Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B
207. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Sögulegar heræfingar
Forstjórar sænskra stórfyrirtækja
Hóta að fjárfesta
utan Svíþjóðar
Stokkhóimi. Reuter.
Færeyjar
Pólitísk
upplausn
Morgunbladið. Þórshöfn.
ÞEGAR sáttmáli nýrrar stjómar í
Færeyjum var undirritaður á sunnu-
dag höfðu flokkarnir, sem að henni
stóðu, tveggja sæta meirihluta á lög-
þinginu. Nú er hann á bak og burt
með tveimur þingmönnum Sam-
bandsflokksins.
Að stjóminni standa eða stóðu fjór-
ir flokkar, Sambandsflokkurinn,
Jafnaðarflokkurinn, Verkamanna-
fylkingin og Sjálfstýriflokkurinn, en
sambandsmennirnir Finnbogi Arge
og Björn á Heygum eru ekki sáttir
við fjárlög næsta árs.
Sambandsflokksfélagið í Þórshöfn
heidur fund um þessa deilu í dag
og er ekki að vænta neinnar niður-
stöðu fyrr en með kvöldinu.
„NATO er að opnast Austur-Evr-
ópuríkjunum, þessar heræfingar
eru til marks um það. Þetta er
söguleg stund,“ sagði varnar-
málaráðherra Póllands þegar
herlið frá sex NATO-ríkjum og
sjö Austur-Evrópuríkjum hóf
sameiginlegar æfingar við Biedr-
usko í Póllandi í gær. Hér er
pólskur hermaður að sýna þýsk-
um hermanni hvernig setja á
saman Kalashnikov-vélbyssu.
FORSTJÓRAR fjögurra stærstu
útflutningsfyrirtækjanna í Svíþjóð
hótuðu í gær að fjárfesta ekki
framar innanlands ef ríkisstjórnin,
sem tekur við í kjölfar kosninga
um næstu helgi, tekur ekki efna-
hagsmálin föstum tökum. Þá sögðu
þeir, að yrðu beinir skattar hækk-
aðir enn myndi það valda alvarleg-
um atgervisflótta frá Svíþjóð.
Forstjórarnir segja í mjög
óvanalegri yfírlýsingu, að fyrir-
tækin hyggist fjárfesta fyrir 450
milljarða ísl. kr. á næstu fimm
árum og vilji helst,_ að hún verði
sem mest í Svíþjóð. Óhjákvæmilegt
sé hins vegar að vega og meta þá
kosti, sem bjóðist erlendis, enda
sé það stöðugleikinn, sem mestu
máli skipti. Segja forstjórarnir,
Sören Gyll hjá Volvo, Lars Ramqu-
ist hjá Ericsson, Bo Berggren hjá
Stora og Bert-Ólof Svanholm hjá
ABB, að hærri skattar muni tak-
marka getu þeirra til að fá vel
menntað fólk til starfa og valda
atgervisflótta í landinu.
Þessi fjögur fyrirtæki, sem
standa undir þriðjungi alls útflutn-
ings frá Svíþjóð, hafa auk þess
hafið baráttu fyrir því, að Svíar
segi já í þjóðaratkvæðagreiðslunni
um aðild að Evrópusambandinu.
Kosið í tveimur
fylkjum Þýskalands
Sterkir
leiðtogar
sigruðu
Reuter
Evrópuríki andvíg afnámi vopnasölubanns á Bosníu
Bretar segjast muiiu
flytja burt gæsluliðið
Sanyevo, Genf. Reuter.
BRESK stjórnvöld hafa varað við
því, að vopnabanni á Bosníu verði
aflétt og segjast munu flytja breska
friðargæsluliðið burt verði það gert.
Mikil átök voru milli stórskotaliðs-
sveita Serba og bosníska stjórnar-
hersins í gær og hafði friðarákall
Jóhannesar Páls páfa augljóslega
engin áhrif. Að sögn foringja í
gæsluliði Sameinuðu þjóðanna áttu
múslimar eða stjórnarhermenn upp-
tökin og sjálfir segjast þeir hafa
veitt Serbum þung högg.
Malcolm Rifkind, varnarmálaráð-
herra Bretlands, sagði í gær, að
breska friðargæsluliðið í Bosníu,
3.000 hermenn, yrði flutt heim ef
vopnabanninu yrði aflétt. „Ef Sam-
einuðu þjóðirnar ákveða að afnema
vopnasölubannið og taka til við að
útvega einum stríðsaðilanum vopn,
þá er enginn grundvöllur lengur
fyrir friðargæslu í landinu," sagði
Rifkind og utanríkisráðherrar Evr-
ópusambandsins, ESB, lögðust á
sunnudag gegn afnámi bannsins,
sem þeir sögðu geta haft ófyrirsjá-
anlegar afleiðingar.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hefur hins vegar lýst yfir, að
hann ætli að beijast fyrir afnámi
þess hafi Serbar í Bosníu ekki fall-
ist á alþjóðlega friðaráætlun fyrir
15. október nk. Hefur hann gefið
í skyn, að Bandaríkjastjórn muni
falla frá banninu ein ef aðrir verða
ekki til þess.
Eric Chaperon, talsmaður gæslu-
liðs SÞ í Sarajevo, sagði í gær, að
bosníski stjórnarherinn hefði ögrað
Serbum og átt upptökin að miklum
sprengjuvörpu- og stórskotaliðs-
átökum við bæinn Brcko í Norður-
Bosníu en hann stendur við mjög
mikilvæga birgðaflutningaleið
Serba. I yfirlýsingu frá bosníska
stjórnarhernum, sem lesin var upp
í útvarpinu í Sarajevo, sagði, að
Serbar hefðu orðið fyrir miklum
áföllum í átökunum en talsmenn
SÞ gátu ekki staðfest það.
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, sagði í gær að úrslit kosninga
í tveimur sambandslöndum í austur-
hluta Þýskalands á sunnudag væru
til marks um að Þjóðverjar vildu
sterka leiðtoga. Þýskir jafnað-
armenn sögðu hins vegar að kosn-
ingarnar sýndu að Kohl væri að
missa völdin.
Flokkur Kohls, Kristilegir demó-
kratar, jók meirihlutafylgi sitt í
Saxlandi, en jafnaðarmenn unnu
svipaðan sigur í Brandenburg. Kohl
sagði úrslitin sýna mikið persónu-
legt fylgi forsætisráðherranna,
Kurts Biedenkopfs í Saxlandi og
Manfreds Stolpe í Brandenburg.
Kanslarinn sagði að sama þróun
ætti sér stað á landsvísu, Þjóðveijar
legðu í ríkari mæli traust sitt á
ákveðna stjórnmálamenn frekar en
flokka. „Það er greinilegt að kjós-
endur vilja einstaklinga sem fólk
getur treyst," sagði Kohl, sem er
sjálfur þungamiðjan í kosningabar-
áttu Kristilegra demókrata.
■ Fylgishrun Fijálsra/18
------♦----------
Alendingar
ráði sjálfir
Morgunblaðið. Helsinki.
MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti
tilkynnti í gær, að lögþing Álendinga
réði sjálft aðild eyjanna að Evrópu-
sambandinu.
Álenska landsstjórnin ætlar að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
ESB-aðiid eftir að Finnar og Svíar
liafa greitt atkvæði og hugsanlegt
er, að þeir verði ekki ESB-aðilar
þótt Finnar gangi í bandalagið.
Óhapp eða
sjálfsvígs-
tilraun?
OPINBER rannsókn hefur verið
fyrirskipuð á því hvort maður,
sem talinn er hafa átt við geð-
ræn vandamál að stríða, hafi
ætlað að nauðlenda tveggja
sæta kennsluflugvél á suðurflöt
Hvíta hússins í fyrrinótt eða
hvort um sjálfsvígstilraun hafi
verið að ræða. Talið er, að mað-
urinn hafi tekið flugvélina
ófrjálsri hendi. Talsmenn Hvíta
hússins neituðu að staðfesta
hvort atvikið hefði afhjúpað
veilur í öryggiskerfi forseta-
embættisins en Lloyd Bentsen
fjármálaráðherra hefur skipað
fyrir um allsherjarendurskoð-
un. Myndin er af flugvélarbrak-
inu við vegg Hvíta hússins.
■ Brotlenti á lóð/21