Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir OSKAR Sigurðsson vitavörður og Kristján Egilsson forstöðumað- ur merkja í sameiningu eina sæsvöluna áður en henni var sleppt af Stórhöfða. Ovenju margar sæsvölur í Eyjum ÓVENJU margar sæsvölur fundust í Vestmannaeyjum helgina 3.-4. september, eða 14 ungar sem krakk- ar í bænum söfnuðu saman í leit sinni að lundapysjum. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum, segir að svölur þessar verpi aðallega í Elliðaey og hafí ungana líklega borið undan vindi í norðaustanátt sem þarna var. „Ungamir eru að byija að yfírgefa hreiðrið og hafa líklegast lent í ein- hveijum vindum sem báru þá hing- að. Þetta er næstum árvisst á haust- in en í mismiklum mæli og núna voru þeir óvenju margir. Til skamms tíma verpti þessi fugl aðeins í Vest- mannaeyjum en hefur sennilega allra seinustu ár gert sér einnig hreiður í Ingólfshöfða," segir Kristján. Til eru tvær tegundir af sæsvölum sem Kristján segir Vestmannaeyinga kalla annars vegar litlu-sæsvölu og hins vegar stóru-sæsvölu, en í bókum nefnist sú minni stormsvala en sæ- svala sú stærri. Svalan sem fannst í Eyjum er svokölluð stóra-sæsvala. Óskar Sigurðsson, vitavörður á Stór- höfða, merkti sæsvölumar fjórtán fyrir Náttúrufræðistofnun og síðan var þeim sleppt á haf út. Sæsvalan er farfugl að sögn Kristjáns og fannst ein svala sem var merkt fyrir nokkmm ámm í Suður-Ameríku. Fuglinn kemur í hreiður sitt í skjóli kvöldhúmsins og er því sjaldséður, en deginum ver hann í mataröflun. Hann étur aðallega síld sem hann grípur af haffletinum. SÆSVALAN spígsporaði um stund í grasinu áður en hún hóf sig til flugs. 14. september - 2. nóvember á hverju miðvikudagskvöldi í Tollhúsinu (nýja Kolaportinu] STORKOSTLEGT STiGAMOT I 4 ALDURSFLOKKUM KARLA OG KVEIMNA: 12 ára og yngri kl. 17:00 13 og 14 ára kl. 18:30 15 og 1G ára kl. 20:00 ^ 17 ára og eldri kl. 21:00 \,erö\aoob/JdJre3tloHKio9^r8 hveri'JtT' ^rir bes évjgunMiifeifr - kjarni málsins! Haustslátrun hafin Erfitt að fáfólk í vinnu Laugarhóli - Föstudaginn í síðustu viku hófust leitir í Karldrananes- hreppi. Það vom Bjarnfirðingar sem smöluðu allt norður í Kaldbak. Á laugardaginn var svo smalað um heimahaga. Slátmn hófst á Hólma- vík mánudaginn 12. september. Svo bregður við að þessu sinni að illa hefur gengið að manna sláturhúsið. Er þá alveg sérstaklega erfítt að fá vant fólk til vinnu, að því er Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri tjáði fréttaritara. Virðist því vera um nóga vinnu að ræða í Strandasýslu um þessar mundir. Farið var í fyrstu leitir á föstudag- inn. Þá vora leituð Balafjöll og svæð- ið upp af þeim, allt norður í Kald- bak. Heimtur fjárins vom sæmileg- ar, en ekki alveg nógu góðar, eins og viðmælandi tjáði fréttaritara. Ár- neshreppsbúar leituðu einnig um nálæg beitilönd sín. Veður hefir ver- ið einstaklega gott og hlýtt hér um slóðir þetta haust. Það orsakar að fé er ekki farið að leita í heimahaga ennþá sem neinu nemur. Cí^wkæliskápar án frystis Qjram kæliskápar meö frysti G^winnbyggingarskápar <í#iAA#frystiskáp. »ar i£#*A/**trvstikistur Við bjóðum 9 gerðir <2fZ4M kæliskápa án frystis, t.d. þessa 6 sem hér eru sýndir. Kæliskápur án frystis, gerð: Nýtanlegt rými, lítrar: Mál: breidd/dýpt/hæð, mm: Orkunotkun, kWst/sólarhring: Verð: Keypt með afborgunum: Staðgreitt (mínus 7%): K-201 197 550/601/1065 0,57 49.980,- 46.480,- K-245 242 550/601/1265 0,60 54.830,- 50.990,- KS180E 168 595/601/942 0,62 53.750,- 49.990,- KS300E 271 595/601/1342 0,67 57.980,- 53.920,- KS350E H 323 595/601/1542 0,70 75.260,- 69.990,- S KS400E m 375 595/601/1742 0,72 84.800,- 78.860,- Við bjóðum 10 gerðir kæliskápa með frysti, t.d. þessa 6 sem hér eru sýndir. Kæliskápur með frysti, gerð: Nýtanlegt rými, kælir+frystir Itr.: Mál: breidd/dýpl/hæð, mm: Orkunotkun, kWst/sólarhring: Verð: Keypt með afborgunum: Staðgreitt (mínus 7%): KF-185 139+33 550/601/1065 0,97 51.580,- 47.970,- KF-232 186+33 550/601/1265 1,07 55.900,- 51.990,- KF-263 197+55 550/601/1465 1,25 59.980,- 55.780,- KF245E 169+62 595/601/1342 1,05 64.500,- 59.990,- KF355E 272+62 595/601/1742 1,45 78.470,- 72.980,- KF335E 190+133 595/601/1742 1,80 84.920,- 78.980,- Dönsku <S#MA#kæliskáparnir eru rómaðir fyrir hagkvæmni, styrk, sparneytni og endingu. Nýja ®iM/»#kæliskápalínan, sem við kynnum nú, er stórglæsileg vara á afar hagstæðu verði. fyrsta flokks frá m#- /FOnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91 (24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.