Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 9
FRÉTTIR
Mikill áhugi á RAV4
MIKIL aðsókn yar að bílasýningu Toyota um helgina en þá var
frumkynntur á íslandi nýr smájeppi, RAV4. Skúli Skúlason sölu-
stjóri sagði að áhugi fólks hefði mest beinst að RAV4.
Alþjóðlegur meistari
Helgi Ass náði
fjórða áfanganum
HELGI Áss Grét-
arsson hefur
tryggt sér fjórða
áfanga að alþjóð-
legum meistarat-
itli í skák með
frammistöðu sinni
á heimsmeistara-
móti 16 ára og
yngri í Brasilíu. Helgl Ass
Hann verður væntanlega útnefnd-
ur alþjóðlegur meistari á næsta
FIDE-þingi.
Helgi hefur sex vinninga að
loknum níu umferðum. í sjöundu
umferð mótsins sigraði hann Vitor
frá Portúgal, í áttundu umferð
sigraði hann Sergejev frá Eistlandi
og í níundu umferðinni Spangen-
berg frá Argentínu.
Fjórar umferðir eru eftir á mót-
inu, en Helgi er nú í 5.-8. sæti.
Efstir eru Mariano frá Filippseyj-
um og Miludanovic frá Júgóslavíu
með 7 vinninga.
Skúli sagði að þrátt fyrir að
RAV4 yrði ekki til sölu hérlendis
fyrr en í janúar á næsta ári hefðu
nokkrar pantanir borist í hann.
„Það er greinilega mun meiri áhugi
fyrir þessum bíl en ég hafði þorað
að vona. Það vará annað hundrað
manns sem reynsluók bílnum um
helgina og fólk átti ekki til orð yfir
aksturseiginleikana," sagði Skúli.
Fimm dyra bíllinn í júlí
Skúli sagði áberandi mestan
áhuga fyrir RAV4 hjá fólki á miðj-
um aldri sem 'á uppkomin börn.
Einnig var mikill áhugi hjá yngra
fólki sem ekki er komið með fjöl-
skyldu. „Þetta mun svo aftur breyt-
ast þegar fimm dyra bíllinn kemur
því hann er talsvert lengri, gefur
miklu meiri möguleika og getur
flokkast undir að vera fjölskyldubíll
sem þessi getur tæplega gert,“
sagði Skúli.
Þriggja dyra bíllinn kostar tæpar
2,3 milljónir kr. á götuna og fimm
dyra bíllinn mun kosta 100-110
þúsund kr. meira og kemur hann
hingað á markað í júlí á næsta ári.
KVENNATIMAR
í badminton
Mánud. Þriðjud. Fimmtud. Föstud.
13.50 09.40 13.50 09.40
6 vikna námskeið kr. 2.700
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur
Gnoðarvogi 1, s. 812266.
LEGSTEINAR
Flutningskostnaður innifalinn.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Fáiö myndalistann okkar.
Opna saumastofu mína
fímmtudaginn 22. september.
Sauma aðeins klæðskerasaumuð fbt
K.K. Madsen klæðskerameistari
Leynimel 13
Sólin er ekkeit notaleg...
ARVfK
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295
• 3M "Scotchtint" sólarfilma
endurkastar allt að 80% af geislum sólarinnar.
• "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólar.
Munir í sýningargluggum verslana upplitast ekki fyrir vikið.
• "Scotchtint" er einnig fáanleg sem öryggisfilma.
Ef rúðan brotnar, heldur filman glerinu saman.
• Þeir sem hafa sett "Scotchtint" filmuna á gluggann hugsa hlýtt
til hennar á meðan öðrum er alltof hlýtt.
• Ásetning filmunnar er innifalin í verði.
Hafðu samband og fáðu verðtilboð.
...á skrifstofunni!
riLIVIM
A GLUGGANN LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
Fjármál
íþróttafélaga
[þróttasamband íslands boðartil ráðstefnu um fjármál
íþróttafélaga sunnudaginn 18. september n.k.
kl. 10-16.
DAGSKRÁ
Kl. 10:00 Fjármál fþróttahreyflngarinnar f Svíþjóð.
Jonas Person (þróttahagfr. flytur erindi á ensku.
Kl. 12:00 Hádegisverður.
FJármál íþróttafélaga á íslandi:
Ýmsir forystumenn flytja stutt erindi.
Kl. 13:00 Velgengni Knattspyrnufélags ÍA
- Gunnar Sigurðsson formaöur.
Kl. 13:15 Rekstur Úrvalsdeildarliös Snæfells
- Gretar D. Pálsson, formaöur
Kl. 13:30 Rekstur fþróttafélaga á (saflröi
- Samúel Grfmssson gjaldkeri ÍBÍ.
Kl. 13:45 Styrktaraðilar og kröfur þelrra til íþróttafélaga.
- Trausti Sigurösson, markaösstjóri Vffilfells.
- Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka.
Kl. 14:00 Framlag bæjarfólags til íþróttafólaga í bænum
- Gunnar Einarsson,
(þrótta- og tómstundafulltrúi Garöabæjar
Kl. 14:15 Rekstur fþróttafélaga á Akureyri
Þröstur Guöjónsson, formaöur ÍBA
Kl. 14:30 Hvernig sklptast lottótekjur ÍSÍ?
- Stefán Konráðsson, aðst. framkvæmdastjóri (SÍ
Kl. 14:45 Hvemlg er að reka fþróttastarfsemi í
Vestmannaeyjum?
- Bjarni Ólafur Guömundsson, framkvæmdastjóri
handknattleiksráös ÍBV
Kl. 15:00 Knattspyrnudeild Fram
- Jóhann Kristinsson, framkvæmdastjóri
Kl. 15:15 Kafflsopi og umræöur
Kl. 16:00 Fundarlok
Ráöstefnan er ætluö forystumönnum íþrótta- og ungmennafólaga og
deilda þeirra og ööru áhugafólki um málefni íþróttahreyfingarinnar.
Ráðstefnugjald er kr. 1000,- og innifaliö er hádegisveröur og
kaffiveitingar. Þátttökutilkynningar berist skrifstofu (SÍ fyrir
fimmtudaginn 15. september n.k.
fþróttasamband fslands
Útbob ríkisbréfa
o§ ríkisvíxla
fer fram mibvikudaginn 14. september
RIKISBREF
Um er að ræða 3. fl. 1994 til 2ja ára.
Útgáfudagur: 22. júlí 1994.
Gjalddagi: 19. júlí 1996.
Ríkisbréfin eru óverðtryggð og bera 6%
fasta vexti sem leggjast við höfuðstól á
12 mánaða fresti. Ríkisbréfin verða gefin út
í þremur verðgildum: 100.000, 1.000.000
og 10.000.000 kr. að nafnvirði.
Ríkisbréfin eru seld með tilboðs-
fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa-
fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum
og sparisjóðum gefst einum kostur á að
gera tilboð í ríkisbréfin skv. tiltekinni
ávöxtunarkröfu. Lágmarkstilboð er
kr. 5.000.000 að nafnvirði.
RIKISVIXLAR
Um er að ræða 18. fl. 1994 í eftirfarandi
verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til 3ja mánaða með
gjalddaga 16. desember 1994.
Ríkisvíxlarnir eru seldir með tilboðs-
fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa-
fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum,
bönkum og sparisjóðum gefst einum
kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana.
Lágmarkstilboð skv. tiltekinni
ávöxtunarkröfu er kr. 5.000.000 og
lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra
tilboða er kr. 1.000.000.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf og ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari
upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra
tilboða ríkisvíxla (meðalávöxtun vegin með fjárhæð), en Seðlabanka íslands er einum
heimilt að bjóða í vegið meöalverð samþykktra tilboða í ríkisbréf.
Ríkisbréfin og ríkisvíxlarnir verða skráðir á Verðbréfaþingi islands og er
Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra.
Öll tilboð í ríkisbréf og ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14 á
morgun, miðvikudaginn 14. september. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru
veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.