
þannig heiminn sém við lifum í.
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn gefur athyglisverða mynd
af kulda og ömurleika stórborgar-
lífins í Ástralíu frá sjónarhóli ein-
feldingsins og Nicholas Hope gæð-
ir Bubby lífí með frábærum leik
og túlkar eftirminnilega mann sem
hefur það eitt haldreipi að herma
eftir því sem við hann er sagt og
gert. Hann stjórnast af frumhvöt-
unum einum og Hope tekst stund-
um að minna á refslegan leik Jack
Nicholsons þegar hann er í versta
hamnum. Ljóti strákurinn Bubby
er kannski í lengsta lagi en hún
er alltaf áhugaverð, stundum
næstum óbærileg í ljótleikanum
og sannarlega öðruvísi valkostur
þeim sem aldir eru upp á Holly-
woodmyndum.
Arnaldur Indriðason
lygari og þegar sá hinn sami taki
að boða þennan „sannleika" sinn, sé
hann hættulegur. í höll listagyðjanna
eru margar vistarverur og þar finna
allir sér stað, hver eftir sínum smekk
og þörfum en enginn hefur þann
rétt að telja sig öðrum meiri eða eiga
tilkall til meira rýmis en aðrir sem
þar hafa leitað skjóls undan gjöming-
um framvindunnar. Fyrirsögn Caput-
tónleikanna sl. laugardag var „í
skugga rómönsunnar“ og hófust tón-
leikarnir á Lago y largo, ellefu ára
„gömlum“ þríleik eftir Leif Þórarins-
son, góðu verki, sem var afburða vel
flutt af Guðna, Kolbeini og Daníel.
Útþættir þessa verks eru byggðir á
mjög hægferðugu tónferli en millum
þeirra er tekist á, bæði í styrk og
tónfléttum. Segja má að verkið sé
hugleiðing, er hefst á sakleysislegum
TONLIST
llótcl Saga
JAZZ OF C-H-O-R-S.
KOMBÓ ELLENAR
KRISTJÁNSDÓTTUR Á
RÚREK 9. SEPTEMBER
1994
Flytjendur: Sigurður Flosason alt-
saxófónn og bassaklarinett, Eyþór
Gunnarsson flygill, Ulf Adáker
trompet, flygilhorn, Bjarne Roupé
gitar, Fredrik Lundin tenórsaxó-
fónn og flauta, Carl Mortenn Ivars-
en kontrabassi og Jukkis Uotila
trommur.
Ellen Kristjánsdóttir söngur, Eð-
varð Lárusson gítar, Þórður
Högnason kontrabassi og Birgir
Baldursson trommur.
NORRÆNI septettinn Jazz of
C-H-O-R-S hóf tónleikana á lagi Sig-
urðar Flosasonar Þegar öllu er á
botninn hvolft, harð- eða hraðboppi
sem hljómsveitarstjórinn Ulf Adáker
fann sig vel í enda lék hann það með
Sigurði, Eyþóri og félögum á diskn-
um Gengið á lagið í fyrra. Gaman
var að heyra í einum fremsta kontra-
bassaleikara Norðmanna, Carl Mort-
en Ivarsen, sem gaf tónlistinni djúpa
fyllingu.
Einnig voru flutt verk eftir Roupé
og Adáker sem eru gríðarlega ólíkir
tónsmiðir. Roupé er mun nútímalegri
í hugsun en Ádáker sækir meira í
hefðina, einkum bíboppið. í Light and
Dark eftir Roupé lék sænskættaði
Daninn úr Stórsveit danska útvarps-
spumingum, sem snúast upp í tilfinn-
ingaþrungin átök og enda um síðir
í eins konar sátt. Annað viðfangsefni
tónleikanna var flautueinleiksverk,
Cassandra Dream Song, eftir Fer-
neyhough, sem Kolbeinn lék mjög
vel. Verkið er samið 1970 og v&r á
þeim tíma nokkur nýung varðandi
tónmyndunartækni á flautu og
vandamá! er varðaði nótnaritunar-
tæknina og útfærsluskilning flytj-
enda. Mikið hefur verið fengist við
sams konar tæknibrellur og teljast
þær ekki lengur til tilrauna. Eftir
stendur lipurlega samið verk, sem
er ekki lengur „tilraun" og hvað
varðar tónrænt innhald, heldur í rýr-
ara lagi. Steamboat Bill Junior, heit-
ir verk eftir fínnska tónskáldið
Magnus Lindberg og var það samið
1990, fyrir klarinettu og selló. Verk-
ins hugleiðslukenndan sóló og sándið
minnir ekki svo lítið á John Aber-
crombie. And More eftir Adáker er
falleg ballaða og Sigurður og höfund-
urinn fléttuðu flóknar línur. Þrátt
fyrir það var lagið einhvem veginn
ofskrifað eða ofsamið og vantaði
brodd eða einfaldlega frumkraft villi-
mennskunnar til að það næði flugi,
full akademískt.
Fredrik Lundin hafði sig lítið í
frammi fyrri hluta tónleikanna en
flutt voru eftir hann tvö lög. Það
fyrra var í frjálsum stíl en það seinna,
Lasses vals var eins og nafnið bend-
ir til í minningu sænska baritónsaxó-
fónleikaranum Lars Gullin. Persónu-
leg og falleg tónsmíð.
Tónleikar Jazz of C-H-O-R-S voru
til marks um háan gæðastandard
norrænna djasstónlistarmanna en
það vantaði sárlega neista og örlitla
brjálsemi hugans til þess að hægt
sé að hrópa þrefalt húrra.
Framlag Kombós Ellenar Krist-
jánsdóttur sem lék á undan norrænu
sveitinni verður að teljast heldur
klént. Tónlist Kombósins er meira
popp- en djassættar. Lagasmíðamar
minntu furðu mikið á lög Bjarkar
Guðmundsdóttur og ekki dró einfald-
ur trommuleikurinn og söngur Ellen-
ar úr þeirri tilfínningu að verið væri
að sækja í smiðju Bjarkar. En i loka-
laginu, I feel so Sad(l) kvað við allt
annan tón, lagið svíngaði rosalega,
Eðvarð algjörlega villtur og heitur í
sínu sólói og Ellen á heimaslóðum
þegar hún skattaði. Mætti biðja um
meira af þessu og minna af hinu?
Guðjón Guðmundsson
ið er hefðbundið nútímaverk, mjög
vel samið og var það flutt með mikl-
um glæsibrag af Bryndísi og Guðna.
Ákveðið afturhvarf til kontrapunktí-
skra vinnubragða er ríkjandi í þessu
verki og tónmálið í heild sérlega
„instrumentalt". Annað tilraunaverk
tónleikanna var Dal niente eftir
Helmut Lachenmann. Verkið er sam-
ið „úr engu“ og eins og flytjandinn
Guðni Franzson sagði fyrir flutning
verksins. Er það samstofna þeim
hljóðheimi sem menn þekkja í út-
varpstækjum þegar leitað er eftir
réttri bylgjulengd. Hugsanlega má
alveg eins notast við upptöku á fyrir-
bærinu og vandséð hvaða listrænum
markmiðum er náð með því að reyna
slíka hljóðfæraeftirhermu, eða yfir-
leitt að búa til tónverk „úr engu“.
Guðni lék verkið á mjög sannfærandi
máta og það er einmitt afburðagóður
flutningur sem oft vill verða eina
afsökun þess að verk eru flutt, flutn-
ingur er gefur næstum hveiju sem
er „músiskt" innihald. Síðasta verkið
var eina rómansan á tónleikunum
og eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Þetta er átaksmikið verk og byggist
á sterkum andstæðum, ögrandi ofsa,
þar sem hljóðfærin eru þanin ti! hins
ýtrasta í styrk og tónstöðu og þar á
móti í veikum leik, sem oft fær á sig
blæ undirgefínnar og hlutlausrar
kyrrðar. Félagarnir Kolbeinn, Guðni
og Daníel léku verkið mjög vel en
þó var leikur Guðna áhrifamestur og
skapbrigðaríkastur. Rómansa Hjálm-
ars, Largóið eftir Leif og Hraðbátur-
inn hans Lindbergs, eru góðar tón-
smíðar og voru afburða vel fluttar,
sem og reyndar má einnig segja um
flutninginn á verkunum eftir Ferney-
hough og Lachenmann.
Jón Ásgeirsson
„Bænda-
kúltúr í
Hameelén“
BYGGÐASAFN Hafnarfjarð-
ar mun á morgun, miðviku-
dag, kl. 16.30, opna sýning-
una „Bændakúltúr í Hámee-
lén“ í Smiðjunni, Strandgötu
50. Sýningin kemur frá
Hámeenlinna sem er vinabær
Hafnarfjarðar í Finnlandi og
er hún farandsýning frá
Hámeenlinnan Kaupungin Hi-
storiallinen Museo.
Sýningunni er ætlað að
varpa ljósi á sögu og menn-
ingu bændasamfélagsins í
Hámeenlén, eins og það var
fyrr á öldum. Á sýningunni
eru munir frá 19. öld og fyrri
hluta þessarar, er tengjast
daglegu lífi sveitafólks á þessu
svæði. Sýningin verður opin
alla daga kl. 13-17 fram til
19. október.
Sigurðar
Nordals fyr-
irlestur
DR. HUBERT Seelow, pró-
fessor við Erllangen-háskóla í
Þýskalandi, flytur opinberan
fyrirlestur um almúgabækur
í boði stofnunar Sigurðar Nor-
dals miðvikudaginn 14.
september, á fæðingardegi dr.
Sigurðar Nordals. Fyrirlestur-
inn hefst kl. 17.15 í Norræna
húsinu.
Fyrirlesturinn nefnist
„Volksbiicher - folkboger -
almúgabækur: Þýskar met-
sölubækur fyrri tíma á norður-
slóðum" og verður fluttur á
íslensku.
Hubert Seelow er kunnur
af rannsóknum sínum á ís-
lenskum fornbókmenntum og
þýðingum á íslenskum bók-
menntum á þýsku. Hann vinn-
ur nú að rannsóknum og út-
gáfu á þýskum almúgabókum
í íslenskum þýðingum frá 17.
og 18. öld og nýtur til þess
Styrks Snorra Sturlusonar.
Bubby heldur
út í heim
Morgunblaðið/Kristinn
ELLEN Kristjánsclóttir og kombóið hennar lék í Súlnasal á RúRek.
Fagmennskan og
brjálsemi hugans