Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Antonio Ruberti frá framkvæmdastjórn ESB Gagnkvæmur hagur af vísindasamstarfi PRÓFESSOR Antonio Ruberti, vara- forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, segir að íslendingar hafi margt fram að færa í samstarfi Evrópuríkja um vísindarannsóknir og þróunarstarf. ESB og ísland hafí gagnkvæman hag af þessari sam- vinnu. Ruberti er hér á Iandi í opin- berri heimsókn til viðræðna við mennta- og vísindamálayfirvöld, en hann fer með vísinda-, tækni-, mennta- og æskulýðsmál í fram- kvæmdastjóminni. Ruberti, sem er fyrrverandi rektor Rómarháskóla og menntamálaráð- herra Italíu, ræddi í gær meðal ann- ars við Ólaf G. Einarsson mennta- málaráðherra og fulltrúa Vísindaráðs um þátttöku Islendinga í fjórðu rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróunarmál. Áætlunin er stærsta samvinnuverkefni Evrópuþjóða á þessu sviði. Samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði, sem tók gildi um seinustu áramót, veitir íslending- um tækifæri til þátttöku í þessari áætlun. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Vísindaráðs, sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var að loknum fundum með fulltrúum ESB í gær, að þátttaka í fjórðu rammaáætluninni fæli í sér að íslend- ingar greiddu í sameiginlegan sjóð til að kosta rannsóknaverkefni, sem unnin eru í samvinnu evrópskra vís- indamanna. Fjárveitingar úr sjóðnum á þeim fjórum árum, sem áætlunin tekur til, yerða um 100 milljarðar króna, en íslendingar greiða um 90 milljónir á ári. íslenzkir vísindamenn og fyrirtæki geta síðan sótt um vís- inda- og þróunarstyrki úr sjóðnum. Áhrif koma þægilega á óvart „Samkvæmt EES-samningnum höfum við átt kost á að hafa nokkuð um það að segja á hvaða þáttum verður tekið í rammaáætluninni," sagði Vilhjálmur. „Ég verð að segja að þótt við höfum verið uggandi um að hafa lítil áhrif vegna þess hvað við erum fá, kom það þægilega á óvart hversu mikið tillit var tekið til sjónarmiða íslands. Af þeim undirá- ætlunum, sem við höfum áhuga á, skírskota um 75% forsendna beinlín- is til hluta, sem íslenzkir vísindamenn eru að fást við. Það kemur líka á óvart hversu vel fulltrúar Evrópu- sambandsins gera sér grein fyrir því hvar við erum sterk og hvar veikleik- ar okkar liggja vegna smæðarinnar. Þeir átta sig á að smásamfélagið hefur ýmsa kosti fram að færa. Náin tengsl eru milli vísindastarfs, tækni- vinnu og nýtingar í samfélaginu og þeir bentu á að það gæti komið sér vel að ísland gæti í þessu efni verið nokkurs konar tilraunastofa, þar sem Morgunblaðið/Kristinn PRÓFESSOR Antonio Ruberti, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og yfirmaður vísinda-, tækni-, mennta- og æskulýðsmála hjá sambandinu, ásamt Ölafi G. Einarssyni menntamálaráðherra á blaðamannafundi á Hótel Islandi í gær. reynt er að þróa aðferðir og nýta tæknina til margvíslegs gagns.“ Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði aðspurður að líklegt væri að Islendingar fengju mun meiri styrki til rannsóknarverkefna en sem næmi framlaginu í vísindasjóð ESB. Það færi þó talsvert eftir því að menn væru duglegir að sækja um styrki til verkefna, sem þættu fýsileg í Ijósi rammaáætlunarinnar. íslendingar hafa mikið fram að færa Prófessor Ruberti sagði að hann og fylgdarlið hans hefðu á íslandi öðlazt aukinn skilning á málaflokk- um, þar sem rannsóknir væru afar mikilvægar. Hann nefndi þar um- hverfismál, jarðhita, hafrannsóknir og fiskeldi. „Á öllum þessum sviðum hafa Islendingar mikið fram að færa í samstarfi við Evrópusambandið. Góð samskipti byggjast ávallt á gagnkvæmu framlagi og báðir hafa hag af samstarfinu.“ Prófessor Ruberti sagði helzta styrk vísindarannsókna í Evrópu vera hversu fjölbreyttar þær væru, og að þar bættu rannsóknir sérhvers ríkis vinnu annarra upp. „Þess vegna skiptir máli að kynnast og tala sam- an. Það gerir okkur kleift að skipt- ast á skoðunum, hugmyndum og reynslu og nýta betur ávinning rann- sókna,“ sagði hann. Morgunblaðið spurði prófessor Ruberti hvort framkvæmdastjóm ESB myndi beita sér fyrir því að aðgangur íslendinga að mennta- og rannsóknastofnunum og þátttaka þeirra í rammaáætlunum sambands- ins héldust óbreytt ef svo færi að EES-samningnum yrði breytt í tví- hliða samning íslands og Evrópu- sambandsins. Hann sagði að málið hefði verið rætt á fundi hans með Ólafí G. Einarssyni og ljóst væri að staða íslands breyttist ekki. Sú breyting yrði á samstarfinu að full- trúar þeirra EFTA-ríkja, sem gengju í ESB, myndu öðlast atkvæðisrétt í nefndum og ráðum sem stjómuðu samstarfinu, en íslendingar hefðu áfram áheyrnarfulltrúa. Sameigin- legur vinnuhópur EFTA og ESB um rannsóknir og þróunarstarfsemi myndi starfa áfram, að minnsta kosti um nokkurt skeið, á meðan þau ríki, sem ákvæðu að ganga í sambandið, væm að aðlagast starfi þess. Pastaneysla á íslandi 1985-93 Annað pasta Fyllt pasta Ófyllt og ósoðið pasta Ósundurliðað 1985-87 Tonn 600 500 400 300 200 100 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Pastaneysla Islendinga hefur aukist um 333% á níu árum Ný verksmiðja tekin til starfa NÝ pastaverksmiðja er tekin til starfa hér á landi. I verksmiðjunni, sem rekin er af hlutafélaginu Ark hf., verður framleitt ferskt pasta fyrir innlendan markað og verður framleiðslan seld í veitingahús, stofnanir og matvömverslanir undir vöruheitinu Pastó Pasta. Ark hf. var stofnað 2. febrúar sl. með það að markmiði að hefja hér framleiðslu á fersku pasta. Framleiðslan er nú nýhafin, en að sögn Ragnars M. Kristjánssonar, eins af eigendum Arks, er enn ver- ið prófa bragðtegundir. „Við emm byijaðir að selja inn á stofnana- markaðinn og ef áætlanir okkar ganga eftir mun framleiðsla í veit- ingahús og matvömverslanir hefj- ast eftir einn til tvo mánuði,“ sagði Ragnar. Ark mun bjóða upp á hefðbundn- ar pastategundir og í framtíðinni mitá ® kynningarverði QQ Áðurkr. 69a7L- Núkr. ^ $ ,000• " er ætlunin að bæta við sósum, sal- ati ogjafnvel brauði. Að sögn Ragn- ars verður þó meginuppistaðan pasta sem pakkað verður í loftskipt- ar umbúðir þannig líftími þess verð- ur allt að 60 dagar. Þá er á pijónun- um að þróa sérhæft pasta úr mis- munandi hveititegundum ásamt pasta sem laust er við kólesteról. Nýjung hér á landi Eins og sjá má á meðfýlgjandi töflu hefur pastaneysla íslendinga aukist mjög undanfarin ár. Á síð- asta ári voru flutt til landsins 606 tonn sem er aukning um 333% frá árinu 1985.„Það má segja að á markaði hér sé nú eingöngu inn- flutt og þurrkað pasta,“ sagði Ragnar. „Verksmiðjuframleitt ferskt pasta er því nýjung hér á landi, en á öðmm Norðurlöndum er ferskt pasta um 10% af pasta- neyslunni. Til samanburðar má geta þess að á Ítalíu er ferska pastað um 30% af markaðnum. Þar er ár- leg meðalneysla á mann af þurrk- uðu og fersku pasta um 30 kg. samanborið við 2,3 kg. á íslandi." PRENTDUFT OG ÞJÓNUSTA FRÍ í 1 ÁR. Enginn upphitunartími. Ljósritar 4 síður á mínútu. Hentug bæði heima og á skrifstofunni. 50 blaða bakki. ZEq[[\ Guttormsson-Ffölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 Helstu söluaðilar: SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur. K Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAX FRÁ RICOH frá SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK SlMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 aco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.