Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 25
AÐSENDAR GREINAR
Orkuiitflutningxir
um sæstreng
Nauðsyn umræðu og stefnumótunar
NOKKUR undanfarin ár hafa
möguleikar á útflutningi raforku
um sæstreng verið til athugunar
og töluverð umfjöllun farið fram
um málið. Þær upplýsingar sem
fram hafa komið hafa verið nokkuð
misvísandi a.m.k. hvað varðar hag-
kvæmni, tímasetningar og um-
hverfisáhrif. Nauðsynlegt er að vit-
ræn umræða fari fram um þetta
mál.
Nokkrir erlendir aðilar hafa sýnt
málinu áhuga. Sem stendur eru við-
ræður við þá í þrenns konar farvegi:
(a) Iðnaðarráðuneytið hefur átt
viðræður við orkuyfirvöld í
Hamborg og var ráðherra (sen-
ator) þeirra mála í Hamborg
hér nýverið í heimsókn, eins og
vikið verður að síðar.
(b) Samstarf Reykjavíkurborgar
við nokkrar hollenskar rafveitur
um forkönnun á hagkvæmni
verkefnisins. Ný-
lega gerði Lands-
virkjun samning við
aðilana um að taka
þátt í hagkvæmn-
iathuguninni.
(c) Samstarfsviðræður
Landsvirkjunar við
Skoska vatnsorku-
fyrirtækið, m.a. um
ávinning af því að
samreka raforku-
kerfín í Skotlandi
og á íslandi.
Til þess að samræma
sjónarmið og viðræður
við erlenda aðila skipaði
iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra í 'febrúar sl.
ráðgjafarnefnd um sæ-
strengsmál undir for-
mennsku ráðuneytisstjóra iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytisins og með
fulltrúum frá stjórnum Landsvirkj-
unar og Markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytisins og Landsvirkjunar.
Upplýsingaöflun um
virkjunarkosti
Sérstakur starfshópur hefur unn-
ið að skýrslu um virkjunarkosti
norðan Vatnajökuls, en virkjun
þeirra vatna er væntanlega for:
senda stórútflutnings á raforku. í
ágúst sl. var skýrsla starfshópsins
— Virkjanir norðan Vatnajökuls —
gefín út. Undirtitill skýrslunnar —
Upplýsingar til undirbúnings
stefnumótun — segir glöggt hver
tilgangurinn með henni er, nefni-
lega sá að draga saman í einu riti
allt meginefni um þessa virkjana-
kosti þannig að hefja megi vitræna
umræðu um málið. Þar er ekki ver-
ið að komast að niðurstöðu eða taka
ákvörðun. Þvert á móti er bent á
allar helstu leiðir til nýtingar þess-
ara fallvatna, og bent á kosti þeirra
og galla. En til þess að einfalda
frekari umræðu er bent á tvær
meginleiðir sem frekari umræða
ætti að snúast um. Jafnframt út-
gáfu þessarar skýrslu var hafín
kynning á málinu með fundum á
Eiðum 18.-20. ágúst sl. þangað
sem boðið var þingmönnum Norð-
austurlands og Austurlands, sveit-
arstjórnarmönnum frá viðkomandi
hreppum, fulltrúum Náttúruvernd-
arráðs, náttúruverndar- og ferða-
mannasamtaka á svæðunum auk
blaðamanna. Ráðuneytið hyggst
halda slíkri kynningu áfram.
Stefnumótun á frumstigi
Erlendum viðmælendum um sæ-
strengsmál hefur ætíð verið gert
Ijóst að pólítísk umræða um þetta
stórmál sé enn á frumstigi, bæði
hvað varðar það hvort eða með
hvaða skilmálum íslendingar séu
reiðubúnir að selja orku úr landi
svo og varðandi ásættanlegar virkj-
analeiðir, m.a. vegna umhverfis-
þátta. Umfjöllun fjölmiðla að und-
anförnu og samþykktir ýmissa aðila
staðfesta þetta.
Á sl. ári kom út á vegum ráðu-
neytisins ítarleg skýrsla um sæ-
strengsmálið — Sæstrengur til Evr-
ópu. Þar kemur glöggt fram um
hvílíkar risaframkvæmdir er að
ræða. Þannig er áætlað að virkjan-
ir kosti um 150 milljarða kr. og
sjálfir strengirnir 110 til 220 millj-
arða kr. eftir því hvort farið er til
Skotlands eða meginlands Evrópu.
Það er því ljóst að slíkar stórfram-
kvæmdir eru utan fjárhagslegrar
getu landsmanna. Bein eða óbein
aðild útlendinga að fjármögnun
þeirra þyrfti því að koma til.
Greiðsla fyrir útflutta orku
Einnig er einsýnt að þjóðin er
ekki reiðubúin að selja raforku sem
hráefni úr landi fyrir
verð sem stendur að-
eins undir beinum
kostnaði vegna virkj-
ana og sæstrengja.
Að loknum stofnfram-
kvæmdum er rekst-
urskostnaður og
vinnuaflsþörf við
þessa starfsemi næsta
lítill þannig að orku-
salan skilaði þá litlu í
þjóðarbúið. Ef orkan
er aftur á móti nýtt
til orkufrekrar fram-
leiðslu innanlands yrði
verulega meira eftir í
þjóðarbúinu. Iðnaðar-
og viðskiptaráðherra
fól því Þjóðhagsstofn-
un að leggja mat á
Við þurfum að íhuga
hvort leggja skuli á
beint gjald fyrir nýtingu
orkulinda til útflutn-
ings, segir Sighvatur
Björgvinsson, eða
hvort virðisauki getur
fengist með öðrumóti.
þennan mismun á innlendum virðis-
auka annars vegar við notkun rafor-
kunnar til álbræðslu og hins vegar
við útflutning um sæstreng.
Augljóslega yrðu hreinar tekjur
þjóðarbúsins af rekstri álvers meiri
en af orkusölu um sæstreng. I hnot-
skurn er það niðurstaða Þjóðhags-
stofnunar að munurinn gæti numið
allt að 70 aurum á hvetja kílóvatt-
stund. Miðað við líklegt orkuverð í
Skotlandi samsvarar þessi mismun-
ur um 22-25% álagi á söluverð ork-
unnar. Til þess að glöggva sig á
heildarupphæðum í þessu sambandi
verður að hafa í huga að tvíþættur
sæstrengur, eins og hugmyndir hafa
verið um, getur flutt um 8-9 TWh
á ári. Fyrrgreindur mismunur í
hreinum tekjum samsvarar því um
6 milljörðum kr. á ári.
Það er skoðun mín að hugsanleg-
ir samningar um orkuútflutning
verði að hafa það að leiðarljósi að
fyrir slíkan útflutning þurfí að greiða
með einhverju móti í þjóðarbúið til
að jafna fyrrgreindan mun, a.m.k.
að verulegum hluta. Fyrirkomulag
slíkrar greiðslu þarfnast þó nánari
athugunar: M.a. þarf að íhuga hvort
lagt skuli á beint gjald fyrir nýtingu
orkuauðlindanna til útflutnings eða
hvort virðisauki getur fengist með
öðru móti. í því sambandi þarf og
að gæta ákvæða samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið.
Samþykkt ríkisstjórnarinnar
um virðisauka við orkusölu
Að tillögu minni samþykkti ríkis-
stjórnin á fundi sínum þann 26.
ágúst sl. eftirfarandi ályktun um
þetta efni:
„Ríkisstjórnin hefur fjallað um
hugsanlega nýtingu íslenskra orku-
linda til útflutnings á raforku um
sæstreng eða með öðrum hætti.
Ljóst er að slík nýting orkulindanna
skilar ekki sömu tekjum í þjóðar-
búið og beislun þeirra til orkufrekr-
ar framleiðslu. Rikisstjórnin markar
þá stefnu að því aðeins komi til
álita að selja orku beint úr landi
að slík orkusala skili sambærilegum
virðisauka og nýting orku til orku-
freks iðnaðar innanlands getur skil-
að þjóðarbúinu.
Jafnframt felur ríkisstjómin iðnað-
arráðherra að fylgja málinu frekar
eftir, m.a. að kanna hugsanlegt
fyrirkomulag slíks endurgjalds fyrir
nýtingu orkulinda og hvernig það
fái samrýmst þjóðréttarlegum
skuldbindingum. “
Áhugi i Hamborg
Eins og fyrr segir eru yfírvöld í
Hamborg meðal þeirra aðila sem
rætt hefur verið við. Áhugi þeirra
á orkukaupum er ekki hvað síst
vegna áforma þeirra að leggja niður
kjarnorkuver. Orku- og umhverfis-
ráðherra senatsins í Hamborg, dr.
Fritz Vahrenholt, var í vinnuheim-
sókn hér á landi í boði iðnaðarráð-
herra dagana 16.-20. ágúst s.l. til
að kynna sér möguleika okkar á
að bjóða raforku til útflutnings.
Ráðherranum var gerð grein fyrir
fyrrgreindri pólitískri stöðu máls-
ins, m.a. vegna þess að ekki liggi
fyrir hvers kyns og hve mikils virð-
isauka yrði krafist af orkuútflutn-
ingi. Lýsti ráðherrann skilningi á
þessum sjónarmiðum og taldi slíkt
orkugjald í fyllsta máta eðlilegt.
Nauðsyn stefnumótunar
Hugmyndir um útflutning raf-
orku um sæstreng eru enn á frum-
stigi og er ýmsum spurningum
ósvarað áður en taka má endanlega
afstöðu til málsins. Ljóst er þó að
með núverandi raforkuverði í Evr-
ópu eru áform um orkuútflutning
vart raunhæf, en flestir álíta að
raforkuverð muni hækka um eða
upp úr aldamótum ekki hvað síst
vegna krafna um lokun kjarnorku-
vera og skatta á brennsluorkuver.
Orkuútflutningur, ef af yrði, kall-
ar á nýjar stórvirkjanir og eru þá
mjög horft til virkjanakosta í fljót-
unum norðan Vatnajökuls. Umræð-
an um þær virkjanaleiðir, kosti
þeirra og annmarka, hefur ekki
verið markviss hingað tii.
Ekki er neitt sem kallar á ákvörð-
un alveg á næstunni í þessum tveim
málum, orkuútflutningi og stór-
virkjunum á Norðausturlandi. Á
hinn bóginn þarf að hefja mark-
vissa og málefnalega umræðu um
málið þannig að þjóðin og ráðamenn
séu reiðubúin þegar og ef tækifæri
til orkusölu býðst. Iðnaðarráðuneyt-
ið vill stuðla að umræðu um stefnu-
mótun í þessum efnum. í því skyni
hefur það látið gera fyrrgreindar
skýrslur um málin tvö og mun hafa
frumkvæði að frekari kynningu og
rökræðu.
Orkulindir okkar eru mikil auð-
lind. Samt eru þær ekki óþijótandi.
í heild dygðu þær til að sjá Lund-
únaborg fyrir raforku en heldur
ekki meir. Við verðum að halda
þannig á málum að orkulindimar
nýtist til sem mestra hagsbóta fyr-
ir þjóðina um leið og umhverfissjón-
armiða er gætt.
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
AEG þvottavélar
eru á um það bil
27.000* íslenskum heimilum
AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum
er næstalgengasta þvottavélategundin.
Yfir 85% þeirra, sem eiga A.ECl þvottavél, mundu vilja kaupa AECi aftur.
Hvað segir þetta þér um gæði A.EO þvottavéla? Eða AEG yfirleitt?
Þriggja ára ábyrgð
á öllumAEG þvottavélum
Allar AEG þvottavélar eru framleiddar í Þýskalandi.
AEG Lavamat 508
Vinduhraði 800 sn/min,
tekur 5 kg., sér hitavalrofi,
ullarforskrift, orkusparnaðar-
forskrift, orkunotkun 2,1 kwst
ó lengsta kerfi, einföld og
traustvekjandi. Kr. 75.149.
Stgr. kr. 69.889.
AEG Lavamat 920
Vinduhraði 700/1000 +
áfangavindingu, tekur 5 kg.,
sér hitavalrofi, sérstök
ullarforskrift, orkusparnaðar-
forskrift, UKS kerfi (jafnar tau
í tromlu fyrir vindingu),
sér hnappur fyrir viðbótarskolun,
orkunotkun 2,0 kwst á lengsta
kerfi.Kr. 88.765 Stgr. 82.551.
Umbobsmenn um land allt
’Samkvæmt markaðskönnun
Hagvangs í des. 1993.
AEG Lavamat 9451
Vinduhraði 700/1000/1200 +
áfangavinding, tekur 5 kg.,
sér hitavalrofi, sérstök
ullarforskrift, orkusparnaðar-
forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í
tromlu fyrir vindingu),
froðuskynjunarkerfi,
sér hnappur fyrir viðbótarskolun,
orkunotkun 1,9 á lengsta kerfi.
Kr. 99.832 Stgr. 92.844.
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
Sighvatur
Björgvinsson