Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 16

Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Antonio Ruberti frá framkvæmdastjórn ESB Gagnkvæmur hagur af vísindasamstarfi PRÓFESSOR Antonio Ruberti, vara- forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, segir að íslendingar hafi margt fram að færa í samstarfi Evrópuríkja um vísindarannsóknir og þróunarstarf. ESB og ísland hafí gagnkvæman hag af þessari sam- vinnu. Ruberti er hér á Iandi í opin- berri heimsókn til viðræðna við mennta- og vísindamálayfirvöld, en hann fer með vísinda-, tækni-, mennta- og æskulýðsmál í fram- kvæmdastjóminni. Ruberti, sem er fyrrverandi rektor Rómarháskóla og menntamálaráð- herra Italíu, ræddi í gær meðal ann- ars við Ólaf G. Einarsson mennta- málaráðherra og fulltrúa Vísindaráðs um þátttöku Islendinga í fjórðu rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróunarmál. Áætlunin er stærsta samvinnuverkefni Evrópuþjóða á þessu sviði. Samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði, sem tók gildi um seinustu áramót, veitir íslending- um tækifæri til þátttöku í þessari áætlun. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Vísindaráðs, sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var að loknum fundum með fulltrúum ESB í gær, að þátttaka í fjórðu rammaáætluninni fæli í sér að íslend- ingar greiddu í sameiginlegan sjóð til að kosta rannsóknaverkefni, sem unnin eru í samvinnu evrópskra vís- indamanna. Fjárveitingar úr sjóðnum á þeim fjórum árum, sem áætlunin tekur til, yerða um 100 milljarðar króna, en íslendingar greiða um 90 milljónir á ári. íslenzkir vísindamenn og fyrirtæki geta síðan sótt um vís- inda- og þróunarstyrki úr sjóðnum. Áhrif koma þægilega á óvart „Samkvæmt EES-samningnum höfum við átt kost á að hafa nokkuð um það að segja á hvaða þáttum verður tekið í rammaáætluninni," sagði Vilhjálmur. „Ég verð að segja að þótt við höfum verið uggandi um að hafa lítil áhrif vegna þess hvað við erum fá, kom það þægilega á óvart hversu mikið tillit var tekið til sjónarmiða íslands. Af þeim undirá- ætlunum, sem við höfum áhuga á, skírskota um 75% forsendna beinlín- is til hluta, sem íslenzkir vísindamenn eru að fást við. Það kemur líka á óvart hversu vel fulltrúar Evrópu- sambandsins gera sér grein fyrir því hvar við erum sterk og hvar veikleik- ar okkar liggja vegna smæðarinnar. Þeir átta sig á að smásamfélagið hefur ýmsa kosti fram að færa. Náin tengsl eru milli vísindastarfs, tækni- vinnu og nýtingar í samfélaginu og þeir bentu á að það gæti komið sér vel að ísland gæti í þessu efni verið nokkurs konar tilraunastofa, þar sem Morgunblaðið/Kristinn PRÓFESSOR Antonio Ruberti, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og yfirmaður vísinda-, tækni-, mennta- og æskulýðsmála hjá sambandinu, ásamt Ölafi G. Einarssyni menntamálaráðherra á blaðamannafundi á Hótel Islandi í gær. reynt er að þróa aðferðir og nýta tæknina til margvíslegs gagns.“ Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði aðspurður að líklegt væri að Islendingar fengju mun meiri styrki til rannsóknarverkefna en sem næmi framlaginu í vísindasjóð ESB. Það færi þó talsvert eftir því að menn væru duglegir að sækja um styrki til verkefna, sem þættu fýsileg í Ijósi rammaáætlunarinnar. íslendingar hafa mikið fram að færa Prófessor Ruberti sagði að hann og fylgdarlið hans hefðu á íslandi öðlazt aukinn skilning á málaflokk- um, þar sem rannsóknir væru afar mikilvægar. Hann nefndi þar um- hverfismál, jarðhita, hafrannsóknir og fiskeldi. „Á öllum þessum sviðum hafa Islendingar mikið fram að færa í samstarfi við Evrópusambandið. Góð samskipti byggjast ávallt á gagnkvæmu framlagi og báðir hafa hag af samstarfinu.“ Prófessor Ruberti sagði helzta styrk vísindarannsókna í Evrópu vera hversu fjölbreyttar þær væru, og að þar bættu rannsóknir sérhvers ríkis vinnu annarra upp. „Þess vegna skiptir máli að kynnast og tala sam- an. Það gerir okkur kleift að skipt- ast á skoðunum, hugmyndum og reynslu og nýta betur ávinning rann- sókna,“ sagði hann. Morgunblaðið spurði prófessor Ruberti hvort framkvæmdastjóm ESB myndi beita sér fyrir því að aðgangur íslendinga að mennta- og rannsóknastofnunum og þátttaka þeirra í rammaáætlunum sambands- ins héldust óbreytt ef svo færi að EES-samningnum yrði breytt í tví- hliða samning íslands og Evrópu- sambandsins. Hann sagði að málið hefði verið rætt á fundi hans með Ólafí G. Einarssyni og ljóst væri að staða íslands breyttist ekki. Sú breyting yrði á samstarfinu að full- trúar þeirra EFTA-ríkja, sem gengju í ESB, myndu öðlast atkvæðisrétt í nefndum og ráðum sem stjómuðu samstarfinu, en íslendingar hefðu áfram áheyrnarfulltrúa. Sameigin- legur vinnuhópur EFTA og ESB um rannsóknir og þróunarstarfsemi myndi starfa áfram, að minnsta kosti um nokkurt skeið, á meðan þau ríki, sem ákvæðu að ganga í sambandið, væm að aðlagast starfi þess. Pastaneysla á íslandi 1985-93 Annað pasta Fyllt pasta Ófyllt og ósoðið pasta Ósundurliðað 1985-87 Tonn 600 500 400 300 200 100 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Pastaneysla Islendinga hefur aukist um 333% á níu árum Ný verksmiðja tekin til starfa NÝ pastaverksmiðja er tekin til starfa hér á landi. I verksmiðjunni, sem rekin er af hlutafélaginu Ark hf., verður framleitt ferskt pasta fyrir innlendan markað og verður framleiðslan seld í veitingahús, stofnanir og matvömverslanir undir vöruheitinu Pastó Pasta. Ark hf. var stofnað 2. febrúar sl. með það að markmiði að hefja hér framleiðslu á fersku pasta. Framleiðslan er nú nýhafin, en að sögn Ragnars M. Kristjánssonar, eins af eigendum Arks, er enn ver- ið prófa bragðtegundir. „Við emm byijaðir að selja inn á stofnana- markaðinn og ef áætlanir okkar ganga eftir mun framleiðsla í veit- ingahús og matvömverslanir hefj- ast eftir einn til tvo mánuði,“ sagði Ragnar. Ark mun bjóða upp á hefðbundn- ar pastategundir og í framtíðinni mitá ® kynningarverði QQ Áðurkr. 69a7L- Núkr. ^ $ ,000• " er ætlunin að bæta við sósum, sal- ati ogjafnvel brauði. Að sögn Ragn- ars verður þó meginuppistaðan pasta sem pakkað verður í loftskipt- ar umbúðir þannig líftími þess verð- ur allt að 60 dagar. Þá er á pijónun- um að þróa sérhæft pasta úr mis- munandi hveititegundum ásamt pasta sem laust er við kólesteról. Nýjung hér á landi Eins og sjá má á meðfýlgjandi töflu hefur pastaneysla íslendinga aukist mjög undanfarin ár. Á síð- asta ári voru flutt til landsins 606 tonn sem er aukning um 333% frá árinu 1985.„Það má segja að á markaði hér sé nú eingöngu inn- flutt og þurrkað pasta,“ sagði Ragnar. „Verksmiðjuframleitt ferskt pasta er því nýjung hér á landi, en á öðmm Norðurlöndum er ferskt pasta um 10% af pasta- neyslunni. Til samanburðar má geta þess að á Ítalíu er ferska pastað um 30% af markaðnum. Þar er ár- leg meðalneysla á mann af þurrk- uðu og fersku pasta um 30 kg. samanborið við 2,3 kg. á íslandi." PRENTDUFT OG ÞJÓNUSTA FRÍ í 1 ÁR. Enginn upphitunartími. Ljósritar 4 síður á mínútu. Hentug bæði heima og á skrifstofunni. 50 blaða bakki. ZEq[[\ Guttormsson-Ffölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 Helstu söluaðilar: SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur. K Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAX FRÁ RICOH frá SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK SlMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 aco

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.