Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Af hverju látið þið svona við mig? Ég er nú ekta KRATI...
Eldur
aelli-
heimili
Morgunblaðið/Júlíus
LÖGREGLA, slökkvilið og sjúkralið þusti að Droplaugarstöðum
þegar tilkynnt var um eld þar á sunnudagskvöld.
ELDUR kom upp í sjónvarpstæki
í herbergi aldraðrar konu, vist-
manns á Droplaugarstöðum við
Snorrabraut, á sunnudagskvöld.
Rýma þurfti hluta herbergja í hús-
inu á meðan slökkvistarf stóð yfir.
Eldurinn kom upp í herbergi
aldraðrar konu á annarri hæð í
suðurálmu Droplaugarstaða. Kon-
an var að horfa á sjónvarp en brá
sér frá skamma stund. Þegar hún
sneri aftur stóð sjónvarpið í ljósum
logum. Konan fór strax út úr her-
berginu, lokaði dyrum og sótti
hjálp.
Skjót viðbrögð slökkviliðs
Viðvörunarkerfi á Droplaugar-
stöðum er beintengt slökkvistöðinni
og þangað bárust eldboð um klukk-
an eitt aðfaranótt mánudagsins.
Slökkviliðið var fáeinar mínútur á
staðinn. íbúar í herbergjum á gang-
inum þar sem eldurinn kom upp
og fólk á næstu hæð var flutt í
setustofu meðan á slökkvistarfi
stóð en það tók um 45 mínútur.
Eldurinn breiddist ekki út fyrir
herbergið, þar sem flestir innan-
stokksmunir brunnu en reyk lagði
um ganga. Kona, búsett á hæðinni
þar sem eldurinn kom upp, var flutt
til athugunar á slysadeild vegna
gruns um reykeitrun.
Að sögn Jóns Viðars Matthías-
sonar, varaslökkviliðsstjóra, olli
beintenging öryggiskerfisins því að
viðbragðstími slökkviliðsins var
skammur og því tókst að hefta eld-
inn áður en hann breiddist út. Þá
hafi rétt viðbrögð konunnar og
starfsliðs Droplaugarstaða átt þátt
í því að eldurinn breiddist ekki út
og slökkvistarf gekk fljótt og vel.
Keppir um titilinn ungfrú
Evrópa í Tyrklandi
MARGRÉT Skúla-
dóttir Sigurz, fegurð-
ardrottning íslands,
heldur á morgun til
Istanbúl í Tyrklandi
til að taka þátt í
keppninni um ungfrú
Evrópu, en keppnin
verður haldin 30.
september nk. I sam-
tali við Morgunblaðið
kvaðst Margrét vera
bjartsýn, án þess að
reikna fyrirfram með
einhveijum sérstökum
árangri.
„Keppnin er tölu-
Margrét Skúla-
dóttir Sigurz
vert stærri en hér
heima og ég hef ekki
séð hina keppendurna,
þannig að ég veit ekki
neitt um möguleika
mína. En það er þó
engin ástæða til að
vera svartsýn,“ sagði
Margrét.
Skoðunaferðir og
æfingar
33 keppendur frá
öllum löndum Evrópu
taka þátt í keppninni
um ungfrú Evrópu.
Margrét fer einsömul út, og mun
dvelja í rúmar tvær vikur í Tyrk-
landi áður en keppnisdagurinn
rennur upp. Hún segir að fyrri
hluta tímans verði keppendur í
ýmsum veislum þeim til heiðurs,
ásamt því að skoða Tyrkland.
Seinni vikuna verði strangar æf-
ingar frá morgni til kvölds á sviði
keppnishallarinnar. Keppnin sé
með hefðbundnu sniði að flestu
leyti. íslenskar fegurðardrottning-
ar hafa áður tekið þátt í keppn-
inni um titilinn ungfrú Evrópa, og
náði fegurðardrottning íslands í
fyrra, Svala Arnardóttir, 5. sæti í
keppninni.
Israelskur ráðherra um friðarhorfur
Skeiði endur-
tekinna stríða
við araba lokið
Hvemig eru sam-
skipti ísraela og
Palestínumanna
núna?
„Astandið er erfítt. ísra-
elar eru farnir að verða
smeykir um að stjómvöld
Palestínumanna geti ekki
annast öryggisgæsluna á
sj álfsstj ómarsvæðunum.
Frá því að Óslóarsamn-
ingurinn var undirritaður
og við létum stjóm Gaza-
spildunnar og Jeríkó í
hendur Palestínumönnum
hefur verið mikið um morð
og tilræði. Það líður vart
vika á Gaza án þess að
gerð sé árás á hermenn eða
landnema, sama má reynd-
ar segja að gerist um allt
landið. Þetta veldur mér
og öðmm ráðamönnum
áhyggjum vegna þess að
við verðum að geta tryggt per-
sónulegt öryggi ísraela til að
sannfæra almenna borgara um
að dýrkeypt málamiðlun í deilunni
við Palestínumenn ógni ekki ör-
yggi hinna fyrmefndu.“
- Hvernig verður vandi land-
nema gyðinga á svæðum Palest-
ínumanna leystur?
„Ég te! að ef við fáum næði til
þess og höldum áfram að starfa
í anda Óslóarsamningsins muni
okkur takast að leysa hann í
tengslum við endanlega lausn á
deilunum. En við erum ekki kom-
in svo langt og verðum að feta
okkur rólega áfram, byggja upp
traust með hveiju skrefi.
Glæpamenn flýja í skjól
Þetta leggjum við mikla áherslu
á í viðræðum okkar við ábyrga
Palestínumenn, þ. á m. Arafat
sjálfan. í rauninni skiptir það ísra-
ela ekki máli hvort hann getur
ekki haft stjórn á hryðjuverka-
mönnum úr röðum bókstafstrúar-
manna eða vill það ekki. Niður-
staðan er hin sama; fólk verður
hrætt við að Palestínumenn fái
víðtækari sjálfsstjórn og á stærri
svæðum.
Amnon Rubinstein
►Menntamálaráðherra ísraels,
Amnon Rubinstein, var meðal
fulltrúa á þingi Alþjóðasam-
staka frjálslyndra flokka í
Reykjavík. Hann stofnaði flokk
sinn, Shinui, árið 1974 ogátti
frumkvæði að setningu nýrra
laga um mannréttindi árin
1988-1992. Rubinstein er lög-
fræðingur, menntaður í ísrael
og Bretlandi.
Eitt er það sem ég held að
hægt sé að slá föstu. Tími styij-
aldanna, sem ísraelar og arabar
hafa háð með 10-15 ára bili, hann
er liðinn og kemur ekki aftur.
Þessi stríð sem kynslóðin mín
varð að sætta sig við, ólst upp
við, verða ekki endurtekin, það
er eindregin sannfæring mín. Ég
tel að hrun Sovétríkjanna, efna-
hagsleg vandamál arabaríkjanna
og Palestínumanna, stefna nýju
stjórnarinnar í ísrael, sem viður-
kennir að nauðsynlegt sé að ná
málamiðlun í deilunni við Palest-
ínumenm allt þetta samanlagt og
styrkur Israels hafí breytt stöð-
unni. Ég vona þetta, bið að það
gerist og ég er jafnframt sann-
færður um að það mun gerast."
Jeríkó og Gaza eru orðin að
vemdarsvæðum fyrir morðingja
sem drýgt hafa glæpi sína í ísrael
og síðan flúið inn á „öruggu"
svæðin. Astandið er því erfitt en
ég vil trúa því að Arafat skilji
þetta. Sú staðreynd að hann lét
nýlega fangelsa 21 bókstafstrú-
armann á Gaza er jákvætt teikn
og við vonum að hann láta elta
uppi þá sem bera ábyrgð á morð-
unum jafnt í ísrael sem Gaza og
draga þá fýrir dómara.“
- Efast margir Ísraelar um að
Palestínumenn fái sitt eigið ríki
innan nokkurra ára?
„Ég held að flestir vel upplýstir
ísraelar skilji að Palestínumenn
fái eigið ríki og voni að það verði
í einhvers konar ríkja-
sambandi við Jórdaníu
þar sem hvert hérað
hafi mikla, innri sjálfs-
stjórn. Ekkert herlið
ætti að vera á Gaza og
Vesturbakkanum og tryggja ætti
greiðar samgöngur milli svæð-
anna tveggja um Israel. Þetta
yrði afskaplega flókið en sýni
deiluaðilar góðan vilja er allt
hægt. Vonir margra hafa vaxið
vegna þróunar samskiptanna við
Jórdaníu og viðræðna Jórdana og
Palestínumanna.
Auðvitað eru skiptar skoðanir
um þessi mál í ísrael, ég hygg
að meirihluti Israela sé andvígur
sjálfstæðu ríki Palestínumanna,
finnist það hræðileg tilhugsun.
Fordómar og raunsæi
- Er mikið um fordóma gagn-
vart Palestínumönnum meðal
ísraela?
„Stríð veldur hatri, fordómum.
Þegar þjóðir beijast svo lengi
þekkir önnur hver fjölskylda hjá
báðum stríðsaðilum einhveija sem
hafa fallið eða særst. Þetta verður
ekki sami bróðurkærleikurinn og
skilningurinn og ríkir nú hjá Evr-
ópumönnum eftir að þeir höfðu
barist í margar aldir, þetta verður
ekki eins og hjá Frökkum og Þjóð-
veijum núna. En við sættum okk-
ur við minna, okkur dugar að
geta búið hlið við hlið. Smám sam-
an getur verið að eitthvað annað
og meira vaxi fram en
það er of snemmt að
spá. Ég ímynda mér
ekki að friðarviðleitnin
breytist í ást og skilning
á svipstundu, við verð-
um að vera raunsæ.
Gleymum ekki að það eru ekki
aðeins þjóðir sem beijast, islam
er þarna einnig og veldur miklum
vanda, er mjög ógnandi. Gleymum
ekki að Israelar hafa ræktað með
sér lýðræði í vestrænum skilningi
sl. 50-100 ár en Palestínumenn
eru að byija að byggja upp stofn-
anir lýðræðis sem þeim vonandi
tekst. Byijunin var ekki of gæfu-
leg, þeir lokuðu dagblöðum og
herlögregla handtók fólk, þetta
olli nokkrum kvíða.“
„Við verðum
að vera
raunsæ“