Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
4*
FRÉTTIR
Norges Fiskarlag krefst útfærslu fiskveiðilögsögn Noregs í 250 mílur
Segja veiðar íslendinga
ógna strandbyggðum
Formaður samtakanna segir
íslenzk skip hafa veitt 50.000 tonn
NORGES Fiskarlag, samtök norskra sjómanna, krefjast þess að Norð-
menn færi út fískveiðilögsögu sína í 250 mílur til að stöðva veiðar Islend-
inga í Smugunni. Samtökin hafa sent íslenzkum stjómvöldum harðort
bréf, þar sem segir að veiðar íslendinga ógni nú strandbyggðum Noregs.
Einar Hepso, formaður Norges Fiskarlag, segir íslenzk skip nú hafa veitt
50.000 tonn í Barentshafí
NTB
Hlýtt handtak en hörð mótmæli
EIÐUR Guðnason sendiherra og Einar Hepsa, formaður Norges
Fiskarlag, héldust þétt í hendur í íslenzka sendiráðinu í Osló í
gær, en þangað kom Hepso þó tíl að afhenda harðorð mótmæli
gegn veiðum íslendinga í Barentshafi.
Fulltrúar Norges Fiskarlag gengu
á fund Eiðs Guðnasonar, sendiherra
íslands í Noregi, síðdegis í gær og
afhentu honum harðort mótmæla-
bréf til íslenzkra stjórnvalda. í bréf-
inu segir að ofveiði á fískstofnum,
sem gangi inn og út úr efnahagslög-
sögu strandríkja, geti haft hrikaleg
áhrif á lífskjör í strandbyggðum.
Norskir sjómenn benda á að á und-
anfómum árum hafí ískyggileg þró-
un átt sér stað á austurströnd
Kanada og jafnframt hafí mikil of-
veiði í norðanverðu Kyrrahafí haft
vandamál í för með sér.
„Kæruleysi, skortur á virðingu
fyrir öðru fólki, gróðafíkn og
ábyrgðarleysi hafa lagt kanadísku
austurströndina í rúst,“ segir í bréfí
Norges Fiskarlag, sem undirritað
er af Einari Hepse, formanni sam-
takanna. „í Noregi óttast íbúar
strandhéraðanna nú það, sem á sér
stað í Barentshafí."
Virða ekki rétt Norðmanna
Ncrskir sjómenn lýsa yfír von-
brigðum með flaum íslenzkra togara
til Barentshafs og telja íslendinga
ekki bera minnstu virðingu fyrir
vísindalegri ráðgjöf.
„Þeir bera enga virðingu fyrir
veiðiheimildum, þeir virða ekki rétt-
indi þeirra, sem hafa haft lifibrauð
sitt hér um aldabil, þeir eiga engan
sögulegan rétt á þessu svæði,“ seg-
ir í bréfínu. „Við viljum ekki taka
frá íbúum íslenzkra sjávarþorpa eða
íslenzkum fiskimönnum það sem
þeir eiga. Við skorum þess vegna á
íslenzku þjóðina að hún taki heldur
ekki frá þorpsbúum og sjómönnum
annarra landa það, sem er þeirra
með réttu.“
Eiður Guðnason sagðist í samtali
við Morgunblaðið hafa veitt mót-
mælum sjómanna viðtöku og komið
þeim áleiðis til stjómvalda á ís-
landi. Jafnframt hefði hann bent á
að eftir eina til tvær vikur myndu
viðræður embættismanna íslands
og Noregs hefjast _um fískveiðisam-
skipti ríkjanna. „Eg sagði að mál
af þessu tagi væru yfirleitt leyst
með málamiðlun, þar sem báðir létu
undan að einhveiju leyti,“ sagði
Eiður.
Beitt verði neyðarrétti
Að loknúm fundi sínum með ís-
lenzka sendiherranum hélt sendi-
nefnd Norges Fiskarlag á fund Gro
Harlem Brundtland forsætisráð-
herra og Bjorn Tore Godal utanrík-
isráðherra. Sjómenn ítrekuðu þar
kröfur sínar um að neyðarrétti verði
beitt til þess að færa út fískveiðilög-
sögu Noregs og Rússlands í 250
sjómflur og loka þannig Smugunni
í Barentshafí.
Eirfar Hepse sagði á fundinum
að íslenzk skip hefðu nú veitt 50.000
tonn í Barentshafinu. Hann sagðist
óttast að þessar miklu veiðar leiddu
til þess að kvóti norskra sjómanna
á næsta ári yrði skorinn niður.
„Við viljum að ríkisstjómin stöðvi
þessar veiðar. Við tökum ekki leng-
ur mark á tali, við viljum aðgerðir
til að koma í veg fyrir að þorskstofn-
inn hrynji. Fiskarlaget telur að beita
megi alþjóðlegum neyðarrétti,"
sagði Ilepso.
SÞ eini vettvangurinn fyrir
varanlega lausn
Norsku ráðherramir vom ekki
sammála sjómönnum um þær að-
gerðir, sem grípa bæri til. Talsmað-
ur Brundtlands forsætisráðherra
vildi í samtali við Morgunblaðið
segja það eitt um viðbrögð hennar
við kröfu sjómannanna að hún deildi
áhyggjum þeirra af ástandinu í
Smugunni.
Bjem Tore Godal ræddi hins veg-
ar við blaðamenn eftir fundinn með
sjómönnum og sagði meðal annars
að það yrði ýmsum vandkvæðum
bundið að beita neyðarrétti. „Eg hef
takmarkaða trú á hvað Norðmenn
geta gert einhliða eða í samstarfí
við Rússa, án þess að kalla yfír sig
afar neikvæð viðbrögð annarra
ríkja,“ sagði Godal. „Sameinuðu
þjóðimar em eini vettvangurinn, þar
sem varanleg lausn getur náðst. Ef
til vill má leysa málið strax á úthafs-
veiðiráðstefnu SÞ á næsta ári. Mörg
lönd styðja þar sjónarmið Noregs."
Nýtt Alþýðubandalagsfélag stofnað í Reykjavík
Ovissa um aðild að
kj ördæmisráðinu
La Travi-
ata eftir
áramót
ÍSLENSKA
óperan mun
setja upp
ópemna La
Traviata eftir
Verdi í febr-
úar næstkom-
andi. mun
Sigrún Hjálm-
týsdóttir fara
með hlutverk
Violettu og
Bergþór Páls-
son með hlutverk föðurins.
„Við emm að taka upp sýn-
ingu okkar frá því fyrir ellefu
ámm, en í bættri útgáfu,“ sagði
Ólöf Kolbrún Harðardóttir
óperustjóri. Bríet Héðinsdóttir
verður leikstjóri en hún leik-
stýrði einnig fyrri uppfærslu
og Garðar Cortes verður hljóm-
sveitarstjóri. Ekki er búið að
ganga frá ráðningu annarra
söngvara enn sem komið er.
Æfíngar hefjast í nóvember og
sviðsæfíngar í byrjun janúar.
„Þetta verður eina ópemsýn-
ingin á þessu leikári,“ sagði
hún. Á haustdögum verður efnt
til óperukvölda í Ópemnni, þar
sem koma fram einsöngvarar
og kór en annars er húsið í
útleigu, að sögn Ólafar.
EITT af fyrstu verkum Framsýnar,
hins nýja félags alþýðubandalags-
manna, sem stofnað var sl. laugar-
dag, verður að sækja um formlega
aðild félagsins að Alþýðubandalaginu
og að kjördæmisráði flokksins í
Reykjavík, að sögn Leifs Guðjónsson-
ar, sem kjörinn var formaður Fram-
sýnar á stofnfundinum á laugardag-
inn.
Óvissa er um hvort hið nýja félag
getur fengið aðild að kjördæmisráð-
inu á aðalfundi þess í næsta mánuði
og þar með kjöma fulltrúa í stjórn
kjördæmisráðsins til næstu tveggja
ára. Óvissan stafar af því að áður
en félagið fær aðild að kjördæmisráð-
inu þarf miðstjóm flokksins að öllum
líkindum að samþykkja inngöngu
félagsins í flokkinn en miðstjómin
er boðuð til fundar dagana 4.-5. nóv-
ember. Skv. reglum flokksins verður
hins vegar að halda aðalfund kjör-
dæmisráðsins fyrir lok október.
Stjóm kjördæmisráðsins tekur m.a.
ákvarðanir um tilhögun framboðs-
mála fyrir alþingiskosningamar
næsta vor.
í kjördæmisráðinu eru 54 fulltrúar
úr Alþýðubandalagsfélagi Reylqa-
víkur (ABR) og Birtingu eða einn
fulltrúi fyrir hveija 15 félagsmenn
og eru félagar í ABR í miklum meiri-
hluta í ráðinu. í gær var haldinn
stjómarfundur í kjördæmisráðinu
þar sem taka átti ákvörðun um aðal-
fund kjördæmisráðsins í næsta mán-
uði. Engin niðurstaða varð á fundin-
um en Áma Þór Sigurðssyni, for-
manni kjördæmisráðsins og félaga í
ABR, og Arthur Morthens, vara-
formanni ráðsins og félaga í Birt-
ingu, var falið að koma með tiliögu
um dagsetningu aðalfundarins á
stjómarfundi sem boðaður hefur ver-
ið næstkomandi mánudag.
Ámi Þór og Arthur eru ekki á
einu máli um hvort Framsýn geti
fengið aðild að kjördæmisráðinu á
aðalfundinum í næsta mánuði. Að
sögn Arthurs verður gengið formlega
frá inngöngu hins nýja félags á aðal-
fundinum og ný stjóm kjörin sem
tekur m.a. afstöðu til þess hvort við-
haft verður forval eða uppstilling
fyrir alþingiskosningamar í vor. Ámi
Þór sagði að skv. reglum flokksins
þyrfti miðstjóm Alþýðubandalagsins
að samþykkja beiðni Framsýnar um
að verða flokksfélag áður en það
gæti gerst aðili að kjördæmisráðinu.
Nýja félagið gæti því aðeins gerst
aðili að kjördæmisráðinu á aðalfund-
inum í október ef miðstjómarfundin-
um yrði flýtt.
Félagar úr ABR og Birtingu
kjörnir í stjórn
Á stofnfundi Framsýnar á laug-
ardag vom eftirtalin lq'örin í stjóm
félagsins, auk Leifs Guðjónssonar;
Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur
ASÍ, Guðrún Kr. Óladóttir, varafor-
maður Sóknar, Halldór Guðmunds-
son, útgáfustjóri Máls og menningar,
Kristinn Karlsson, félagsfræðingur á
Hagstofu íslands, Sigríður Þorsteins-
dóttir fjölskylduráðgjafí, Stefán
Pálsson nemi, Þoreteinn Óskareson
rafeindavirki og Ömólfur Thoreson
bókmenntafræðingur.
Nokkrir stjómarmanna koma úr
ABR eða Birtingu en að sögn Leifs
er félagsmönnum í Framsýn heimilt
að vera áfram f sínu gamla félagi
innan Alþýðubandalagsins. Sjálfur
sagðist Leifur ætla að segja sig úr
ABR og starfa eingöngu í hinu nýja
félagi.
Byssumað-
ur hand-
tekinná
Seyðisfirði
Morgunblaðið. Seyðisfirði.
LÖGREGLAN á Seyðisfírði var
kölluð út á sjötta tímanum í gærdag
vegna manns sem var með hagla-
byssu og skot í húsi á verksmiðju-
svæði SR mjöls.
Kunningi mannsins hafði tekið
hann upp í bfl sinn í bænum og
keyrt hann út að verksmiðjunni.
Honum þótti hegðan mannsins ein-
kennileg og benda til þess að ekki
væri allt með felldu. Kunninginn
hafði samband við lögreglu og bað
hana að athuga málið.
Þegar lögreglan kom á staðinn
uppgötvaði hún að maðurinn var
með haglabyssu, sem allt bendir til
að hann hafí komist yfír í verksmiðj-
unni. Maðurinn neitaði að afhenda
vopnið og svaraði engu tilmælum
lögreglu þar um. Hann hafði uppi
ógnandi tilburði án þess þó að
hleypa af skoti. Svæðinu var því
lokað og læknir kallaður til. Maður-
inn var ölvaður.
Aukalið kallað út
Aukalið lögreglu var kallað út,
bæði heimamenn og frá Egilsstöð-
um, einnig var leitað eftir aðstoð
sérsveitar lögreglunnar í Reykjavík.
Ættingja mannsins var leyft að
tala við hann og fékk hann til að
ræða málin. Á níunda tímanum
gafst maðurinn upp, opnaði byss-
una og afhenti hana lögreglu. Þá
var beiðni um aðstoð séreveitar aft-
urkölluð.
Maðurinn, sem er um tvítugt, er
nú í haldi lögreglunnar á Seyðis-
firði.
♦ ♦ ♦
Vegagerðin
Tilboð í
reiðvegi og
áningarstað
FJÖGUR tilboð bárust í klæðningu
og efra burðarlag Oddavegar -
Þjórsárdalsvegar og voru þau öll
undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði
upp á 16.118.000 krónur. Lægsta
tilboðið var frá Slitlagi hf. á Hellu,
8.489.050 kr., næst komu Ræktun-
arsamband Flóa og Skeiða með
11.665.000 kr.
Tilboða var leitað í lagningu
tveggja reiðstíga, annare vegar 2,2
km langan stíg austan við Vestur-
landsveg frá Grafarholti að Úlfarsá
og hins vegar 4,7 km langan stíg
meðfram Elliðavatnsvegi, frá Vífils-
stöðum að Kaldáreelsvegi. Kostnað-
aráætlun hljóðaði upp á 8.010.000
krónur og bárust 12 tilboð. Lægst
bauð Kambur í Kópavogi,
6.488.500 kr., þá Dráttarbílar í
Garðabæ, 6.765.600 kr.
í ráði er að bæta aðstöðu við
Mógilsá, þaðan sem göngumenn
leggja á Esjuna. Tíu tilboð bárust
í þetta verk sem kostar samkvæmt
kostnaðaráætlun 6.864.500 krónur.
Loftorka hf. í Reykjavík átti lægsta
boð, 5.282.500 kr.
---;-»-♦-«----- •
Rússar um borð
í Hágang I.
ÓVOPNAÐ rússneskt eftirlitsskip
kom í Smuguna um síðustu helgi
og fóru menn frá því um borð í
Hágang I.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni fór vel á með
Hágangsmönnum og Rússunum,
sem upplýstu að aðalgangan væri
enn ekki komin í Smuguna.
)
>
í
i
>
I